Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 17 Sjálfvirk flugvél Þessi flugvél er algerlega sjálfvirk og er önnur Boeing-flugvélin að þessari gerð sem hefur verið smíðuð. Myndirnar voru teknar þegar vélin var prófuð í Edwards-flugstöðinni f Kalifornfu. Efri myndin sýnir vélina f rúmlega 50.000 feta hæð. Neðri myndin sýnir hana lenda. Noregur: Dregizt gæti að ákveða svæðin þar sem togveið- ar munu verða bannaðar Ný von fyrir sjóndapra? Kaupmannahöfn 21. nóvember. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. DANSKIR sykursýkissjúklingar með sjóntruflanir eygja ný nýjar vonir, þegar Jen Edmund, yfir- læknir við Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn, fær eftir 3—5 mánuði tækjabúnað til að beita alveg nýrri tækni við augnaupp- skurði, að því er segir i danska blaðinu Aktuelt. Edmund yfirlæknir hefur fyrst- ur danskra lækna tileinkað sér mjög merka uppskurðartækni, sem er frá Sviss komin. Hún gerir það meðal annars mögulegt að skera inn í glervökva augans. Læknirinn hefur fengið fjárveit- ingu frá Tuborg-sjóðnum að upp- hæð 150 þúsund danskar krónur til að Ríkisspítalinn geti fest kaup á þeim tækjum, sem þarf til. Þessi nýja uppskurðartækni felur i sér notkun smásjár með sjálfstýringu. Er henni komið fyrir uppi i lofti skurðstofunnar og hefur þvi læknirinn tök á að hreyfa sig að þörf kringum skurðarborðið. Hann stýrir tæk- inu með fótunum samtimis þvi sem hann sker í augað. I þessari nýju aðferð felst einn- ig, að notaður er millimetra þunn- ur hnífur, gerður eins og tvö- faldur sívalningur og með honum er unnt samtímis að skera, soga og skola og halda ákveðnum þrýstingi meðan á aðgerðinni stendur. Aktuelt segir, að sjálfsagt muni mörg hundruð manns njóta góðs af þessari nýju aðferð. Með henni er kleift að fjarlægja bólgnar æð- ar og bandvefsör í auga og veita auga, sem áður hefur ekki séð, nokkra sjón. Meðal þeirra, sem unnt verður að hjálpa með þess- ari aðferð, eru sykursýkissjúkl- ingar, sem hafa misst sjónina, þegar sjúkdómur þeirra hefur magnazt, segir í Aktuelt. Jörgen Harboe Hörður Þorleifsson, augnlækn- ir, sagði aðspurður um þessa nýju tækni, að hann hefði ekki um þetta heyrt fyrr og treysti sér ekki til að svara til um það á þessu stigi, hvað þarna væri fram komið. Hins vegar hefðu aðgerðir á glervökva verið gerðar árum saman og það væri þvl ekki nýtt I sjálfu sér. Hins vegar væri sú aðgerð ýmsum vandkvæðum bundin, m.a. þegar samgróningar væru milli glervökva og net- himnu. Ef til vill gæti þetta tæki, sem frá er sagt, auðveldað að skera þar á milli, og augljóst væri, að um nýtt og fullkomnara tæki væri að ræða, þvf að skipting á glervökva væri miklum erfið- leikum háð. Hörður sagðist ekki vita til, að glervökvaaðgerð hefði verið gerð hér á landi. Ósló 20. nóv. Ntb. ÞAÐ er hugsanlegt, að nokkur töf verði á þvf að ákveða svæði þau úti fyrir ströndum Norður- Noregs, þar sem togveiðar verða bannaðar, að þvf er Jens Evensen landhelgisráðherra hefur sagt f viðtali við NTB-fréttastofuna. Rfkisstjórnin hefur stefnt að þvf að koma upp þessum föstu svæð- Hagur Breta fari versnandi MJÖG uggvekjandi skýrsla varð- andi framtíð Breta hefur verið birt þar í landi og er spáð að i kringum 1980 verði meðalkjör í Bretlandi ekki betri en er nú á Spáni. Það er Hudson stofnunin sem hefur birt þessa skýrslu og