Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1974 Sr. Jón Auðuns: Prestskosningar eða ekki ? 1 erlendum stórblöðum er viða miklu meira en hér af opinskáum og málefnalegum greinum um kristindómsmál, ekki aðeins af hálfu presta, heldur einnig leikmanna, ekki aðeins af predikunum presta, sem Mbl. gefur mikið rúm, heldur af málflutningi manna um andleg viðhorf þeirra, sem tjá sig og hugsa og fara „sínar leiðir“ og þræða ekki ævinlega farvegi kirkjunnar. Fyrir slíkum málflutningi fer ekki mikið i islenzkum dagblöð- um. Það bar ekki mikið á því, að menn létu sig það varða, þegar „gamla sálmabókin“ frá 1945 var dæmd úr leik og nokkrum fegurstu sálmum og trúarljóðum sra Matthíasar var vísað úr bókinni og lofgerðar- sálmi Daviðs frá Fagraskógi, þar sem skáldið leyfði sér að geta þess, að trúarlíf og til- beiðsla væri til að jörðunni utan vébanda kristindómsins, sem aðeins lítill minnihluti mannfólksins heyrir til. Á vett- vangi dagblaðanna tóku þá sárafáir aðrir til máls en fáeinir lítt ánægðir prestar. Á sömu leið fór, þegar kirkju- þing ísl. þjóðkirkjunnar fékk komið fram á Alþingi frum- varpi um aó svipta söfnuði landsins almennum kosningar- rétti til að velja sér presta og hafna. Það vekur furðu, hve fáir kvöddu sér hljóðs um það mál. Þetta logn, þessi þögn bendir til óhugnanlegs tóm- lætis um mál, sem hlýtur þó að skipta söfnuðina í landinu miklu. Mér er sagt, að kirkjuþing það, sem nú situr á rökstólum, eigi enn að fjalla um þetta mál í því skyni að herða róðurinn gegn rétti safnaðanna til að ráða vali presta sinna með al- mennri kosningu. Síðasta Alþingi veitti þessu máli þá meóferð að hafa sam- þykktir kirkjuþings að engu og stinga málinu svefnþorn. En nú skal enn hrundið úr vör, trú- lega i þeirri von að alþingis- menn þreytist og samþykki frumvarpið til að hafa af sér hvimleitt kvabb. Ein af þeim sögum, sem born- ar hafa verið brigður á að rétt muni eftir Kristi höfó, er geymd í guðspjalli Lúkasar. Þar segir frá konu, er kærði mál sitt fyrir dómara, sem vildi ekki sinna henni. En konan hélt áfram að suða og suða í dómaranum, unz hann gafst hreinlega upp fyrir henni „til þess að hún sé ekki ávalt að koma og kvelja mig“, segir i guðspjallinu. Þótt þessi aðferð dygði við dómarann í sögunni er sú reyndin enn, að hún dugar ekki á Alþingi Islendinga, sem veitti tilmælum kirkjuþings heldur óvirðulega afgreiðslu i fyrra, — og hversvegna? Sennilega vegna þess fyrst og fremst, að alþingismönnum var það kunnugt, að á bak við þann meirihluta kirkjuþings, sem Sr. Jón Auðuns. samþykktina hefir gert hvað eftir annað, var engan veginn sá fjöldi safnaðarfólks i land- inu, sem gæti réttlætt slíka ákvörðun. Til þess að Alþingi geti samþykkt að svipta söfn- uðina almennum kosningarétti um val presta sinna þarf að sjálfsögðu að liggja fyrir vilja- yfirlýsing svo mikils fjölda þeirra, sem nú hafa kosninga- rétt, að mark sé á takandi. Frumvarp um afnám prests- kosninga hefir verið borió und- ir héraðsfundi og víðast sam- þykkt. En hversu margir sækja slíka fundi? Örfáir menn auk prestanna. Allur þorri safnaðarmanna kemur þar ekki nærri. Því gegnir f urðu, að þeir örfáu menn, sem fundina sækja, skuli treystast til að taka slíka ákvörðun í nafni safnaðanna. Það hefir verið haft mjöe _á oddi, að hér sé um mál prest- anna að ræða, og nálega látið stundum eins og hér sé sérmál þeirra á feró. En prestarnir eru ekki kirkjan. Þetta er mál safn- aðanna fyrst og fremst og i rauninni furða, hve prestar ganga hér fram fyrir skjöldu. Og til þess er stöðugt vitnað, hver raun það sé prestunum að leggja sig undir dóm safnað- anna í kosningu. Auðvitað kann eitthvað miður sæmilegt að vera sagt um umsækjendur, sem gerir hörundsárum mönn- um sviða. En þótt hér sé alvöru- mál á ferð, er broslegt að heyra á þá strengi slegið til