Morgunblaðið - 24.01.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
15
Norðmenn vænta vaxandi
ágreinings um Svalbarða
með aukinni nýtíngu auðlinda þar
FRAM kemur f fréttabréfi frá
norska utanríkisráðuneytinu, að
norskum stjórnvöldum er f mun,
að aukin efnahagsleg starfsemi
og nýting auðlinda á Svaibarða
Brlissel, 23. jan. REUTER.
FRÁ ÞVl var skýrt I dag af hálfu
Efnahagsbandalags Evrópu, að
ákveðið hefði verið að greiða 100
milljón dollara til aðstoðar fátæk-
ustu vanþróuðu rikjunum og
þeirra, sem harðast hefðu orðið
úti af völdum olíukreppunnar. Að
þessari upphæð meðtalinni veitir
bandalagið löndum þessum 500
milljón dollara aukaaðstoð, að því
er utanrlkisráðherra Irlands,
Garrett Fitzgerald, upplýsti f dag,
að loknum fundi þróunarmála-
ráðherra EBE rikjanna.
45létust
í eldi í
Manilla
Manilla, Filippseyjum,
23. jan. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti fjörutíu og
fimm manns, flest ungar stúlkur,
iétust f eldsvoða sem kom upp I
morgun I stórri byggingu í út-
hverfi Manilla, þar sem skóli var
m.a. til húsa. Lögreglan telur að
um íkveikju hafi verið að ræða og
gaf f skyn að maður scm bjó í
húsinu lægi undir grun.
Margar stúlknanna lokuðust
inni í brennandi húsinu, en aðrar
reyndu að stökkva út um glugga
og slösuðust sumar alvarlega.
fari vel og skipulega fram, að
lýðræði verði ríkjandi f stjórn
staðarmála þar og að lögð verði
áherzla á umhverfisvernd sam-
fara aukinni starfsemi og vaxandi
Þriðjungur ofangreindrar upp-
hæðar greiðist beint I neyðarsjóð
Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar
fátækustu ríkjunum, en tveir
þriðju verða látnir í té beint.
Bandalagið hafði sl. ár heitið
því að greiða 500 millj. dollara til
neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna,
sem gert er ráð fyrir að nemi
samtals 3000 millj. dollurum. Með
þessari nýju greiðslu er við þá
skuldbindingu staðið, að sögn
starfsmanna EBE, og er nú komið
að öðrum auðugum iðnríkjum,
þar á meðal Bandaríkjunum, og
olíuframleiðslurikjunum, að
standa við sínar skuldbindingar.
Nokkur ágreiningur varð um
hvort telja skyldi innan þessarar
skuldbindingar EBE bein fram-
lög einstakra aðildarríkja í sjóð-
inn, en þau nema nú um 200
milljónum dollara. Þar fyrir utan
hefur bandalagið heitið að leggja
fram 50 milljón dala virði i mat-
vælum.
ferðamannastraumi. Sömuleiðis
er ljóst, að þau gera ráð fyrir
vaxandi ágreiningi um yfirráð
þeirra á Svalbarða með aukinni
nýtingu auðlinda þar um slóðir.
I fréttabréfinu segir m.a.: Norð-
menn hafa því mikilvæga hlut-
verki að gegna aó sjá um, að vax-
andi auðlindavinnsla og efnahags-
leg starfsemi á Svalbarða
(Spitzbergen) fari vel fram og í
samræmi við skilmála Svalbarða-
samningsins. Samkvæmt samn-
ingnum hafa Norðmenn yfirráð
yfir eyjaklasanum með tilteknum
takmörkunum. Jafnframt þarf að
gæta þess, að starfsemi þar gangi
ekki hraðar fyrir sig en svo, að
unnt sé að forðast hvers konar
spillingu náttúrulegs umhverfis
eyjaklasans. Verið er að vinna að
nýjum reglugerðum með það í
huga að koma i veg fyrir óæski-
lega starfsemi að þvi er fram
kemur í skýrslu norsku stjórnar-
innar um framtíðarstefnu hennar
viðkomandi Svalbarða. Stjórnin
hyggst hafa hönd i bagga með
hvers konar norskri starfsemi
með þvi að setja tiltekin skilyrði
fyrir fjárhagslegum stuðningi af
hálfu ríkisins og með því að láta
ríkið eiga hlutabréf i einkafyrir-
tækjum, sem hyggja á starfsemi á
eyjunum.