er hún byggð á upplýsingum og töl- um, sem ekki hafa verið gerðar heyrum kunnar fyrri og sóttar hafa verið til ýmissa banka í Evrópu. Kemur þar fram af- dráttarlaus spá um að Bretland verði fátæka landið i samfélagi Evrópuþjóða innan fárra ára. 1 skýrslunni er stórlega dregið i efa að Bretar efnist svo að nokkru nemi af Norðursjávaroliunni, þrátt fyrir hugsanlega fleiri olíu- fundi þar, vegna þess hve rann- sóknir og vinnsla oliunnar verði geysilega kostnaðarsöm. Æ 47 FRETTIR IATA-fundur heldur áfram Genf 20. nóv. Reuter. FLUGFÉLÖG, sem halda uppi ferðum yfir Norðuratlantshafið, hófu i dag samningaviðræður að nýju um fargjöld á flugleiðinni fyrir næsta ár. Hlé hafði verið gert í fimm daga til að reyna að Verður bannað að gefa út dag- bækur Richards Crossmanns? London, 20. nóv. Reuter. DEILUR hafa risið f Bretlandi um dagbækur Richards Cross- manns, brezks stjórnmála- manns á vinstri væng Verka- mannaflokksins, sem mikill styrr stóð um f lifanda Iffi. Crossmann lézt úr krabbameini f aprfl sl. 66 ára að aldri. Ætl- unin var að gefa út dagbækur hans, en nú hefur Harold VVil- son forsætisráðherra lagt bann við útgáfu bókar þeirrar, þar sem sagt er frá ferli Cross- manns sem ráðherra á árunum 1964—1970. Búizt er við að auk þess að gefa innsýn f stjórnar- samstarfið á þessum tfma hafi bækur Crossmanns að geyma mjög hreinskilnislegar lýsing- ar á samstarfsmönnum hans og ýmsum embættismönnum. Innan Verkamannaflokksins hefur komið upp mikil óánægja vegna tafa þeirra sem hafa orðið á útgáfu dagbók- anna. Þá ber þess að geta, að Wilson hefur sjálfur gefið út frásögn frá þessum sömu árum og Crossmann lýsir í bókinni. Þá er Michael Foot, ráðherra f stjórn Wilsons einn af þeim sem hefur haft forgang um út- gáfuna. 1 formála að bókinni segir höfundurinn að með þvf að gefa hana út telji hann sig varpa Ijósi á ýmsa leynistaði f brezkum stjórnmálum. Fyrsta bindi dagbókanna af þremur átti að koma út f þessum mán- uði, en hafði áður verið kannað af embættismönnum stjórnar- innar. Eftir yfirlestur handrits- ins tjáði Sir John Hunt ráðu- neytisstjóri Foot að hann væri andvígur þvf að bókin yrði gef- in út f óbreyttri mynd. Harold Wilson kom til sögunnar þegar beint var þeirri fyrirspurn til hans á þinginu á hvaða for- sendu stjórnin hikaði við að leyfa útgáfu bókar þes-sarar. S.l. föstudag svaraði forsætis- ráðherrann þvf skriflega að frá- sagnir af rfkisstjórnarfundum væri bannað með lögum að birta áður en 30 ár væru liðin. Fyrrverandi ráðherrar hafa rétt til að skrifa persónulegar frásagnir, en þeir verða að af- henda handrit sfn til yfirvald- anna. Er þetta að sögn Wilsons ekki aðeins gert til að tryggja þjóðaröryggi, heldur einnig til að tryggja að fyrrver- andi ráðherrar misnotuðu ekki rétt sinn til að verja gerðir sín- ar að þvf marki sem gæti stefnt f hættu gagnkvæmu trausti sem á að rfkja innan stjórnar, eins og sagði f yfirlýsingu Wilsons. Þar kom fram að f dagbókunum væru mjög nákvæmar lýsingar og frásagnir frá rfkisstjórnar- fundum og þar kæmu fram ým- is trúnaðarmál, sem rangt væri gagnvart embættismönnum og ýmsum borgurum að segja frá. Sú klfpa sem umboðsmenn ekkju Crossmanns eru nú komnir f — þeir Michael Foot atvinnumálaráðherra og Graham C. Greene forstjóri út- gáfufélagsins, er hvort þeir eiga að gefa bókina út með þeim skilmálum sem