Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 I GLUGG Það hefur verið heldur dapur- legt að fylgjast með þvi hvaða stefiiu fréttaskýringaþættir sjón- varpsins hafa tekið á liðnum árum en með Kastljósi kastar þó tólfunum. Aldrei hefur hinn pólitiski jafnvægisdans verið þar stiginn jafn feimnislaust og nú, aldrei hefur slík þröng verið á danspallinum og sialdan verið minna lagt til þeirra mála, sem teljast fréttir líðandi stundar en þarfnast frekari skýringa i þeirri andrá. Og þá læðist að manni sá grunur, að kannski sé frétta- skýringahlutverkið aðeins yfir- skyn. Kastljós sé fyrst og fremst hugsað sem kynningarþáttur fyr- ir upprennandi framagosa stjórn- fréttaskýringar séu marktækar? Uglan er komin aftur á kreik, hefur sett upp gleraugu og er öll gáfulegri i fasi. Nú er þetta orðin spurningaþáttur þar sem kepp- endur eru valdir með úllendúllen- doff-aðferðinni, svo sem sæmir og miklir f jármunir í veði fyrir snar- huga þátttakanda. Hugmyndin að baki þessum þætti er ekki vitlaus en ansi er ég hræddur, um að Uglan geti orðið leiðigjörn er til lengdar lætur. Jónasi er að visu margt gott gefið sem sjónvarps- manni, hann hefur frjálsmann- lega framkomu og útlitið með sér, en þáttur af þessu tagi þarfnast stjórnanda, sem er umfram allt skemmtilegur — grínisti, sem get- ur hent svörin á lofti og snúið út úr þeim, þegar svo ber undir, „impróviserað" og séð til þess, að hvergi verði dauður punktur. Kannski getur Jónas þetta, tim- inn mun leiða það i ljós. Omar Valdimarsson er annar maður, sem virðist kunna að láta sér liða vel fyrir framan mynda- vélarnar i stúdióinu. Á sunnudag fékk hann sem oftar til sin gesti og að þessu sinni þrjá af fremstu leikurum Þjóðleikhússins. Þetta var að visu ósköp notaleg heim- sókn — gestgjafinn spurull og gestirnir hið geðþekkasta fólk — Jónas málaflokkanna, enda bendir nafn þáttarins ótvirætt til þess. Þarna gefst framagosunum tækifæri til að koma sér I mjúkinn hjá for- mönnunum með þvi að vitna i þá ágætu smámaóa og birta af þeim mynd eða hnýta svolítið i and- stæðinginn tíl að ekki fari fram- hjá neinum hvar menn standa. Nú og til að krydda þetta svolitið má svo leiða fram tvo eða þrjá landsfeður, sem eru álika mál- efnalegir og skilmerkilegir og haninn, sem galar á fjóshaugnum. Munurinn er aðeins sá, að hænurnar skilja hanann sinn en almenningur er hins vegar jafn nær þegar zaraþústrar íslenzkra stjórnmála hafa látið ljós sitt skína. í fullri alvöru — hvernig er hægt að ætlast til, að svona en sjaldnast risti umræðuefnið djúpt. Ekki það, að gestirnir hefðu ekki frá nógu að segja, heldur fannst mér vanta á, að gestgjafinn fylgdi spurningum sinum eftir. Ómar hefur þann höfuðkost, að hann kann að draga sig i hlé og láta gestina ræða sin á milli en of hlédrægur má hann þó ekki vera. í þætti þessum var tæpt á mörgu umræðuefninu, sem upplagt hefði verið að fylgja eftir en þá var jafnan skilið við málin hálfrædd að manni fannst. Þetta á hins vegar Ómar auðvelt með að laga — með skilmerkilegri spurningum og kannski ivið meiri undirbúningi, þó að nánasarlegar greiðslur til gestgjafans fyrir þáttinn verðskuldi svo sem ekki neina yfirlegu af hans hálfu. - b.v.s. Keller lógregluforingi leysir enn eina gátuna r l Elsa — nýtt sjónvarpsleikrit Ásu Sólveigar á dagskrá á sunnudagskvöld. I aðalhlutverkum Margrét Helga, GIsli Alfreðsson og Þurlður Friðjónsdóttir. HVAÐ EB AÐ SJA? Á sunnudaginn, strax