Morgunblaðið - 24.01.1975, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1975
Lúðvík Karlsson
fhigmaður—Minning
F. 11. maf 1943.
D. 17. janúar 1975.
Vinakveðja.
Frá sameigmlegum vinum
okkar Lúðvíks Karlssonar hafði
ég af afspurn nokkur kynni, áður
en fundum okkar bar saman per-
sónulega. Það voru sagðar af
honum sögur, oftast gamansemi
blandnar en með virðingu og
alltaf eitthvað ævintýralegar.
Þessar frásagnir bentu eindregið
til þess að söguhetjan væri ekki
ein þeirra, sem sættir sig við lá-
deyðu meðalmennskunnar, og
þegar við loks kynntumst, varð ég
þess vísari að þessar hug-
renningar mínar voru svo sannar-
lega á rökum reistar, það munu
rösk 10 ár siðan, og eru enn í dag
jafn gljáandi staðreynd.
Lúðvík var vissulega ævintýra-
persóna, sístarfandi af sál og
líkama að þeim hugðarefnum sem
upptóku hug hans hverju sinni.
Lengstan kafla lífs síns helgaði
hann fluginu. Hann þótti öruggur
flugmaður og í prófum sem hann
undirgekkst á þeim sviðum, tók
hann flestum fram, um það vitna
meðmælabréf og umsagnir,
einnig erlendra prófdómara.
I þessum fátæklegu kveðju-
orðum mun ég eigi rekja æviferil
Lúðvíks, sem var þó til þess
nægjanlega litríkur, e.t.v. óvenju-
lega fjölskrúðugur,því hann lifði
hratt og mikið. Hann gerði sér
grein fyrir því að til þess er lifið
að því sé lifað og hæfileika og
gáfur til að veita því inn á mis-
munandi farvegi skorti hann
ekki.
Eitt af einkennum Lúðvíks var
leiftrandi greind hans og hug-
myndaauðgi. Það verður
ógleymanlegt að hafa hlustað á
frásagnir hans, þegar þær smám
saman upphófust úr veruleikan-
um, ummynduðust í litríka mynd
sögugleðinnar, svifu á vængjum
skáldgyðjunnar og urðu falleg,
auðvitað mismunandi, ævintýri,
sem ekki fremur en gömlu góðu,
hefðbundnu sögurnar, sköðuðu
einn né neinn.
Þroski Lúðviks hafði kennt
honum að það að dæma aðra var
ekki til ávinnings, allt mannlegt
var honum viðkomandi í fari hans
varð maður þess vísari að
þekkingin undirstrikar öðru
fremur hve menn vita oft óendan-
lega litið, ekki hvað síst er varðar
frumskóga mannlífsins.
Ég varð þess aldrei var að
Lúðvík kastaði steini að nokkrum
manni, en henti oft gys að sjálfum
sér, þvi hann var gæddur kímni-
gáfu í ríkum mæli. Hann var
vinur smælingja, manna og dýra,
taldi aldrei eftir sér að verða öðr-
um að liði, hvernig sem á stóð,
einkum ef í hlut áttu þeir sem
einhverra hluta vegna höfðu
borió lægri hlut í lífinu. Ég held
að þá hafi hann notið sín best,
þegar hann gat gert eitthvað fyrir
aðra, þá er þess helst þörfnuðust.
Og nú hefur hann svo skyndi-
lega kvatt. Okkur, úr hópi vina
hans, sem af eigingirni situr nú
hnípinn, er ljóst að langt, er
þangað til að tómarúmið sem frá-
hvarf hans eftirlét verður endur-
fyllt, en Jninningin um góðan
dreng mun ekki fyrnast. Við
biðjum konu hans Hrafnhildi,
sonum, foreldrum og systkinum,
Guðs blessunar. Far í friði.
h.j.
Kvöld eitt milli jóla og nýárs
hringdi siminn hjá mér um kl. 11
að kvöldi. Það var vinur minn
Lúðvik Karlsson, fullur af bjart-
sýni og . nýjum hugmyndum.
Þyrlan var væntanleg til landsins
innan fárra daga og framundan
biðu mörg verkefni, sem hann
hlakkaði til að takast á við. Sam-
talið stóð til kl. 1, en hefði getað
staðið lengur, því þá var ennþá
margt ósagt, en er nú of seint og
verður aldrei sagt.
En þó svo að Lúðvik hefði
fjörugt imyndunarafl og væri
endalaus uppspretta nýrra hug-
mynda, þá var hann fyrst og
fremst maður framkvæmdanna.