vekja vorkunnsemi alþingismanna. Ætli þeim bjóðist aldrei annað eins, og hefir þó ekki heyrzt, að sú bíræfna fásinna hafi komið þeim í hug, að leggja niður alþingiskosningar eða að valdið verði fengið i hendur „Kjör- mönnum" eða þingmenn „kall- aðir“ með einhverjum hætti. Annars er ekki úr vegi að benda á það andspænis öllum þessum kveinstöfum um sið- leysi prestskosninga, að gera verður þá kröfu til sjálfra prestanna, að þeir setji i siða- bálk sinn (codex eticus) reglur gegn ósæmilegum eóa óheppi- legum aðgerðum i undirbún- ingi prestskosninga. Til þess þarf ekki lagasetningu. Það er á valdi prestanna sjálfra. Ég sé ekki betur en að i hinni löngu baráttu á Alþingi fyrir því, að draga veitingavaldið úr höndum stiftsyfirvalda, sem margsinnis höfðu misbeitt frek- lega valdi sinu, og fá það söfnuðunum i hendur, hafi það yfirleitt verið hinir frjáls- lyndari menn á Alþingi, sem börðust fyrir kosningarétti safnaðanna. Það ofurkapp, sem nú er á það lagt að svipta söfnuðina hinum almenna kosningarétti, kann meira en mönnum er ljóst að mega rekja til þeirrar öfugþróunar, að ihaldsemi og hneigð til há- kirkjulegheita hefir á siðari ár- um vaxið fiskur um hrygg i þjóðkirkju okkar. Og það er sú stefna, sem ræður ferðinni, þótt margir geri sér þess ekki grein í fylgi sinu við afnám hins frjálsa kosningaréttar safnaðanna. Að erlendis séu ekki tíðkaðar prestskosningar með sama sniði og hér, er engin sönnun þess, að Islendingar séu ekki á réttri leið. Mér er nær að halda hið gagnstæða. Það smekkleysi, sem áður hefir verið viðhaft í þessu máli, að ógna alþingismönnum til fylgis við þetta frumvarp, er f jarri mér. Svo elliær er ég ekki enn. Hitt fullyrði ég, að það fylgi, sem enn er vitað að frum- varpið nýtur meðal þjóðarinn- ar, réttlætir ekki að það nái samþykki. kemur úr þessari áttinni, en slæmt, ef það kemur úr hinni. Miðar í áttina Þó er ekki á því minnsti vafi, að menningarlegar umræður um þjóðmál hafa aukizt á seinni tim- um. Nú kemur það ærið oft fyrir, að menn rökræða opinberlega án þess að dæma gagnaðilann óal- andi og óferjandi, en fyrrum réðu andúð og samúð auðsjáanlega mjög miklu í skrifum manna og deilum. Fram hefur komið, að þeir starfsmenn rfkisútvarpsins, sem vinna úr leiðurum dagblaðanna til lesturs i útvarpi, telja, að rit- stjórnargreinarnar hafi orðið mun hógværari og málefnalegri en áður. Ef þetta mat er rétt, ber það vissulega vott um það, að þrátt fyrir allt miðar i rétta átt. í Mbl., og raunar öðrum blöðum lika, þótt i minna mæli sé, fara fram margháttaðar umræðnr manna á milli. Þar birtist efni, sem ritstjórnin er ekki sammála án þess að athugasemdir séu við gerðar, en hins vegar leggur blað- ið svo sinn dóm á þau málefni, sem það telur þess verð. Einnig þau sjónarmið, sem blaðið setur fram, geta aðrir gagnrýnt á síðum blaðsins sjálfs, ef þeir æskja þess. í hinum margvislegu félaga- samtökum eru einnig umræður og ályktanir gerðar, og á Alþingi skiptast kjörnir fulltrúar þjóðar- innar á skoðunum. Raunar mætti þar gjarnan meira á því bera, hvaða sjónarmið hver einstakur þingmaður hefur, og ekkert er við því að segja, þótt mismunandi skoðanir séu uppi meðal sam- flokksmanna um þau málefni, sem ekki varða meginstefnur, og mundi það auka virðingu Alþing- is, en ekki rýra, að slíkar rökræð- ur færu vaxandi. Stórvirkjanir Sverrir Hermannsson, alþingis- maður, vakti mál á því hér í blað- inu nú í vikunni, að stefna bæri að því að fullrannsaka skilyrði til stórvirkjana og stóriðju á Austur- landi. Virkjunarmenn ræða um þær fyrirætlanir, sem „Lang- stærsta drauminn“, enda mun unnt að virkja þar 6—8 sinnum meira en gert var við Búrfell. Hér er vissulega um að ræða gifurlega stórvaxin tækifæri til iðnvæóing- ar og auðæfaöflunar og þvi eðli- legt, að þingmaður kjördæmisins leggi á það áherzlu, að