Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975
r
Rjrgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri:
Skuldir hækka um 870 millj.
kr. vegna gengisfellingarinnar
Frá blaðamanna-
fundi Kröflunefnd-
ar — t.v. Júlfus Sól-
nes verkfræðingur,
Ingvar Gíslason,
varaformaður
nefndarinnar, og
Jðn Sólnes, for-
maður og fram-
kvæmdastjóri
Kröflunefndar.
Engar framkvæmdir
hafnar nema með
sérstöku leyfi
BIRGIR Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri upplýsti á fundi
borgarstjórnar I gærkvöldi, aó
gengistryggðar skuldir borgar-
sjóðs myndu hækka um 144,7
millj. kr. vegna gengisbreyting-
arinnar. Þá sagði borgarst jóri, að
skuldir borgarfyrirtækja myndu
hækka um 725,6 millj. kr. vegna
gengisbreytingarinnar. Það kom
einnig fram f ræðu borgarstjóra,
að afborganir og vextir af lánum
borgarsjóðs munu hækka um 41,4
millj. kr. á þessu ári og greiðslu-
byrði borgarfyrirtækja aukast
um 182,6 millj. kr. á árinu vegna
gengisfellingarinnar. Borgar-
stjóri sagði, að ekki væri Ijóst,
hvaða áhrif þetta hefði á fram-
kvæmdir borgarinnar, en hann
hefði mælt svo fyrir, að engar
framkvæmdir yrðu hafnar ncma
með sérstöku leyfi, og það sama
gilti um áhaldakaup og viðhalds-
verk.
Þessar upplýsingar komu fram
í svari við fyrirspurn frá borgar-
fulltrúum Alþýðubandalagsins:
Orðrétt sagði borgarstjóri I svari
sfnu:
„Gengistryggðar skuldir borg-
arsjóðs fyrir 14. febr. s.l. voru
578,7 millj. kr. Hér er nær ein-
göngu um að ræða eftirstöðvar af
því 600 millj. kr. láni, sem borgar-
sjóður tók á s.l. hausti. Ég vil rifja
upp, að í bréfi mínu til borgarráðs
þ. 5. nóv. s.l., þar sem leitað var
heimildar til lántökunnar, gat ég
þess að sá fyrirvari væri gerður af
hálfu Landsbankans, að breyta
mætti láni þessu í erlent lán. Það
var gert af bankans hálfu þ. 16.
janúar s.l. og vaxtakjörum þá
jafnframt breytt þannig, að í stað
17% vaxta voru vextir gerðir
breytilegir og miðaðir við svo-
nefnda FNCB Best Rate við upp-
haf hvers 6 mánaða tímabils láns-
timans og lækkuðu þá í 11% og
fara nú enn lækkandi.
Hækkun á þessum skuldum
vegna gengislækkunar er 144,7
millj. kr.
Gengistryggðar skuldir fyrir-
tækja borgarsjóðs voru sem hér
segir:
m kr.
Hitaveita 1.340,0
Rafmagnsveita 932,0
Strætisv. Reykjavfkur 18,0
Bæjarútgerð v/togarakaupa (áætlað) 560,0
i'ramkvæmd&sjóður 28,2
Reykjavfkurhöfn 10,2
Laugardalshöll 13,7
2.902,1
Hækkun ofangreindra skulda
nemur um 725.6 m kr.
1 þessum tölum eru ekki
reiknaðar hækkanir I innfluttum
vörum, sem fluttar verða inn á
árinu.
Afborganir og vextir af gengis-
tryggðum lánum borgarsjóðs á ár-
inu 1975 hækka um nálægt 41,4
millj. kr. og er þá tekið tillit til
lækkunar á vöxtum. Rétt er að
taka fram, að hugsanleg breyting
á lánstíma hefur komið til orða
við Landsbanka Islands og munu
viðræður um það teknar upp fljót-
lega.
Greiðslubyrói fyrirtækja
borgarinnar vegna gengislækkun-
ar eykst á árinu sem hér segir:
millj.
Hitaveita Reykjavlkur 102,0
Rafmagnsveíta Reykjavikur 57,5
Strætisvagnar Reykjavikur 4,5
Framkvæmdasjódur 1,8
Reykjavíkurhöfn 1,5
Laugardalshöll 0,6
B.tJ.R. (togarakaup) 18,8
186,2
A þessu stigi er erfitt að svara
þeirri spurningu nákvæmlega. Að
því er veilustofnanir snertir, fer
það að sjálfsögðu eftir ákvörðun
um gjaldskrá þeirra, hvort draga
þarf úr framkvæmdum eða ekki.
Gjaldskrármálin eru nú til með-
ferðar hjá borgarstjórn. Utgjalda-
aukning hjá S.V.R. mun lenda á
borgarsjóði nema fargjöld hækki.
Hins vegar eru ýmsar óbeinar af-
leiðingar gengislækkunar ekki
framkomnar, t.d. hækkun
rekstrarkostnaðar og hækkun
framkvæmdakostnaðar. Lakari
innheimta getur dregíð úr fram-
kvæmdagetu og ljóst er, að kjara-
samningar, sem fyrir dyrum
standa, munu einhver áhrif hafa
á afkomu borgarsjóðs. Þegar
þessi atriði liggja ljósar fyrir, tel
ég nauðsynlegt að taka fjárhags-
áætlun upp til endurskoðunar í
borgarstjórn. Á meðan þessi
óvissa rikir hef ég mælt svo fyrir
um, að engar nýjar framkvæmdir
skuli hafnar nema með sérstöku
leyfi og sama gildir um áhalda-
kaup og viðhaldsverk.“
Ljósmynd Sv.P.
