Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1974 — Ford Framhald af bls. 1 Ford fer frá Japan til Suður- Kóreu á morgun. Andstæðingar Park Chung-Hee forseta óttast, að litið verði á heimsóknina sem viðurkenningu Bandaríkjanna á stjórnarfarinu í Suður-Kóreu. Eftir heimsóknina í Suður- Kóreu fer Ford aftur til Tókyo þar sem hann stigur um borð í sovézka flugvél er flytur hann til fundar við Leonid Brezhnev flokksforingja í Vladivostok um helgina. í Moskvu er talið, að fundurinn geti haft mikil áhrif á skipulagn- ingu sovézkra efnahagsmála í framtiðinni. Unnið er að nýrri fimm ára áætlun i stað þeirrar, sem rennur út 31. desember 1975. Ef Brezhnev sannfærist um, að hægt verði að efla samskiptin við Bandarikin er talið hugsanlegt, að hann fallist á ýmsar nýjar hug- myndir um umbætur i efnahags- málum og landbúnaðarmálum samkvæmt heimildum i Moskvu. — Nixon Framhald af bls. 1 milljón dollara væri nauðsynleg, voru 75.000 dollarar greiddir lög- fræðingi Watergate-mannsins E. Howard Hunt. Þegar fundurinn 25. apríl var haldinn, var Dean byrjaður að vinna með sækjend- um Watergate-málsins og þeim, sem rannsökuðu málið. 1 samræðunum virtist Ehrlich- man vita um segulbandstækin í Hvíta húsinu þótt lögfræðingar hans hafi neitað því. Þegar rætt var hvernig Nixon væri viðriðinn yfirhylminguna kvaðst Nixon minnast þess að hafa talað við Dean um fjárkúg- unarhótanir upphaflegu sakborn- inganna í Watergate-málinu ef þeir fengju ekki meiri greiðslur. „Ég veit... að í þessu samtali var talað um fjárkúgun," sagði Nixon. — UNESCO Framhald af bls. 1 Galileo og Kopernikus, samþykkt að jörðin sé flöt,“ bætti hann við. Lrslitin þýða, að Israel getur ekki tekið þátt í störfum neinnar hinna fimm deilda UNESCO sem fullgildur aðili. Hins vegar gætu Israelsmenn fengið aðild sem áheyrnarfull- trúar á ríkishópaþingum sam- kvæmt heimildum á ráðstefn- unni. Israel hefur hingað til ekki tilheyrt nokkrum sérstökum ríkjahópi. — fþróttir Framhald af bls. 39 — Það vil ég ekki fullyrða. Mót- ið held ég að vinnist á 22 stigum. Þið eigið þá eftir að tapa fleiri leikjum? — Það er ekki ólíklegt, en samt er ég bjartsýnn. Toppliðin í 1. deild, fimm lið af 8, eru það jöfn, að þau tapa öll stigum til hinna liðanna. Ég er t.d. ekki sammála þeim, sem segja, að ÍR-ingar verði neðarlega í mótinu, þeir eiga eftir að berjast á toppnum eins og hingað til. SkákFrarnhaiiafbis.2 sunnudagskvöldum, og verður þátttökugjald það sama og í bik- armótinu. Jólahraðskákmót T.R. verður haldið dagana 3. og 4. f jólum og verður sérstaklega til þess vandað. Hraðskákæfingar fé- lagsins verða eins og venjulega á mánudags- og fimmtudags- kvöldurfi. Sú nýbreytni verður nú tekin upp hjá félaginu, að opið verður á þriðjudögum kl. 5—7 þar sem menn geta fengið keypt kaffi og rætt stöður, sem komið hafa upp á liðnum mót- um, auk þess að tefla hægskák- ir. Miðvikudaginn 27. nóv. kl. 5 mun Guðlaug Þorsteinsdóttir tefla fjöltefli við kvenfólkið og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt fjöltefli er háð hérlendis. Auk þess munu verða fastar æfingar fyrir kvenfólk á miðvikudögum kl. 5—7 í vetur. Nóvemberhraðskákmót fé- lagsins verður haldið n.k. sunnudag, 24. nóv., og hefst það klukkan 19,30 í félagsheimilinu viðGrensásveg. — Sektaður Framhald af bls. 2 „Skipstjórinn féllst á dómssátt," sagði Erlendur, og