Morgunblaðið - 24.01.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
5
Bergur Guðnason:
Viðbótarrittaun
Mikið fjaðrafok hefir orðið
vegna úthlutunar viðbótarrit-
launa til rithöfunda. Fokið hefur
aðallega I þá rithöfunda, sem
ekki fengu fjaðrir i sinn hatt. Þar
eð undirritaður átti sæti f hinni
„vondu“ úthlutunarnefnd, og
fram hafa komið missagnir og
misskilningur varðandi störf
nefndarinnar, tel ég mig knúinn
til að gefa skýringar á hinum
ýmsu þáttum, sem ættu að varpa
Ijósi á starfsaðstöðu og starfs-
hætti nefndarinnar. Athugasemd-
ir þessar eru persónulegar en
ekki gerðar af úthlutunarnefnd-
inni I heild.
1. Reglur um viðbótarritlaun,
þ.e. úthlutun þeirra, hafa verið
gefnar út af Menntamálaráðu-
neytinu undanfarin tvö ár. Ut-
hlutunarfjárhæðin, 12 milljónir
hvort ár, hefur verið á fjárlögum,
þar eð frumvarp um Launasjóð
rithöfunda hefur enn ekki verið
lagt fram á Alþingi. Frumvarp
þetta var fullsamið haustið 1973
af nefnd, sem til þess var skipuð.
Sömu nefnd var falið að semja
reglur um úthlutun fjárins (í frv.
kr. 21,7 millj.). Uthlutun við-
bótarritlauna i núverandi mynd
er því hreint neyðarúrræði meðan
beðið er eftir samþykkt ofan-
greinds frumvarps.
2. Sú þingsályktun, sem er
grundvöllur fjárveitingar á fjár-
lögum hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að leggja fyrir næsta
þing (’72—'73) tillögur um, að
fjárhæð, er nemi sem næst and-
virði söluskatts af bókum, renni
til rithöfunda og höfunda fræði-
rita sem viðbótarritlaun eftir
reglum, er samdar verði í samráði
við Rithöfundasamband Islands
og félög rithöfunda.”
a. Eins og fram kemur var gert
ráð fyrir endurgreiðslu söluskatts
af bókum. Nefnd var skipuð til
þess að ákvarða söluskattsupp-
hæðina. 1 áliti nefndarinnar dags.
19. des. 1972 kemur fram að af-
mörkun fjárhæðarinnar er erfið-
leikum bundin nema fram fari
könnun á heildarsölu bóka.
Nefndin studdist við bráðabirgða-
áætlun Framkvæmdastofnunar í
niðurstöðu sinni, sem var 21,7
milljón krónur miðað við árið
1972. Nefndin, sem falið var að
semja frumvarp í framhaldi af
þingsályktun og niðurstöðu sölu-
skattsathugunar, komst að þeirri
niðurstöðu að óheppilegt væri að
miða viðbótarritlaun við söluskatt
á hverju ári. Gerir hún því ráð
fyrir ákveðinni fjárhæð i frum-
varpinu (21,7 millj.), sem hækki
árlega eftir vissum reglum. Sam-
kvæmt þessu og því að viðbótar-
ritlaun eru nú veitt á fjárlögum
ætti að vera ljóst að sala einstakra
bóka hefur ekki áhrif á það hvort
höfundar þeirra fá viðbótarrit-
laun. Að áliti eins fremsta fræði-
manns þjóðarinnar á sviði lög-
fræði skapaði orðalag þingsálykt-
unarinnar um endurgreiðslu sölu-
skatts til höfunda ekki einstakl-
ingsbundna kröfu höfundar til
söluskatts af seldum bókum hans.
Allt tal manna um að einn höf-
undur eigi frekari rétt á viðbótar-
ritlaunum vegna þess aó bækur
hans seljast betur en annars höf-
undar er því misskilningur.
b. I þingsályktuninni kemur
skýrt fram að viðbótarritlaun
skuli renna til höfunda fræðirita.
Þeir, sem séð hafa ástæðu til
þess að skrifa í blöðin virðast
gleyma þessu. Þeir býsnast yfir
þvi, að sumir af þiggjendum við-
bótarritlauna séu með öllu
óþekktir og engin sala sé i bókum
þeirra. Ef listar yfir úthlutun við-
bótarritlauna 1973 og 1974 eru
skoðaðir af mönnum, sem ekki
eru blindaðir af „bókmenntum”,
má sjá nöfn ungra og efnilegra
fræðimanna, sem þar hafa féngið
sína fyrstu opinberu viðurkenn-
ingu. Menn mega ekki gleyma
þessu atriði i ofurkappinu.
