Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 5 Símamál Selfyssinga Fylgibréf með undirskriftarlistum og athugasemdir Póst- og símamálastjóra Á SÍÐASTLIÐNU vori var dreift bréfi á Selfossi, sem fjallaði um simamál Selfyss- inga. Fór jafnframt fram undirskriftasöfnun. Voru list- arnir sendir ýmsum aðilum sem málið var viðkomandi og því fylgdi fylgibréf, sem hér fer á eftir ásamt athugasemd- um Póst- og símamála- stjóra. Fylgibréfið er svohljóðandi: Þann 20. aprll 1974 var borið I hús á Selfossi fjölritað dreifibréf með yfirskriftinni: En reislan var bogin og lóðið var lakt. Höfundur dreifibréfs- ins var Guðmundur Danlelsson. i þvl kom fram hörð gagnrýni á símaþjón- ustuna á Selfossi og austanfjalls al- mennt, og krafist úrbóta. I niður- laginu var þess getið, að listum með undirskriftum þeirra slmnotenda á Selfossi sem samþykkir væru efni bréfsins, yrðu sendir póst- og slma- málastjóra, ráðherra þeim sem póst- og slmamál heyrðu undir og öllum þingmönnum Suðurlandskjördæmis. Á undirskriftarlistana söfnuðust nöfn 416 slmnotenda á Selfossi. Dreifibréfið birtist I heild I blaðinu Suðurlandi 22. júnl 1974. Hár skal aðeins tekinn upp útdráttur: „----------Langtlmum saman er ómögulegt að ná sambandi gegnum „sjálfvirku" slmstöðina á staðnum, sérstaklega á þeim tlma dags þegar þörfin er brýnust. Verst er ástandið á línunni til Reykjavlkur. Þá er og algengt að innanbæjar á Selfossi sé ómögulegt að ná slmasambandi. Þannig hefur þetta gengið um margra mánaða skeið og fer slversn- andi. Og þegar spurst er fyrir á slmstöðinni hverju þetta sæti, þá eru svörin jafnan eitthvað á þá leið að stöðin geti ekkert við þessu gert, álagið sé of mikið. Sjálf aðalstöðin á oft mjög erfitt með að ná I umbeðin simanúmer. Álit okkar er að hér sé verið að selja þjónustu, sem alls ekki sé látin I té. Krafa okkar er, að úr þessu óþolandi ástandi verði bætt nú þegar. Óþarft er að lýsa hversu mikill tlmi fer I hinar árangurslausu upphring- ingar. Mjög oft færi styttri timi I að aka frá Selfossi til Reykjavíkur og reka þannig erindi sin en að reka þau slmleiðis. — — — Að lokum skal þvi nú mótmælt af fullum þunga, að sim- notendur utan „ Stór-Reykjavikur svæðisins" verði lengur látnir sæta þeim ósvifnu rangindum að verða að greiða langlinugjöld fyrir öll simtöl, nema við innansveitarnúmer, meðan Reykvikingar geta hins vegar talað við allt að 100 þúsund slmanúmer fyrir lægra gjaldið." Selfossi 20. april 1974. Guðmundur Danielsson. Til Póst- og simamálastjóra Til Póst- og simamálaráðherra Til þingmanna Suðurlandskjördæmia PS. Dráttur sá sem orðinn er á sendingu þessara pappira á sér ýms- ar orsakir: tvennar kosningar, stjórn- arkreppa, landnámshátið og veik- indi. Selfossi 17. sept. 1974. Guðmundur Danielsson. Athugasemdir Póst- og símamálastjóra fara hér á eftir: Athugasendir út af skrifum Guð- mundar Danielssonar rithöfundar á Selfossi i tveimur bréfum, sem bera yfirskriftina: „en reislan var bogin og lóðið lakt". í nefndum bréfum er meðal annars kvartað um erfiðleika vegna hins mikla álags á simakerfið, sérstaklega á annatímum dagsins. Þetta ástand er þvi miður þekkt á mörgum öðrum stöðum á landinu og stafar einfaldlega af þvi. að fjárfest- ingarheimildir