Morgunblaðið - 08.12.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.12.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 3 Dr. Joseph Sisco aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna Dr. Joseph John Sisco, aðstoðarutanrfkisráðherra Bandarfkjanna á stjórnmála- sviði, sem gistir Island á mánu- dag og þriðjudag, tðk við þvf embætti 19. febrúar sl. Fram til þess tfma hafði hann um 5 ára skeið verið aðstoðarutanrfkis- ráðherra með mál Austurlanda nær og SA-Asfu og þar á undan 4 ár með mái aiþjóðastofnana og samtaka. Joseph Sisco er fæddur í Chicago 31. október 1919 og er því 55 ára að aldri. Hann lauk háskólaprófi frá Knox College f Illinois 1941 með hæstu eink- unn og gekk þá í herinn, þar sem hann var foringi f fót- gönguliðinu. Eftir lok styrjaldarinnar tók hann aftur til við námið og lauk doktors- prófi í stjórnmálafræðum við Chicagoháskóla með sovézk málefni sem sérgrein. Dr. Sisco hóf störf í banda- ríska utanrfkisráðuneytinu 1951 og gekk 1956 f utanríkis- þjónustuna. Hann hefur verið stjórnmálalegur ráðgjafi bandarísku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum frá þvi 1961 og sat árið 1967 Alls- herjarþingið sem fulltrúi Bandaríkjanna, er sex daga strfðið geisaði. Þá hefur hann einnig verið fulltrúi Bandaríkj- anna hjá öryggisráðinu. 1960 fékk dr. Sisco æðstu starfsviðurkenningu utanrfkis- ráðuneytisins og 1966 var hann í hópi 10 manna, sem hlutu viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu rfkisins. 1971 fékk hann viðurkenningu Rocke- fellerstofnunarinnar á sömu forsendum. Dr. Sisco er kvænt- ur Jean Churchill Head og eiga þau hjónin tvær dætur, Carol og Jane. James L. Holloway III yfirflotaforingi JAMES L. Hoiloway III, yfir- flotaforingi Bandarfkjanna verður hér f heimsókn á mánu- dag og þriðiudag. Hann tók við stöðu sinni 1. júlf si. er fyrir- rennari hans, Elmo A. Sumwait flotaforingi, lét af störfum, en Holloway hafði þá um skeið verið aðstoðaryfirflotaforingi. Holloway yfirflotaforingi er 52 ára að aldri og á að baki glæsilegan feril innan flotans sem yfirmaður flestra mikil- vægustu deilda hans. Hann lauk prófi úr flotaforingjaskóla Bandaríkjanna í Annapolis árið 1942. Hann hefur m.a. verið yfirmaður 7. flota Bandaríkj- anna, aðstoðarflotaforingi Atlantshafsflotans, yfirmaður 6. flugmóðurskipadeildarinnar svo eitthvað sé talið. Hann tók þátt í heims- styrjöldinni síðari, bæði á At- lantshafi og Kyrrahafi, svo og Kóreustyrjöldinni og hefur ver- ið sæmdur fjölda heiðurs- merkja. Hann er kvæntur Dabney Rawlings og eiga þau tvær dætur. Mótmæla skerðingu á rétti landeigenda A aðalfundi Landeigendafélags Mosfellssveitar, sem haldinn var 19. október s.l., kom fram mikil gagnrýni á nokkur mál, sem verið hafa til meðferðar á Alþingi á undanförnum þingum, og ber þar einkum að nefna þingsályktunar- tillögu um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum og frum- varp til jarðalaga. Töldu fundarmenn, að þessi mál öll myndu skerða mjög rétt landeigenda, ef þau næðu fram að ganga í þvi formi, sem þau hefðu verið lögð fram. Sérstaklega væri með öllu ósæmilegt það mikla kapp, sem lagt væri á að skerða rétt landeigenda á meðan eigend- ur annarra eigna nytu réttar stjórnarskrárinnar. Fundurinn mótmælti harðlega þeim vatnsverndunarákvæðum, sem sett voru á stórt svæði i Mos- fellssveit árið 1968 og takmarka mjög umráðarétt landeigenda yfir eignum sínum. Víða á þessu svæði væru engin frambærileg rök fyrir þessum friðunaraðgerðum. Var skorað á félagsmálaráóu- neytið og hreppsnefnd Mosfells- hrepps að afnema nú þegar þess- ar hömlur, þar sem þær eiga alls ekki við. 50ára starfs- afmæli Gunnlaugur Jónsson, af- greiðslumaður hjá