3. Uthlutunarnefndin var skip-
uð 8. nóv. 1973 eftir tilnefningu. I
henni áttu sæti: Þorleifur Hauks-
son, lektor, samkvæmt tilnefn-
ingu kennara í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Islands,
formaður,Rannveig Ágústsdóttir
B.A., samkvæmt tilnefningu Rit-
höfundafélags Islands, og Bergur
Guðnason lögfræðingur, sam-
kvæmt tilnefningu Félags
islenskra rithöfunda. Nefndin
lauk störfum skömmu fyrir jólin
1973 eftir að hún hafði auglýst
eftir upplýsingum frá höfundum
um verk útgefin á árunum
1970—1972. Þessi úthlutun
markaðist af því, að viðbótarrit-
launum var þá úthlutað i fyrsta
skipti. Þannig þótti nefndinni
ekki stætt á öðru en að allir þeir
skáldjöfrar, sem nutu heiðurs-
launa alþingis, fengju viðbótar-
ritlaun, þó þvi aðeins að upplýs-
ingar bærust frá þeim. Að öðru
leyti reyndi nefndin að meta
upplýsingar frá höfundum eftir
bestu getu. Upplýsingar bárust
frá 121 höfundi, en úthlutun náði
aðeins til 54. Hér var því um mjög
vandasamt verkefni að ræða.
Varla gat farið hjá því að skoðan-
ir reyndust skiptar um niðurstöðu
nefndarinnar. Persónulega var ég
eftir atvikum ánægður með þann
einhug og hlutlægni sem ríkti i
nefndinni. Og auðvitað þurfti
gagnrýnin á störf nefndarinnar,
eins og alltaf hérlendis, að byrja á
orðinu: pólitik. Rauðliðar áttu að
hafa öll völd í þessari nefnd og
var þá átt við meðnefndarmenn
mína. Ég get fullvissað gagnrýn-
endur nefndarinnar um það að
hversu bágborið sem mat
nefndarmanna virðist, í þeirra
augum, á verðleikum höfunda, þá
var það alls ekki byggt á pólitik,
hvorki rauðri eða blárri. Nokkrir
höfundar, undir forustu Jóhanns
Hjálmarssonar, brugðu á leik, og
hófu rógsherferð á hendur nefnd-
inni. Var ölium vopnum beitt til
þess að gera nefndina tortryggi-
lega. Má nefna sem dæmi að
undirritaður var sakaður um að
hafa leikið handbolta og þar með
að sjálfsögðu talinn óhæfur tii
setu i nefndinni. Svo snjöll þóttu
rök þeirra fjórmenninganna, að
síðari gagnrýnendur á störf
nefndarinnar hafa séð ástæðu til
þess, að geta um þennan ann-
marka á undirrituðum.
Að lokum skal þess getið varð-
andi úthlutunina i fyrra að áóur-
nefndir fjórmenningar áttu það
allir sameiginlegt, utan einn, að
eiga ekki minnstu kröfu á að fylla
hóp þeirra, sem viðbótarritlaun
hlutu, ef þeir hefðu litið á málið
sömu augum og nefndin, þ.e. hlut-
laust. Þetta var félögum fjór-
menninganna svo ljóst, að stjórn
Félags islenskra rithöfunda lýsti
fyllstu trausti á störf nefndar-
innar. Læt ég svo útrætt um út-
hlutunina 1973.
4. Eins og ég vék að áður,
þurfti aftur að skipa úthlutunar-
nefnd 1974 vegna þess að laga-
frumvarpió um launasjóð rit-
höfunda hafði ekki hlotið þing-
lega meðferð. Sömu aðilar voru
skipaðir i nefndina eftir tilnefn-
ingu og árið áður. Vegna samruna
rithöfundafélaganna á árinu 1974
tilnefndi Rithöfundasamband Is-
lands tvo menn, þ.e. Rannveigu
Ágústsdóttur og undirritaðan. Ég
tel að þessi tilnefning sýni betur
en allt annað, að Uthlutunar-
nefndin 1973 vann verk sitt það
vel, að rithöfundum sjálfum þótti
ekki ástæða til mannaskipta i
nefndinni.
Nefndin var skipuð 21. nóv.
1974 og auglýsti hún eftir upplýs-
ingum frá höfundum samkvæmt
reglum menntamálaráðuneytisins
um viðbótrritlaun dags. 11. nóv.