eftir fréttir, veður og auglýsingar verður Bessi Bjarnason á ferðinni með þátt af svipuðu tagi og Heyrðu manni! I fyrravetur. „Það verða ekki miklar breytingar á uppbyggingu þáttarins frá þvl I fyrra," sagði Bessi er við tókum hann tali. „Við gerum ráð fyrir að sækja fólk heim og leggja fyrir það tíu spurningar, llkt og var en þó tókum við um leið upp þá nýbreytni að leggja fimm spurningar fyrir áhorfendur, sem heima sitja, sem þeir geta sfðan svarað skriflega. Væri þá um leið vel þegið ef þeir sendu inn með svörunum tillögur um það hvaða breytingar þeir telja æski- legar á þættinum." Bessi sagði ennfremur, að afráðið væri að reyna eftir megni að fara sem víðast um landið, en þó væri sá agnúi þar á, að hann væri sjálfur mjög bundinn við Þjóðleikhúsið og þannig ekki alltaf gott að koma því við. Af þeirri ástæðu yrði nú fyrst um sinn komið við I bæjum og sveitum i nágrenni höfuðborgarinnar, og sá háttur yrði hafður á sem áður að fá áhugaleikara eða skemmtikrafta á viðkomandi stöðum til að taka þátt i sprellinu, sem skotið er inn á milli spurninganna. „i þessum fyrsta þætti fórum við I Mosfellssveitina. og þar voru engin vandræði að fá heimamenn I sprellið með okkur, þar eð þar býr fjöldinn allur af lista- fólki," sagði Bessi. Hann bætti þvi við, að hann hefði sjálfur mjög gaman af þvl að fást við þessa þætti, „þetta er töluverð tilbreyting frá leikhúsinu og maður fær að „im- próvisera" eitthvað svolltið þegar tök eru á þvl." Klukkan 21.30 sama kvöld verður svo frumsýnt nýtt Fslenzkt sjónvarps- leikrit — Elsa eftir Ásu Sólveigu. Leikritið tekur um 35 mlnútur I sýn- ingu. I aðalhlutverkum eru Margrét Helga Jóhannsdóttir og Gísli Alfreðs- son, sem leika hjónin, en dóttur þeirra leikur Þuríður Friðjónsdóttir. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir en hann hefur ekki áður stjórnað leik- flutningi I sjónvarpi ef frá er talið áramótaskaup sjónvarpsins I fyrra. Stjórnandi upptöku er Andrés Indriðason. Elsa er annað sjónvarpsleikrit Ásu Sólveigar — hið fyrra var Svartur sólargeisli og auk þess var eitt leikrit hennar — Gunna — flutt I útvarp- inu I fyrra. Um hvað fjallar svo Elsa? „j stuttu máli má segja, að þar segi frá hjónum á bezta aldri," sagði Ása Sólveig, „hann er sjálfstæður at- vinnurekandi en hún fyrst og fremst hans kona — vinnur sem sagt heima. Á yfirborðinu virðist þetta ósköp slétt og fellt hjónaband og Elsa, eiginkonan, virðist una llfinu ágætlega. En þar er þó ekki allt eins og það sýnist og málin þróast dálitið óvænt held ég að megi segja." Ása vill þó ekki lita á leikrit sitt sem ádeilu á eiginkonuna, sem held- ur sig innan veggja heimilisins, „þvl að Elsa er ekki — eða að minnsta kosti vona ég að hún sé ekki — dæmigerð fyrir sllkar konur. Á sama hátt er mér heldur ekki grunlaust um að Elsa sé ekki sér á báti, einangrað tilfelli heldur megi finna hliðstæður hjá konum I daglega lífinu." Sunnudagskvöldið er annars tölu- vert fjölbreytt, þvl að I kjölfar Is- lenzka leikritsins kemur svo einn af fornleifaþáttunum hans Magnúsar Magnússonar frá BBC — Kata- kompurnar i Sakkara. Sakkara liggur I útjaðri eyðimerkur nokkra kíló- metra utan við Kairó og er talin geyma einhverjar dýrmætustu forn- minjar veraldar. Þar voru grafnir ýmsir fyrstu konungar og fyrirfólk I_______________________________________ Egyptalands hins forna fyrir nærri fimm þúsund árum og þarna voru helgistöðvar hinnar