Morgunblaðið - 24.01.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
27
víkurflugvelli voru búnir að
segja: nei, þessi hlutur er ekki til
á öllu landinu, þá fann Lúðvík
þennan stórhlægilega hlut á lager
sem var öðrum gleymdúr. Fyrir
honum var ekkert til sem ekki var
hægt að gera, annars skorti bara
viljann til verksins.
Við Lúðvík byggðum í
sameiningu marga stóra loftkast-
ala og þetta var allt svo raunveru-
legt i augnablikinu, en á bakvið
leyndist alltaf bjargföst vissa um
raunveruleikann. Það er einmitt
á valdi slíkra manna að láta sig
dreyma. Honum kom ekkert við
hvað aðrir hugsuðu á slikum
augnablikum, því þetta var á
þeim hamingjusömu stundum
þegar sagan hættir að vera saga
og verður að raunveruleika.
Sióan fórum við allir að vinna.
Ef hann var spurður um fram-
tíðaráform sín, átti hann það til
að segja eitt í dag og annað á
morgun. I hvorugt skiptið var
hann að ljúga, hann vissi bara af
báðum möguleikum og var ekki
búinn að gera upp við sig hvorn
hann hætti að taka. Hann var
heldur aldrei of merkilegur með
sig til þess að viðurkenna ekki
fyrir öðrum, að hann gat haft
rangt fyrir sér.
Lúðvík var ákaflega heiðarleg-
ur maður og óskeikull ef einhver
var hjálparþurfi. Þaó er ákaflega
auðvelt að hafa samúð með fólki
úr fjarlægð. Ef hann vissi að hann
gat hjálpað þá gerði hann það hér
og nú og á staðnum, annars lét
hann sér hitt nægja.
Að skrifa tæmandi minningar-
grein um Lúðvík Karlsson, er að
skrifa heila bók. Hér munu aðrir
mér færari koma til með að gera
honum betri skil. Ég veit bara að
ef satt er, að handan við tjaldið
mikla taki annað við, þá verður
ekki leiðinlegt þar eftir þangað
komu Lúðvíks Karlssonar.
Hrafnhildur min, megi allar
góðar vættir fylgja þér og börnun-
um. Ég votta aðstandendum
öllum mína dýpstu samúð.
Geir Rögnvaldsson.
A meðan jörð vor veróur byggð,
munu slysin sennilega halda
áfram að eiga sér stað. Oftast líkj-
ast þau að meira eða minna leyti
hvert öðru, meiðsli, örkuml,
dauði, efnatjón, sorg, söknuður,
jafnvel eymd og örbirgð.
En þrátt fyrir þessa líku aðal-
þætti þessa algenga ófarnaðar er
samt svo margt ólíkt, á sumum
sviðum. Það er ekki sama, hver
fyrir slysi verður. Fornmönnum
var þetta vel ljóst og voru sum
manngjöld býsna mikil, jafnvel
svo að ógreiðandi voru talin nema
með lífi annars. Slysin eru mis-
jafnlega mikil og átakanleg, mis-
jafnlega ósennileg og óvænt.
Skagðinn, sem þau hafa í för með
sér, er stundum eins ólikur og
svart og hvitt.
Islendingar eru frá fornu fari
manna vanastir slysum, ekki sist i
baráttu sinni fýrir lífinu á sjón-
um. Vart verður orðum að því
komið, hve geigvænlegur mann-
skaði, sorg og neyð oft hlaust þar
af. Mikið hefur af hinum bestu og
framsýnustu mönnum gert verið
á hinum siðari árum til að milda
tjón hinna eftirlifandi ástvina,
svo algerlega er ólikt þvi sem
áður var. En látinn sonur eða
maki kemur ekki aftur. En þetta
sýnir, hve þjóðin er samhent á
ýmsum sviðum, og vel er það.
Slysið mikla, er þyrlan fórst yf-
ir Kjalarnesinu snemma dags þ.