var látinn borga 250 þús. kr. í landhelgissjóð fyrir brot á fiskveiðilögum vegna þess að hann var með veiðarfærin óbúlkuð og hlerana I gálgum á síðunni. Þá var hann einnig látinn borga 10 þús. kr. fyrir brot á lögum um tollheimtu og toll- eftirlit, en hann tók við manni úr landi, vélstjóra sínum, sem hann var að sækja til Seyðisfjarðar, án þess að vélstjórinn hefði fengið venjulega afgreiðslu hjá toll- verði. Þá er skipstjóranum einnig skylt að greiða málskostnað, en honum var heimilt að láta úr höfn þegar að lokinni dómssátt." — Stikur Framhald af bls. 18 bækur, sem eru þann veg ritaðar, eru vandaðar bækur. Uppkast eftir uppkast, breyting eftir breytingu, hreinskrift eftir hreinskrift, aftur upp kast, ennþá breyting, að nýju hrein- skrift, einum átta, tíu, tólf sinnum, þar til manni loksins finnst maður hafa formað setninguna rétt, fundið hin réttu orð, sett saman hin réttu atkvæði” Agaður stíll Þórbergs mótast þó ekki af kröfum málhreinsunar- manna. Hann leggur mikið upp úr fjölbreytni og er ekki feiminn við að grlpa til erlendra orða og aðlaga þau íslensku máli. Án skáldaleyfa verður still flestra blæbrigðalaus og ófrjór. Af Þórbergi Þórðarsyni er margt að læra. En það er tilgangslaust að herma eftir honum. Hann stendur einn. — Spellvirki Framhald af bls. 1 mannafundi, að fyrst og fremst yrði reynt að ganga úr skugga um hvers vegna risaþotunni tókst ekki að komast i eðlilega hæð eftir flugtakið. „Ef við getum út- skýrt það, gætum við leyst málið," sagði Utter. Annar talsmaður Lufthansa, Karl Wingeroth, útilokaði jafn- framt möguleika á ofrisi og visaði á bug fréttum um, að flestir far- þegarnir hefðu setið nærri vélar- miðju. Flugritinn náðist óskemmdur eftir slysið, en hefur enn ekki verið rannsakaður. Utter sagði, að rannsóknin í Nairobi mundi standa að minnsta kosti eina viku en endanleg skýrsla mundi ekki liggja fyrir fyrr en eftir marga mánuði. Nokkrir þeirra 98, sem komust lífs af úr slysinu, fóru flugleiðis i dag til Jóhannesarborgar en aðrir héldu kyrru fyrir í Nairobi. Rúm- lega 20 voru fluttir í sjúkrahús. 59 biðu bana. Renate Kahn frá Bandaríkjun- um sagði, að bandarískur þjónn, Tom Scott, hefði bjargað tugum farþega út um neyðardyr, sem flugfreyjur höfðu árangurslaust reynt að opna. „Við hefðum öll farizt án aðstoðar hans,“ John Bing, ferðaskrifstofu- maður frá Jóhannesarborg, sagði, að lending flugstjórans, Christian Krack, hefði verið „merkilegasta lending, sem nokkur flugmaður hefði nokkru sinni reynt. Hann bjargaði fjölda mannslífa með færni sinni,“ sagði hann. — Engin olía Framhald af bls. 1 sama til að svara og ég sagði í upphafi, að ég tel líkurnar hverfandi á að oliu kunni að vera að finna einhversstaðar i námunda við Island. Hins vegar er Island og svæðið umhverfis feiknalega athyglisvert frá jarðfræðilegu sjónarmiði og ég vildi gjarna bora þar margar holur I rannsóknarskyni, en ekki með það í huga, að um olíu gæti verið að ræða,“ sagði dr. Manik að lokum. — Banaslys Framhald af bls. 40 ingarnar. Hann starfaði mikið að félagsmálum á Isafirði og söfn- uðust þar á hann fjölmörg störf I sambandi við félags- og bæjarmál. M.a. var hann formaður hafnar- nefndar, formaður Sunnukórsins og sæti átti hann I fjölmörgum nefndum. Bæjarskrifstofurnar og allir skólar á Isafirði lokuðu í gær vegna þessa hörmulega atburðar. — Alþýðu- bandalagið