fornu egypzku menningar allt fram til kristni. j þessum þætti ræðir Magnús við prófessor W. B. Emery frá Lundúna- háskóla sem unnið hefur að rann- sóknum á þessu svæði um árabil og rekur merkustu uppgötvanir hans allt frá 1964 og fram til ársins 1 969. sem reyndist sérlega rlkt af merkum uppgötvunum. Á þriðjudagskvöld er sem áður þáttur úr fræðslumyndaflokknum One Northern Summer. Hingað til hafa aðstandendur þessara þátta einkum beint myndavélum sinum að dýrallfi en brugðu þó út af venjunni slðasta þriðjudag og svo verður aftur núna. Að sögn þýðandans, Óskars Ingimarssonar, fjallar þátturinn að þessu sinni um gullfundinn I Alaska um aldamótin, sem einatt er kennd- ur við Klondike og Jack London hef- ur lýst eftirminnilega I einni bóka sinna. Nú er öldin önnur I Alaska. gullið gengið til þurrðar en olluæðið tekið við. Kvikmyndagerðarmennirn- ir heimsækja Dawson City, sem áður var miðstöð gullleitarmanna en er nú orðin hálfgerð draugaborg, rifja upp sögu hennar og bregða upp gömlum myndum frá gullleitarárunum. Einnig er aldurhnigið skáld, sem man þessa umbrotatlma, tekið tali og lýsir það hnignun gullborgarinnar. Á miðvikudagskvöld trónar svo bandarlsk blómynd frá árinu 1933, sem heitir á frummálinu Captured. en nefna mætti Striðsfangana á Is- lenzku. Þetta er ein af þessum huldumyndum, sem sjónvarpið hefur skvett framan I okkur nú upp á siðkastið — það er hvergi staf að finna um hana I öllum okkar upp- sláttarritum og þykjumst við þó sæmilega birgðir af þeim. Leikstjór- inn er Roy Del Ruth og hann hefur ekki af neinu að státa nema meðal- myndum og þessi er varla nein undantekning úr þvl að hennar er hvergi getið. Þó má vera, að leikur- inn hressi hér eitthvað upp á efnis- meðferðina. þvl að Del Ruth hefur fengið prýðilega krafta til liðs við sig. þá Douglas Fairbanks yngri og Leslie Howard. Vert er að vekja athygli á stuttri, islenzkri kvikmynd á laugardags- kvöldinu. Um eldforna slóð — I Raufarhólshelli við Þrengslaveg, sem Þrándur Thoroddsen hefur gert Onedin skipstjóri og mágur hans — á mánudagskvöld. en höfundur textans og þulur er Árni Johnsen. Það var þvl hægt um heimatökin að fá Árna til að lýsa hvað ber fyrir augu I téðri mynd. Árni staðhæfir, að Raufarhólshellir sé einn sérkennilegasti hellir lands- ins og að hraunmyndirnar I honum séu taldar með þvi sérkennilegasta, sem til sé I sllkum hellum hér á jörðu. Hellirinn nær um 900 metra meðal barnanna: Á miðvikudag. inn I jörðina. Þrjú op eru syðst I hellinum og mikinn hluta ársins er yfirleitt töluverður ís fyrstu 200 metrana inn I hellinn. Sagði Árni, að þá væri hægt að ganga þar milli issúlna, sem væru allt að þvl mann- hæðar háar. „Ég fór fyrst I þennan helli fyrir um tiu árum og tók þá miklu ástfóstri við hann sökum sérstæðrar og fag- urrar náttúrumyndunar," sagði Árni. „Á þessum tima hefur ótrúlega mikið verið eyðilagt I hellinum, eink- um brotið mikið niður af stórum dropasteinum. Mestu gersemarnar I hellinum, Trölladagstofa og Hraun- fossinn. eru þó óskemmdar en ástæða er til að hvetja fólk til að sýna þessum verðmætum nærgætni og það má kannski geta þess. að I þessari ferð vorum við um eina klukkustund að hreinsa alls kyns nestisrusl úr Trölladagstofu og Hraunfossinum áður en við hófum kvikmyndun þar. Óskandi væri, að þessi mynd yrði til þess að vekja áhuga og virðingu fólks fyrir þessu sérstæða náttúruundri lands okkar. Margir erlendir sérfræðingar