17. jan.'sl., var eitthvað svo hast-
arlegt ólíklegt ogkomöllumsvoá
óvartmeira aðsegjafagmönnum
í flugsamgöngum, að ég segi fyrir
mitt leyti, að ég rétt fyrst brást
ónotalega við, hélt að hér væri
enn ein ýkjusagan. Ég sá þó fljótt
á fólkinu, að hér var full alvara á
ferðinni. Ég fékk lika svo til strax
fréttir af þvi að allir hefðu farist
og nöfn þeirra. Engan þessarra
manna þekkti ég persónulega
nema Lúðvík Karlsson, en nöfn
hinna látnu sögðu mér, að þar
hefðu engir aukvisar látið lifið, að
þar hefðu fallið dýrir menn og lítt
bætanlegir þjóðinni. Ég fann ekki
til persónulegrar sorgar, eins og
hún er vanalega skilin, að visu
sorgar yfir stórskaða smáþjóöar
(Skyldi það ekki hafa þótt fréttir
til næsta bæjar i Bandaríkjunum,
ef 7000 manns hefðu látið þar
lifið í einu vetfangi. Sjö manns
hjá okkur gera um 7000 manns
Þar.).
En ég syrgði Lúðvik Karlsson af
heilum hug. Þar var fallinn í val-
inn ungur maður með svo fjöl-
þætta hæfileika að með ólikind-
um var. Þessa hæfileika hafði
hann vel notað og var þvi hæfni
hans mikil. Hann mun aðeins
hafa lokið landsprófi hér heima,
en aðal nám hans átti sér stað
utanlands, í Englandi (3 ár), þar
sem hann einkum lagði stund á
enska tungu og kvikmyndatöku.
Heim kominn starfaði hann við
fyrirtæki föður síns og hjá fleir-
um. Ég þekki Karl Lúðviksson,
lyfsala, svo vel, að ég veit að hann
er einbeittur í viðskiptum að öll-
um jafnaði. En ég veit líka, að
reki hann sig á mikla þörf, að
ekki sé talað um neyð, þá leitar
hönd hans stundum ansi skjótt
niður í vasann eftir peningavesk-
inu, eða það sem oftast mun vera,
að hjálpað sé á annan og oftast
haldbetri hátt. Ég hygg að Lúðvík
hafi ekki verið ólíkur föður sínum
að þessu og ýmsu öðru leyti.
Lúðvík hefði vafalaust getað
náð langt i viðskiptum en hann
var of mikill sportmaður í sér, of
mikið fyrir að reyna alltaf eitt-
hvað nýtt, hugkvæmnin beindist
svo viða, að hann stöðvaðist ekki
við tóm viðskipti. Það var ein-
hvern veginn ekki nógu spenn-
andi, fullnægói honum ekki.
Hann vildi kunna sem flest, geta
sem mest. Hann fór því út í flug-
nám og var búinn að fá fullkomin
réttindi þar fyrir 2 eða 3 árum.
Svo brá hann sér til Bandaríkj-
anna til að læra þyrluflug. Var
því námi lokið og fékk hann mikið
lof vestra fyrir kunnáttu og
hæfni. Svo kom dauðinn. — Það
vill svo einkennilega til að ég sem
þetta rita, var aldrei, utan einu
sinni, gestur á heimili Lúðviks
Karlssonar og heldur enginn
heimilisvinur hjá Karli föður
hans. Ég kynntist þeim á annan
hátt, í starfi, einkum Lúðvik,
bæði í félagsstörfum og öðrum
viðskiptum. Þvi meira sem við
höfðum saman að sælda, því
meira mat ég hann. Ég sakna
hans af öllu hjarta. Hann var
fæddur 11.5 1943 og náði þvi að-
eins 31 árs aldri.
Föður Lúðvíks, Karl, hefi ég
þegar minnst á. Hann var sonur
Lúðvíks Sigurðssonar, útgerðar-
manns á Norðfirði, þekkts manns.
Móðir Lúðvíks er Svanhildur Þor-
steinsdóttir Sigurðssonar, fyrrv.
kaupmanns í Reykjavik, verzl.
Bristol.
Kona Lúðviks, Hrafnhildur
Helgadóttir, Sæviðarsundi 2,
ekkja með 3 börn, syrgir nú látinn
mann og góðan dreng. öllu þessu
fólki votta ég innilega samúð
mína, svo og öórum aðstandend-
um.
Asbjörn Stefánsson.
Kvcðja til vinar.
Það er óþarfi að lýsa þeirri til-
finningu sem sækir að manni þeg-
ar vinir hverfa á einu augnabliki.
Það hafa margir reynt.
En samt er það svo þegar Lúð-
vik Karlsson hverfur svo snögg-
lega, það er erfitt að trúa þvi.
