Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Verðbólga hefur um áratugaskeið verið eitt erfiðasta viðfangsefni stjórnvalda, þó að aldrei hafi keyrt svo um þverbak í þeim efnum eins og á tveimur síóustu árum. Sennilega er ókleift með öllu að koma í veg fyrir nokkra verðþenslu i þjóð- félagi þar sem framfarir eru jafn miklar og örar eins og hér hefur átt sér stað. Hinu er ekki að leyna að slík óðaveröbólga, sem við búum við nú, teflir af- komu bæði launþega og at- vinnufyrirtækja í tvísýnu. íslenskt efnahagslíf hefur einkennst öðru fremur af sveiflum og á þessu ári er verðbólgan 45 til 50%, en til samanburðar má geta þess að meðalverðbólga hér á landi sl. þrjá áratugi hefur verið 11%. Þegar litið er á launaþró- unina síðasta áratug kemur í ljós, að heildar- launakostnaóur hefur á þeim tíma hækkað um 472%, en á sama tíma hækkuðu raunráðstöfunar- tekjur um 61%. Hér er gífurlegur munur á heild- arþenslunni í þessum efnum og raunverulegum afrakstri launþega. Þessar tölur sýna því glöggt, að það eru sameiginlegir hagsmunir bæöi atvinnu- fyrirtækjanna og launþega að stemma stigu við veró- bólgunni, en hagsmuna- samtök þessara aðila ráða vitaskuld miklu um þró- unina í þessum efnum, þó að vitaskuld komi þar margir fleiri þættir til. Ástæðan fyrir þessum gífurlega mismun á hækkun heildarlauna- kostnaðar og hækkun raunráðstöfunartekna á fyrst og fremst rætur að rekja til verðlagshækkana. 1 viðtali við Brynjólf Bjarnason hagfræðing í Mbl. í gær kemur fram, að heildarlaunakostnaður at- vinnurekenda á einstakl- ing nam 875.800 kr., þar af nema svokölluð launa- tengd gjöld atvinnurek- enda 106.800. Heildarlaun til einstaklings námu því 768.900 kr. Af þeirri upphæð gleyptu verólags- hækkanir 432.800 kr. og 152.000 kr. fóru í skatta- hækkanir miðað við árið 1963 sem grunnár. Af 768.900 kr. árslaunum námu því raunráðstöfunar- tekjur aðeins 184.100 kr. Þegar litið er á tíu ára tímabilið frá 1963 til 1973 í heild, kemur í ljós, að heildarlaun hafa hækkað úr 140.000 kr. í 875.800 kr. en raunráðstöfunartekjur hafa aðeins hækkað úr 114 þús. kr. í 184 þús. kr. á sama tíma. Kaupgjald hefur hvergi á Norðurlöndum hækkað hlutfallslega nándar nærri jafn mikið eins og hér á landi. En þar kemur svo á móti, að verðlagshækkanir hafa verið miklu mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Niður- staðan verður því sú, að kaupmáttur tímakaups hér á landi hefur verið mjög svipaður og hjá þessum grannþjóðum og stundum talsvert meiri. Meðan meðalkauphækkanir hér á landi frá 1963 til 1973 hafa numið 17,3% hafa þær numið frá 9% upp í rúm 11% á hinum Norðurlönd- unum. Þessar þjóðir hafa því náð sömu kaupmáttar- aukningu og í sumum til- vikum meiri, þó að heildar- kauphækkanir hafi að meðaltali verið talsvert minni. Þessi samanburður sýnir þvi glöggt, hversu mikil- vægt það er að koma í veg fyrir stökkbreytingar í þessum efnum. Reynsla Norðurlandaþjóðanna sýn- ir, að sama árangri má ná launþegum til hagsbóta þó að vægar sé farið í sakirnar við almennar launahækkanir. Vitaskuld er það frumskilyrði, ef stuðla á að auknu jafnvægi í þessum efnum, að verð- lagshækkanir verði ekki jafn gífurlegar og raun hefur borið vitni um á hverjum tíma. Mikilvægt er að aðilar vinnumarkaðarins geri sér grein fyrir þessum stað- reyndum, en ákvarðanir þeirra í frjálsum kjara- samningum hafa óneitan- lega talsverð áhrif á verð- lags- og veróbólguþróun í þjóöfélaginu, eftir atvikum hverju sinni. Um leið og laun hækka verulega hækkar rekstrarkostnaður fyrirtækjanna, sem síðan veldur hækkun vöruverðs, er aftur kallar á hærra kaupgjald. Þegar kauphækkanir verða meiri en nemur aukningu þjóðarfram- leiðslunnar gerist það sjálf- krafa, launahækkanirnar brenna upp á báli verðbólg- unnar eins og raunin hefur orðið á. Verðhækkanirnar gleypa þá verulegan hluta umsamdra kauphækkana. Hér þarf að spyrna við fót- um. Hitt er ljóst, að fleiri atriði en þetta hafa áhrif á verðbólguna í þjóðfélag- inu. Stjórnvöld geta haft áhrif hér á með aðgerðum, er miða að því að draga úr heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu í þjóð- félaginu. Og síðast en ekki síst er brýnt að koma i veg fyrir sveiflur i þjóðarbú- skapnum, sem án nokkurs vafa eiga ríkan þátt í verð- bólguþróuninni hér á landi. Mestu skiptir þó, að al- menn samstaða náist um aðgerðir til þess að snúa þeirri þróun við, sem hér hefur rikt. Óðaverðbólgan er öllum til tjóns, hún stefnir lífskjörum launa- fólks í tvísýnu. En það eru svo margir aðilar í þjóð- félaginu, sem hafa áhrif á þróun þessara málefna, að þjóðareining um viðnám gegn verðbólgu er for- senda þess aó árangur náist. Kauphækkanirog verðbólga JÓHANN hjXlmarsson J ^“STIKUR ÞÓRBERGUR ÉG átti því láni að fagna að kynnast verkum Þórbergs Þórðarsonar ung- ur Ég hef líklega verið fjórtán ára þegar ég las Ofvitann og þóttist heldur betur hafa komist I feitt ekki síst I kaflanum um kirkjugarðsævin- týrið fræga Að svona lagað stæði I bókum þótti mér ótrúlegt Reyndar komst ég fljótlega að því að I bókum Þórbergs Þórðarsonar var margt að finna, sem aðrir rithöfundar áræddu ekki að setja á prent Þær voru fullar af þvl, sem maður hugsar, en talar yfirleitt ekki um Ofvitinn var framhald þess merki- lega ritsafns, sem hófst með íslenzk- um aðli (1938) og Þórbergur kallar sjálfur ævisögu sína og lífssögu samtíðar sinnar I eins konar róman- formi. I íslenzkum aðli er sagt frá ungum gáfumönnum I þeim húmoríska anda, sem enginn annar rithöfundur en Þórbergur ræður yfir Það er hinn sérkennilegi húmor Þór- bergs, sem ásamt stilsnilldinni gæð- ir verk hans lífi Ádeilu- og predikunartónninn I Bréfi til Láru yrði ósköp innantómur ef húmorinn væri ekki með i fcr og yljaði lesand- anum Það er einkenni þessa húmors að hann beinist ekkí síður að höfundinum sjálfum en öðrum mönnum Nefna mætti söguna um hrökkálinn, eða þáttinn um imyndunarveikina. sem m a kemur fram i ótta við að vera orðinn ólétt- ur Aðferð Þórbergs til að ná tökum á lesandanum er eins konar alvar- legur trúðleikur ,,Hann er eins og loddari, sem dansar viltan dans á glóandi járnrist og jetur eld; fólk staðnæmist alt i kring, gapandi og gónandi," segir Halldór Laxness, „fákunnandi stjettarbróðir hans i rit- skap", i Kaþólskum viðhorfum (1 925) í greininni Þrjú þúsund þrjú hundruð og sjötíu og niu dagar úr lífi minu talar Þórbergur um „engil- vængi hinnar glöðu dellu" og lýsir sjálfum sér með þessum orðum: „Ég hef töluverða innsýn í mannlega náttúru, veit hvað hverjum einum hentar bezt og kann vel að haga mér eftir kringumstæðunum Stundum segi ég ævisögubrot, gæði fólki á draugasögum eða hermi eftir kjána- legum prestum I því er ég snilling- ur." Atvikin höguðu þvi þannig að ég kynntist snemma ungu fólki í Reykjavik, sem dáðist eins og ég að verkum Þórbergs og vandi komur sínar til hans á kvöldin til að hlusta á meistarann segja frá. Mér var boðið að slást i förina. En Þórbergur var sveipaður slíkum Ijóma í huga mín- um að ég færðist undan Ég var hræddur við að fá ofbirtu i augun og verða að viðundri andspænis slíkum manni. Ég sá Þórberg fyrst á kynningu, sem haldin var á verkum hans. Áður en hann ávarpaði áheyrendur gekk hann fram og aftur um salinn i þungum þönkum á milli þess, sem hann virti fólk fyrir sér Mér duldist ekki að hann lék hlutverk sitt með prýði Hann þurfti ekki að leggja sig fram því að hin einkennilega hegð- un var orðin honum samgróin Hann kunni rulluna Siðar var ég ásamt nokkrum ung- um skáldum staddur í Unuhúsi. Skyndilega kvaddi Þórbergur dyra. Hann var að koma úr veislu frá einhverju „alþýðulýðveldinu" og var dálítið hreifur af vini Það þurfti ekki að bíða lengi eftir sögunni Vitan- lega fjallaði hún um Unuhús og hann var ein af persónunum í lífs- reynslufrásögn, sem minnti á kirkju- Þórbergur Þórðarson. Teikning eftir Sverri Haraldsson. garðsævintýrið i Ofvitanum forðum Galdur sögunnar var sá að Þórberg- ur fékk vitrun eins og séra Árni Þórarinsson þegar ekkert var eftir nema láta til skarar skriða Sá, sem hikaði ekki, varð að þola hinar hræðilegustu afleiðingar gjörða sinna, enda læknavisindin