Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 39
| MniFRínm morguribiabsi NS 1
1
Merki Islandssunds-
ins seld á sunnudaginn
SUNDSAMBAND Islands efnir
til merkjasöludags sunnudaginn
24. nóvember n.k. Seld verða
merki tslandssundsins, en til
þeirrar keppni var efnt fyrir al-
menning s.l. sumar, í tilefni 1100
ára afmælis Islandsbyggðar. Þótti
vel sæma að efna til keppninnar á
þjóðhátíðarárinu, þvi forfeður
vorir voru syndir vel og sund-
íþróttin ávallt í hávegum höfð.
Anton fer
til HSK
HINN kunni körfuknattleiks-
maður Anton Bjarnason hefur
skipt um félag. Anton hefur verið
félagsmaður í IR undanfarin ár,
þótt ekki hafi hann leikið mikið
með IR. Hann hefur nú tilkynnt
að hann muni leika með HSK í
vetur, og má hann fara að leika
með þeim um næstu helgi.
Ekki er að efa, að koma hans í
HSK liðið mun styrkja það mikið
því þessi þrautreyndi leikmaður
er geysilega sterkur leikmaður.
Norðmenn
unnu Tékka
Sama má og segja um Islendinga
nú, og má I því tilefni nefna sigra
í Norrænu sundkeppninni, nú síð-
ast árið 1972, er vió sigruðum
mjög glæsilega, enda var þátttaka
í þeirri keppni svo almenn, að
engum duldinst, að stefnt var að
sigri, sem og tókst.
Þar sem ekki seldust upp öll
merkin frá Islandssundinu, munu
þau seld á sunnudaginn til styrkt-
ar sundíþróttinni og til minja um
þjóðhátiðarárið. Merkin, sem sér-
staklega voru gerð fyrir keppn-
ina, eru af tveimur gerðum:
brons- og silfurlituð.
(Frétt frá SSI).
Leikið til úr-
slita í blaki
1 KVÖLD fer fram kvennaleikur í
blaki milli Þróttar ogVíkings og
er þessi leikur jafnframt úrslita-
leikurinn í Reykjavíkurmótinu.
Þetta er í þriðja sinn, sem þessi
lið mætast i úrslitaleik. Þróttur,
sem hefur á að skipa íslands-
meisturunum frá i fyrra, vann
haustmótið eftir úrslitaleik við
Viking. Víkingur lék til úrslita í
Islandsmeistaramótinu í fyrra, en
tapaði þá fyrir UMF Biskups-
tungna. Leikurinn í kvöld fer
fram í Iþróttahúsi Háskólans og
hefst kl. 19.30.
Reykjavfkurmeistaramótið i júdó fór fram í Laugardalshöllinni f fyrrakvöld. Þessa mynd tók Friðþjófur
í keppninni. Stúlkurnar gefa sannarlega ekkert eftir!
Höldum þeim í skefjum
og vinnum svo heima
KR-ingar fara til keppni í Austurríki
NORÐMENN og Tékkar léku tvo
landsleiki í handknattleik um sið-
ustu helgi. Norðmenn unnu fyrri
leikinn með 17 mörkum gegn 16,
en seinni leikurinn varð jafntefli,
15—15. Norðmenn hafa þegar
hafið undirbúning liðs síns fyrir
Olympíuleikana 1976, og hafa
verió gerðar töluverðar breyt-
ingar á liðinu, frá því, sem verið
hefur. Koma nú inn í liðið nokkrir
ungir leikmenn sem þykja mjög
efnilegir, svo sem árangur liðsins
gegn Tékkum bendir Ijóslega til.
FRI þingar
á Akureyri
ÁRSÞING Frjálsíþróttasambands
tslands verður haldið nú um helg-
ina, og fer það fram á Akureyri.
Er þetta i fyrsta sinn, sem FRI
heldur ársþing sitt utan Reykja-
víkur, en kjörorð þingsins er efl-
ing frjálsra íþrótta á landsbyggð-
inni. Þingið hefst kl. 15.00 á
laugardag á Hótel KEA, en því
verður siðan fram haldið og lýkur
á sunnudaginn.
Á morgun fer svo fram úrslita-
leikurinn Ikarlaflokkií Reykjavik-
urmótinu. IS og Víkingur leika til
úrslita. Víkingur er núverandi
Reykjavíkurmeistari, sigraði IS I
mjög spennandi og jöfnum úr-
slitaleik í fyrra, sem stóð í um
tvær klukkustundir. Leikurinn á
morgun hefst kl. 14.00 í Iþrótta-
húsi Háskólans.
VESTUR-Þjóðverjar og Danir
léku tvo handknattleikslandsleiki
nú fyrir skömmu. Fór fyrri leik-
urinn fram f Danmörku 19.
nóvember og seinni leikurinn f
Kiel 20. nóvember. Þjóðverjarnir
unnu báða þessa leiki, en þeir
voru, ásamt tveimur landsleikj-
um við Júgóslava, fyrsta skrefið
við undirbúning landsliðsins
fyrir Olympfukeppnina 1976.
Hafa Þjóðverjarnir nú fengið
nýjan landsliðsþjálfara, Vlado
Stenzel frá Júgóslavfu, og binda
þeir við hann miklar vonir.
