Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 Stálu víni fyrir um 100 þús. kr. úr Fagranesi isafirði — 23. janúar. BROTIZT var inn í Fagranes — skip Djúpbátsins hf. — aðfara- nótt fimmtudagsins. Þeir sem þarna voru að verki komust inn f skipið með þvf að snúa sundur hengilása og brjóta upp hurðir. Var farið inn f kortaklefann og brúna og virðist helzt sem þjófarnir hafi verið f lyfjaleit, því að rótað var í lyfjageymslu skipsins en ekki liggur fyrir hvort eitthvað hefur horfið þaðan. Töluverðar skemmdir voru unnar f kortaklefanum og brúnni. Eins hafa þjófarnir brotizt inn í káetu matsveinsins og stolið þaðan sfgarettum og skiptimynd, svo og peningum frá stýrimanni skipsins. Síðan lá leið þjófanna í vörulestina og þar komust þeir heldur betur í feitt, þar sem voru áfengisbirgðir Djúpbúa. Er talið að stolið hafi verið áfengi fyrir milli 80—100 þúsund krónur úr lestinni. Þá var björgunarbátur skipsins brotinn upp og virðist sem þar hafi verið leitað lyfja. — Sigurður Grfmsson. Olíustyrkurinn greiddur upp úr næstu mánaðamótum ÞESSA dagana er verið að af- greiða olfustyrkinn svonefnda frá fjármálaráðuneytinu til þeirra bæja og sveitarfélaga sem tif hans eiga tilkall. Eru það alls á þriðja hundrað sveitarfélög, en samkvæmt upplýsingum Ingva Ólafssonar f f jármálaráðuneytinu ætti ráðuneytið að vera búið að senda styrkgreiðslur til sveitarfé- laganna um miðja næstu viku, þannig að styrkurinn ætti að geta komið til útborgunar til almenn- ings fljótlega upp úr mánaðamót- unum. Hér er um að ræða styrkgreiðsl- ur fyrir þriggja mánaða tfmabil — september—nóvember — og eru þær eftir sem áður kr. 1800 og 2700 krónur. Heildarupphæðin nemur samtals um 175 milljónum króna. Frakkar undirbúa olíumálaráðstefnu Parfs, 23. jan. Reuter. FRAKKAR hafa 1 hyggju að bjóða fljótlega til fundar fulltrúum olíuframleiðsluríkja og olíuinn- flytjenda svo og þróunarrfkja, að því er opinberir embættismenn skýrðu frá þar f borg í dag. Var því bætt við að ráðherrarnir Hans Dietrich Genscher, V-Þýzkalandi og franski ráðherrann Jean Sau- vagnargues hefðu komizt að sam- komulagi á fundi í Bonn fyrir örfáum dögum, að Frakkar ættu að hafa frumkvæði f þessu efni. Ráðherrarnir líta svo á að á fundinum beri að undirbúa ráð- stefnu sem hefði það markmið að leysa orkuvandamál heimsins og vænta þess að tekið verði vel í að senda fulltrúa til þátttöku. Bankastjóra falið að mynda stjórn Beirut, 23. jan. Reuter. BANKASTJÓRI aðalbankans i Norður-Jemen hefur verið beðinn að mynda nýja ríkisstjórn í land- inu, að því er fréttastofa Iraks skýrði frá síðdegis og hafði eftir fréttum frá Sanaa, höfuðborg Norður-Jemen. Bankastjórinn heitir Abdel Axix Abdel-chani og segir í fréttum að búizt sé við að margir ráðherrar Guðmundur tapaði GUÐMUNDUR Sigurjónsson tap- aði fyrir pólska skákmanninum Sznapik í áttundu umferð alþjóð- lega skákmótsins f Hollandi, en hann keppir þar f meistaraflokki. Hafði Guðmundur svart og eftir fimm klukkustunda tafl var hann orðinn peði undir f flóknu enda- tafli, þar sem honum tókst ekki að jafna metin. Guðmundur er nú f 5.—6. sæti ásamt Dieks með 4'A vinning. Keppinaut Guðmundar frá því í Hastings, Hort frá Tékkóslóakíu, vegna hins vegar betur i stór- meistaraflokki. Hann sigraði Búlgarann Pópov í 8. umferð og er nú í 3.