Þegar hann vann að áhugamálum
sínum var dugnaður hans og ósér-
hlífni með ólíkindum. Og samfára
þessum óhemju krafti og dugnaði
fóru góðar gáfur og hæfni til
flestra hluta.
Sumarið 1973 vann hann hjá
mér sem flugmaður. Varð þaó
samstarf að vináttu, sem hvergi
bar skugga á og er mér ómetan-
leg. Dugnaður hans og áhugi var
einstakur og svo smitandi, að
allir, sem í kringum hann voru,
hrifust með. Þar var aldrei deyfð
eóa lognmolla. Ef mikið var að
gera, nutu stjórnunar- og skipu-
lagshæfileikar hans sin vel, en ef
lítið var að gera, var hann öþreyt-
andi við að leita viðskipta og
óragur við að brydda upp á nýjum
hugmyndum. Vinnudagurinn var
langur, frá því snemma á morgn-
ana og oft fram yfir miðnætti, en
alltaf var dugnaðurinn sá sami, og
í rúma 5 mánuði tók hann ekki'
einn einasta frídag. Hjálpsemi
hans og alúð við farþegana var
rómuð. Hann var óþreytandi við
að lýsa því, sem fyrir augu bar I
ferðinni og eru mörg meðmæla-
bréf, sem hann fékk frá þakklát-
um útlendingum, til merkis um
það. Einnig sýndi hann Vest-
mannaeyingum mikinn skilning í
erfiðleikum þeirra og lagði sig
fram um að veita þeim góða
þjónustu. Veit ég, að margir'
þeirra munu minnast hans með
þakklæti og góðum húg.
Lúðvík var góður flugmaður.
Þar fengu beztu eiginleikar hans
að njóta sín til fullnustu. Hann
var áræðinn, en lét þó alltaf heil-
brigða skynsemi sitja í fyrirrúmi.
Ég minnist þess, að kvöld eitt
siðla í september hringir síminn
hjá okkur og beðið er um sjúkra-
flug til Vestmannaeyja. Þar biður
fárveikur maður þess að vera
fluttur til Reykjavikur. A örfáum
mínútum er fiugvél tilbúin, sæti
tekin út og sjúkrakarfa sett inn.
Vió fórum tveir saman og Lúðvík
flýgur. Það er myrkur og lýsing á
Vestmannaeyjaflugvelli slæm. A
lokastefnu kveikir hann lending-
arljós, það kemur smá blossi og
peran springur. Brautin er myrk
og aðeins örfá ljós sína gróflega
afstöðu flugbrautarinnar. Mér
stendur ekki á sama og sting upp
á því að fá bíla til að lýsa brautina
t
Konan mín,
ANNA JÓHANNSDÓTTIR,
fsdd LEO,
andaðist á Keflavikursjúkrahúsi
miðvikudaginn 22. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Pálsson.
t
Elskuleg unnusta mín, dóttir og
systir okkar,
UNNUR
KRISTMUNDSDÓTTIR
andaðist á Landspítalanum 22.
janúar 1 975.
Steingrimur Þorkelsson,
Gyðríður Jónsdóttir,
Guðmunda Kritmundsdóttir,
Hrefna Kristmundsdóttir.
betur upp. Það hefði tekið tíma,
og Lúðvík minnir mig á, að niðri
bíður fárveikur maður eftir þvi
að komast á sjúkrahús I Reykja-
vik. Hann heldur aðfluginu áfram
og lendir vélinni örugglega og
fumlaust, sem um hábjartan dag.
Eftir 3 stundarfjórðunga er
sjúklingurinn kominn á sjúkra-
hús i Reykjavík. Mannslifi er
bjargað, ef til vill vegna þess að
rétt hefur verið brugðizt við,
þegar mikið lá við.
Margir flugmenn eru likir lax-
veiðimönnum, sem hafa gaman af
að segja sögur af þeim „stóra“.
Þeir hafa gaman af að ræða
erfiðar og hættulegar flugferðir. 1
hita frásagnarinnar eru sögurnar
þá kannski kryddaðar og ekki ná-
kvæmlega í samræmi við raun-
veruleikann Þetta henti Lúðvik,
enda var frásagnargleði hans
ógleymanleg og naut sín sérstak-
lega, þegar rætt var um ævintýri
og svaðilfarir. Þessar sögur hans
voru svo oft hentar á lofti og
komu gjarnan á hann því orði að
hann væri of áræðinn og legði oft
í tvísýnu. Þarna held ég, að hann
hafi fyrst og fremst orðið fórnar-
lamb sinnar eigin frásagnargleói.