Lið Þjóðverja í leikjunum á
móti Rúmeníu og Danmörku var
M.FL.LIÐ KR f körfuknattleik
hélt utan f morgun. Liðið tekur
um helgina þátt f mjög sterku
móti í Dublin, en þaðan halda
KR-ingar til Austurríkis og Ieika
þar n.k. fimmtudag við U.B.S.C. f
skipaó öðrum leikmönnum en
þeim, sem mættu Islandi í keppn-
inni i Sviss á dögunum, en eins og
flestir muna vann tsland þar sinn
fyrsta sigur yfir V-Þjóðverjum:
Þjóðverjarnir stóðust Rúmen-
um ekki snúning. Töpuðu fyrri
leiknum 18—20 og þeim seinni
14—22, en hins vegar unnu þeir
báða leikina við Danmörku. Leik-
inn i Danmörku 13—11 og ieikinn
i Kiel 18—12.
I fyrri leik Þjóðverjanna og
Dananna skoruðu eftirtaldir
mörkin: Þýzkaland: Jiirgen Hahn
3, Joachim Deckarm 2, Horst
Spengler 2, Klaus Westebbe 2,
Evrópukeppni meistaraliða. Þetta
er leikur f 2. umferð keppninnar
en KR sat hjá f fyrstu umferð-
inni. Sfðari leikur liðanna verður
svo leikinn f Laugardalshöllinni
hinn 5. des. n.k.
Gerd Becker 1, Heiner Möller 1,
Kurt Kliinspies 1 og Peter Pickel
1. Fyrir Danmörku skoruðu:
Flemming Hansen 4, Bent Larsen
2, Lars Bock 1, Jörgen Heide-
mann 1, Thor Munkager 1, Ole
Eliasen 1 og Heine Sörensen 1.
1 seinni leiknum skoruðu fyrir
Þjóðverja: Deckarm 7, Möller 3,
Hahn 3, Spengler 2, Harbs 2 og
Pickel 1. Fyrir Dani: Sörensen 3,
Larsen 3, Eliasen 2, Fransen 1,
Lund 1, Bock 1 og Nielsen 1.
Eftir að Stenzel tók við þjálfun
þýzka liðsins ríkir þar mikill agi,
og til marks um hann má geta
þess, að þegar Þjóðverjarnir voru
í keppnisferð sinni til Rúmeniu
komu 14 leikmannanna fjórum
mínútum seinna heim á hótel sitt,
en Stenzel hafði skipað fyrir.
Kallaði hann þá alla á sinn fund,
hélt yfir þeim mikinn reiðilestur
og gerði fyrirliðann, Heiner Möll-
er, ábyrgan fyrir þvi, sem gerzt
hafði, og setti hann út úr liðinu í
næsta leik. Hlustaði þjálfarinn
ekkert á skýringar leikmannanna,
sem lent höfðu i deilum út af
reikningi á veitingastað.
I viðtali við þýzka blaðið Bild
sagði Möller, að þessi ákvörðun
þjálfarans hefði verið mikið áfall
fyrir sig, en hann skyldi sjá til
þess, að slíkt endurtæki sig ekki.
Og Stenzel sagði: Ég varð að refsa
Möller harólega. Ég vona bara, að
hinir leikmennirnir komi ekki
fyrirliða sínum í slíka aðstöðu
aftur.
Við spurðum Einar Bollason
þjálfara KR að þvi hvort það væri
ekki djarft teflt hjá þeim að fara
til Evrópuleiksins beint úr erfiðu
móti i Irlandi.
— Það má e.t.v. segja það, við
tókum líka heldur dræmt í það til
að byrja með, en írar voru
ákveðnir, og buðu okkur þannig
samninga, að við gátum ekki neit-
að. Við höfum tekið þátt I þessu
móti sl. 3 ár, en það er haldið til
minningar um efnilegasta körfu-
knattleiksmann, sem Irar hafa
átt, en hann dó mjög ungur. Mótið
núna verður mjög sterkt, t.d.
verður þarna auk meistara frá
Irlandi og Skotlandi eitt af bestu
liðum Englands, svo örugglega
verður við ramman reip að draga.
Við munum gera okkar besta
þarna án þess þó að hætta neinu
varðandi meiðsli o.þ.h.
— Ert þú bjartsýnn á leikina
við Austurríkismennina?
— Við vitum, að körfuknatt-
leikur er á mikilli uppleið í Aust-
urríki og áhugi fólksins er mikill.
Árangur bikarmeistara Austur-
ríkis i Evrópukeppni bikarmeist-
ara er ekki beint uppörvandi fyrir
okkur en þeir töpuðu naumlega
fyrir liði frá Israel, og ísrael
hefur löngum staðið framarlega.
Við munum þvi leggja á þaó
áherslu í leiknum ytra að reyna
að spila yfirvegað, og halda þeim í
hæfilegri fjarlægð, ætlum síðan
að vinna þá heima og komast þar
með í 3. umferð.
— Nú hefur verið rætt um það,
að KR-liðið sé slakara en i fyrra,
hvað vilt þú segja um það?
— Það er rétt, að tvo af lykil-
mönnum liðsins frá i fyrra vantar,
þá Guttorm og Hjört. Við höfum
fengið i þeirra stað tvo nýja
menn, þá Þröst Guðmundsson og
Braga Jónsson, og þeir eru sem
óðast að koma inn í leik liðsins.
Ég er á þvi, að KR-liðið verði mun
sterkara en í fyrra.
— Og þið vinnið þá væntanlega
Islandsmótið?
Framhald á bls. 24.
Cr landsleik Dana og Þjóðverja. Flemming Hansen reynir þarna langskot, en Kurt Kliinspies og Jiirgen
Hahn eru til varnar.
Þjóðverjar unnu Dani