Morgunblaðið - 08.12.1974, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974
.
GLIT HP.
SKERJ SKAMMDEGINU °
' • " Mikilprýði utandyra viö
hátíöleg tækifæri svo sem
jól, afmæli. skírnir, bruðkaup
fermingar o.fl.
o
Tilvaliö á tröppur, í garöa,
viö hliö og þar sem fólk
vill hafa hlýlega birtu.
Vilja fleiri
friðlýst svæði
Stykkishólmi 25. 11. 1974
AÐALFUNDUR Utvegsmanna-
félags Snæfellsness var haldinn f
Röst Hellissandi um mánaða-
mótin okt—nóv. s.l. Voru á þeim
fundi rædd mál útvegsins á Snæ-
fellsnesi svo og horfur f þeim.
A fundinum voru samþykktar
ýmsar tillögur m.a. f friðunar-
málum, en þeim hlýtur í framtfð-
inni að verða mestur gaumur gef-
inn af fiskveiðiþjóð eins og ts-
lendingar eru.
Aðalfundurinn skorar á stjórn
L.t.U. að hún beiti sér fyrir því
við sjávarútvegsráðuneytið og
Hafrannsóknastofnun íslands, að
á þeirri vertíð, sem nú fer í hönd,
verði aukin friðlýst svæði um-
hverfis landið til hrygningar svo
sem gjört hefir verið við innan-
verðan Breiðafjörð. Þá vill Ut-
vegsmannafélagið ítreka fyrri
samþykktir sínar um að friðlýst
verði svæði í Faxaflóa innan línu
sem hugsast dregin frá Þormóðs-
skeri í Hellnanes. Þá skoraði aðal-
fundurinn á stjórn L.t.U. að beita
sér fyrir þvi, að orlofslögunum
verði breytt þannig, að orlofsfé
megi greiða beint til launþega,
eða að greiðslufyrirkomulag verði
á annan hátt en nú tíðkast, enda
hafi það reynzt illa.
Þá var lýst yfir stuðningi við
stjórnarvöld landsins um að færa
út landhelgi íslands í 200 mílur.
Vmsar aðrar ályktanir voru
gerðar.
Stjórn félagsins skipa nú Guð-
mundur Runólfsson, Grundar-
firði, Víglundur Jónsson, Ölafs-
vík, Hörður Sigurvinsson, Ölafs-
vík, Sævar Friðþjófsson, Rifi, og
Arni Helgason, Stykkishólmi.
Fréttaritari
Annað bindi Vísna-
safnsins er komið út
NÝLEGA hefur bókaútgáfan Ið-
unn sent frá sér annað bindi
Vísnasafnsins, en fyrsta bindi
þess kom út í fyrra og hlaut það
góðar undirtektir, að ákveðið
hefur verið að halda útgáfunni
áfram.
Visunum í báðum bindum
Vísnasafnsins hefur Sigurður
Jónsson frá Haukagili safnað, en
hann hefur safnað lausavísum um
langt skeið af mikilli elju, og er
safn hans orðið firnamikið að
vöxtum. A árunum 1959—1970
flutti Sigurður vísnaþætti í út-
varp og auðgaðist safn Sigurðar
þá að margri aðsendri vísu.
Vísurnar í þessum bókum eru að
langmestu leyti teknar upp úr
þessum útvarpsþáttum.
í þessu öðru bindi Vísnasafns-
ins eru yfir 700 vísur eftir nokkuð
á þriðja hundrað höfunda.
Foreldravandamálið, ný skáld-
saga eftir Þorstein Antonsson
KOMIN er út ný skáldsaga eftir
Þorstein Antonsson, sem nefnist
Foreldravandamálið. Er þetta
þriðja skáldsaga höfundar.
Um söguna segir m.a. i fréttatil-
kynningu frá útgáfunni, sem er
Iðunn:
„Foreldravandamálið er saga
ungs manns, sem uppgötvar með
óþægilegum hætti sannleikann
um uppruna sinn — og sjálfan
sig. Sögumaðurinn Teitur er ný-
stúdent af efnuðu fólki kominn,
framtíðin virðist blasa við honum.
En flókin keðja atburða sviptir
upploginni öryggishulunni af lífi
hans. Leið hans til sannleikans er
torsótt og liggur um refilstigu
lífslygi og spillingar.
Þetta er bók, sem kryfur sálar-
ástand nútímaunglingsins og sið-
ferðilega rotnun eldri kynslóðar-
innar af dirfsku og vægðarleysi.“
Vilja sljórnmálasamband við Albaníu
Á FUNDI, sem Menningartengsl
Albaníu og íslands héldu í tilefni
30 ára afmælis albanska alþýðu-
lýðveldisins, var samþykkt eftir-
farandi áskorun til ríkisstjórnar
Islands:
„Fundur á vegum Menningar-
tengsla Albaníu og íslands, hald-
inn 30. 11. 74 skorar á ríkis-
stjórn Islands að taka þegar í stað
upp stjórnmálasamband við Al-
þýðulýðveldið Albaníu.
Alþýðulýðveldið Albanía er eitt
af minnstu ríkjum Evrópu og hið
eina sem Island hefur ekki stjórn-
málasamskipti við. Að auki hefur
það sýnt sig, að Albanía hefur
verið rikja ötulast við að styðja
baráttu þjóða og smærri ríkja
gegn hvers kyns erlendri ásælni.
Engin rök mæla gegn því, að is-
land og Albanía hafi eðlileg milli-
ríkjasamskipti.“
Ný nefnd
Samgönguráðuneytið hefur
skipað nefnd til þess að athuga og
gera tillögur um úrbætur á vanda
þeirra aðila, sem stunda veitinga-
og gistihúsarekstur að vetrarlagi
JRorgnnblabUt
nUGIVSinGRR
«^-■»22480
utan mestu þéttbýlissvæða
landsins. Skal nefndin m.a. taka
til athugunar rekstarafkomu og
rekstrarfjárþörf þessara þjón-
ustuaðila yfir vetrarmánuðina,
ásamt leit að leiðum til bættrar
afkomu, enn fremur tillögur um
aðstoó hins opinbera, ef þess er
þörf, og samræmingu slíkrar að-
stoðar.
1 nefndinni eru Páll Pétursson,
alþingismaður, sem jafnframt er
formaður hannar; Kjartan Lárus-
son, viðskiptafræðingur; Lárus
Ottesen, framkvæmdastjóri; Sig-
tryggur Albertsson, hótelstjóri og
Tómas Sveinsson,' viðskiptafræð-
ingur.