Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974
Bakslag hjá brezku
liðunum en Hollend-
ingar unnu stórsigur
EINS og skýrt var frá I Morgun-
blaðinu I gær, fóru f fyrrakvöld
fram fimm leikir f Evrópubikar-
keppni landsliða f knattspyrnu.
Athygli manna beindist fyrst og
fremst að leikjum Englands og
Portúgals og Hollands og Italfu,
en úrslit f þeim leikjum urðu
þau, að Englendingar urðu að láta
sér nægja jafntefli þó að á heima-
velli væri, en Hollendingarnir
unnu öruggan sigur yfir keppi-
nautum sfnum. Jafntefli f leik
Englands og Portúgals, eykur
mjög spennuna í keppni fyrsta
riðils, en úrslit f leik Englands og
Tékkóslóvakiu á dögunum varð
til þess að flestir töldu Englend-
ingum öruggan sígur f þessum
leik, og stóðu veðmálin 12—1
þeim f vil, fyrir leikinn. Þá kom
það einnig nokkuð á óvart að
Spánverjar skvldu sigra Skota á
útivelli, en veðjað var á Skotana
8—1 fyrir þennan leik. Við þenn-
Auðséð var að leikmenn portú-
galska liðsins lögðu áherzlu á þáð
eitt í leiknum á Wembley að ná
jafntefli. Þeir léku með styrka
vörn, og sóttu ekki af neinni
ákveðni. Þar af leiðandi voru
Englendingar miklu meira með
knöttinn, sérstaklega framan af
leiknum, en aldrei tókst þeim'að
skapa sér verulega hættuleg tæki-
færi. Það var helzt á 57. minútu
að spenna var i leiknum, en þá
léku þeir Clarke og Thomas lag-
lega gegnum vörn Portúgalanna,
en á síðustu stundu tókst varnar-
leikmanni að stöðva Clarke sem
var að komast í ákjósanlegt skot-
færi. Þá átti Bell einnig skot í
stöng, en þar með eru líka
upptalin tækifæri Englendinga i
leiknum, ef undan er skilið um-
deilt atvik á 18. minútu er Dave
Thomas átti skot að marki Portú-
gala, sem markvörðurinn hálf-
varði. Skoppaði knötturinn á
Gffurlega mikið hefur verið látið með Don Revie sfðan hann tók við
enska landsliðinu. Teiknari þessarar myndar sýnir Revie með heims-
meistarastyttuna f spákúlu sinni. Hætt er við að lætin kringum Revie
minnka nú eftir að lið hans varð að láta sér nægja jafntefli við
Portúgal á heimavelli.
an ósigur minnka að mun mögu-
leikar skozka liðsins á þvf að kom-
ast f úrslit f keppninni.
England —
Portúgal 0—0
LIÐ ENGLANDR: Clemence, Madeley,
Walson, Hughes, Cooper, Brooking, Francis,
Bell, Thomas, Channon, Clarke. Varamenn:
Todd og Worthington.
LID PORTtGALS: Damas, Artur,
Humberto, Barros, Osvaldinho, Martins,
Alves, Octavio, Nene, Remeu og Oliveira.
Englendingar urðu að gera sér
að góðu markalaust jafntefli i
þessum mikilvæga leik, og má þar
með segja að þeir verði að halda
sig við jörðina eftirleiðis, en sem
kunnugt er var mikil gleði í Eng-
landi eftir 3—0 sigur Englend-
inga yfir Tékkóslóvakíu á dög-
unum, og var þá hinn nýi fram-
kvæmdastjóri landsliðsins, Don
Revie, hafinn upp í sjöunda
himin, og þar hafa áhangendur
enska landsliðsins siðan haldið
honum.
marklfnunni, og töldu margir að
hann hefði farið innfyrir. Dómar-
inn var þó á öðru máli.
Portúgalar léku lengst af með
aðeins tvo menn í framlinunni, en
þegar liða tók á leikinn sóttu þeir
sig og áttu allgott tækifæri
skömmu fyrir leikslok, en skutu
þá yfir markið. Var þetta líka
eina umtalsverða tækifæri þeirra
í leiknum.
Ahorfendur á Wembley voru
85.700 talsins.
Wales —
Luxemborg 5—0
LIÐ WALES: Sprake, Thomas, England,
Phillips, Roberts, Mahoney. Yorath, Griff-
iths, James, Reece, Toshack. Varamaður:
Flynn.
LIÐ LUXEMBOKGAR: Thill, Fandel,
Flenghi, Hansen, da Grava, Traaerweiler,
Pilot, Zuang, Langers, Dussaer, Phillip.
Varamenn. Martin, Roemer.
Eins og við mátti búast voru
Luxemborgarar ekki erfiðir and-
stæðingar fyrir Wales á heima-
velli þeirra síðarnefndu í
Swansea í fyrrakvöld. Urslit leiks-
ins urðu 5—0 fyrir Wales, eftir að
staðan hafði verið 1—0 í hálf-
leiknum. Með Wales og Luxem-
borg í riðlinum eru Austurríki og
Ungverjaland, og er ekki talið
óliklegt að markamunur skeri úr
um það hvort það verður Wales,
Austurriki eða Ungverjaland sem
kemst í lokakeppnina, þannig að
allir reyna að skora sem mest á
móti Luxemborgurunum.
