Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974
"
Víg Gísla Súrssonar
Saga og sagnir
bæói með grjóti og vopnum, svo aó því fylgdi mikil
frægó. Nú hleypur að förunautur Eyjólfs einn og
mælti til Gísla: „Legg þú af við mig vopnin þau hin
góðu, er þú ber, og allt saman, og Auði kona þína.“
Gísli svarar: „Tak þú þá við ódeiglega, því að
hvorugt sæmir þér, vopnin þau, er ég hef átt, né svo
konan.“ Sá maður leggur til Gísla meö spjóti. En
Gísli heggur mót og spjótið af skaftinu, og verður
höggið svo mikið, að öxin hljóp í helluna og brestur
af hyrnan. Hann kastar þá öxinni, en grípur til
sverðsins og vegur með því, en hlífir sér með skildin-
um. Þeir sækja nú að rösklega, en hann verst vel og
drengilega. Gísli vó enn tvo menn, og eru nú fjórir
látnir. Eyjólfur bað þá sækja að sem karlmannlegast.
„Vér fáum hart af“, segir Eyjólfur, „en það væri
einskis vert, ef góð yrðu erfiðislaunin". Og er minnst
varir, vindur Gísli sér við og stekkur upp á hamar
þann, er heitir Einhamar. Þar snýst Gísli við og verst
þaðan. Þetta kom þeim að óvörum. Þykir þeim nú
mjög óhægjast sitt mál — mennirnir dauðir fjórir,
en þeir sárir og móðir. Verður nú hvíld á aðsókninni.
ÞáeggjarEyjólfur menn sína allfast og heitir þeim
miklum fríðindum, ef þeir næðu Gísla. Eyjólfur
hafði einvalalið með sér að hreysti og harðfengi.
Maður er nefndur Sveinn, er fyrstur réðst móti
Gísla. Gísli leggur til hans og klýfur hann í herðar
niður og fleygir honum ofan fyrir hamarinn. Nú
þykjast þeir ekki vita, hvar staðar næmu manndráp
þessa manns. Gísli mælti til Eyjólfs: „Það mundi ég
vilja, að þau þrjú hundruð silfurs, er þú hefur tekið
til höfuðs mér, hafir þú dýrast keypt. Og það mundi
ég vilja, að þú gæfir til þess önnur þrjú hundruð
silfurs, að við hefðum aldrei fundist, og muntu taka
svívirðing fyrir mannskaða.“ Nú leita þeir sér ráðs
og vilja ekki fyrir líf sitt frá hverfa. Sækja þeir nú að
honum tveggja vegna, og fylgja tveir Eyjólfi fremst-
ir, heitir annar Þórir, en hinn Þórður og eru frænd-
ur Eyjólfs. Þeir voru hinir mestu garpar. Og er
aðsóknin þá bæði hörð og áköf, og fá þeir nú komið á
hann sárum nokkrum með spjótalögum. En hann
verst með mikilli hreysti og drengskap; og fengu
þeir svo þungt af honum af grjóti og stórum höggum,
að enginn var ósár, er að honum sótti, því að Gísli var
ekki missfengur í höggum. Nú sækja þeir Eyjólfur
og frændur hans fast að. Þeir sáu, að þar lá við sæmd
þeirra og virðing. Leggja þeir þá til hans með
spjótum, svo að út falla iðrin. En hann sveipar að sér
iðrunum og skyrtunni og bindur að fyrir neðan með
reipinu .... Síöan hleypur hann ofan af hamrinum,
og keyrir sverðið í höfuð Þórði frænda Eyjólfs, og
klýfur hann allt til beltisstaðar; enda fellur Gísli á
hann ofan og er þegar örendur. En þeir voru allir
mjög sárir, förunautar Eyjólfs. Gísli lét líf sitt með
svo mörgum og stórum sárum, að furða þótti í vera.
Svo hafa þeir sagt, að hann hopaði aldrei, og ekki sáu
þeir, að högg hans væri minna hið síðasta en hið
fyrsta. Lýkur þar nú ævi Gísla, og er það alsagt, að
hann hafi hinn mesti hreystimaður verið, þó að hann
væri ekki í öllum hlutum gæfumaður. Nú draga þeir
hann ofan og taka af honum sverðið. Grafa þeir hann
þar í grjótinu og fara ofan til sjávar. Þá andaðist
hinn sjötti maður, að sjó niðri. Eyjólfur bauð Auói,
að hún færi með honum. En hún vildi ekki. Eftir
þetta fara þeir Eyjólfur heim í Otradal, og andaðist
þegar hina sömu nótt hinn sjöundi maður. En hinn
áttundi liggur í sárum tólf mánuði og fær bana. En
aðrir urðu heilir, þeir er sárir voru, og fengu þó
óvirðing. Og er það alsagt, að engin hafi hér frægari
vörn veitt verið af einum manni, svo að menn viti
með sannindum.