J. Þorláksson & Norðmann hf., hefur nú verið starfsmaður verzlunarinnar síðan 1924, er hann réðst þangað sem afgreiðslumaður 21 árs gamall. Þeir eru orðnir margir hús- byggjendurnir, sem „Laugi“ hef- ur afgreitt undanfarin 50 ár. Gunnlaugur hefur verið traustur og trúr starfsmaður og vinsæll af samstarfsfólki sínu. — h. Nýju viðarþiljurnar. A myndinni er hr. Lindhardt og starfstúlka hjá Völundi. Völundur hefur innflutn- ing á nýjum viðarþiljum TIMBURVERZLUNIN Völundur efndi nýiega til kynningar á nýrri tegund af viðarþiljum, sem nú eru að koma á markað hér. Þiljurnar eru japanskar, en Völ- undur hefur samvinnu við danska fyrirtækið Johs. Gram-Hansen um innflutning á þeim hingað, og er fulltrúi fyrirtækisins, Lind- hardt, nú staddur hér til að kynna þessa nýjung. Helztu viðartegundirnar eru teak, hnota, eik og gullálmur, og eru þær spónlagðar á krossvið. Þær eru auðveldar I uppsetningu, upplitast ekki af sólarljósi og er auðvelt að halda þeim hreinum. Verðið er lægra en á öðrum við- ar þiljum, sem hér hafa verið á markaði, og benti hr. Lindhardt á, að þiljurnar yrðu ódýrari þegar til lengdar léti en málaðir og veggfóðraðir veggir, þegar tekið er tillit til mikils viðhaldskostn- aðar á slíkum veggjum og ending- ar viðarþiljanna. Hr. Lindhardt skýrði frá því, að nú væri farið að nota krossvið í auknum mæli I alls konar innrétt- ingar, svo sem húsgögn, gólf og veggklæðningar, sérstaklega þar sem veggir eru ekki málaðir, heldur ábornir Pinotex og öðrum svipuðum efnum. Þessi kross- viður er mikið notaður víða er- lendis. Völundur flytur inn kross- við, sem er úr kvistlausum harð- viði og er hentugur í sumar- bústaði og hliðstæðar byggingar. Heiðruð eftir 40 óra starf 1 dag, sunnudaginn 8. desem- ber, halda íbúar Gerðahrepps samsæti fyrir hjónin Auði Tryggvadóttur og Björn Finn- bogason fyrrv. oddvita. Björn er fæddur I Gerðum 3. apríl 1903, sonur hjónanna Bjargar Björnsdóttur og Finn- boga G. Lárussonar, kaupmanns og útgerðarmanns, síðar á Búðum á Snæfellsnesi. Björn hóf fiskverkun f Gerðum 1929 og verzlun 1937 og siðan. Hann var kosinn í hreppsnefnd 1934 og oddviti 1938 þar til hann lét af störfum nú i sumar. Björn sat í stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga í 16 ár. Fálkaorð- unni hefur Björn verið sæmdur fyrir störf hans f þágu sveitar- stjórnar og atvinnumála. Auður er frá Skeggjastöðum f Garði. Þau hjónin eiga tvö börn, Björgu húsfrú og Finnboga odd- vita Gerðahrepps. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að heiðra Björn með því að gera hann að fyrsta heiðursborgara Gerðahrepps. Djorn þ ínnoogason Kanaríeyjar Brottför: 1 2. des. 1 5. des 1 9. des 26 des. 2. jan. •' 9. jan. 1 6 jan. 23. jan. 6 feb 13. feb. 27. feb. 6. marz 20. marz 27 marz 1 7. ma( 1. maf GAMBIU FERÐIR Brottför: 14. des. (jólaferð). 28. des. (nýársferð) 8. febr. 22. febr. 8. marz. 22. maí (páskaferð) Vikuferðirtil Kaupmannah.: 31. jan. „Exh. Building Products" 14. feb. „Scandinavia Men's Wear Fair" 3. mars „Shoe Fair Exh " „International boat show" 14. mars „19th Scandinavian Fashion Week '75" Flug, gisting og morgunverður 29.500 kr 2 vikur 1 9 dagar, aukaferð 3 vikur 3 vikur 2 vikur, aukaferð 2 vikur 4 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur Brottför 21. des. (jólaferð) 28. des. (nýarsferð) 25. japúar 22. febrúar 22. mars (páskaferð) KENYA 1 7 dagar viku Safari Vika við Indlan shaf 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks aðbúnaður Ferðaskrifstofan til Austurríkis 1 7 dg Brottför 28 des., 1 mars. Austurstræti 1 7. Símar 26611 og 20100 AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ A ISLANDI TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.