—4. sæti ásamt Kvalek með 5‘A vinning en Portisch leiðir enn með 6ió vinning. Smejkal er í öðru sæti með 6 vinninga. I meistaraflokki hefur Dvorecki frá Sovétrikjunum enn forustu með 6'A vinning eftir jafntefli við Ciocaltea frá Rúmeniu, Schmidt er i öðru sæti með 5!4 vinning, Ciocaltea þriðji, hefur 5 vinninga, fjórði er Ligterink með 4'A vinn- ing og biðskák en síóan koma þeir Diek og Guðmundur eins og fyrr segir. úr fyrri stjórn muni sitja i hugs- anlegri stjórn hans. Fráfarandi forsætisráðherra Mohsen A1 Ayani var látinn hætta fyrir nokkru eftir að honum hafði verið skýrt frá þvf að hann nyti ekki lengur þess trausts sem nauðsynlegt værí. Töluverðar skemmd- ir á botni Hvassafells ÖTTAR Karlsson skipaverkfræð- ingur SlS kom til Kotka i Finn- landi í gærmorgun, en þar liggur Sambandsskipió Hvassafell, sem strandaði undan Finnlandsströnd aðfararnótt s.l. mánudags. Að sögn Hjartar Hjartar, fram- kvæmdastjóra skipadeildar SlS, hefur Óttar aðeins kannað skemmdirnar lauslega, en fyrir liggur, að töluvert tjón hefur orð- ið á botni skipsins. Siglfirð- ingar vilja bræða loðnu Siglufirði — 23. janúar. BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að skora á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins að vinna að því nú þegar að loðna verði flutt hingað til vinnslu og sjá um að vinnsla og löndunarmöguleikar séu strax fyrir hendi, þar sem nóg þróarrýmí muni vera í Siglufirði fyrir um 11 þúsund tonn og af- kastageta verksmiðjunnar urn 1000—1100 tonn ásólarhring. — Fréttaritari. Þinga enn um fiskverð VERÐLAGSRÁÐ sjáv- arútvegsins kom saman til fundar í gær. Yfirnefnd al- mennu fiskverðsákvörðunar- innar hóf fund kl. 3.30 og yfir- nefnd verðákvörðunar á fisk- úrgangi hóf fund kl. 4.30. Þegar Morgunblaðið hafði sfðast fregnir af fundinum hafði engin niðurstaða fengizt. — Viðskiptakjör Framhald af bls. 2 ársfjórðungi ársins 1973 var vísi- tala viðskiptakjara hins vegar komin niður í 114 stig og var því um 1,1% lakari en að meðaltali það ár. Eins og áður segir fór vísitalan síðan niður i 102,6 stig að meðaltali á síðasta ári og hafði þvi versnað um 11%. Hins vegar hafa viðskiptakjörin versnað um 19,2% ef miðað er við meðaltal ársins 1973 og siðasta ársfjórðung ársins 1974. I skýringum Þjóðhagsstofnunar segir, að innflutningur til Lands- virkjunar og Isal svo og innflutn- ingur skipa og flugvéla sé ekki meðtalinn. Skemmdir í Blönduhlíð Mælifelli — 23. janúar. I SUÐAUSTAN veðrinu sem gekk yfir í gær varð það tjón á Ulfsstöðum í Blönduhlíð að járn- klæddur stafn fauk af stórri fjár- húshlöðu og hiuti af þakinu. Helgi Friðriksson, bóndi á Ulfs- stöðum telur að fremur litið hafi sogast út af heyi og er tjónið því aðallega skemmdir á hlöðunni. Brakið fauk árafmagns- og síma- linu. Siminn var þegar lagfærður i gærkvöldi er veður fór að lægja, en rafmagn var ekki komið enn á hádegi í dag. Brotnaði raflínu- staur í heimtaug og spennirinn brann yfir. Engan sakaði, en járn- plötur fuku langar leiðir, jafnvel vestur yfir vötn. Hér i Lýtings- staðahreppi gætti þessa veðurs nokkuð i framhluta sveitarinnar án þess þó að tjón yrði af, en færi spilltist svo, að ákveðið er að hefill verði sendur í vesturdalinn í fyrramálið vegna mjólkurbílsins