Morgunblaðið - 24.01.1975, Side 23

Morgunblaðið - 24.01.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 23 — Viðbótar- ritlaun Framhald af bls. 5 væntanlega með fullu umboði frá félögum sinum og Sveini Sæmundssyni þar meðtöldum. Lýsing Sveins á vinnubrögðum úthlutunarnefndarinnar 1974 er hugarfóstur hans og nenni ég ekki að elta svoalangar ólar. I lok greinar sinnar dregur Sveinn nokkrar ályktanir, sem eru í reynd mergur málsins, eða öllu heldur ástæðan til þess að Sveinn skrifaði greinina. Það er, að Sveinn fékk ekki viðbótar- ritlaun, hvorki i fyrra eða nú. Eins og allir vita hefir Sveinn verið afkastamikill rithöfundur og bækur hans selst vel undanfar- in ár. Hann byggir kröfu sina til viðbótarritlauna á því hve sölu- skattur af bókum hans nemur hárri fjárhæð. Hér að framan gerði ég grein fyrir þvi hvernig söluskattur af bókum snertir viðbótarritlaun. Þau tengsl voru rofin áður en viðbótarritlaunum var úthlutað í fyrra skiptið, þannig að lagalega er ekkert sam- band á milli sölu bóka og við- bótarritlauna. Ég hefi frá öndverðu talið að svokallaðir „söluhöfundar" ættu siðferðilegan rétt til viðbótar- ritlauna, þrátt fyrir lagalega hlið málsins. Því hefi ég undanfarin 2 ár gert tillögur í nefndinni um að svokallaðir söluhöfundar fengju viðbótarritlaun, þar á meðal Sveinn Sæmundsson. Með- nefndarmenn mínir hafa ekki talið „söluskattssjónarmiðið" nægjanlegt til veitingar viðbótar- ritlauna. Bókmenntalegt, og þá væntanlega fagurfræðilegt mat beri að leggja til grundvallar við- bótarritlaununum. Hér er að sjálfsögðu átt við mat á rithöfund- um en ekki fræðimönnum. Þetta sjónarmið meðnefndarmanna minna er ósköp skiljanlegt, þegar málið er skoðað í heild. Þessi skoðanamunur er ástæðan til þess að Sveinn hlaut ekki viðbótar- ritlaun. Það kemur mér á óvart að Sveinn skuli láta að þvi liggja, að úthlutun hafi byggst á pólitík. Honum er vel kunnugt um þenn- an málefnalega ágreining innan nefndarinnar. Allt þetta tal manna um „sálufélaga", „bolsé- vikka" og „rauðliða" er 20 árum á eftir tímanum. Unga fólkið í land- inu er löngu hætt að tala um „helv. komma", „rússadindla" og hvað þetta hét nú allt saman. Sveinn fer fram á, að nöfn þeirra, sem sendu upplýsingar til nefndarinnar verði birt. Slíkt er á valdi menntamála- ráðuneytisins og höfundanna, sem sendu upplýsingar. Æskilegt væri að birta nöfnin til þess að allir geti séð hve örðugt verkefni nefndin átti við að glíma. Hrædd- ur er ég um, að Sveinn og fleiri gagnrýnendur nefndarinnar myndu hnjóta um nöfn manna, sem ekki fengu viðbótarritlaun þar eð þeir fullnægðu ekki skil- yrðum reglnanna um úthlutun. Þar má líka finna menn, sem full- nægðu skilyrðunum en urðu að víkja vegna annarra rétthærri. Sem sé höfundar allt frá Halldóri Laxness niður i Hilmar Jónsson. Báðir þessir menn ku vera rit- snillingar, annar á heimsmæli- kvarða en hinn að eigin sögn. Sveinn virðist einnig misskilja hlut fræðimanna í viðbótar- ritlaunum. Þeir eiga lagalegan rétt, sem ekki verður frá þeim tekinn. Bækur þeirra verða ekki metnar eftir því hve mikils sölu- skatts þær afla frekar en aðrar bækur. Sveinn sneiðir að kollegum sín- Stýrimaður óskar eftir plássi á togbát. Upplýsingar í síma 71 144. Verzlun Til sölu er á góðum stað við