Framhald af bls. 40 stíft á það að Magnús Kjartansson yrði kjörinn formaður I stað Ragnars og flokkurinn eignaðist þar með „sterkan" leiðtoga. Á hinn veginn eru svo ýmsir forystumenn Alþýðubandalagsins út á landsbyggðinni, sem hefðu sætt sig við að Ragnar Arnalds hætti, ef einhver landsbyggðar- maður hefði komið I hans stað. En þegar fyrir lá, að samstaða gæti ekki tekizt um slíkan mann hafa þessir aðilar með vaxandi þunga lagt að Ragnari að gefa kost á sér til endurkjörs. Þær raddir eru einnig uppi í Alþýðubandalaginu, að heppilegra sé að dreifa valdinu innan flokksins með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu árin, er hvorugur hinna „sterku" manna flokksins hafa skipað for- mannssæti, þ.e. hvorki Lúðvík né Magnús. Út frá þessu sjónarmiði' mundi kjör Magnúsar valda jafn- vægisleysi í Alþýðubandalaginu, sem ekki væri talið æskilegt. Loks er ljóst, að stuðningur Magnúsar Kjartanssonar við málmblendi- verksmiðju I Hvalfirði er hann var iðnaðarráðherra hefur valdið gffurlegri gremju í Alþýðubanda- laginu og er honum mjög fjötur um fót. Afstaða hans í því máli hefur örugglega áhrif á afstöðu margra fulltrúa á landsfundinum til hugsanlegs formannsframboðs hans. — Saltfiskur Framhald af bls. 2 hvort þessi viðleitni muni hafa í för með sér sölur á þessa staði.“ Þeir Valgarð og Jón upplýstu, að þetta svæði allt ásamt Kúbu og Jamaica hefði neytt allt að 30 þúsund tunnum af þurrkuðum saltfiski á ári áður en hinar skyndilegu hækkanir urðu á verð- lagi fisks á heimsmarkaði. Hins vegar kváðu þeir sérstakar ástæð- ur fyrir þvi, að nú væri leitað fyrir sér um sölur á þessa staði — komið hafi hér á land gífurlegt magn af lélegum og smáum fiski úr togurunum, sem ekki reyndist unnt að selja blautan á hefðbund- inn markað SlF. I Mið-Ameríku ríkja þó nokkuð sérstakar markaðsaðstæður varð- andi saltfiskinn. Kúba hefur um langt skeið ekki keypt neinn salt- fisk vegna ákvörðunar stjórn- valda, sem teldu hann of dýran og á Jamaica hefur hámarksverð á saltfiski verið svo lágt, að þangað hefur ekki verið unnt að selja nema allra smæsta og lélegasta fiskinn. Nú hafa Norðmenn þó brotið ísinn i þessum efnum að nokkru, og þeir Valgarð og Jón kváðust hafa rekizt á harðan vegg þar sem voru tilboð Norðmanna. Norskir saltfiskframleiðendur hafa átt i miklum erfiðleikum með framleiðslu sína, einkum ufsa og keilu en einnig löngu, og hafa af þeim sökum orðið að lækka verð sín. Er nú svo komið, að margir hinna norsku útflytj- enda hafa boðið hver í kapp við annan. Þannig er í Fiskaren frá 18. þ.m. greint frá sölu Norð- manna á fimm þúsund tonnum til Kúbu að verðmæti um 40 milljón- ir norskra kr. (röskar 860 millj. ísl.) og staðhæfir blaðið, að verð- ið, sem náðst hafi i-þessum sölu- samningi, sé skammgóður vermir og muni hafa I för með sér veru- legt tap fyrir einstaka útflytjend- ur og framleiðslugreinina í heild sinni, þrátt fyrir 9 milljón norskra króna styrk stjórnvalda og ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Þeir Valgarð og Jón kváðust reyndar haf a haft af þvi óstaðfest- ar fregnir hvert einingarverðið í þessum sölum Norðmanna til Kúbu hefði verið og væri óhætt að segja — þegar tekið væri tillit til langs greiðslufrests og annarra skilmála — að ef Islendingar hefðu selt á samsvarandi verði mundi það jafngilda útborgunar- verði