Mér reyndist hann öruggur flug-
maður, sem hafði hæfileika til að
meta kringumstæður rétt og
hegða sér samkvæmt þvi. Enda
sannaði hann það bezt sjálfur s.l.
vetur, er hann hafði það fyrir
atvinnu að ferja litlar einshreyf-
ils flugvélar yfir Atlantshafið.
Það er yfirleitt ekki gert nema aó
sumarlagi og þarf leikni og djörf-
ung til að gera áf allalaust.
Lúðvík var flest til lista lagt og
hafði margt reynt. Hann lærði
kvikmyndagerð erlendis og hafði
mjög gott vald á enskri tungu.
Einnig var hann mjög vel að sér i
fundarsköpum og ræðumennsku.
Hann var góður svifflugmaður og
hafði æfingu í fallhlifarstökki og
köfun. Bóklegt nám var honum
mjög létt, eins og einkunnir hans
i fræðum flugmanna bera glöggt
vitni.
Það gefur auga leið, að manni
með svo fjölbreytt áhugamál og
hæfileika á mörgum sviðum getur
reynzt erfitt að finna athafnaþrá
sinni réttan farveg. Þó var svo
komið, að flugið átti hug hans
allan og þar ætlaði hann að hasla
sér völl. Eftir strangan skóla og
margskonar erfiðleika virtist
framtíðin nú blasa við, ótæmandi
verkefni, ótæmandi bjartsýni og
dugnaður.
Það er svo ótrúlegt, að nú hafi
öll þessi framtið allar þessar áætl-
anir verið þurrkað út í einni svip-
an. Eftir standa fjölskylda og
vinir sem í mikiHi sorg geta þó
huggað sig við minningu um
góðan dreng. Minningu, sem mun
lifa.
Bragi Ragnarsson.
I dag verður lagður til hinztu
hvíldar vinur minn og félagi Lúð-
vik Karlsson flugmaður.
Eftir kunningsskap og vináttu,
sem hófst strax í barnæsku er
nær ógerlegt í stuttri grein að
rekja allar þær minningar, sem að
sækja. Þó kemur oft i hug manns
t
Útför móður okkar,
SIGURBJARGAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
fró Kirkjubóli
i Valþjófsdal,
verður gerð frá Dómkirkjunni
laugardaginn 25. janúar kl.
10.30. Jarðsett verður i gamla
kirkjugarðinum.
Börn, tengdabörn
og barnaböm.
t
Útför,
GUÐNA
STEFÁNSSONAR,
Melstað, Mosfellssveit,
fer fram frá Lágafellsk'rkju
laugardaginn 25. janúar kl 2
e.h.
Börn, tengdabörn.
barnabörn og barnabarnabörn.
sú hjálpsemi, sem Lúðvík var
jafnan tilbúinn að veita þeim sem
á þurftu að halda, ennfremur sú
glaðværð, sem var einkennandi
fyrir hann enda hafói hann þann
sérstaka hæfileika til að bera að
bæta skap manna sem voru of
niðursokknir i gráar hugsanir
hversdagsleikans og ekki sist þess
vegna var hann ávallt aufúsugest-
ur i góðra vina hópi því aldrei
brást það að smellin saga kæmi,
sem fékk alla viðstadda til að
hlæja dátt. Aðrir hæfileikar Lúð-
víks komu fram á fjölmörgum
sviðum og hefði hann getað lagt
fyrir sig það á lífsbrautinni, sem
öðrum hefði verið ofvióa. Þó átti
flugið hug hans allan hin síðari ár
og var þá ekkert gefið eftir og
sífellt ráðist á garðinn þar sem
hann var hæstur. Þessi stórhugur
varð til þess m.a. að hann og fé-
lagi hans, Kristján S. Helgason,
sem einnig er jarðsettur i dag,
réðust i það mikla fyrirtæki að
kaupa þyrlu þá, sem þeir voru að
störfum í þegar kallið mikla kom
til þeirra beggja.
Eins og fram kemur í upphafi'
er mér ómögulegt að taka eina
minningu fram yfir aðra í fátæk-
legri grein þegar jafn stórbrotinn
persónuleiki og Lúðvík Karlsson
er kvaddur, en ávallt skal það
vera óskiljanlegt hvers vegna
ungur maður í blóma lífsins, ást-
kær eiginmaður, faðir, sonur og
bróðir, er kallaður burt.