ríkisins eru ekki veittar i jafn ríkum mæli og nauðsyn- legt er, ef miðað er við þá simaþjón- ustu, sem landsmenn eðlilega gera kröfu til i þessum efnum. Á undan- fömum árum hafa þessar kröfur aukist langt umfram það, sem stofnunin hefur getað uppfyllt með þeim búnaði og vélakosti, sem hún hefur yfir að ráða. Fjármagnið hefur að sjálfsögðu farið til þeirra framkvæmda, sem eru mest aðkallandi hverju sinni að mati stjórnvalda og því örðugt að fylgja i tæka tið þeim mikiu sveiflum, sem verið hafa I simanotkun hinna ýmsu byggðarlaga. Þessar staðreyndir eru efalaust öllum hugsandi mönnum Ijósar. og menn gera sér einnig grein fyrir, að til þess að fullkomna sima- kerfið á tiltölulega stuttum tima þarf miklu meira fjármagn en þjóðin hefur yfir að ráða. Aðrar ásakanir og stóryrði Guð- mundar Danleissonar i nefndum skrifum eru svo öfgafull og fjar- stæðukennd, að þau eru ekki svara- verð. En lágkúrulegust er þó fram- koma þessa rithöfundar gagnvart starfsfólki stöðvarinnar á Selfossi. er hann brigslar þvi um svo mikla van- þekkingu, að jafngildir atvinnurógi. Þykir rétt að tilfæra hér nokkur atriði úr skrifum G.D. svo lesendur geti sjálfir myndað sér skoðanir á þvi hugarfari, sem að baki þeim býr. „Það er Bátsendapundarinn, sem Grimur Thomsen er hér að lýsa, einokunar „réttlætið", sem Danir miðluðu þjóðinni á dögum Tugason. En þá var þó uppi maður að nafni Skúli Magnússon fógeti. sem einurð hafði til að ávarpa hina „ffnu" lög- giltu þjófa". Og siðar segir hann: „i þetta sinn neyðist ég til að sjá póst- og símamálastjórnina í hlutverki einokunarkaupmannsins á Báts- endum". Óskiljanleg þvermóðska G.D. að hafna þeirri sjálfsögðu þjónustu að kanna sin eigin símaafnot, sem þó margir simanotendur hafa notfært sér með góðum árangri, kemur best fram i eftirfarandi útdrætti úr skrifum hans: „Láti maður I Ijós efasemdir um að 15 þúsundin geti verið rétt þá er manni ásamt eiginkonu boðið i heim- sókn til að sjá með eigin augum í hvaða númer maður hafi hringt og hversu mörg skref teljarinn hafi talið. Boðið hefur verið afþakkað". Geta lesendur svo sjálfir dæmt um málstað hans. Hestaeigendur Tamninga- og þjálfunarstöð verður rekin á vegum félagsins í vetur og tekur til starfa 2. janúar. Tamningamenn verða Skafti Stein- björnsson og Ragnar Hinriksson. Pantið tíman- lega, nokkur pláss laus. Smölun fer frá I Geldinganesi laugardaginn 23. nóvember. Hestar koma i rétt kl. 10. Af gefnu tilefni minnir félagið á að óheimilt er að taka hross úr haustbeitalöndum félagsins, nema að starfsmenn félagsins séu viðstaddir. Hestamannafélagið Fákur. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS m KARNABÆR " AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A LAUGAVEG 20 A Við bjóðum þið verzlið þar, sem úrvalið er: □ HERRA OG DÖMUFÖT, NÝJUSTU SNIÐIN, í ULL, TERELYNE, TWEED OG RIFFLUÐU OG SLÉTTU FLAUELI □ NÝJUSTU BUXNASNIÐIN í MÖRGUM LITUM í TERELYNE OG RIFFLUÐU FLAUELI. □ JAKKAPEYSUR Á DÖMUR OG HERRA □ DÖMUPEYSUR □ DÖMUBLUSSUR — EINLITAR □ SKYRTUR — NÝ SENDING Allar deildir opnar á morgun — laugs til kl. 12. ynpni £ n'il'í111* iiVlV i m m Jr m ■ 1 H■ • :-W f « 1 V jjH l|| W jgl LÆKJARGÖTU 2 SIMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.