töluvert undir 100 kr. hvert kíló. „Eins og nú háttar teljum við, að múrinn, sem við rákumst á, sé ókleifur hvað snertir Kúbu, Jamaicu og Dóminíkanska lýð- veldið en annarsstaðar höfum við selt nokkurt magn fyrir verulega hærra verð og jafnvel selt fremur lélegan ufsa fyrir 5—10% hærra verð en við vitum, að Norðmenn hafa selt hæst,“ sögðu þeir félag- ar ennfremur. „I ljósi þeirra erfiðleika, sem Norðmenn hafa átt í, erum við auðvitað ákaflega ánægðir með þessar sölur þeirra á Kúbu og Jamaicu þar eð við telj- um, að þær muni þá minnka þrýstinginn af þeirra hálfu á þeim mörkuðum, sem við keppum við þá á.“ Það kom einnig fram, að á þetta svæði — Mið- og Suður-Ameríku — hefur SlF selt milli 2500 og 4500 tonn á ári af þurrkuðum saltfiski, en á sl. ári nam salan þangað um 3300 tonnum. Fiskur- inn, sem þangað fer, eryfirleitt af lélegum gæðaflokki og mjög smár. Sagði Valgarð Ólafsson, að raunar væri SlF þarna að fást við það að koma í pening þeim fiski, sem áður taldist skreiðarfiskur og fór þá á Nígeríumarkað. I ár hef- ur slíkur fiskur veiðzt í óvenju miklum mæli eins og áður greinir frá og við það hefur skapazt nýtt og sérstakt vandamál. Og þrátt fyrir ýmis teikn um að afstaða yfirvalda i Nígeriu væri að breyt- ast varðandi skreiðarinnflutning, töldu þeir Valgarð og Jón Ar- mann, að enn um sinn yrðu menn hér að þurrka mikið magn fisks. — Loftleiðir Framhald af bls. 3 leiðum á sínum tima og voru okkar óvinur númer 1. Bandarísk flugmálayfirvöld afnámu þessi fargjöld í Banda- ríkjunum í fyrra, en við misst- um engu að siður þúsundir far- þega upp til Kanada. Við þessar aðgerðir Kanadastjórnar hefur viðhorfið fyrir okkur ger- breytzt. Það hefur einnig haft sín áhrif, að nú þrengir að í efnahagsmálum i Bandarikjun- um og fólk vill spara, þannig að það kemur frekar til Loftleiða. Allt þetta gerir það að verkum,. að staða okkar hefur batnað til muna. Meira að segja þannig, að hugsanlegt er, að við verðum að bæta aftur við þeim ferðum, sem við höfðum ákveðið að fella niður. — Hvað með Chicago? — Salan í ferðir til og frá Chicago hefur farið fram úr björtustu vonum manna og við bindum miklar vonir við þann markað í framtíðinni. Hins veg- ar er nú um mjög daufan tíma að ræða á því svæði og eldsneytiskostnaður gifurlegur, þannig að það þótti ekki annað hægt af fjárhagslegum ástæð- um en að fella niður ferðir þar yfir daufustu tímabilin, þvi að þegar svona horfir í efnahags- — Kortafölsun Framhald af bls. 15 rauðum lit), sýni, hvernig línan liggi miklu innar en gert var ráð fyrir samkvæmt hans tillögum. Hér er um beina fölsun að ræða, þvf að samkvæmt hans tillögum lágu mörkin miklu mun innar en hann segir nú. Punktasvæðið á korti nr. 3 sýnir það svæði, sem Lúðvfk segir að hafi verið fyrir innan mörkin samkvæmt sínum tillögum, en var það alls ekki. # Samkvæmt nóvembertillögunum ætti veiði- svæði Þjóðverja innan 50 sjómílna markanna að vera 42 þúsund ferkflómetrar. Samkvæmt tillög- um Lúðvfks átti þetta svæði að vera 54 þúsund ferkílómetrar eða 12 þúsund ferkflómetrum stærra en núverandi tillögur gera ráð fyrir. Samkvæmt nýju tillögunum eru Þjóðverjum einnig bannaðar veiðar á stórum svæðum utan 50 sjómflna markanna, allt að 128 sjómflum. Þetta svæði er 60 þúsund ferkíiómetrar, sem er 50% stærra svæði en er innan 50 mflna mark- anna samkvæmt nýju tillögunum. málum