Morgunblaðið - 24.01.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
IGLUGG
Börnin fá eitthvað við sitt hæfi þar sem er Fjölleikahús Billys Smarts með fíla slna, trúða og fleira góðgæti.
í HVAÐ EB AÐ SJA?
Dagskrá sjónvarpsins í síðast-
liðinni viku verður kannski eftir-
minnilegust fyrir þá sök að við
fengum þá að sjá frumraun ungs
Islendings í kvikmyndinni Vinur
minn, Jónatan. Höfundur hennar
er Ágúst Guðmundsson, sem nem-
ur kvikmyndagerð úti í Bretlandi
þessa stundina, sendi þaðan Bret-
landspistia til útvarpsins ef ég
man rétt og þótti upprennandi
leikari hér heima f þann mund
sem hann hélt utan til náms.
Kvikmynd þessi var þáttur í námi
Ágústs að ég held og gerð að
frumkvæði skólans. Ágúst
annaðist allt í senn — leikstjórn,
töku og klippingu og efnið sótti
hann meira að segja í eigin smá-
sögu.
Það vakti kannski helzt athygli
manns við þessa mynd hversu
ótrúlega brezk hún var að öllu
yfirbragði; stemmningin var
ísmeygilega kfmin og töluverð til-
breyting frá þvf þungbrýna
norræna alvöruviðmóti sem við
eigum oftast að venjast. Sögu-
þráðurinn var ekki ósmellinn —
„þorpsundrið“, hæfileikapiltur-
inn sem er flest til lista lagt en
dregur sig inn f skel sfna þjak-
aður af sálarflækjum út af
reynsluleysi f amors lystisemdum
og hefur ekki annað samband við
umheiminn en f formi bréflegra
tilvitnana f Zaraþústra.
Myndin fer vel af stað og Ágúst
virðist furðu agaður í vinnu-
brögðum, kvikmyndataka og
kiipping er yfirleitt yfirlætislaus
en þó án verulegra tilþrifa. Þrír
piltar, sennilega skólabræður
Ágústs, leika vini Jónatans og
bregða oft skemmtilega á leik.
Lýtalaus er myndin þó engan veg-
inn. Ágúst heldur sfnu striki
fram yfir miðbik myndarinnar en
þá fer að sfga á ógæfuhliðina og
hann virðist missa tökin á efninu.
Heimsókn vinanna til grasekkj-
unnar veraldarvönu er illa unnin
af hendi Ágústs, bæði er textinn
alltof háfleygur og langdreginn
og atriðið all greypilega ofleikið
af leikkonunni sem með hlut-
verkið fer. Um þetta leyti er
áhorfandinn einnig farinn að
þreytast dálftið á spakmælum
hins persneska vitrings sem fjar-
lægist kjarna meinsins eftir þvf
sem á Ifður og undir lokin flippar
Ágúst hreinlega út í atriðinu þar
sem klerkurinn dansar eftir skóg-
arstfgnum með fiðlu sína — það
kemur eins og skrattinn úr
sauðarleggnum í samanburði við
allt sem á undan er gengið.
Samt sem áður segir mér svo
hugur um, að töluverðs megi
vænta af Ágústi f framtfðinni.
Hann virðist hafa að mörgu leyti
traustari bókmenntalegan bak-
hjarl en ýmsir hérlendir kvik-
myndagerðarmenn af yngri kyn-
slóð, sem eru fyrst og fremst
uppteknir af tæknimöguleikum
kvikmyndarinnar en hafa litla til-
finningu fyrir efnisinntakinu.
Ágúst mætti aftur á móti jafnvel
huga betur að myndmáli kvik-
myndarinnar — að minnsta kosti
á ég alltaf svolftið erfitt með að
sætta mig við að kvikmynd eigi
allt undir sögumanni f bakgrunn-
inum komið. Fordæmi eru að vísu
fyrir slíku t.d. hafa Losey og
Pinter iðulega þennan háttinn á
og eins Bergman nú f seinni tfð
en varla í eins rfkum mæli og
Ágúst. Hins vegar er sem ég sjái
þá John Ford og Dudley Nochols
hafa farið að á þennan hátt.
„Látið myndina tala,“ var þeirra
boðorð.