Ófriðlegt á N-írlandi Belfast 22. jan. — Reuter BREZKIR embættismenn áttu f kvöld leynifund við fulltrúa stjórnmálaarms írska lýðveldis- hersins, Sinn Fein um framvindu mála, eftir að ný ofbeldisverk í nótt rufu vopnahlé það sem IRA gerði, og nú er útrunnið. Rees, trlandsmálaráðherra vildi ekkert láta uppi um árangur fundarins, en sagði enga fleiri verða haldna fyrr en ofbeldisverkum linnir. Hótel Borgar- nes er opið I FRÉTT hér i blaðinu var sagt, að ekkert hótel væri nú opið á leiðinni frá Siglufirði til Akra- ness. Þetta er ekki rétt, Hótel Borgarnes er opið. „Við teljum skyldu okkar að hafa opið,“ sagði Geir Björnsson, hótelstjóri, „þótt reksturinn sé erfiður." Lítið er um gistingar, en mat- sala er nokkur. Þá sér hótelið um veizlukost fyrir samkvæmi í Borgarfirði og einnig á Snæfells- nesi. Sjálfkjörið í Iðju á Akureyri STJÖRNARKJÖR hefur farið fram f Iðju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs var sjálfkjör- inn. Jón Ingimarsson var nú kjör- inn f 30. skipti formaður félags- ins. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Hallgrimur Jónsson, varafor- maður, Höskuldur Stefánsson rit- ari, Þorbjörg Brynjólfsdóttir gjaldkeri, og Ingibergur Jóhannesson meðstjórnandi. I varastjórn voru kjörin: Kristin Hjálmarsdóttir, Sigþór Bjarna- son, Margrét Jónsdóttir og Sig- urður Garðarsson. og er það fremur sjaldgæft, því að hér er afar snjólétt. — Agúst. Hagnaður Peugeot minnkaði um helming París, 23. jan. REUTER. PEUGEOT-bflaverksmiðjurnar frönsku hafa tilkynnt að ágóði á árinu 1974 hafi lækkað um helm- ing frá fyrra ári, sakir minnkandi sölu bifreiða og aukins fram- leiðslukostnaðar. Hafði hagnaður fyrirtækisins numið um 215 milljónum franka á árinu 1973, en fór ofan í 100 milljónir franka 1974. Haft er fyrir satt, að til standi, að Peugeot taki yfir Citroen- verksmiðjurnar sem spáð er um það bil 800 milljón franka tapi á þessu ári. Bílasala Peugeot minnkaði um 5% á árinu 1974, miðað við 1973. Voru seldar 722.600 bifreiðar 1974, en 762.000 árið 1973. — Loðnu- verksmiðja Framhald af bls. 36 26.100 lestir að stærð, og var breytt fyrir tæpum 5 árum í fljót- andi fiskjmjölsverksmiðju. Siðan hefur það fylgt norska úthafs- veiðiflotanum og bæði verið við Ný-Fundnaland og V-Afriku, en þaðan er skipið nýkomið. Nú þegar skipið var tekið á leigu vildi svo til, aó dauður timi var hjá skipinu fram í miðjan aprílmánuð en þá heldur það af stað til Ný- Fundnalands, til að bræða loðnu frá norskum loðnuveiðiskipum. Washington 22. jan. AP. FYRSTU viku janúarmánaðar bættist tæplega milljón atvinnu- leysingja á skrá í Bandaríkjunum, að því er atvinnumálaráðuneytið skýrði frá í dag og er þetta um 289 þúsund mönnum fleira en f vik- unni þar á undan og mesti fjöldi síðan farið var að greiða atvinnu- leysisbætur í Bandaríkjunum árið 1937. — 1200 manns Framhald af bls. 2 mennahópur, sem segja má að sé eins konar endurgjald heimsókn- ar ungs fólks frá Arborg á þjóð- hátíð hér siðastliðið sumar. 