er ekki hægt annað en að f ara með öllu að gát. — Nú hafa bandarísk flug- málayfirvöld haldið uppi við- ræðum við evrópsk flugfélög um fækkun ferða yfir N- Atlantshaf til að draga úr sam- keppni við stóru bandarisku flugfélögin, sem eiga i miklum erfiðleikum. Hefur eitthvað verið rætt við Loftleiðir í þessu sambandi? — Nei, það hefur ekki verið gert, en við erum með sérstaka aukningarklásúlu í samningn- um við Bandaríkjastjórn og höfum þar að auki fækkað ferðum. — Nú hefur fargjaldamunur Loftleiða miðað við önnur flug- félög sífellt minnkað í harðri samkeppni á undanförnum árum, en félagið engu að síður haldið áfram að vaxa. Hverju þakkar þú þetta? — Öll starfsemi félagsins er orðin svo miklu betri en hún var fyrir nokkrum árum. Við höfum á að skipa einhverju fullkomnasta farpöntunarkerfi, sem til er, og rekstur allra deilda fyrirtækisins hefur verið endurskipulagður og færður í samræmi við ströng- ustu kröfur timans. Okkur gengur til muna betur að halda áætlun og stefnum að enn betri árangri hvað það snertir. Loft- leiðir eru lika orðið vel þekkt félag og svo hinn mikli happa- ferill þess. „Nýtt velmegunar- tímabil 1976“ Einar Aakran, forstjóri Loft- leiða í Luxemburg, sagði okkur, að á þessu ári færu um 230 þúsund manns á vegum Loft- leiða í gegnum Luxemburg. tJt- litið væri sæmilegt þó að um 10% samdráttur hefði orðið á þessu ári af völdum efnahags- ástandsins. Hins vegar hefði samdrátturinn nú stöðvazt og aðeins farið að votta fyrir aukn- ingu, enda leitaði fólk nú betur að lægri fargjöldum. Annars væri erfitt að spá um framtíð- ina, það færi eftir því hvernig efnahagsmálin þróuðust. Einar sagði, að mjög mikil aukning hefði orðið hjá Air Bahama og hagur félagsins I Evrópu i blóma. Hið nýja hótel Loftleiða í Luxemburg, Aerogolf, væri nú byrjað að skila hagnaði, en það væri eitt bezta hótelið í borginni. Taprekstur hefði verið fyrsta árið, en nú væri hótelið orðið þekkt og hefði öðl- azt vinsældir. Nú er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar í Luxem- burg og verður henni lokið seint á næsta ári. Mun aðstaða Loftleiða þá batna gífurlega. Einar sagðist vera hóflega bjartsýnn um næsta ár, en vera þess fullviss, að árið 1976 yrði upphaf nýs velmegunartíma- bils fyrir Loftleiðir. Að lokum spurðum við Birgi Þorgilsson sölustjóra Flugleiða hver helztu mál ráðstefnunnar hefðu verið og hvernig útlitið væri í heildina. „Það er ánægjulegt að vita hve þessir starfsmenn félag- anna hafa tekið vel saman,“ sagði Birgir og bætti við, „menn eru bjartsýnir á næsta ár og telja, að þá muni góður árangur nást.“ „Hvað Islandsferðir snertir, þá lofa lönd eins og Svíþjóð, Frakkland og Þýzkaland góðu og ennfremur er þegar á næsta ári búizt við mikilli aukningu farþega frá Bandaríkjunum, en nú er ákveðið að auglýsa Is- landsferðir þar meir en verið hefur. Vitað er, að um aukn- ingu verður að ræða frá Norðurlöndunum, en það er okkar traustasti markaður og auðveldast að auglýsa tsland þar,“ sagði Birgir. Þá sagði hann ennfremur, að flest hótelanna hækkuðu gjöld sin miðað við dollar um 10%, sem væri miður. Hinsvegar væri líka verðbólga i öðrum Evrópulöndum og bætti það úr skák. Gisting á hótelum hér væri ekki dýrari en annars staðar, heldur væri það fyrst og fremst maturinn, sem væri dýr. -ihj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.