Á 25 minútu leiksins í Swansea
fengu Wales-búarnir sitt fyrsta
upplagða tækifæri til þess að ná
forystu í leiknum, er dæmd var
vítaspyrna á Luxemborg,
Leighton James tók spyrnuna, en
hún heppnaðist ekki vel hjá hon-
um og Thill, markvörður Luxem-
borgaranna, varði. Hann kom
hins vegar engum vörnum við á
35. minútu, er John Toshack
skallaði glæsilega í markið, eftir
hornspyrnu.
Fleiri mörk gerðu Wales-menn
ekki í fyrri hálfleik þrátt fyrir
stöðuga sókn að marki Luxem-
borgar.
1 seinni hálfleik höfðu gestirnir
hins vegar ekki heppnina með sér
og var þá bætt fjórum mörkum
við á þá. Fyrsta markið kom á 53.
mínútu og var það Tottenham-
leikmaðurinn Mike England ser.7
það skoraði. A 70. minútu bætti
Phil Roberts öðru marki við, eftir
að hafa einleikið í gegnum vörn
Luxemborgaranna og strax á
næstu minútu skoraði Griffiths og
hefur hann þar með skorað mark
eða mörk í öllum Ieikjum Wales á
þessu keppnistimabili. Fjórða
mark hálfleiksins kom svo á 75.
mínútu er Yorath skoraði.
Atti Yorath það vel inni að
skora í leiknum, þar sem það var
hann sem átti þarna stórleik og
rak Wales-liðið áfram með krafti
sinum og dugnaði.
Luxemborgararnir áttu mjög f á
upphlaup í leiknum, og þá sjaldan
að þeir komust fram fyrir miðju
áttu Walesbúarnir ekki í erfið-
leikum með að stöðva þá. Lang-
bezti maður liðsins var markvörð-
urinn, Thill, sem varði oft frábær-
lega vel, þrátt fyrir mörkin fimm
sem hann fékk á sig.
Skotland —
Spánn 1—2
LIÐ SKOTLANDS: Harvey, Jardine,
Forsylh, Bremner, McQueen, Burns, John
stone, Souness, Deans, Jordan, Hutchinson,
Varamenn: Lorimer og Dalglish.
LIÐ SPÁNAR: Iribar, Castellanos, Benito,
Capon, Miguel, Costas, Martinez, Villar,
Quini, Planas, Rexach.
Gifurlegur áhugi var á þessum
leik í Skotlandi og mættu samtals
92.100 áhorfendur á Hampden
Park til þess að fylgjast með hon-
um. Var ekki nein smáræðisgleði
á áhorfendapöllunum þegar
Skotarnir náðu forystu á 10. mln-
útu. Þar var á ferðinni fyrirliði
skozka landsliðsins, Billy Bremn-
er, leikmaður með Leeds United.
Tókst honum að brjótast á eigin
spýtur gegnum vörn Spánverj-
anna og renna knettinum í netið.
11 mínútum síðar átti Bremner
stærstan þátt i því að dæmd var
vitaspyrna á Spánverjana. Var
hann kominn i gott færi, er
honum var brugðið. Tommy
Hutchinson tók vítaspyrnuna, en
hún var fremur illa framkvæmd
og Irabar markvörður Spánverj-
anna varði.
Þetta atvik varð til þess að auka
Spánverjunum kjark, jafnframt
þvi sem dofi færðist yfir Skotana.
A 36. minútu tókst svo Quini að
jafna, eftir mistök í skozku vörn-
inni og á 61. mínútu færði Villar
Spánverjunum forystu i leiknum
við mikil vonbrigði skozku
áhorfendanna.
Eftir að Spánn hafði náð for-
ystu í leiknum reyndu Skotarnir
Italski markvörðurinn Dino Zoff bjargaði oft meistaralega f lands-
leiknum við Holland.
örvæntingarfullt að jafna, en allt
kom fyrir ekki. Deans og
Hutchinson var skipt útaf þegar
skammt var til leiksloka og þeir
Peter Lorimer og Kenny Dalglish
komu inná. Þeir áttu góða spretti,
en allt kom fyrir ekki.
Tyrkland —
írland 1—1
LIÐ TVRKLANDS: Vwin, Alpaslan,
Ismail, Ziya, Zerkeriya, Engin, Selcuk, S.
Mehmet, B. Mehmet, Cemil, Metin.
LIÐ lRLANDS: Roche, Kinner, Mulligan,
Hand, Dunne, Brady, Martin, Highway,
Giles, Conroy, Givens.
75.000 áhorfendur fylgdust með
þessum leik sem fram fór í Izmir í
Tyrklandi. Heimamenn sýndu
þarna mjög góðan leik, einkum í
fyrri hálfleik, er þeir sóttu nær
stanzlaust. Sá leikmaður sem
mest kvað að í sókn Tyrkjanna
var Metin, og galopnaði hann
vörn Iranna hvað eftir annað, en
félagar hans, Cemil og Mehmet
fóru afar illa með tækifæri þau er
hann skapaði þeim.