Agætt dæmi um vinnubrögð af
því tagi eru Vesturfarar Jan
Troell, þar sem hvert skot segir
sfna sögu og allur texti er mynd-
inni til stuðnings. Fer varla á
milli mála, að Vesturfararnir eru
eitthvert bezta efni sem sjón-
varpið hefur lagt okkur til frá
öndverðu. Ánnað gott dæmi um
tæknilega fullkomnun gaf að lfta
f Önnu Kareninu hans Clarence
Brown. á laugardaginn. Það var
töluverður viðburður að sjá Gretu
Garbo f fyrsta sinn f sjónvarpi
enda ekki langt sfðan að MGM-
kvikmyndafyrirtækið fór á haus-
inn og nýir eigendur létu þar með
af þeirri meinloku að banna sýn-
ingar á gömlum myndum félags-
ins f sjónvarpi. En um leið var
myndin ágætt dæmi um það
hvernig Hollywood misþyrmdi
iðulega fagurbókmenntum þeim
sem hún leitaði fanga f og býst ég
við að flestir þeir sem þekkja
sögu Tolstoy hafi þótt hún taki á
sig lítilfjörlega mynd í þessari
útgáfu.
— bvs.
Sunnudaginn 26. janúar verður
frumsýnd kvikmyndin Lffsmark
sem þeir Þorsteinn Jónsson og
Ólafur Haukur Sfmonarson hafa
gert. Er þetta þriðja myndin, sem
þeir félagar gera fyrir sjónvarpið
og sem kunnugt er varS fyrsta
myndin um menningarneyslu I
sjávarþorpi afar umdeild.
„f þessari mynd er lýst Iffi og
viShorfum ungs fólks, sem kærir
sig ekki um aS lifa innan kerfisins,
ef svo má segja og hefur flúið
borgina," sagSi Þorsteinn I sam-
tali við okkur. „Þetta unga fólk
býr nú I kommúnu upp f sveit, lifir
þar af gerS leSurmuna, sem þaS
selur I borginni. Myndin er þannig
byggð upp, að brugðiS er upp
myndum af llfi þessa fólks og
starfi ásamt viStölum þar sem
fólkið lýsir viðhorfum sfnum til
hins borgaralega Iffs og hvers það
leitar sjálft! Iffinu."
Að sögn Þorsteins er Lffsmark
hálftima mynd en á eftir verSur
umræða um efni myndarinnar, þar
sem koma fram fálagsfræðingur,
fulltrúar tveggja kynslóða ásamt
stjórnandanum dr. Kjartani
Jóhannssyni. „Ég á ekki von á þvf
að þessi mynd valdi viðlika fjaðra-
foki og fyrsta myndin okkar, en
vafalaust verða einhver viðbrögð
við henni. Þarna er lýst skoðun-
um, sem hvergi hafa fengið að
koma fram án þess að formerki
séu gefin. Ég held engu síður, að
allur þorri fólks hafi gott af þvi að
hlusta á þau sjónarmið sem i
myndinni birtast — ég er ekki að
segja að þessi sjónarmið séu öll
sönn og rétt, en fólk getur íhugað
þau í góðu tómi, því að þetta
málefni er vissulega tengt kyn-
slóðabilinu margumtalaða," sagði
Þorsteinn ennfremur.
Á þriðjudagskvöld kl. 20.35
hefst fyrsti þátturinn af fjórum i
nýrri italskri framhaldsmynd —
Dagbók skólakennara. Er myndin
byggð á sögu eftir Albino Bernar-
dini en á þeim höfundi þekkjum
við að öðru leyti hvorki sporð né
höfuð. Aftur á móti voru þær upp-
lýsingar handbærar hjá sjónvarp-
inu, að sagan gerðist i hverfi í
útjaðri Rómar og greindi frá skóla-
kennara sem fær við upphaf
kennsluferils sina að spreyta sig á
böldnum strákabekk. Strákarnir
eru taldir óalandi og óferjandi.
Hann hafnar þó ráðum skólastjóra
og samkennara og reynir i þess
stað að koma á gagnkvæmum
skiiningi milli sin og piltanna.
Hann leggur sig fram um að kynn-
ast af eigin raun einkalífi og um-
hverfi nemenda sinna og viðleitni
hans ber ótrúlega góðan árangur.
Á sama tfma kemur þó brátt til
áreksturs við skólayfirvöld og
skólakennarinn á í vök að verjast
gegn þröngsýni og skrifstofubákni
skólakerfisins sem vill ekkert frá-
hverf frá strangtrúarlegum
kennsluaðferðum.
í aðalhlutverki i Dagbók skóla-
kennara er Bruno Cirino, en hand-
rit og leikstjórn er i höndum
Vittorio de Seta.
Sama kvöld kl. 21.40 er svo
norskur skemmtiþáttur — A lángt
i fra! og er sá raunar ný og endur-
bætt útgáfa af þáttum þeim sem
sjónvarpið hefur sýnt öðru hverju í
vetur og voru i sama dúr. Eftir
sem áður eru það leikararnir
Trond Kirkvaag og Jon Skolmen
sem halda uppi fjörinu en hafa nú
fengið liðsauka i leikkonunni
Kjersti Döviken og einkennisklæði
þáttanna eru eftir sem áður: kjóll
og hvitt. Þátturinn byggir að
mestu á stuttum stilfærðum atrið-
um, og oft eru þar á ferðinni
dálitlar dæmisögur um vitin sem
varast skal. Það má geta þess, að
hinn fyrri þáttur Norðmannanna
hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir
fyndni sina á sjónvarpsmessu i
Montreux ekki alls fyrir löngu.