hafa kynnt sér Raufarhólshelli, þótt hann merkilegur og t.d. kom einn nýlega alla leið frá Ástraliu til þess eins að skoða hann." Sjónvarpsdagskránni á laugar- dagskvöldið lýkur svo á bandarlskri biómynd — Abe Lincoln I lllinos, gerð af John nokkrum Cromwell. Bandarlska biblian okkar gefur henni hæstu gjöf — fjórar stjörnur og hef- ur þetta um hana að segja. Raymond Massey og Ruth Gordon fara með aðalhlutverkin i þessari áhrifartku og prýðilega leiknu kvikmyndaútgáfu af Broadwayleikriti Robert E. Sher- woods um llf 16. forseta Bandaríkj- anna, um vonlausa ást hans á Ann Rutlege og um hjúskap hans með Mary Todd. Um Massey er sagt, að hann hafi verið heldur takmarkaður meðalleikari þegar á heildina er litið, bæði á sviði og hvlta tjaldinu en hann hafi I leikritinu og kvikmynd- inni um Abe Lincoln brugðið upp áhrifaríkari mynd af þessum merki- lega manni og flotið á þvi í gegnum allan leikferil sinn. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 21 SÝNISHORNIÐ r 1 HVAÐ EB AÐ HEYRA? Laufey Hermannsdóttir, Langholtsvegi 89, Reykjavfk: „Ég get nú að vísu ekki horft á sjónvarp- ið nema annað hvert kvöld, þar sem ég vinn vaktavinnu, en ég verð að segja það, að mér finnst sjónvarpið hafa verið held- ur þunnt undanfarið. Einna mest gaman hef ég haft af framhaldsmyndunum, og nú finnst mér Onedin-skipafélagið þeirra bezt. Ég læt þennan ítalska framhalds- flokk hins vegar vera. Á sunnudaginn sá ég „Það eru komnir gestir" og þótti hann svona sæmilegur. Þeir eru alltaf ágætir leikararnir, og þá sérstaklega Gunnar Eyjólfsson. Leiðinlegasta efnið I sjónvarpinu er i minum augum rússnesku myndirnar. Þær eru allt of þungar. Á útvarpið hlusta ég alltaf þegar ég er heima, og kveiki á þvi strax á morgnana. Mér þykir það almennt betra en sjónvarp- ið en af einstöku efni get ég nefnt óska- lagaþættina. Þeir eru létt og skemmtilegt efni. Mér finnst ekkert átakanlega leiðin- legt í útvarpinu." Eyjólfur Stefánsson, Höfðavegi 13, Höfn f Hornafirði: „Jú maður reynir oft að fylgjast með sjónvarpinu á meðan það endist á kvöldin. En þetta -hefur bara verið svo ákaflega brokkgengt hjá okkur. Við sjáum stund- um verra en ekki neitt. Það er ekki nema kvöld og kvöld sem þetta er notandi. Þetta eru vist slæm skilyrði. Og einmitt undan- farna viku höfum við farið sérstaklega illa út úr þessu. I gærkvöldi var t.d. hægt að horfa á fréttirnar, en siðan ekki meir. Þetta er búið að ganga svona hátt I mánuð. Það er auðvitað hart að þurfa að borga fullt afnotagjald fyrir svona lagað, en við erum búin að kvarta allgrimmilega yfir þessu, og vonum að þetta fari að lagast. Það verur oft hálfleiðinlegt að rýna I þetta, en af þvi sem maður sér fellur mér bezt við innlent efni, og þá einna helzt heimildaþætti utan af landsbyggðinni. Slíkt er alltaf nærandi fyrir gamlan bónda. Mér finnst að meira mætti vera af slíku. Versta efnið i sjónvarpinu finnast mér þessar glamurmyndir útlendu. Maður á erfitt með að skilja þetta margt, þvi þótt islenzkar skýringar fylgi þá sjást þær oft einfaldlega ekki. I útvarpinu þykir mér margt gott, og i þvi heyrum við vel. Mesta ánægju hef ég af þjóðlegum sögnum ýmiss konar, og góðum erindum, ekki sizt um það, sem liðið er. Vel flutt upprifjun er ákaflega skemmtilegt efni. Um hvað er leiðinlegast er bezt að vera ekki of dómharður." Halldór Ingólfsson, Höfðabrekku 16, Húsavík: „Ég hef nú lítið verið við útvarp og sjónvarp