Þessi lífsglaði hæfileikamaður
sem kunni hvergi betur við sig en
i hástemmningu lifsins, kunni
fátt að hræðast og bauð því byrg-
inn sem hann mætti á lifsleiðinni
og óttaðist ekki stór áform sem
aðrir hefðu hikað við.
Ég hefi þekkt Lúðvík Karlsson
frá þeim tima er hann ánetjaðist
sviffluginu og mér hefur alla tíð
þótt hann draga að sér mikla at-
hygli, ýmist fyrir dirfsku, lagni og
ekki sízt hina ómetanlegu frá-
sagnargáfu sem ætið kom öllum í
gott skap, sem á hann hlustuðu.
Ekkert verkefni var svo stórt að
Lúðvik hikaðiviðaðleggjaí það
engin hindrun svo torfær að hún
væri ekki um leið freistandi við-
fangsefni. Hann var alveg sér-
stakur persónuleiki, sem dró að
sér athygli hvar sem hann fór.
Væri „Lúlli“ nálægur, var mað-
ur síhlæjandi, þvi engan hefi ég
þekkt sem hefur haft eins
skemmtilega frásagnargáfu og
hann. Þótt hann hafi oft leikið
sér að því að láta hugarflugið
streyma um draumheima ásamt
hinum raunverulega heimi, þá
Kveðja frá Alþjóðlegum
varaforseta Junior Chamb-
er International
JC félagar um allan heim sam-
hryggjast eiginkonum og fjöl-
skyldum og félögum sinum í JC á
Islandi vegna hins sorglega missis
tveggja góðra félaga sinna.
Lúðvík Karlsson og Kristján
Sveinn Helgason voru vel þekktir
og virtir ungir menn sem sýndu
hversu einstaklingsframtakið er
mikilvægur þáttur lífsins.
Ég sendi fjölskyldum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur,
Jeffrey Bird.
Alþjóðlegur varaforseti JCI
fyrir Island.
Kveðja frá Junior Chamber —
Reykjavík.
Sú harmafregn barst um borg
og bæ hinn 17. þessa mánaðar, að
þyrla hefði farist með 7 manns.
Tveir þeirra sem fórust voru fé-
lagar i JC-Reykjavík, þeir Lúðvík
Karlsson, flugmaður, og Kristján
Sveinn Helgason, framkvæmda-
stjóri.
Með þeim eru gengnir tveir
virkir og áhugasamir félagar, sem
á undanförnum árum hafa starfað
af ósérhlífni og áhuga að verkefn-
um innan samtakanna. Þeir voru
einarðir í framgöngu og ábúðar-
brást það aldrei að hann var
manna langskemmtilegastur í sín-
um hópi.
Það er mikil eftirsjá að þessum
marghæfa og raungóða manni og
það skarð, sem nú er höggvið í
hóp flugliðanna við Reykjavikur-
flugvöll verður aldrei fyllt, þvi
enginn var líkur Lúðvíki Karls-
syni.
Þórður Hafliðason.
Okkur setti hljóða við fregnina
af flugslysinu á Kjalarnesi þann
17. þ.m., þegar ljóst var, að okkar
góði félagi Lúðvík Karlsson flug-
stjóri, hafði farist þar ásamt
mörgum öðrum góðum mönnum.
Lúlli gerðist félagi i F.K.R.
síðastliðið sumar, svo að ekki
uróu kynni okkar löng, en þau
voru að sama skapi góð. Það er
þvi stórt skarð höggvið í okkar
litla hóp. Áhugasemi hans og
ósérplægni um málefni okkar og
hugðarefni munu verða okkur
hvatning til dáða um ókomin ár.
Á þessari erfiðu stund vottum
við Hrafnhildi konu hans, sonun-
um litlu og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
f.h. Kallhlffakhibbs Reykjavfkur
Hannes Thorarensen
Ásgeir Arnoldsson
Leifur Guðmundsson
Þann 17. þessa mánaðar
lézt Lúðvík Karlsson, flugmaður,
af slysförum. Hann var aðeins 31
árs þegar hann lézt.
Hann fæddist i Reykjavik 11.
maí 1943, elzta barn hjónanna
Karls Lúðvíkssonar, lyfsala hér í
borg, og konu hans Svanhildar
Þorsteinsdóttur.
Lúðvík ólst upp á myndarheim-
ili foreldra sinna. Hann var kom-
inn í menntaskóla, þegar hann fór
utan og lagði stund á nám i ensku
og kvikmyndagerð i Englandi.