Á miðvikudagskvöld kl. 21.45
er sovézk heimildarmynd sem
ástæða er til að vekja athygli á —
Chelvuskin Epic nefnist sú og
greinir frá hafishrakningum
sovézks rannsóknarskips fyrr á
öldinni. Festist það i is og kostaði
það óhemju fyrirhöfn að koma
skipverjunum til hjálpar. Dóra
Hafsteinsdóttir þýðandi hjá sjón-
varpinu skoðaði myndina á sínum
tíma og i samtali við okkur hafði
hún fögur orð um ágæti þessarar
myndar, sem væri i alla staði mjög
vel gerð. Til voru filmubútar frá
þessum atburði, sem skeytt er inn
i myndina ásamt viðtölum við
nokkra þeirra skipverja, sem
komust af i þessum hrakningum
og rifja þeir upp minningar sínar
frá hinni köldu vist i hafisnum.
Dóra tjáði okkur að vel kæmi fram
i þessari mynd hversu ótrúlega
mikið tækninni hefur fleygt fram
hvað snertir björgunaraðgerðir í
slikum tilfellum. Nú eru langfleyg-
ar þyrilvængjur komnar á vett-
vang fyrr en varir, en árið sem
Chelvuskin festist i isnum voru
menn að burðast við að reyna að
lenda á isnum á venjulegum flug-
vélum.
Á laugardagskvöld kl. 20.30
leysir nýr brezkur gamanmynda-
flokkur Lækni á lausum kili af
hólmi. Nefnist nýi flokkurinn
Father, Dear Father á frummálinu,
en gæti allt eins heitið Faðir á
lausum kili eftir söguþræði þátt-
anna að dæma. Þar segir nefni-
lega frá rithöfundi nokkrum, sem
er skilinn við konu sina en annast
engu að sfður um uppeldi tveggja
dætra þeirra. Eins og vænta má
verða aðstæður af slíku tagi upp-
spretta alls kyns vafsturs og
gamanmála.
Þessi þáttur hefur notið tölu-
verðra vinsælda i Bretlandi og orð-
ið útflutningsvara bæði til Ástraliu
og Hong Kong og nú loks til fs-
lands. Með aðalhlutverk fara
Patrick Cargill sem leikur rit-
höfundinn, Ursula Howells. konu
hans fyrrverandi, og Joyce Carey,
móður hans.
Biómyndin á laugardagskvöld
nefnist Lusty Men og þar fara
Susan Hayward, Arthur Kennedy
og Robert Mitchum með aðalhlut-
verk en leikstjóri er Nicholas Ray,
frægur maður í kvikmyndaheimin-
um fyrr á árum.
Bibliunum okkar tveimur ber
ekki alveg saman um þessa mynd
nema hvað báðar staðhæfa að hún
gefi allgóða mynd af „ródeó",
h^amerfskri iþrótt kúreka sem er i
pvi fólgin að sitja ótemjur —
hesta eða naut — sem allra
lengst. Þetta efni hefur verið tekið
fyrir i nokkrum Hollywood-
myndum og frá fyrri árum muna
sennilega flestir eftir Misfits, sið-
ustu mynd Clark Gable, þetta efni
hefur verið endurvakið aftur nú á
síðustu árum. Amerfska uppfletti-
bókin okkar gefur myndinni þrjár
og hálfa stjörnu og fer tofsamleg-
um orðum um leik og leikstjórn en
hin brezka segir að hún sé dágóð
afþreying hafi áhorfendur ekkert
betra að gera.
Leikstjóri þessarar myndar
Nicholas Ray hefur löngum verið
eftirlæti þeirra sem mikið grúska í
kvikmyndum, og þó að myndir
hans séu yfirleitt æði misjafnar að
gæðum þegar á heijdina er litið, er
jafnan viss still yfir þeim.
Þekktustu myndir hans eru vafa-
laust In a Lonly Place (1950),
Johnny Guitar (1954) og hin ann-
álaða mynd Rebel Without Cause
(1955) sem gerði James Dean að
stórstjörnu. Siðustu árin hefur
Ray haft litið fyrir stafni.
Úr brezka fræðslumyndaflokknum um samhengið í náttúrunni.
Villidýrin eru að venju á dagskrá nk. föstudag.