Ekkert mark var skorað í fyrri
hálfleiknum, og í þeim seinni
náðu Irarnir betri tökum á leikn-
um. Johnny Giles varð konungur
vallarins og bókstaklega lagði
undir sig miðju hans, þannig að
Tyrkirnir komust ekkert áleiðis.
A 54. mínútu náðu Tyrkirnir
forystu 1 leiknum. Dæmd var
hornspyrna á Irana og ekki tókst
betur til en svo að Conroy skallaði
knöttinn í eigið mark. En sex mín-
útum siðar tókst Irlandi að jafna
er Givens lék glæsilega í gegnum
vörn Tyrkjanna og renndi síðan
knettinum i horn marksins niðri.
Givens, sem skoraði öll mörk Ir-
lands í leiknum á móti Sovét-
rikjunum á dögunum, átti góða
möguleika á að ná forystu fyrir
lið sitt um miðjan seinni hálfleik-
inn, en frábær markvarzla Yasins
kom þó í veg fyrir það.
Holland —
ltalía.3—1
LIÐ HOLLANDS: Jongbloed, Suurbier,
Haan, Rijsbergen, Krol, van der Kuvlen.
Neeskens, van Hanegem, Rep, Cruyff,
Rensenbrink, Varamaður: van der Kerkhof.
LIÐ iTALtU: Zoff, Morni, Roggi, Orland-
ini, Rocca, Zecchini, Causio, Juliano, Boníns-
egna, Antognoni, Anastasi.
Lið Hollands í þessum leik var
mjög lítið breytt frá úrslitaleikn-
um við Vestur-Þjóðverja í heims-
meistarakeppninni í sumar, en
Hollendingar hafa mikinn hug á
því að vinna keppnina að þessu
sinni, og hafa búið landslið sitt
sérlega vel undir átökin. Það var
því ekki lítið áfall fyrir þá er
Itölum tókst að skora þegar á 5.
mínúti leiksins. Anastasi lék þá
upp kantinn og átti góða sendingu
fyrir markið, þar sem miðherjinn
Boninsegna var fyrir og skallaði í
netið.
Hollendingarnir hófu síðan
mikla sókn, sem átti eftir að
standa leikinn út, en Italirnir
drógu lið sitt aftur, í von um að
geta haldið marki sínu hreinu, að
a.m.k. jafntefli. Mæddi mikið á
hinum frábæra markverði liðsins,
Dino Zoff, sem hvað eftir annað
fékk tækifæri til þess að sanna
snilli sína, eins og t.d. þegar hann
varði skot af stuttu færi frá
varnarleikmanninum Wim
Suurbier. Hann fékk þó engum
vörnum við komið á 21. mínútu,
er þeir Krol og Robbie Rensen-
brik bókstaflega léku upp i
markið og sá síðarnefndi skoraði.
1 seinni hálfleik hélt sókn
Hollendinganna stöðugt áfram og
fór þá knattspyrnugoóið Johann
Cruyff að láta verulega til sín
taka. Atti hann margar frábærar
sendingar á félaga sína, en mest
var þó um vert að hann skoraði
sjálfur tvö glæsileg mörk á 67.
minútu og 80. mínútu. Það fyrra
eftir aðstoð frá Rensenbrink, en
það seinna eftir samvinnu við
Neeskens og Suurbier. Þar meó
voru úrslit leiksins ráðin, og má
mikið vera ef Hollendingarnir
verða ekki sigurvegarar i riðlin-
um.
Hinn sovézki dómari leiksins,
Paval Kazakov, bókaði tvo leik-
menn. Hollendinginn van
Hanegem, sem réðst á einn leik-
manna Italiu, og Italann Anastasi
fyrir að sparka knettinum burut,
er Hollendingar áttu að taka
aukaspyrnu.
Staðan
Eftlr leikina í fyrrakvöld er staðan f
riðlum Evrópubikarkeppninnar I knatt-
spyrnu sem þá var keppt f þessi:
1. riðíll:
England
Portúgal
Tékkóslövakla
Kýpur
2. riðilí:
Wales
Austurrlki
Ungverjaland
Luxemborg
4. riðill:
Sp&nn
Rúmenfa
Danmörk
Skotland
5. riðill:
Holland
Pólland
ltalfa
Finnland
6. riðill:
Irland
Tyrkland
Sovétrfkin
Sviss
2110 3—0 3
10 10 0—0 1
1000 0—3 0
0 0 0 0 0—0 0
3 2 0 1 8—2 4
1100 2—1 2
2101 4—4 2
2002 2—9 0
2200 4—2 4
10 10 0—0 1
2011 1—2 1
1001 1—2 0
2 2 0 0 6—2 4
2 2 0 0 5—1 4
10 0 1 1—3 0
3003 2—8 0
2110 4—1 3
10 10 1—1 1
1001 0—3 0
0 0 0 0 0—0 0