1974. Að þessu sinni bárust 98
umsóknir en úthlutun náði aðeins
til 42. Starf nefndarinnar var því
jafnvandasamt og árið áður,
meirihluti rithöfunda og fræði-
manna hlaut að liggja utangarðs.
Uthlutun átti eingöngu að ná til
þeirra, sem höfðu gefið út eða
birt verk á árinu 1973 og sendu
nefndinni upplýsingar. Nefndin
hlaut að binda sig við þær reglur,
sem henni voru settar af ráðu-
neyti og þeir, sem gagnrýna störf
hennar ættu að kynna sér þær
reglur áður en þeir telja upp nöfn
manna, sem ekki hlutu viðbótar-
ritlaun.
5. Mig langar að vikja örlítið
aó grein Sveins Sæmundssonar,
sem birtist í Mbl. 16. janúar sl.,
eða öllu heldur örfáum atriðum
hennar.
Greinin er skilmerkilega
skrifuð, m.a.s. taldir upp „verð-
leikar” nefndarmanna í úthlut-
unarnefnd og auðvitað gleymir
Sveinn ekki handboltanum frekar
en „Jóhann” Helgi árið áður,
þegar hann dásamar undir-
ritaðan. Sveinn upplýsir í grein
sinni að nefndin hafi lesið 40 þús-
und síður á nokkrum dögum árið
1973 og sennilega þá 20—30 þús-
und síður núna á jólaföstunni. Ef
Sveinn heldur að nefndin vinni
svona er ekki undarlegt þó að
honum blöskri. Ég get fullvissað
Svein og aóra gagnrýnendur
nefndarinnar um að endanlegt
mat nefndarinnar á bókum
höfundanna var ekki byggt á
nokkurra daga gandreið yfir
bækur þeirra.
Sveinn segir að „snörp blaða-
skrif“ hafi orðið um úthlutunina
1973. Ef gönuhlaup áðurnefndra
fjórmenninga i Mbl. i fyrra voru
„snörp blaðaskrif” þá hefur það
farið framhjá mér. Ég leit á þau
skrif sömu augum og forystu-
menn rithöfunda gerðu, og taldi
þau ekki svaraverð. Þessir sömu
fjórmenningar voru þeir, sem
Sveinn kallar „nokkra rithöf-
unda“ og „brugðu á það ráð að
skrifa alþingi um málið og
krefjast leiðréttingar". Þau skrif
báru dómgreind og sjálfsgagnrýni
höfunda sinna dapurt vitni. Ut-
hlutunin 1973 heppnaðist reyndar
svo vel að nefndin var öll endur-
skipuð 1974, þrátt fyrir brambolt
fjórmenninganna. Aðrir sáu held-
ur ekki ástæðu til gagnrýni það
árið.
Sveinn telur að „særinga- og
galdramenn” hafi vakið nefndina
upp frá dauða til þess að úthluta
aftur árið 1974 og sé nefndin þvi
„afturgengin”. Auk þess hafi
nefndin starfað án umboðs þetta
árið vegna breytinga á félags-
málum rithöfunda. Mér er ljúft að
benda Sveini á hina fjölkunnugu
menn i stjórn Rithöfundasam-
bands Islands. Þeir bera ábyrgð á
hinni afturgengnu úthlutunar-
nefnd. Annars finnst mér, að
Sveinn, verandi félagi í áður-
nefndu sambandi, ætti að vita
hvert hlutverk þess er. 1 stuttu
máli ætti Sveinn að iesa út-
hlutunarréglur fyrir árið 1974, en
þar segir að Rithöfundasamband
Islands skuli tilnefna tvo
nefndarmenn í úthlutunarnefnd-
ina. Þetta gerði sambandið og
Framhald á bls. 23
afsláttur
FRAM TIL MÁNAÐAMÓTA
Allt nýjar og stór-
glæsilegar vörur
N<Tjar vörur teknar
urn> oft í viku
NYKOMIÐ
□ MIKIÐ ÚRVAL AF RIFFLUÐUM
FLAUELISBUXUM OG DEMIM
BUXUM — UFO — UFO — UFO
I TERELYNE & ULLARBUXUR í MÖRGUM SNIÐUM
OG MJOG FJOLBREYTTU LITAÚRVALI.
["] MIDI PILS FLAUELISKÁPUR
□ FÍN FLAUELIS HERRAJAKKAR
□ MJÖG FALLEGIR „VELOUR“ BOLIR
HERRASKYRTUR □ KVENKULDAJAKKAR
KVENSTÍGVÉL SEM ALLAR BÍÐA EFTIR
L7o(DíC
LÆKJARGOTU 2 SÍMI 21800