Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 Spáin er fyrir daginn f dag Hrúturinn 21. marz. —19. april Þú ættir að fá tækifæri til að láta Ijós þitt skfna á réttum vettvangi f dag. Engin ástæða er til að ofmetnast vegna þess. Nautið 20. apríl — 20. maí Einhverjar smáflækjur koma upp innan fjölskyldunnar. Þér er f lófa lagið að leiðrétta þann misskilning, ef þú sýnir hreinlyndi. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þú verður að vera á verði gegn þeim tilhneigingum hjá þér að ráska með aðra. Samvinna og samkomulag er jafnan væn- legast til árangurs. Krabbinn 21. júní — 22. júli Engir stórviðburðir setja svip á daginn og færi bezt á að nota hann til rólegra og yfirvegaðra fhugana. Kvöldið gæti orðið skemmtilegt. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Samkeppni á vinnustað er að angra þig, en ekki er bein ástæða til að taka þvf svo þunglega. Mærin 2.'f. ágúst ■ • 22. sept. Stundum þarf aö bfta á jaxlinn og stundum þarf Ifka að stilla skap sitt. Reyndu það eftir föngum f dag. Vogin 2:{.si-pt. ■ 22. okt. Það þýðir ekkert að stínga hausnum f sandinn og leiða hjá sér mál, sem þú veizt að þarf að takast á við. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú skalt ganga að verki þfnu f dag, án þess að byrja með því að vorkenna sjálf- um þér annrfki þitt, eins og þér hefur hætt til upp á sfðkastið. Fleiri eru starf- samir en þú. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Reyndu að losa þig við þá flugu að ein- hverjir ákveðnir aðilar séu þér and- snúnir og séu að gera þér lífið leitt. Sjálfur verður þú að leita heppninnar. Steingeilin 22. des. — 19. jan. Einhverjar blikur á lofti. Vfsast að þú verðir fyrir vonbrigðum f peningamálum og ber þá að taka því skynsamlega. Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Þú verður að endurskoða ýmsar áætlanir sem þú hefur á prjónunum. Kynntu þér allt gaumgæfilega áður en þú tekur loka- ákvörðun um framkvæmd. Fiskarnir 19. feb. — 20. marz. Sofandaháttur og sérhlffni eru stundum einkennandi fyrir fiskinn. Væri ekki ráð aðgera þar á bragarbót? X-9 TBuO VINKONU HANS SNVR A BHAfíNO.- VARLA HÆTTU VON ÚR þEIRRI ‘ATT. Hvernig lít ég út, Magga? Þú ert glæsileg, herra! — Það er aðeins eitt að . . . hðrið! Hvernig get ég verið glæsileg, þegar hárið mitt er eins og strá- kústur? Magga, þú verður að hjálpa mér að gera eitthvað við hárið mitt! — 0, nei!! KÖTTURINN FELIX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.