Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1974 27 Brunatjóni afstýrt á Breiðuvíkurheimili Látrum, 20. nóv. KLUKKAN 10.30 f gærkvöldi varð þess vart á skólaheimilinu f Breiðuvfk, að kominn var upp eldur f hiöðunni, en skepnuhús öfl eru sambyggð henni og fyllt- ust þau fljótlega af reyk. Búpen- ingi, kúm og nokkrum hrútum, sem voru komnir á hús, var hleypt út. Sfmað var strax um sveitina eftir hjáip og slökkvi- liðið á Patreksfirði, en þangað er um 50 km frá Breiðuvík, var beðið að koma til hjálpar. ÖIl handslökkvitæki heimilisins voru tæmd á eldin. Ekki voru liðnar nema 15 min. frá því að heimilisfólkið hafði símað eftir hjálp uns fyrstu hjálp- armenn komu á staðinn og innan klukkustundar voru komnir 20 menn til hjálpar og meðal þeirra vinnuflokkur frá Rafmagns- veitum rikisins, sem nú er i ör- lygshöfn. Tókst nú brátt að ráða Framhald af bls. 23 Island leið undir lok i áranna rás, sem sjálfstætt lýðveldi, er það varð innlimað í ríkisheildina. En nafnið helst, og á þessu svæði eru afkomendur frumherjanna hvað f jölmennastir i Norður Ameríku. Þess má geta, til fróðleiks, að sextán fjölskyldur úr Húnavatns- sýslunni, sem þá var óskipt, voru í þessum hópi innflytjenda, sem að ofan greinir. Nokkrar þeirra áttu síðast heima hér í Miðfirðinum eða á Vatnsnesinu. I hópnum voru hjón frá þessum bæ, Kirkju- hvammi; hétu þau Rafn og Rósa, en Jón var föðurnafn beggja. Ekki er mér kunnugt um ætt- færslu þeirra, örlög eða afkom- endur, ef nokkrir voru. Þau eru fyrir löngu horfin yfir móðuna miklu, eins og allir hinir sem mynduðu landnámssögu Islend- inga fyrir vestan haf. Þess skal getið að þessar sveitir hafa átt, og eiga enn, atkvæða- menn í hópi Vestur tslendinga. Vil ég fyrstan nefna Asmund P. Jóhannsson, frá Húki. Hann var ekki aðeins frábær fjárafla- maður, en einnig einlægur Is- lands vinur, og lét ekki í þvf efni sitja við orðin tóm. Hann var einn helsti hvatamaður og stofnun kennaraembættis í lslenzku og ís- lenskum fræðum við Háskóla Manitobafylkis, en stór hópur ungmenna af ýmsum þjóðum leggur nú stund á íslensk fræði við þá stofnun. Þessu fyrirtæki til framdráttar lagði Ásmundur fram, sem fyrsta tillag í stofn- sjóðinn, upphæð sem nú mun samsvara fjögur hundruð þúsund íslenskum krónum. Minnugur heimasveitar sinnar, og frægasta sonar hennar, nefndi hann einn sona sinna Gretti, og hefir hann nú um fjölda ára verið aðal ræðis- maður tslands í Vestur Kanada. Þá er mér ljúft að nefna Arin- björn Sigurgeirsson Bardal, al- bróður karls á Bjargi, sem flestir hér munu kannast við. Um hann hefir verið sagt í gamni, að hann muni hafa ýtt undir fleiri Islendinga á leið þeirra yfir í annan heim en nokkur annar fs- lenskur maður. En hann var út- fararstjóri í Winnipeg um fjölda ára. En Arinbjarnar verður lengst minnst vegna þess að hann var félagsmaður mikill, einlægur kirkjuvinur, og eldheitur góð- templari. Hann var Stórtemplari í Winnipeg og Norðvesturlandi í fjöldamörg ár, og sat á allsherj arþingum góðtemplara í Frakk- landi, Englandi og á Norðurlönd- um. Aldrei dró hann dul á upp- runa sinn og þjóðerni. Bróðir hans, Páll, var einnig merkur at- hafnamaður. Afkomendur þeirra bræðra eru fjölmargir í Kanada, allt myndarlegt og vel- gefið fólk. Skylt er mér að minnast á þá við eldinn í hlöðunni. Var slökkvi- starfinu þannig hagað, að heyinu var mokað fram í