einskis verði látió ófreistað til að kanna þessi tækifæri til fullnustu. í síðasta Reykjavikurbréfi var vakin athygli á því, að heppilegt gæti reynzt að virkja Blöndu og flytja orku suður á Hvalfjarðar- strönd í nýju málmblendiverk- smiðjuna um stundarsakir, en stefna síðan að því, að meiriháttar iðnaður risi upp norðanlands. Rækjustríðið við Húnaflóa hef- ur vakið menn til umhugsunar um það, að sjávaraflinn er tak- markaður og iðnaðinn verður að efla, ef íslendingar hyggjast standa í fremstu röð að því er íifskjör og auðæfaöflun varðar. Á Blönduósi er nokkur vísir að iðnaði. Ef ákvörðun yrði tekin um virkjun Blöndu er ekki efi á því að áhugi mundi vakna á meiri- háttar iðnrekstri í þessum lands- hluta og þá ekki sizt á Blönduósi, sem næst yrði virkjunarstað. En samhliða þessum athugun- um er sjálfsagt að hraða rann- sóknum austanlands, svo að virkjunarframkvæmdir þar gætu komið í beinu framhaldi af meiri- háttar virkjun fyrir norðan. Og allir landshlutar byggju þá við örugga orkuöflun og allir hefðu tækifæri til að snúa sér að iðn- rekstri í ríkum mæli samhliða sjávarútvegi og landbúnaði. Búseta úti á landi Fyrir einum áratug eóa svo reyndist mjög erfitt að fá ungt fólk til að flytjast út á land frá Reykjavíkursvæðinu og taka að sér mikilvæg verkefni. Síðan hef- ur sú breyting smám saman orðið, að yngra fólk er þreytt orðið á höfuðborgarsvæðinu og vill ekk- ert síður hverfa til starfa úti um land, aðeins ef tækifærin eru nógu aðlaðandi. Hinu er ekki að leyna, að eink- um á sviði iðnaðarins hefur reynzt mjög erfitt að koma upp öflugum fyrirtækjum annars stað- ar en á höfuðborgarsvæðinu. Liggja auðvitað til þess ýmsar ástæður. Suðvestanlands er ýmsa þá þjónustu að fá, sem ekki er fyrir hendi úti á landi, markaður- inn er stærri, o.s.frv. 1 fjölmörg- um tilfellum er þetta þó ekki rétt- mætt tilefni til þess að setja slík- an rekstur niður á suðvesturhorni landsins, því að hann getur átt jafn góð vaxtarskilyrði annars staðar. Ljóst er þó, að mikið átak þarf að gera til að koma upp öfl- ugum fyrirtækjum víða úti um land, og að því er miðað með stóreflingu Byggðasjóðs. En fleira þarf til að koma. Meginskilyrði þess, að öflugur iðnaður rísi á fót á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi er örugg og ódýr orka annars vegar og góðar og öruggar samgöngur hins vegar. Að því verður að vinna af fullum þrótti næstu ár, að stjórvirkjanir komist upp bæði norðanlands og austan og sam- göngur verði stórum bættar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins hef- ur fullan skilning á þessari nauð- syn og mun vinna að þessum mál- um eins og stefnuyfirlýsing henn- ar ber með sér. Og á þessu ný- byrjaða kjörtimabili er hægt að koma málum svo vel áleiðis, að öllum verði ljóst, að búsetuskil- yrði verða ekki lakari úti um hin- ar dreifðu byggðir en á Reykja- víkursvæðinu. Til að svo verði þarf fyrst og fremst það tvennt, sem áður var nefnt, stórvirkjun noróanlands og aðra austanlands, samhliða stórátaki i vegamálum, þar sem fullnaðarfrágangur vegarins milli Akureyrar og Reykjavíkur er fyrsta skrefið. Ef ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar nær þessu marki, sem ástæðu- laust er að efast um, mun þess lengi minnzt sem þess ráðuneytis, sem heilladrýgstan skerf lagði til byggðastefnu. „Menningar neyzla” Sjónvarpskvikmyndin um menningarlíf Grindvíkinga hefur að vonum vakið mikið umtal. Höf- undar myndarinnar lögðu að vísu á það ríka áherzlu, að til þess væri ætlazt, og er það góðra gjalda vert. En hvaó sem því líður, þá verður mönnum minnisstæðast það atvik, er Magnús Bjarnfreðs- son færði heilan skara sjálf- skipaðra menningarvita úr nýju fötunum keisarans með einni setningu um innantóm tizkuorð. Hann hitti sko naglann á hausinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.