300 manna hópur mun síðan fara með tveimur flugvélum til Winnipeg hinn 30. júli. Ráðgert hafði verið að þar á meðal yrðu hópar glimumanna og leikarar frá Þjóðleikhúsinu, sem fara i leikför til Vestur-Kanada. Þar sem asókn- in er mikil í þessar ferðir er nú I ráði, að bætt verði við 8. flugvél- inni og að hún fari 31. júli. Verði af þeirri ferð mun leikarahópur Þjóðleikhússins fara með þeirri ferð. Sá hópur, sem fer með þess- ari síðustu ferð mun að loknum hátiðahöldunum fara i ferðalag að vesturströnd Kanada og kemur heim hinn 20. ágúst. Gísli Guðmundsson bað Mbl. að geta þess, að áætlanir og verð vegna Kyrrahafsferðarinnar væru nú tilbúnar og yrðu sendar til væntanlegra þátttakenda á næstunni. Einnig mun fyrirhugað að efna til kynningar- og fræðslu- kvölda á Hótel Esju fyrir alla hópana í næsta mánuði. Morgunblaðið spurði Svein Einarsson þjóðleikhússtjóra um fyrirhugaða ferð leikara til Kan- ada. Sveinn sagði, að ekki væri enn fullákveðið, hvort í ferðina yrði ráðizt og kvað hann nú verið að kanna, hvort fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir slikri leik- för. Ef af ferðinni verður, munu leikararnir lesa upp og leika sér- staka dagskrá i tilefni 11 alda byggðar á Islandi. Skrifstofa Þjóðræknisfélagsins i Reykjavík er að Gimli við Lækjargötu og er opin miðviku- daga og föstudaga frá klukkan 15 til 18 og laugardaga frá klukkan 15 til 17. Síminn er 28025. — Gervimjólk Framhald af bls. 36 fisksins melta þá slógið, þegar búið er að laga þetta til, þ.e. breyta sýrustiginu. Enzím úr skúflöngunum er þessi sjálf- meltari og virðist ráða við það, og ekki þurfa að bæta neinum auka enzimum við. Þannig leysist slóglð upp i vökva, sem má þurrka og siðan aftur leysa upp, þegar Á að nota það sem gervimjólk í fóður handa kálf- um. Sagði Björn að tilraunirnar væru að komast á það stig, að þær þyrftu að fara i verk- smiðjuprófun. Einu aðstæð- urnar, sem fyrir hendi eru tii þess, eru í þurrmjólkurverk- smiðju Mjólkurbús Flóamánna á Selfossi, og verða á næstunni gerðar vinnslutilraunir þar. — Hartling Framhald af bls. 1 Þá er einnig vert að taka fram að annar grænlenzku þingmann- anna, Lars Erhil Johansen, hefur verið samþykktur i þingflokk SF. Hann skuldbindur sig þó ekki með því að greiða atkvæði með flokknum í pólitískum málum, sem varða Danmörku. — Krónan Framhald af bls. 3 gagnvart spænskum pesetum um 0,2% og gagnvart japönsku yeni um0,5%. Meðaltalsfall krónunnar gagn- vart öllum þeim gjaldmiðlum, sem Seðlabankinn skráir gengi á er 1,8%. Sölugengi Bandaríkja- dollars er 118,70 krónur. Hvert vestur-þýzkt mark kostar nú rétt rúmlega 51 krónu. — Olíuhækkun Framhald af bls. 36 hér á landi. Nefndi Onundur að verð á gasolíu nú samkvæmt Rotterdamskráningu væri 90 Bandaríkjadalir á hvert tonn. Hingað komið myndi það senni- lega kosta 94 dollara, en samt sem áður væri það um 10—12 dollur- um lægra en sú gasolia sem við keyptum nú frá Sovétrikjunum. Þá hefði berisínverð einnig hald- ist mjög stöðugt í Evrópu, en Ön- undur kvaðst ekki hafa hand- bærar síðustu tölur um verð- skránirigu þess. Samkvæmt síðustu hækkun hér innanlands á eldsneyti hækkaði bensínlítrinn úr kr. 49 í 51, gasolia til húshitunar úr kr. 14.30 í 16.70, gasolia til annarra nota úr 17.05 í 19.85 kr. og gasolía á bif- reiðar úr kr. 1060 hvert tonn í 1136 kr. tonnið. Kvað Önundur hækkanir þessar stafa að hluta af þvi að olíufélögin hefðu nú verið að fá leiðréttingu á skuld rfkisins við þau, en ad öðru leyti vegna verðbreytinga erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.