síðustu viku, því er alltaf svo mikið að gera. Annars fylgist maður nú ávallt eitthvað með, en ég man bara ekki eftir neinu sérstöku úr dagskránni í síð- ustu viku. Maður er á kafi í „menningar- neyzlunni", því það er hér eins og i öðrum sjávarplássum, að það eru ótal félög og maður er i söngfélagi og öðru og kvöldin vilja fara í þetta starf, en þetr, sem fá tækifæri til að gera síðan kvikrhynd fyrir sjónvarp um þessi mál, virðast ekki vita, að neitt slíkt sé til, þvi þeir eru svo uppteknir af þvi að þykjast." Á SUNNUDAG kl. 20.30 mun út- varpið minnast Meistara Þórbergs Þórðarsonar, Gunnar Stefánsson, dagskrárstjóri, hefur umsjón með þessum dagskrárlið, sem verður um 50 mínútur. „Ég hef hugsað mér að taka saman smáþátt um Þór- berg," sagði Gunnar i samtali við Mbl., „þar sem ég vel nokkrar glefs- ur úr bókum hans. Þórbergur les þessa kafla sjálfur, þvl að við eigum hér i fórum okkar plötur með upp- lestri hans á íslenzkum aðli, Bréfi til Láru og Sálminum um blómið Þessu næst mun Matthías Johannessen svo lesa kafla úr sam- talsbók sinni við Þórberg — [ kompanii við allifið." Fréttastofa útvarpsins hefur nú hleypt af stokkunum sérstökum þætti fyrir landsbyggðina og var hinn fyrsti þessara byggðaþátta fluttursl mánudag. Umsjón þessara þátta annast fréttamenn útvarpsins og við höfðum samband við Árna Gunnarsson, fréttamann, til að spyrjast fyrir um, hvað tekið yrði fyrir í þættinum næstkomandi máhudag. „Við verðum fimm fréttamennirn- ir, sem munum annast þennan þátt og ætlum að halda honum úti einu sinni I viku — á mánudögum að loknum seinni fréttum," sagði Árni. ,.í þessum næsta þætti ætlum við að taka fyrir verðmuninn á varningi i Reykjavik annars vegar og úti á landi hins vegar, kanna hversu flutn- ingskostnaðurinn er stór þáttur I vöruverðinu út á landi, mismuninn á þessum kostnaði eftir flutningsleið- um — milli bifreiða, skipa og flug- véla. Einnig ætlum við að athuga við Þórbergs minnzt á sunnudags- kvöld. L hvaða þjónustu dreifbýlið býr, t.d. hvað snertir vöruúrval og loks ætl- um við að kynna okkur það hjá verðlagsstjóra hvaða reglur gilda um þátt flutningskostnaðarins I vöru- verðinu úti á landsbyggðinni. Það er ætlun okkar, sem að þessum þætti standa, að reyna að taka málefni dreifbýlisins fyrir á þennan hátt — skyggnast dálitið undir yfirborðið eins og kostur er en auðvitað mun- um við einnig fjalla almennt um landsbyggðapólitíkina, eftir því sem tækifæri gefst til." Á þriðjudagskvöld um kl. 19 35 flytur Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, annað erindi sitt I flokkn- um Svipleiftur úr sögu Tyrkjans og nefnist það Hálfmáninn og krossinn Sverrir Kristjánsson — flytur fróð- leiksmola um sögu Tyrkjans. Fyrsta erindið flutti Sverrirsl. þriðju- dag og nefndist það Gresjufólk eign- ast einn guð, en þar greindi frá því er Tyrkir tóku múhameðstrú, barátt- unni um Palestinu og hvernig Tyrkir tóku þar siðustu eignir kristinna manna. „Já, átökin milli Tyrkja og Grikkja núna undanfarið eru kveikjan að þessum erindaflokki," tjáði Sverrir okkur. „Þegar fréttir fóru að berast um þau rifjaðist upp fyrir mér saga Tyrkja og mér datt t hug, að ekki væri óforvitnilegt að taka fyrir ýmsa þætti úr sögu þessarar þjóðar, svo geysilega rullu sem hún hefur spilað i veraldarsögunni hálft annað árþús- und Áhrif hennar eru nefnilega alls ekki svo lítil á sögu Miðausturlanda og hinna kristnu þjóða Vesturlanda, auk þess