fjósið, en þar var svo slökkt í með vatni. — Uti var nokkur strekkingur, 7 vind- stig, og varð því að gæta þess, að sem allra minnst opnaðist en veruleg glóð var i eldinum og því hætta á, að allt heyið mundi al- elda verða á svipstundu. — Þegar slökkviliðið kom var búið að ráða niðurlögum eldsins að heita mátti. En sú varúðarráðstöfun þótti sjálfsögð að hafa þar dælu slökkviliðsins f nótt er leið. Skemmdir í bruna þessum urðu frekar litlar á heyinu en um 800 hestar voru i hlöðunni og engar skemmdir urðu á fjósi og fjár- húsum. Fullvíst má telja, að þarna hefði orðið mikið tjón hefði eldsins ekki orðið svo fljótlega vart og vegna þess hve fljótt og vel var brugðist við til hjálpar. Eldsupp- presta vestanhafs, sem hingað eiga ættir að rekja. Þeir hafa allir verið mjög hæfir menn og sómi stéttarinnar. Ég hefi áður minnst á séra Jónas A. Sigurðsson frá Ásbjarnarnesi. Hann var eldheitur ættjarðarvinur, ræðu- skörungur og skáld gott. Hann hefir, m.a. ort áhrifamikið kvæði um Borgarvirki. Lætur hann virkið vera prédikunarstól, þar sem Drottinn sjálfur ávarpar þjóðina og hvetur hana til dáða og trúmennsku við sannleikann. Lokaerindin hljóða þannig: Er traustur sá hornsteinn sem heimsviskan leggur? Er hvelfing sú dýrðleg sem neitunin s^apar? Þótt rísi upp menningar ramm- gerður veggur oft riðar sú bygging, og musterið hrapar. — Þótt mannsandinn prédiki og prýðisvel er prestsstóll hans sannleikans Borgarvirki. Draumurinn rættist — frelsið fékkst — kraftaverkið gerðist, og er enn að gerast. Yður er öllum kunnugt um það kraftaverk sem ég á við, það hefir ekki aðeins gerst að yður ásjáandi þér eruð þátttakendur í þvf, þér hafið skapað nýja Island úr því gamla. Ég, sem hefi dvalist fjarri fóstur- jarðarströndum í meira en fimmtíu ár, get ekki orða bundist, er ég minnist þess sem var á minu æskuskeiði, og þess sem ég sé og heyri nú, heimkominn sem fram- andi maður. Að sjón yðar, sem ávallt hafið átt hér heima, fylgst með viðburðunum, og tekið þátt f þeim, er allt þetta sem nú sjáum vér hversdagslegt og sjálfsagt. En fyrir sjón minni blasa hér við undursamleg kraftaverk hvar sem liiið er. Leyfið mér að benda á nokkur þeirra. Fjar- lægðirnar, sem áður fyrr voru oft ógnvekjandi, hafa horf- ið með vegabótum og hrað- skreiðum farartækjum. Arnar, sem áður voru skæðir, og oft stórhættulegir farartálmar, á vissum tímum aðeins fa?rar fugl- inum fljúgandi, eru nú aðeins sem tilbreyting f landslagi þar sem þær lfða fram í farvegum sínum, beislaðar með steypu og stáli. Ævilangt strit, sem oft lagði vaska menn í gröfina langt um aldur fram, er nú úr sögunni, stórvirkar vinnuvélar afkasta meira á einni klukkustund en erfiði margra manna. Túnin eru ekki lengur kafþýfðir kragar i kringum þústir af moldarkofum, þau eru rennslétt, og töðufengur- inn margfaldur við það sem áður var, en bæirnir rúmgóðir, hlýir og bjartir, og búnir flestum þægind- um nútimans. Bóndinn þarf ekki lengur að óttast horfelli á búpen- tök eru ókunn. — Ekki er heldur hægt fram hjá þvi að fara, að færð er sem á sumardegi væri, en þess má geta, að um þetta leyti árs í fyrra var allt komið á kaf í fönn — og ófærð. Forstöðumaður Breiðuvíkur- heimilisins er Georg Gunnarsson, en bústjóri skólaheimilisins er Gísli Eyþórsson. — Þórður. Menntun í kjöt- iðnaði BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Félagi íslenskra kjöt- iðnaðarmanna: I tilefni af ráðstefnu E.V.F.I. og R.H. um matvælaeftirlit á íslandi vill stjórn F.