Hrafnhildi eiginkonu Lúðvíks,
sonum þeirra, foreldrum hans og
systkinum votta ég mina dýpstu
samúð — þau hafa mikið misst.
Hvíl i friði vinur, við hittumst
aftur og ræðumst þá við i bróð-
erni.
Nonni.
Kynni min af Lúðvik Karlssyni
hófust þannig að vorið 1973 var
ég ráðinn sem starfsmaður hjá
litlu flugfélagi úti á Reykjavikur-
flugvelli sem hét BR-Dtsýnisflug.
Hófst þar með samstarf sem átti
eftir að verða að mikilli vináttu.
Það var hann sem kynnti mér þá
starfsemi sem þar fer fram. Yfir
kaffibolla á Hótel Loftleiðum
opinberaðist mér að ég hafði
kynnst einhverjum skemmti-
legasta sögumanni sem ég hafði
hitt á ævinni. Frásagnarmátinn
var greiður og skýr.
Lúðvik byrjaði alltaf á byrjun-
inni. Eftir að hafa hlustað með
takmarkaðri athygli á þau tækni-
legu atriði, hvernig maðurinn
flytur sjálfan sig í gegnum loftin,
sá kennarinn allt í einu að nem-
andinn var hættur að hlusta. Hóf
þá kennarinn formálalaust að
segja mér sögu. Hann sór sig i ætt
við mikla meistara sagnanna«að
því leyti að hann sagði aldrei sögu
sem ekki var hægt að trúa. Hvort
sagan var sagnfræðilega rétt eða
ekki, skipti ekki rniklu máli Hún
var jafn góð fyrir því. Hann sagði
heldur aldrei sögu mér af vitandi
sem var særandi fyrir einn eða
neinn, nema ef vera skyldi af
fólki sem var óheiðarlegt I eðli
sinu. Það þoldi hann ekki. Hallaði
á einhvern persónuiega i sögum
Lúðviks, sá hann alltaf fyrir þvi
að bæta þeim sama skaðann, í
einhverju öðru smáatriði í sömu
sögu. Væri einhver allt að þvi
alvondur I sögunni, sem kom
sjaldan fyrir, skeikaði ekki að
maðurinn átti yndislega konu og
öldungis frábær börn. Þar ríkti
íslenskt jafnræði fullkomið. Það
vefst ekki fyrir fólki sem kynntist
Lúðvik Karlssyni hvernig Islend-
ingasögurnar urðu til.
Hann hafði einstæðan hæfi-
leika til þess að sjá hið broslega i
lífinu. Væri einhver möguleiki að
hlæja var það gert afdráttarlaust.
Ef hægt var að punta upp á grá-
myglulegan hversdagsleikann var
það gert af mikilli ákefð. Lúðvík
aðhylltist bjartari hliðar mann-
lifsins. Eg minnist þess varla að
hafa fíitt hann fyrir i döpru skapi.
Þá sjaldan hann var ekki i góðu
skapi, var hann í vondu skapi og
vildi fá að vera i friði. Enda líka
eins gott að láta það eftir honum.
Lúðvík var afburða vinnuhest-
ur og einn þeirra manna sem gat
ekki skilið orðið, nei. Eg minnist
þess einu sinni þegar illa stóð á
hjá litla flugfélaginu okkar, að
það vantaði varahlut I eina vélina.
Þegar allir flugvirkjar á Reykja-
Konan min + KRISTÍN ÁRNADÓTTIR
frá Oddhól, fyrrum húsfreyja á Ragnheiðarstöðum, andaðist á Kefla- víkurspítala 22. þ.m.
Sighvatur Andrésson Faxabraut 33, Keflavik.
+
Móðir okkar,
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR,
Grundarfirði
lézt á Landspitalanum 22 . janúar.
Halldóra Ólafsdóttir,
Kristjðn Ólafsson,
Alda Sæunn Björnsdóttir.
t
Bróðir okkar
BERGÞÓR TEITSSON
andaðist að heimili sínu Melhaga 4 22. janúar.
Halga Teitsdóttir
Kristln Teitsdóttir.
+
Útför eiginmanns mins, föður okkar og sonar
GUDMUNDAR E. HANNESSONAR,
Hjallavegi 18,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. janúar kl. 1 3:30.
Sólveig Halblaub
Elisabet Guðmundsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir
Ágúst Guðmundsson Hannes Friðriksson
Hannes Guðmundsson
Arnheiður Guðmundsdóttir.