sem hún er mér sjálfum hugstæð bæði í sambandi við áhuga minn á miðaldasögu og sögu Býsanz-timabilsins eða Miklagarðs- veldsins." í erindi sínu næstkomandi þriðju- dag tekur Sverrir upp þráðinn þar sem frá var horfið og fjallar um tilraunir hinnar kristnu kirkju til að endurheimta landið helga og um viðskipti Tyrkja við Konstantinóbel. Tyrkir eru þegar hér er komið sögu að verða sterkt afl og veldi, en þó slær i baklás þegar Mongólir flæða yfir þá og Tyrkjaveldi verður fyrir miklum skakkaföllum. í þriðja erind- inu greinir svo frá því er Tyrkir leggja undir sig Balkanskagann og síðan Konstantinóbel árið 1453. Þá tekur við Osman-tímabilið, er lýkur með tilraun Tyrkja til að taka Vinar- borg, fimmta erindið fjallar svo um sjúklinginn við Sæviðarsund og diplómatískar deilur stórveldanna um það hvað gera skuli við Tyrki, jafnframt þvi sem rakið er hvernig hin kristnu ríki Balkanskaga verða smám saman til. í síðasta erindinu kveðst Sverrir svo ætla að fjalla um hið nýja Tyrkland og endurreisn þess Fimmtudagskvöld verður saðsamt fyrir áhugafólk um islenzka leikritun. Flutt verða tvö leikrit eftir þá Halldór Stefánsson og Bjarna Benediktsson frá Hofteigi, en flutningur þeirra verður þó viðameiri en áformað var i fyrstu. „Þetta er búið að vera töluverður höfuðverkur," sagði Þorsteinn ð. GLEFS ÉG hef stundum furðað mig á því hversu kvöldútvarpið virðist verða undir i samkeppninni við sjónvarpið um hylli afnotenda þessara tveggja rikisfjölmiðla, svo miklir sem yfirburðir hins fyrrnefnda eru hvað alla fjöl- breytni áhrærir. Þeir, sem lagt hafa við hlustirnar undanfarin kvöld, eru til vitnis um það Ég ætla þó ekki að binda mig við kvöldútvarpið í þessum línum heldur stikla á þvl helzta er athygli mina hefur vakið í dagskrá útvarpsins síðustu dagana. Vikur þá sögunni fyrst til morgunútvarpsins, þar sem hafinn er þáttur ætlaður fullorðnu fólki og nefnist Hin gömlu kynni — eins og vera ber. Þar átti Sverrir Kjartansson orðræður við Þórarin Jónsson, tón- skáld, sem var i senn fræðandi og bráðskemmtilegur. Þessir fyrstu þættir Sverris lofa þannig góðu. Þeir eru vel unnir af hans hálfu, tónlistin ofin af hugkvæmni inn í talið, auk þess sem Sverrir hefur verið fundvls á gamlar og oft ófullkomnar upptökur, sem geyma þó annálaða tónlistarmenn, sem nú eru óðum að gleymast. Fyrir tveimur vikum fann einn sam verkamaður minn að þvi á þessari opnu, hversu Bjarni Einarsson væri önugur er hann flytti Mælt mál. Hvort sem það var nú þessari aðfinnslu að þakka eða einhverju öðru, var Bjarni i allt öðrum ham I þætti sínum á fimmtudaginn fyrir viku. Hann gerði þar að umtalsefni orðatiltæki ýmis, sem hann taldi konur nota meira en karlmenn Beitti hann fyrir sig góðlát- legri kimni og hafði uppi svo óað- finnanlega leikræna tilburði i flutningi sinum, að maður gat ekki annað en skellt upp úr, þegar hann i lokin áminnti hlustendur að reyna að venja yngstu borgarana á að „veifa" fremur en "vinka til afa". Og skellihlátur telst til tiðinda i Mæltu máli. Þetta sama fimmtudagskvöld flutti Leikfélag Akureyrar okkur einnig leikrit Davlðs Stefánssonar — Munkarnir á Möðruvöllum Nokkur akkur verður að teljast i þvi að kynnast þessum fyrstu fangbrögðum Daviðs við Þallu en trú- legt þykir mér, að skáldið sjálft hefði fremur kosið að útvarpið flytti eitthvert annað verk, sem sýni af leikritagerð hans, hefði hann þar einhver ítök mátt hafa Ekki vantaði, að