settir eru, þ.e. að fella út ýmsa kafla, eða gefa bókina út óstytta og eiga yfir höfði sér málssókn. Greene sagði fyrir nokkru að viðræðum við fulltrúa ekkju Crossmanns væri haldið áfram og ógerningur væri að segja um, hvernig málin yrðu til lykta leidd en tilkynnt yrði jafnskjótt og eitthvað hefði verið afráðið. Crossmann þótti greindur maður með afbrigðum en sér- kennilegum um margt. Ein- hver lýsti honum svo fyrir nokkrum árum að „hann væri fljúgandi diskurinn f brezkum stjórnmálum, þess albúinn að fljúga f hvaða átt sem er.“ um frá og með 1. janúar 1975 en um nokkurra daga seinkun gæti orðið að ræða. Astæðan til þess er sá naumi tími, sem er til að ræða um ákvörðunina við önnur rfki. Auk þess eru nú sérfræðingar að kanna það f Noregi hvort nauð- synlegt sé að setja ný lög til að Noregur geti tekið sér vissa lög- sögu á þessu svæðum, sem mun verða fyrir utan landhelgislfnu. Evensen leggur á það áherzlu, að engin sérstök vandamál hafi skotið upp kollinum. Hann kom aftur til Noregs í dag eftir fundi I Póllandi og Austur-Þýzkalandi. Hann fer síðan fljótlega til Bret- lands og Vestur-Þýzkalands og síðan kemur röðin að Frökkum. Þann 9. desember kemur sjávar- útvegsráðherra Sovétríkjanna til Oslóar og verður mál þetta rætt á fundi hans og Evensen. Verðhækkanir í Austur-Evrópu SKYNDILEGAR verðhækkanir hafa orðið í ýmsum kommúnista- rikjum í Austur-Evrópu nú alveg nýverið, einkum í Ungverjalandi, Póllandi og i Rúmeníu. Fólk hef- ur hamstrað varning að undan- förnu og skortur er á ýmsum mat- vælum og hefur sykur algerlega horfið úr verzlunum. í flestum Austur-Evrópu rikjum hefur tek- izt um langa hríð að halda verð- lagi stöðugu með niðurgreiðslu- kerfi. Vegna olíukreppunnar hafa ríkisstjórnirnar i Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Júgóslaviu tilkynnt verðhækkan- ir á eldsneyti og matvörum. Rúmenia hafði hækkað verðlag fyrir nokkru. samræma mismunandi sjónarmið. Fulltrúar 29 flugfélaga hófu viðræður fyrir tveimur vikum um þetta efni og talsmaður IATA sagði í kvöld, að hann byggist við, að fundirnir myndu standa út alla þessa viku og kannski lengur. Danir kljást við Breta Kaupmannahöfn 21. nóv. NTB. SJÖMENN í Hanstholm ó vestur- strönd Jótlands ætla að krefjast verulegra skaðabóta af brezkum fyrirtækjum, sem eru að bora eftir oliu i Norðursjó. Það er for- maður Sjómannafélagsins í Hanstholm, sem skýrði frá þessu. Sagði hann, að úrgangur frá bor- turnunum hefði eyðilagt veiðar- færi fyrir fjölda báta og sundur- greining aflans hefði oft reynzt erfið vegna úrgangs í netunum. A fundi á morgun mun aðal- stjórn Sjómannasamtakanna i Danmörku taka afstöðu til þess, hvort hún styðji kröfuna. „Gaul” var ekki rænt af Rússum Hull 21. nóv. Reuter. RANNSÖKNARNEFND hefur vfsað á bug kenningum um, að brezkur togari, sem saknað er, hafi verið gripinn af njósnaskipi frá Sovétrfkjunum undan Norð- ur-Noregi. Komst rannsóknarnefndin að þeirri niðurstöðu, að togarinn, sem hét „Gaul“ hefði farizt með allri áhöfn í óveðri. Ættingjar skipverja höfðu stað- hæft, að Sovétmenn hefðu hertek- ið skipið og það væri enn ofan- sjávar. 1 skýrslunni segir, að ekkert bendi til annars en að skipið hefði lent i fárviðri og hvolft, án þess aö áhöfninni hefði gefizt tækifæri til að senda frá sér neyðarkall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.