Lauk hann þar prófi í þessum
greinum. Ekki varð sú raunin að
hann ynni við kvikmyndagerð
þegar heim kom, heldur lagði
hann fyrir sig verzlunarstörf. A
þessum árum kynntist hann svif-
flugi og náði hann góðum árangri
i þeirri íþrótt. Svifflugið beindi
svo huga hans að vélflugi og
ákvað Lúðvík aó gerast atvinnu-
flugmaður. Hann fékk atvinnu-
flugpróf í marz 1971, og flug-
stjóraréttindi í maí 1974.
Lúðvík starfaði mikið að félags-
málum og gegndi ábyrgðarstöðum
innan Junior Chamber hreyfing-
arinnar.
Fyrir þremur árum varð Lúðvik
þeirrar hamingju aðnjótandi að
ganga að eiga Hrafnhildi Helga-
dóttur. Eignuðust þau tvo syni
Karl og Þorlák. Fjölskyldu sinni
hafði hann búið fagurt heimili að
Sæviðarsundi 52.
Lúðvík var á margan hátt
miklir, og það var tekið eftir þeim
hvar sem þeir beittu sér að starfi.
1 starfi JC-Reykjavík liggja spor
þeirra víða, og má nefna að báðir
tveir höfðu þeir verið formenn
fjáröflunarnefndar félagsins.
Kristján Sveinn átt sæti í nefnd
ársins 1973—1974. Hann var þátt-
takandi í för til Turku á Evrópu-
þing JC hreyfingarinnar á síðasta
sumri, og var hann einn örfárra
Islendinga sem komið höfðu til
Coral Gables I Florida, höfuð-
stöðva JC hreyfingarinnar í heim-
inum. Þá átti Kristján Sveinn
sæti í landsstjórn samtakanna,
sem gjaldkeri 1972—1973.
Lúðvík átti sæti i mörgum
nefndum samtakanna, og eins og
áður segir formaður fjáröflunar-
nefndar félagsins. Hann var vara-
landsforseti 1971—1972 og tók
þátt í fjölmörgum ræðukeppnum
fyrir hönd JC-Reykjavík. Hann
var þátttakandi á alheimsmóti JC
hreyfingarinnar í Dublin á Ir-
landi 1971, og segja má að hann
hafi átt einn rikastan þátt i, á þvi
þingi, að Islendingar fengu kos-
inn sinn fyrsta og eina alþjóðlega
varaforseta hreyfingarinnar.
Lúðvik var margt til lista lagt,
og hefði án erfiðleika getað skap-
að sér sess á viðskiptasviðinu, en
flugió átti hug hans allan. Hann
hafði m.a. aflað sér réttinda í
froskköfun, stundaði fallhlifar-
stökk og hafði árum saman verið
eini ferjuflugmaður íslendinga.
óvenju mikill hæfileikamaður og
mörgum mannkostum búinn,
glaðlyndur, greiðvikinn, og lagði
aldrei illt til neins. Tungumála-
hæfileika hafði hann með afbrigð-
um og munum við, sem vorum
með honum í ræðumennsku-
klúbbnum suður á Keflavíkur-
flugvelli, lengi minnast ræða
hans þar. Komst þar enginn nærri
i flutningi, framsetningu og valdi
á enskri tungu.
Lúðvík sýndi í starfi sinu sem
flugmaður einstaka hæfileika.
Var sem flugvélin væri hluti af
honum sjálfum. Hafði hann öðlazt
mikla reynslu í flugi hér á landi
við erfiðustu aðstæður, eins og i
sjúkraflugi. Flaug hann um 300
ferðir til Vestmannaeyja, um og
eftir gosið. Var hann kominn með
nærri tvö þúsund flugtíma, sem
er óvenju mikið í slíku flugi. Síð-
astliðinn vetur fór hann nokkrar
ferðir með flugvélar milli Amer-
iku og Evrópu, um Grænland,
einn síns liðs og er það ekki nema
á fárra færi og ekki heiglum hent.
Fannst mér, sem þetta ritar, að
þar sem Lúðvík væri, færi vax-
andi maður, sem með hverju ári
Kristján Sveinn starfaði áður
hjá ýmsum fyrirtækjum, en fyrir
um tveimur árum setti hann á
stofn sitt eigið fyrirtæki, hjól-
barðasólunina Bandag hf., og á
siðasta ári stofnuðu þeir Kristján
og Lúðvik fyrirtækið Þyrlu-
flug hf., ogbáruþeirmiklar vonir
i brjósti um framtíð þess og fram-
gang. Ekki auðnaðist þeim að sjá
þann sameiginlega draum sinn
rætast, heldur voru kallaðir á
burt í slíkri skyndingu.