Davíð fari bærilega af stað í Munkunum og fyrsta atriðið er að ýmsu leyti ágætlega skrifað Fyrir bragðið kemur það algjörlega flatt upp á áheyrendur/áhorfendur hversu byrj- endabragurinn á leikritinu opinberast strax á eftir, skáldið hellir sér út í barnalega væmni, sem kæfir þema leiksins — togstreituna milli einkalifs ins og hins veraldlega lifs, milli guðs- óttans og ástarinnar og frelsisboð- skapur hans missir að verulegu leyti marks. Flutningur Akureyringanna hjálpar heldur ekki upp á sakirnar. Viðvaningshátturinn i leikrituninni er undirstrikaður af kunnáttuleysi áhuga- fólksins nyrðra — með einni undan- tekningu þó Jóhann Ögmundsson i hlutverki príorsins ber höfuð og herðar yfir meðleikendur sina og túikaði þetta erfiðasta hlutverk leikritsins af stakri list Ósköp er notalegt að Jónas Jónas- son og Ólafur Hansson skuli aftur hafa hleypt af stokkunum nýjum spurninga- þætti Þetta er að verða sérgrein Jónasar og formið á honum er áreiðan- lega það bezta, sem útvarpið hefur dottið niður á, enda þaulreynt orðið Við skulum aðeins vona, að Dagur Þorleifsson verði þaulsetinn í þætt- inum, því að vera hans þar ætti að verða Jónasi ótæmandi brunnur, svo sem „Dagur, hefur þú aldrei séð um Daginn og veginn" —bvs. Stephensen, leiklistarstjóri útvarps- ins, þegar hann var inntur nánar eftir þessum leikritaflutningi. „Þegar ég ákvað á sinum tima að ráðast í að flytja þessi sýnishorn islenzkrar leik- ritunar frá upphafi, sat ég uppi með 14 höfunda, sem ég vildi flytja verk eftir en ekki nema 13 fimmtudags- kvöld fram til áramóta. Ég minntist þess þá, að bæði Halldór og Bjarni heitinn höfðu samið töluvert af út varpsleikritum fyrir okkur, sem mörg hver voru fremur stutt — tóku 2—3 stundarfjórðunga í flutningi Þess vegna taldi ég tilvalið að hafa þann háttinn á að flytja eitt leikrit eftir hvorn sama kvöldið. En þegar farið að athuga málið betur þró aðist það þó á annan veg og nú hafa böndin borizt að klukkutimaleikriti eftir báða. Það verður þess vegna ofan á, að annað leikritið verður flutt milli fyrri og seinni kvöldfrétta með dálitlu innskoti frá tónlistardeildinni en síðan verður tekið til við hitt leikritið strax að loknum seinni frétt- um." Bjarni frá Hofteigi — segir frá gamalli konu og pútum hennar I vaxandi bæ. Halldór Stefánsson — nafnlaust leikrit. Að sögn Þorsteins mun Jakob , Benediktsson flytja inngangserindið I að leikriti Halldórs en því leikstýrir Einar Pálsson, sem nú er þekktari sem skólastjóri málaskólans Mímis. | I þessu leikriti bregður Halldórsérá I leik með form útvarpsleikrita, og þar sem leikararnir eru mættir til upp- töku en höfundinn vantar og ekkert | handrit er til. Af þessum ástæðum heitir leikritið eðlilega ekki neitt fyrr | en þá undir lokið að úr rætist. I Einar Bragi mun hins vegar flytja * inngangserindið að leikriti Bjarna frá Hofteigi en því leikstýrir Gísli i Halldórsson. Það nefnist Vöxtur bæjarins og fjallar um gamla ein- | stæða konu, sem lifir á því að gera i hreint á bílastöð en er lika að mynd- ast við að vera með fáeinar pútur. Hún fær hins vegar hvergi stundleg • an frið með púturnar sinar vegna ' þess, að bærinn þenst svo ört út og hún hrekst úr einum stað i annan. > Arndis heitinn Björnsdóttir leikur ' gömlu konuna og hleypir i hana miklu lífi, að því er Þorsteinn fullyrti. . TÓNHORNIÐ Vinirnir Vladimir Ashkenazy og Daniel Barenboim munu báðir gleSja útvarpshlustendur