Í.K. lýsa yfir ánægju ingi sínum, þótt Kári gnauði á þorranum og góunni; nú eru mörg úrræði þar sem áður voru engin nema harmur neyð. Nú þarf þjóðin ekki lengur að sæta úrskurði erlendra dómstóla í mál- um sinum, né fátæklingurinn að þola smán og missi almennra mannréttinda vegna fátæktar sinnar. Nú þurfa menn ekki leng- ur að standa niðurlútir með hatt i hönd, við búðardyr selstöðukaup- mannsins, milli vonar og ótta um það hvort þeir muni fá björg i bú. Nú á þjóðin sinn eigin skipastól á lofti og sjó, og verslun eigin búða. Nú standa skólar landsins öllum opnir sem vilja eða geta lært, verkleg eða bókleg fræði. Rúm- lega 50 árum áður en vesturferðir hófust, var efnilegur, en örsnauð- ur maður að alast upp hér í Hrúta- firðinum. Hann var mjög námfús, en allar leiðir til frama virtust lokaðar. Pappír var ekki til á heimilinu, og ekki einu sinni spjald og griffill. Sagt er að hann hafi fundið fuglsfjörður niðri i fjöru, gerði hann úr henni penna, og lærði síðan af sjálfum sér að skrifa á gamla hrosshausa i hag- anum, og önnur skinin bein. Þrátt fyrir þessa annmarka, varð þessi piltur um siðir merkur embættis- maður. Björn Gunnlaugsson, hinn þjóðkunni spekingur og vísinda- maður, lærði að reikna með þvi að skrifa tölur á moldarflög með smalaprikinu, og á snjóföl á svell um. Gera má ráð fyrir að tíu ung- menni hafi farið í súginn, á móti þessum tveim sem höfðu svo frá- bæran viljakraft. Mikill er sá munur. Það er dásamlegt að vera ungur á Islandi nútímans, og sjá opnar dyr á allar hliðar. Þjóðin er ekki lengur beygð af feimni og fásinni, en er frjálsmannleg og djörf. ísland stendur nú öðr.um þjóðum fyllilega jafnfætis, og jafnvel framar sumum nágranna- þjóðunum, um tæknilega þróun. Að öllu samanlögðu er það ljóst að tslendingar hafa aldrei, á ellefu alda sögu sinni, haft jafn- mikið handa á milli sem einmitt nú. Hvort þessi tímanlega vel- gengni og efnahagslega hagsæld hefir skapað samsvarandi lífs- gleði, hvort menn una glaðir við sitt, nú fremur en áður var, er nokkuð sem ég skal ekki dæma um. En eitt er víst: Þjóðin hefir aldrei haft meiri ástæðu en ein- mitt nú til að syngja af hrifningu: „Ég vil elska mitt land; ég vil efla þess hag, eg vil láta það sjá marg- an hamingjudag." Matthías orti hinn dásamlega lof söng: Ö, Guð vors lands, í tilefni af þúsund ára afmæli tslands byggðar. Væri hann uppi nú, myndi hann endursemja lofsöng- inn, og bæta við elleftu öldinni. Rimsnilld hans myndi enn njóta sín, og ekki yrði honum skota- skuld að flétta þessa nýliðnu öld við hinar tíu. Ég er viss um að efni lofgjörðarinnar mundi verða enn hið sama og fyrr. Hann myndi votta Drottni allsherjar, Guði vors lands, lofgjörð og þökk fyrir handleiðslu hans á landi og lýð, allar þessar aldir. Hann mundi sinni með þessa ráðstefnu og tel- ur að með henni sé stigið spor í rétta átt, en vill taka fram eftir- farandi: Meðlimum F.