Þegar við nú kveðjum þá félaga
okkar Lúðvik og Kristján Svein
kemur margt i huga, eftir sam-
starf margra ára. Eitt ber þó öðru
hærra. Báðir tveir höfðu þeir til-
einkað sér það af einkunnarorð-
um JC hreyfingarinnar, sem "Við
leiðarlok skilur dýpst spor eftir,
en þau eru: „Að manngildið sé
mesti fjársjóður jarðar.“ Þeir
virtu og sýndu í breytni sinni og
störfum, að þeir höfðu tileinkað
sér þá hugsjón er að baki þessara
einkunnarorða liggur. Það var
akkur okkur hinum að hafa verið
samtiða þeim.
Vió hryggjumst við fráfall
góðra félaga og söknum vina i
stað.
Við vottum ekkjum þeirra og
börnum dýpstu samúð og hlut-
tekningu, svo og ættingjum
þeirra öðrum.
yxi að manngildi og áynni sér
traust sinna meðbræðra.
Nú i haust ákvað Lúðvík að
stofna til kaupa á þyrlu, ásamt
félaga sínum og vini, Kristjáni S.
Helgasyni. Hér á landi hefur
skapazt þörf fyrir þyrluflug á
ýmsum sviðum, sérstaklega á
sviði raforkumála. Hægt er með
aðstoð þyrlu að sinna viðgerðum
og öðru eftirliti með rafmagnslin-
um, með miklu styttri fyrirvara
og á auðveldari hátt en unnt er
eftir öðrum leiðum. Skort hefur
þyrlu er hefði nógu mikið burðar-
þol til að flytja viðgerðarefni og
tæki við slikar aðstæður. Höfðu
þeir félagar gert samninga um
þessa þjónustu við þær stofnanir,
er hér áttu hlut að máli. Lúðvík
dvaldi nokkurn tima í Bandaríkj-
unum og hlaut þjálfun i meðferð
þyrlunnar. Lauk hann þar prófi
með óvenju góðum vitnisburði.
Má segja að hann hafi verið á
margan hátt sérstaklega vel til
þessa starfs fallinn vegna hæfi-
leika og reynslu.
Eg hitti Lúðvík í hinzta sinn á
gamlársdag og var þyrlan þá að
koma til landsins. Hann var fullur
Framhald á bls. 25.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Fyrir mörgum árum drýgði ég alvarlega synd. Mér þykir
mjög fyrir þvf. En nú er ekki hægt ad bæta fyrir þessa synd. Er
nokkur von fyrir mig?
Já, vinur minn, þér eigið von. Guð er aldrei
hirðulaus gagnvart drýgðri synd.
En hann er líka Guð takmarkalausrar miskunnar.
Verið þess fullviss, að hann veit, að hve miklu leyti
þér getið bætt fyrir hið liðna, ef það er þá hægt.
Stundum má lagfæra það, sem illa var gert. Við
þekkjum mörg dæmi þess frá samkomum okkar
víðsvegar um landið. En hér er eitt nauðsynlegt.
Væruð þér fús til þess að bæta fyrir það, sem þér
brutuð af yður, ef það væri unnt? Þetta er eðli
iðrunarinnar! Hryggö vegna syndarinnar, svo mikil,
að menn vilja afneita henni og bæta fyrir hana, ef
tök eru á. Oft verður því þó ekki við komið. En sé
löngun fyrir hendi, þá þekkir Guð hjarta yðar. Eg vil
því svara yður á þessa leió: Snúið yóur til Guðs,
núna, af einlægu og iðrandi hjarta, og játið synd
yðar fyrir honum. Tr.eystið fyrirheitum hans um
sáluhjálp, sem veitist vegna dauða Krists. Minnizt
þess, að Guð gaf son sinn, af þvi að hann þráir, að þér
verðið hólpinn: Er það ekki nóg trygging? Treystið
því Kristi, að hann veiti yður sáluhjálp. Og þegar
tækifæri gefst, bætið þér úr því, sem þér hafið gert
rangt, og berið þannig vitni um það, sem Kristur
hefur gert fyrir yður.