I næstu viku — Vladimir I sónötu nr. 7 eftir Prokofiev en Daniel I Fyrsta planó- konsert Brahms ásamt New Phil- harmonic Orchestra undir stjórn Barberolli og er það á dagskrá kl. 3 á f immtudag. Hér á eftir munum við þó halda okkur við Prokofiev (1891—1953). Hann var afar bráðþroska tónskáld og ku ekki hafa verið nema 1 2 ára að aldri er hann samdi aðra óperu sina. Meðal kennara hans við tón- listarháskólann I Pétursborg var Rimskij-Korsakov, og þar tók pilt- urinn örum framförum. Áður en hann gekkst undir lokaprófið 1914 hafði hann samið fjöldann allan af píanóverkum og flutt eigin planó- konsert opinberlega með fullskipaðri hljómsveit. Prokofiev fór snemma eigin götur I tónsmlðum og öðlaðist fljótlega eigin stil í pianóverkum sinum. Þó að hann byggði á hefðbundnum klassiskum grundvelli. var hann duttlungafyllri og grófari i laglinum, hljómum og hljóðfalli en menn áttu þá almennt að venjast. Af þessum sökum kallaði t.d. hinn virti rúss- neski hljómsveitarstjóri Ziloti Pro- kofiev „hvíta negrann", tónlist hans „barbarlska" og höfundinn „villi- dýrið". Prokofiev var svo upptekinn af tónsmíðum sínum, að umrót og upp- lausn byltingartimans fór að mestu fram hjá honum. Vinir hans lögðu þá að honum að yfirgefa Rússland. þar sem það ágæta land hefði nú öðru að sinna en hlýða á tónlist. j þvi skyni kom rithöfundurinn Gorki Prokofiev I kynni við yfirmenn byltingarráðsins og fyrir hans tilstilli fékk tónskáldið að yfirgefa föðurland sitt. Honum úr hlaði fylgdu þessi orð byltingarráðs mannsins: „Þér eruð byltingarmaður i tónlist. Við erum það i veru- leikanum. Við ættum þess vegna að vinna saman en úr því að þér viljið ferðast, mun ég ekki hindra för yðar." Á árunum 1918 til 1934 dvaldist Prokofiev i ýmsum löndum Evrópu og Bandarikjanna. Hann bjó oft við kröpp kjör, þar sem hann fékkst við tónsmiðar 14 tíma á sólarhring svo að vikum skipti en mátti að auki halda tónleika til að draga fram lifið. Hann var hrakinn ibúð úr ibúð, þar sem nágrönnum hans fannst glamur hans á pianóið ónæðissamt og þeir kvörtuðu. Þó að hann um síðir gæti tileinkað sér að semja án pianósins, þurfti hann þó öðru hverju að gripa i það til að vita vissu sina. Eitt sinn fékk hann tvo lögregluþjóna i heim- sókn og annar flutti eftirfarandi tölu um leið og þeir tilkynntu, að honum væri sagt upp húsnæðinu: „Þér hafið leikið sama villta, óþolandi hljóminn 218 sinnum I röð. Ekki neita sekt yðar! Ég var á neðri hæð- Sergei Prokofiev inni og taldi þá. Ég verð þess vegna að skipa yður að flytja héðan þegar i stað." Það er þvi varla að furða þótt Prokofiev tæki þá ákvörðun að snúa heim eftir slikar raunir á Vesturlönd- um. Þar fékk hann einnig fremur vinsamlegar móttökur Hins vegar þótti yfirvöldum þar fljótlega tónlist Prokofiev litið i ætt við sósialreal- ismann, sem þau boðuðu, og átti tónskáldið oft erfiða daga af þeim sökum. Hins vegar tókst honum að auka hróður sinn með tónlistinni við kvikmynd Eisensteins — Alexander Nevsky, sem hann vann siðan upp í kantötu árið 1939 og vakti þá mikla hrifningu. Einmitt um sama leyti hefst hann handa við samningu sónötu þeirrar, er Ashkenazy flytur okkur, og lauk við hana árið 1942. Þetta er þannig verk lifsreynds og mótaðs listamanns, leikið af ungum landa hans, sem segist enn vera i mótun sem pianóleikari, en er þó þegar talinn i fremstu röð slikra á tónlistarsviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.