Í.K. var e.kki boðið skriflega á ráðstefnu þessa, hvorki sem áheyrnarfull- trúa né til fyrirlestrarhalds. Slik vinnubrögð harmar stjórn F.I.K. 1 fréttum fjölmiðla frá þessari ráðstefnu kemur fram að menntunarmál matvælaiðnaðar- ins hafi verið i mesta ólestri. Erfitt er að sjá hvernig margar matvælaiðngreinar geta axlað þá ábyrgð i heilsufarsmálum sem á þeim hvilir ef miðað er við kennslumagn í Iðnskólanum í Rvik t.d. í matvælafræðum. Þó ber að geta þess að kennsla í sérgreinum fyrir kjötiðnaðar- menn við Iðnskólann í Rvík hefur aukist all verulega og vænta má frekari þróunar i þá átt. Nú er það staðreynd að isl. kjötiðnaðar- menn hafa á liðnum árum verið sifellt á verði og reynt að bæta sér upp takmarkaða námsaðstöðu við Iðnskólann vegna skorts á kenn- urum i sérgreinum með þvi að halda námskeið og fengið þar til hina hæfustu menn erlenda og innlenda. Á árunum 1948 til 1971 biðja þess að hjá yður mætti ávallt verða gróandi þjóðlif með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut. Ég sé í fjarlægð fjöllin blána. Það eru fjöll framtíðarinnar. Ég sé í þeirn bláma farsældar, frelsis og framfara. Ég sé i þeim ræktar- semi við arf feðranna, og fullkom- ið traust til æskunnar sem á að erfa landið. Eg sé i þeim framrétt- ar hendur, báðum megin frá, yfir hafið, því að enn viljum vér ís- lendingar halda hópinn, þótt haf- ið skilji löndin. íslendingar vestan hafs biðja að heilsa, og óska landi og lýð bless- unar á þessum merku tímamót- um. „BLESSUÐ SÉRTU SVEITIN MlN SUMAR VETUR ÁR OG DAGA.“ Þú ættjarðar faðir, er fermdir minn anda í feðranna kirkju á öræfalandi — þótt ég sé hér manna sist vaxinn þeim vanda: I virki þíns sannleika gef að ég standi og veit mér að benda á þitt Borgarvirki, að bernskusveit mína og ættland þar styrki. Síðast, en ekki sist, nefni ég séra Jóhann Bjarnason, albróðir Tryggva, fyrrum alþingismanns, sem bjó hér á næsta bæ, um langt skeið. Séra Jóhann var gáfu- maður, ættjarðarvinur mikill og skörungur á alla lund. Hann var lengi embættismaður Hins evangeliska lútherska kirkjufé- lags Islendinga i Vesturheimi, áhrifamesta og viðtækasta félags- ins sem starfrækt hefir verið með Islendingum vestan hafs til þessa dags. Enda þótt afkomendur land- nemanna sem vestur fóru séu nú dreifðir um ómælisvídd Vestur- heims, og séu víða aðeins ensku- mælandi, er þó fjarri því að þeir séu horfnir i þjóðahafið. Þeir eru sér yfirleitt vel meðvitandi um uppruna sinn, og eru tengdir traustum tryggðaböndum sin á milli með ýmiss konar félagssam- tökum og bera mjög hlýjan hug til stofnþjóðar sinnar og ættlands, eins og dæmin sanna. Það er óhætt að fullyrða að Is- lendingar eru i góðu áliti meðal samborgara sinna vestan hafs. Ég hefi orðið þess var, er ég hefi ferðast um ókunnar sveitir, að íslendingurinn skipar oft leið- togastöðu í borg og bæ. Oft er hann skólastjórinn, læknirinn, lögmaðurinn eða borgarstjórinn. Mér hefir verið sagt að það sé oft á við gott meðmælabréf við um- sóknir um atvinnu, eða embætti að vera af íslenzku bergi brotinn. Ekki var þetta þó þannig frá upp- hafi. Á fyrstu árunum voru Is- lendingar í fremur litlu áliti vestra. Þeir þóttu sérkennilegir í háttum, einstaklingshyggjumenn miklir, en fákunnandi til verka, enda voru flest vinnubrögð þeim framandi í fyrstu. En þeir sóttu fram, og þeir sigruðu almennings- hafði félagið gott samstarf auk innlendra aðila við Teknologisk institut i Kaupmannahöfn og fékk frá þeim kennara og kennslu- gögn, þar á meðal lög og reglu- gerðir sem giltu í Danmörku á hverjum tima um isetningu hinna ýmsu efna. Vorið 1971 hélt félagið fjölmennt námskeið með þátt- takendum víðsvegar að af landinu í samráði við Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Iðnþróunarstofnun