í skýrslunni kemur fram, að
fjárfesta þurfi 500 milljónir n. kr.
til nýtingar nýrrar, ábatavænlegr-
ar kolanámu við Sveanámurnar.
Fyrir utan vaxandi náma-
vinnslu og olíuvinnslu er búizt
við vaxandi ferðamannastraumi,
sérstaklega þegar komið hefur
verið á flugferðum til Svalbarða
allan ársins hring. Þá gerir
norska stjórnin ráð fyrir, að á
Svalbarða verði lýðræðislegt
stjórnarfar, sem líkast því sem
gerist i Noregi.
Tekið er fram, að búast megi
við áframhaldandi skoðana-
ágreiningi Norðmanna og Sovét-
manna varðandi yfirráð Norð-
manna yfir eyjunum og einnig
megi búast við vaxandi ágreiningi
við önnur riki eftir því sem auð-
lindanýting eykst. Lausn slíkra
ágreiningsmála verður að mati
stjórnarinnar að byggja á grund-
vallarreglum um jöfn réttindi
allra þeirra aðila, sem hlut eiga að
Svalbarðasamningnum.
EBE framlag tíl
fátækustu ríkjanna
Skortur á neyzluvatni fyrir-
sjáanlegur um aldamót
Amsterdam, 23. jan. ReUter
UM þessar mundir stendur yfir
i Amsterdam alþjóðleg ráð-
stefna um skort og nýtingu
neyzluvatns I heiminum. Er
hún haldin á vegum Alþjóða
heilbrigðismálastofnunar Sam-
einuðu Þjóðanna — WHO.
Einn af helztu sérfræðingum á
þessari ráðstefnu, HoIIending-
urinn Cees Zoeteman, heldur
því fram, að í lok þessarar ald-
ar muni mannkynið standa
andspænis alvarlegum skorti á
drykkjarvatni, sakir vaxandi
iðnvæðingar og hinnar öru
mannfjölgunar f vanþróuðum
rikjum. Segir Zoeteman, að
þegar búi um 1300 milljónir
manna, aðallega í vanþróuðu
rfkjunum, við vatnsskort og
vfsindamenn hafi vaxandi
áhyggjur af þvf, hverjar afleið-
ingar það muni hafa fyrir
heilsufar jarðarbúa að nota
hreinsað skólp og frárennslis-
vatn úr iðnverum. Hefur Zoete-
man hvatt til þess að unnið
verði að gerð öflugri hreinsi-
tækja og gagnger rannsókn
verði gerð á þcim efnum f
drykkjarvatni, sem orsaka
kunni krabbamein og eitranir
ýmiss konar.
Hættuna í vanþróuðu ríkjun-
um segir Zoeteman fyrst og
fremst stafa af hinni geysiöru
mannfjölgun. Hún hafi i för
með sér vaxandi likur á því, að
veirur og sýklar í neyzluvatni
valdi farsóttum og öðrum sjúk-
dómum. ’í iðnríkjunum stafi
fólki hins vegar mest hætta af
þeim fjölmörgu efnum i
drykkjarvatni, sem valdió geti
krabbameini og annarri ban-
vænni óáran. Hann segir, að
auðugri iðnþjóðir hafi tök á að
hreinsa drykkjarvatn í vaxandi
mæli en slík hreinsun krefjist
mikillar orku og sé kostnaðar-
meiri en svo, að vanþróuðu rík-
in fái við ráðið.