(Gísla saga Súrssonar, kap. 33—36).
ANNA FRA STORUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
Það, sern gerzt hafði í loftinu, var i stuttu máli á þessa leið:
Munkurinn var gamla siðmun trúr, ekki síður í gleðinni
en sorginni. Og fyrsta fullið helgaði hann Maríu sinni með
Jjví að syngja við raust þotta erindi:
Iírottning aðsta, dýr af ættum,
drottius móðir, nriyjfin góða
Mar/'ö skarmst, dyggða dýinst,
dáðaprýddust, full af náðum.
Vrittu niör, að pg vrrða mætti
vonarmaður, scrn allir aðrir,
frína mjúku miskunn leika,
mætnst brúður himna sætis.’)
Heimtaði hann af drengjunum, að þeir syngju með sér,
og gerðu þeir það, þótt ekki kynnu þeir erindið. Næst skenkti
hann á full Péturs postula, síðan st. Páls, st. Nikulásar, st.
Franciskusar, st. Þorláks, st. Ólafs o.s.frv., og söng vers fyrir
hverju minni, ýmist á islenzku eða latínu. En loks gerði
hann þá einkennilegu uppgötvun, að drengirnir sungu með
hontrm einungis á þann hátt, að þeir hermdu eftir honum.
Hann reiddist þó ekki, en tók drengina í faðm sér og steig
við þá dans um gólfið eftir hrynjanda háttanna og var hinn
kátasti. Út úr dansinum spunnust smám saman áflogin.
Anna brosti að ólátunum, lét siðari aftur hurðina og gekk
ofan. Þegar hún kom aftur í veizlusalinn, bað hún Stein á
Fit að finna sig, svo að lítið bæri á.
1) Eftir Jón Pálsson Maríuskáld (d. 147»).
Þegar þau voru orðin einsömul, spurði hún Stein, hvað
þeim bræðrunum bæri eða hefði borið svo til missættis, að
þeir mættu ekki sjá hvor annan.
„Ekkert,“ mælti Steinn. „Ekki nokkur skapaður hlutur.
Hallur lætur svona af því, að ég hefi ekki viljað verja lífi
mínu á sama hátt og hann. Ég var ekki gefinn fyrir þennan
munkalifnað, — að ganga berfættur og fasta þurrt fjórðapart
af árinu. Ég hefi alla ævi mína verið mesti matmaður. Og
svo vildi ég giftast, — fyrst ég gat fengið konu til að taka
mér. Og svo hefi ég, satt að segja, ekki getað stillt mig um
að henda gaman að ræflaskapnum hans. Hann hefir þótzt
standa mér langtum ofar, vera lærður maður og „heilagur11
maður, og ausið yfir mig latinu og guð veit hverju, en viljað
þó fá að éta hjá mér, þegar hann hefir ekkert annað haft.
Ég hefi sagt honum að lifa á latínunni. Og þegar siðaskiptin
komu, flýtti ég mér að verða lúterskur, til þess að losast því
fremur við ágengnina í honum. Og það hefir hrifið. Síðan
hefir Hallur ekki troðið mig um tær.“
„En ertu þá ófáanlegur til að gera það fyrir min orð að
sættast við hann, ef hann skyldi vinnast til sættanna?“ spurði
Anna.
„Nei-nei-nei-nei, mikil ósköp! Hvers vegna skyldi ég ekki
sættast við hann? Ég er í raun og veru ekkert ósáttur við
hann.“
Anna tók þá Stein í svefnloftið með sér.
Ofsakætin í loftinu sljákkaði nokkuð við það, að Anna kom
með Stein. Munkurinn og drengirnir hlupu sínir í hvert
me&Tnofgunkaffinu
Tækniþróunin í hænsna-
húsinu.
**)')'>>
"l| I II I
Nei, þetta er ekki for-
stjórinn, aðeins einn
deildarstjóranna.
Ég er tilbúinn að vinna
fram á nótt í kvöld —
það er saumaklúbbur
heima hjá mér . . .