ekki orð- in eins fullkomín og nú, Ég bjó í nokkur ár við Hringbraut og sá þá tvo höfðingja íslenskrar ritlistar oft á göngu Þórberg Þórðar- son og Jakob Thorarensen. En ég sá þá aldrei saman. Jakob settist stundum á bekk fyrir framan Elli- heimilið Þórbergur hélt rakleiðis áfram likt og með ákveðið takmark fyrir augum, Jakob var með gamlan hatt og gisið skegg, Þórbergur með rússneska húfu sennilega nýbúinn að éta kinverskt hunang. Einu sinni vék Dider Rot sér að Þórbergi til að segja honum hvað hann væri helvíti góður rithöfundur, eins og Diter orðaði það Þá hljóp Þórbergur. Það var ekki hægt annað en dáðst að reglusemi Þórbergs, sem leit vafalaust á gönguferðirnar sem hluta af sköpunarstarfi sínu. Aftur á móti hefur mér verið sagt að Þór- bergur hafi stundum brugðið út af vananum og lengt gönguferðir sínar með því að lita inn hjá kunningjum. Mér hefur fundist Hringbrautin tómleg eftir að Jakob Thorarensen lést og Þórbergur sást þar ekki leng- ur. Ekki má heldur gleyma Einari Markan, sem setti svip sinn á göt- una með hlýju viðmóti Hann trúði á listina á sama innfjálga hátt og tiðk- aðist i gamla daga og sparaði ekki stóru orðin þegar hann hreifst af einhverju. Ég heyrði hann aldrei minnast á aðra nema til þess að hrósa þeim. „Ég er farinn að sjá," sagði Þór- bergur einu sinni þegar hann þóttist hafa orðið var við eítthvað yfir- náttúrulegt heima hjá sér Það þótti mér kynlega mælt af manni, sem á langri ævi hafði séð meira en flestir aðrir. En framhaldslíf var honum alvörumál eins og hin einlæga trú hans á sósíalisma Þórbergur skopaðist að þeim sam- herjum sínum frá fyrri tíð, sem „bil- uðu I Ungó", þ e a.s snerist hugur eftir uppreisnina I Ungverjalandi 1 956. En f Opnu bréfi til Kristins E Andréssonar 21. maí 1970 verður honum tfðrætt um ófullkomleika mannanna, alþjóðahyggju og þjóð- ernisstefnu, og getur ekki leynt von- brigðum sínum og efasemdum: „Rót front! Rót front! Skyldu þessi launsnarorð nokkurntíma koma til okkar aftur? Þjóðernisvillan hefur tært merg og blóð úr sósíalismanum og nú sitjum við lamaðir úti á pólitisku dauðahafi." í greininni Þrjú þúsund þrjú hundruð og sjötiu og niu dagar úr lifi mínu fjallar Þórbergur um þær viðtökur, sem Bréf til Láru fékk. Hann segir að fólki hafi sárast fallið „siðleysi bókarinnar". Innan sviga standa þessi eftirminnilegu orð: „Sannleikurinn er sá, að ég er móralskasti rithöfundur, sem nú skrifar islenzka tungu " Þessa full- yrðingu er auðvelt að sanna með tilvitnunum í verk Þórbergs En hið svokallaða „siðleysi" hans leysti is- lenskar bókmenntir úr viðjum og á sinn rika þátt i að þær þróuðust í átt til nútimalegra viðhorfa, þar sem tepruskapur og skinhelgi urðu að lúta i lægra haldi Mórall Þórbergs kemur ekki síst fram í afstöðu hans til íslenskrar tungu Henni má kynnast í hinni löngu ritgerð Einum kennt — öðr- um bent, sem hann samdi til að leiðbeina íslenskum rithöfundum um vandað málfar. Hún er alls ekki samin til að varpa rýrð á Þórleif Bjarnason þótt hún sé birt sem rit- dómur um Hornstrendingabók hans. Eins og Þórbergur bendir á er Hornstrendingabók óvenjulegtverk I íslenskum bókmenntum „rituð af meira andans fjöri og hærri iþrótt i frásögn, stil og máli en við eigum að venjast" Hún var Þórbergi aðeins „hentugur texti til að leggja útaf', enda er margt i grein hans i fullu gildi og ættu ungir rithöfundar ekki að láta hana fara framhjá sér. Sá, sem hefur séð handrit frá Þórbergi Þórðarsyni, hlýtur að undr- ast vandvirkni hans. Timi slíkra handrita er sennilega liðinn Sama er að segja um þau vinnubrögð, sem Þórbergur lýsir i Opnu bréfi til fjárveitinganefndar 18. mars 1940: „En að skrifa vandaðar bækur, þar sem hver einasta setning, hvert orð, jafnvel hvert atkvæði er hnitmiðað eins og maður standi daginn út og daginn inn við að hæfa með byssu fimmeyring úr hundrað metra fjar- lægð, að skrifa slikar bækur er ein- hver sú versta og seinunnasta þrælavinna, sem til er á þessari þrældómsins jörð Og aðeins þær Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.