„Við skortinum á drykkjar-
vatni getum við ekki svo ýkja
mikið gert I sjálfu sér, segir
Zoeteman, •— við verðum því að
leggja alla áherzlu á að hreinsa
vatnið svo vel að við losnum við
veirur og snikjudýr, sem valdið
geta farsóttum."
Vandamálið, sem hér er við
að etja, lýsir sér vel á landbún-
aðarsvæðum Indlands; á
þurrkatímum þar byggjast
vatnsbirgðir næstum eingöngu
á hreinsuðu skolpvatni frá
Nýju Delhi. Og samkvæmt nýj-
um skýrslum er ástandið þann-
ig í ánni Thames, nokkra kíló-
metra fyrir ofan miðborg
Lundúna, að 40% vatnsmagns-
ins er skolpvatn og afrennslis-
vatn frá iðnverum.
Að sögn dr. Zoetemans gera
sérfræðingar sér enn ekki ljóst,
hver verða muni frambúðar-
áhrif þeirra þúsunda efna, sem
dælt er JJljót og vötn frá ýmiss
konar verksmiðjum. Þessi efni
gætu sameinazt og myndað nýj-
ar efnasamsetningar, kannski
illvióráðanlegar og eitraðar. Sá
tími kann að koma, segir Zoete-
man, að við mengunarvalda
þessa verði ekki ráðið með
þeim aðferóum, sem nú eru
þekktar.
1 nýlegrl skýrslu um vatns-
málin f New Orleans én þar er
neyzluvatn fengið úr
Mississippifljóti, — er látið að
því liggja að vaxandi tíðni lifr-
arkrabba megi rekja til efna i
því.
Zoeteman segir, að íbúar iðn-
ríkja geri sér yfirleitt ekki
grein fyrir að hve miklu leyti
neyzluvatn sé fengið úr hreins-
uðu skolpvatni og frárennslis-
vatni — en það sé verulegur
hluti drykkjarvatns i Bretlandi,
Þýzkalandi og Hollandi svo
nokkur dæmi séu nefnd.
Stylianos Pattakos, fyrrverandi innanríkisráðherra
Grikklands og helztur samstarfsmaður Georges
Papadopoulosar yfirmanns herforingjastjórnarinn-
ar, sést hér koma til fangelsis í Aþenu, þar sem hann
situr nú. Ráðherrann situr i aftursæti bílsins (t.h. á
myndinni).
Isabel hættir ekki
Buenos Aires, 23. jan. Reuter.
EINN nánasti samstarfs-
maður Isabel Peron Argen-
tínuforseta bar í dag til
baka fregnir sem flogið
höfðu fyrir um að hún
ætlaði að segja af sér for-
setaembættinu, að minnsta
kosti um stundarsakir. Var
tilkynningin birt í tveimur
argentínskum fréttastofn-
unum og sagt að þessi orð-
rómur styddist ekki við
nein rök.
Isabel Peron tók við
starfi forseta að Juan
Peron eiginmanni sínum
látnum, í júlí sl. Mjög
róstusamt hefur verið í
Argentínu síðustu mánuði
og margir talið aó Isabel
Peron hefði ekki tekizt að
vinna sér það traust og þá
lýðhylli sem dygði til að
koma á kyrrð og stöðug-
leika í landinu.
Viö bjóöum gestum okkar úrval rétta, allt
frá heitum samlokum upp í stórar steikur.
Einnig eru á boöstólum súpur, forréttir,
eftirréttir, kaffi og meö þvi, aö ógleymdum
rétti dagsins hverju sinni.
Allt þetta sem viö bjóöum upp á, hefur
eitt sameiginlegt, og þaö er verðið, þaö er
eins lágt og hægt er aö hafa þaö.
Opið frá kl. 08.00 til 22.00 alla daga.
ttHOTI
nl:
Suðurlandsbraut 2 Reykjavik. Sími 82200
Hótel Esja, heimiliþeirra er Reykjavik gista