Islands. Þar var lögð megin áhersla á að kynna þátttakendum ný viðhorf um meðferð hinna ýmsu efna sem notuð eru í og við matvælaframleiðslu. Siðan höfum við notið ráðgjafar Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins um þau mál. En jafnframt teljum við þörf á aukinni fagmenntun. Vegna hrað- fara þróunar í iðninni bæði fyrir nema og sveina, teljum við það vænlegast til árangurs að það nám fari fram í sérstökum mat- vælaiðnskóla, sem auk þess að mennta nema héldi námskeið fyrir sveina. Stjórn F.I.K. er ávallt reiðu- búin til samstarfs með þeim aðil- um sem vilja vinna að framförum í matvælaiðnaói i landinu. álitið með heiðarlegri framkomu sinni, þrautseigju, dáðum og drengskap. Þannig lögðu þeir, eins og á annan hátt, grundvöll- inn undir framtíð og velgengni barna sinna. Þeir gleymdu aldrei aðalerindi sínu til Ameríku, „allt fyrir börnin“. Þótt þeir treguðu ættland og ástvini létu þeir ekki heimþrána lama framsóknarmátt sinn. Ávallt sáu þeir bláma fjar- lægra fjalla, en það voru fjöll hugsjónanna og hins fslenska manndóms sem jafnan ber sér vitni í háttum hæfra manna, og miðar til sigurs og sóma. III. Það kunna að virðast einkenni- legir duttlungar örlaganna, að einmitt á tímabilinu sem liðið er frá því er vesturferðir hófust, hefir þjóðlífið hér í landi tekið fullkomnum stakkaskiptum. Fljött á litið mætti ætla að það hafi orðið slík landhreinsun að vesturförunum, að fyrst þá er þeir voru horfnir hafi þjóðin vaknað af löngum dvala, og tekið stórkostlegan fjörkipi). En það voru margir lækir sem mynduðu þá elfu sem braut stíflurnar sem til þess tíma höfðu að mestu heft eðlilegar framfarir lands og þjóð- ar. Ef til vill voru vesturferðirnar einn þeirra litlu lækja. Forystu- menn þjóðarinnar voru auðvitað mjög mótfallnir Ameríkuferðum, sem þeir töldu að myndu leiða til landauðnar i sumum sveitum. Framsýnir leiðtogar töldu með réttu, að besta mótvægið gegn út flutningi væri það að bæta svo kjör fólksins að það hefði enga réttmæta ástæðu til að fara úr landi. Fyrsta skrefið í þá átt var auðvitað það, að herða á sjálf- stæðisbaráttunni, heimta full- komið frelsi úr höndum hins er- lenda kúgunarvalds. Auðvitað hafði lengi verið róið að þessu, en herraþjóðin var treg til samninga og hélt fast á móti. En um og eftir aldamótin síðustu kom fram á sviðið slík sveit forystumanna, að önnur slík hefir naumast sést áður í sögu landsins. Það er freist- andi að nefna nokkur nöfn f þess- ari sveit, svo sem Hannes Haf- stein, Björn Jónsson, Skúla Thor- oddsen, Valtý Guðmundsson, Tryggva Gunnarsson, Bjarna frá Vogi, og skáldið Benedikt Gröndal, þótt ekki væri hann neinn þjóðmálaskörungur. Hann hellti drjúgum úr hæðnisskálum sinum yfir allt sem var og hét Ameríka og vesturferðir, og vakti athygli alþjóðar á þessu mann- félagslega fyrirbrigði. Hann sagði t.d. eitt sinn: „Ef helmingur þjóðar um hafið vill halda, og heimili stofna um Vesturheims lönd. Hvað verður þá, og hvað mun því valda, að hjörtu vor stirðna og kúgast vor önd . . .?“ Þessir menn, og margir fleiri á þeirri tíð, voru stórbrotnir. Þeir hnakkrifust um flest milli himins og jarðar, eins og tslendingum er lagið, en voru sammála um aðeins eitt: ISLAND SKAL VERÐA FRJÁLST — ISLAND FYRIR IS- LENDINGA. — Enn viljum vér halda hópinn . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.