Laugaveginn, verzlun sem verzlar með snyrtivörur og kven- fatnað í tveimur deildum. Lager er nýr og góður og hagstæður húsaleigu- samningur. Fyrirspurnir sendist Morgunblaðinu merkt: „Sérverzlun við Laugaveg. — 7356". Holl fæóa UFBAKÆFA SÍLD & FISKUR Bergstaðastræti 37 sími 24447 um, sem hafa tekið það ráð að fjölrita bækur sinar, til þess að koma verkum sínum á framfæri og þannig aflað sér viðbótar- ritlauna. Það er ómaklegt. Enn segir Sveinn: „Og einn hef- ir jafnvel gefið út grammófón- plötur.“ Hér á Sveinn við Kristján frá Djúpalæk, sem fyrir löngu er orðinn þjóðkunnur textasmiður og ljóðskáld. Enn vil ég benda Sveini á að lesa úthlutunarregl- urnar betur. Þar stendur orðrétt: „Uthlutun miðast við ritverk út- gefið eða flutt opinberlega á árínu 1973.“ I lok greinar sinnar vill Sveinn fá að vita hvort „þriðji nefndar- maðurinn" (undirritaður) eigi sinn þátt i hneykslinu, og á hann þá við úthlutun viðbótarritlauna. Ég tek fulla ábyrgð á mínum hluta að úthlutun viðbótarrit- launa bæði árið 1973 og 1974. Allt tal um „hneyksli" er út í hött í því sambandi. Ég leysti þetta verk- efni eins vel af höndum og mér var unnt. Gagnrýni er eðlileg, þegar um svo vandasamt verkefni er að ræða, en'hún þarf að vera málefnaleg. Ég hefði aldrei leiðst út í ritun þessarar greinar, ef ekki hefði komið til ódrengileg og fjarstæðu- kennd gagnrýni ekki aðeins á nefndina sem heild heldur per- sónulegar dylgjur og skítkast í garð einstakra nefndarmanna. Orðum þessum beini ég ekki til Sveins Sæmundssonar, nema að litlu leyti. Bókavörður suður með sjó hefir flengriðið blöðum og út- varpi að undanförnu blindaður af pólitísku ofstæki og stórmennsku, fullur vandlætingar á þvi að hann sjálfur skuli ekki hafa fengið við- bótarritlaun. Við hann segi ég: Skrifaðu bara betri bækur, góði! óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaöburöarfólk: AUSTURBÆR Freyjugata 1—27, Óðinsgata, Þingholtsstræti, Sóleyjargata, Flókagata 1 —45, Laugavegur 101—171, Skúlagata, Bergþóru- gata, Laufásvegur 2—57, Mið- tún, Laufásvegur 58 — 79. Úthlíð. ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvogsbelttir, Selás, Efstasund I, Ármúli, Selja- hverfi, Tunguvegur. VESTURBÆR Nýlendugata, Tjarnargata 1 og 1 1. SELTJARNARNES Skólabraut, Lambastaðahverfi. Upplýsingar í síma 35408. SENDILL ÓSKAST Á afgreiðsluna Skeifunni 19 fyrir hádegi. Sími 101 00. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mb. Uppl. hjá umboðsmanni og í síma 10100. Ferðakynning ^ a fl MUNIÐ AÐ TAKA DAGINN FRÁ! Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9, símar 11255 og 12940 REYKJAVfKURDEILD Rauða Kross íslands NÁMSKEIÐ: SKYNDIHJÁLP Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20—22, í sex skipti. Byrjar 30. janúar, n.k. HAGASKÓLI: kennari Hafþór Jónsson, BREIÐHOLTSSKÓLI; kennari Guðjón Petersen, ÁLFTAMÝRARSKÓLI; kennari S igurður Sveinsson. NÁMSKEIÐ: AÐHLYNNING SJÚKRA f HEIMAHÚSUM Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 1 7 — 1 9, í sjö skipti. Byrjar 29. janúar, n.k. ÖLDUGATA 4; kennari Kristbjörg Þórðardóttir. Námskeiðin eru ókeypis og öllum heimil þátttaka. UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 2-82-22 OG AÐ ÖLDUGÖTU 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.