Krafla fullvirkjuð í árs-
Tvœr 30 Mw gufuhverfilrafalasamstæður
keyptar frá Japan fyrir um 890 milljónir kr.
lok 1976?
Akureyri — 20 febrúar.
FYRSTI blaðamannafundur
Kröflunefndar var haldin á Akur-
eyri f dag og sagði formaður og
framkvæmdastjóri nefndarinnar,
Jón G. Sólnes alþingismaður, f
upphafi fundarins, að þar sem
Kröflunefnd hefði samkvæmt
ráðherraúrskurði aðal aðsetur
sitt á Akureyri hefði þótt hlýða að
þessi fyrsti fundur nefndarinnar
með blaðamönnum yrði haldinn á
heimastöðvum væntanlegrar
virkjunar. Varaformaður nefnd-
arinnar, Ingvar Gfslason alþingis-
maður, var einnig staddur á fund-
inum svo og verkfræðingarnir
Júlfus Sólnes og Pétur Pálmason.
Formaður tók fram að megin-
áherzla hefði verið á það lögð af
hálfu iðnaðarráðuneytisins, þegar
Kröflunefnd var skipuð, að öllum
framkvæmdum og undirbúningi
þeirra yrði hraðað sem mest. í
samræmi við það hefði nefndin
lagt hið mesta kapp á að ná skjót-
um samningum um afgreiðslu á
vélbúnaði og tækjum til virkjun-
arinnar.
it Enn beiðið
lokaniðurstöðu
1 fyrstu var það til nokkurs
baga fyrir nefndina að rannsókn-
um á Kröflusvæðinu var ekki lok-
ið og nefndinni hefur raunar ekki
enn borizt formlega lokaniður-
staða rannsókn frá Orkustofnun
en frumdrög gáfu til kynna að
skilyrði til orkuvinnslu væru hag-
stæð. Ekki hefur tekizt að gera
nákvæma kostnaðaráætlun virkj-
unarframkvæmdanna f heild, en
samkvæmt nýlegum drögum var
hún talin mundu kosta rúma þrjá
milljarða króna miðað við gamla
gengið. Línukostnaður var þar
ekki innifalinn, en hvorki jarð-
boranir eftir gufu og gufuleiðsla
inn í vélasal né heldur línulögn
eru í verkahring Kröflunefndar.
Fyrra verkefnið er f höndum
Orkustofnunar, en hið síðara hef-
ur verið falið Rafmagnsveitum
ríkisins.
Sl. haust var gengið frá samn-
ingi við verkfræðiskrifstofu
Siguröar Thoroddsen sf. I Reykja-
vík og Rogers Engineering Inc. í
San Francisco um skipulagningu
og hönnun verkframkvæmda og
öflun tilboða í vélbúnað gufu-
virkjunar við Kröflu. Það varð
strax ljóst, að öflun vélbúnaðar og
þá sérstaklega aflvéla til væntan-
legs orkuvers mundi taka lengst-
an tíma og þess vegna ráða hraða
byggingarframkvæmda. Kröflu-
nefnd hefur því lagt sérstaka
áherzlu á að flýta þessum hluta
undirbúningsins.
if Afgreiðslutfminn
16—18 mánuðir
Eftir að leitað hafði verið til
helztu framleiðenda á þessu sviði
Vitni vantar
ÞRIÐJUDAGINN 18. febrúar s.l.
var ekið á bifreiðina R-27600 og
vinstra afturbretti dældað. Þetta
geróist á móts við hús nr. 22 við
Baldursgötu milli kl. 23 og 24.
Þeir sem einhverjar upplýsingar
geta gefið um þessa ákeyrslu eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna.
og tilboð þeirra athuguð, hafa nú
verið gerðir samningar við
japanska fyrirtækið Mitsubishi
um kaup á tveimur 30 MW. gufu-
hverfilrafalasamstæðum. Eru
samningarnir gerðir með venju-
legum fyrirvara um samþykki
hlutaðeigandi stjórnvalda. Ráð-
gjafaverkfræðingarnir töldu til-
boð Mitsubishi 1 aflvélarnar vera
hagstæðast enda er um að ræða
óvenjulega hagstætt verð og af-
greiðsluskilmála að mati þeirra
sem til þekkja.
Heildarsamningsverð sam-
stæðnanna er um 890 milljónir
króna miðað við núverandi
gengisskráningu og afgreiðslu sif
Húsavfk. Hugsanlegar breytingar
á flutningskostnaði hafa því eng-
in áhrif á verð vélanna. Af-
greiðslutimi fyrri vélarsamstæð-
unnar er 16 mánuðir og hinnar
síðari 18 mánuðir. I verðinu eru
innifaldir varahlutir fyrir um 130
milljónir króna.
Fyrri vélasamstæðan á að koma
til landsins f júní 1976 og skal
prófun hennar með fullum afköst-
um vera lokið í október sama ár
samkvæmt ákvæðum samnings-
ins. Ljóst er því, að raforkufram-
leiðsla við Kröflu á að geta hafizt
síðla árs 1976 ef engin hlekkur í
framkvæmdakeðjunni bilar.
Kröflunefnd hefur bent yfir-
völdum á nauðsyn þess að hraðað
verði lagningu byggðalínu frá
Kröflu til Akureyrar og ennfrem-
ur bent á hagkvæmni þess að
leggja flutningslínu frá Kröflu til
Austurlands.
if Bráðabirgðavirkjun
Þá hefur Kröflunefnd unnið að
athugun á bráðabirgðavirkjun við
Kröfíu sem hugsanlega væri hægt
að taka f notkun á þessu ári. Helzt
kemur til greina að setja upp
notaðar gufuaflvélar af stærðinni
5—10 MW. ef slíkar vélar væru
fáanlegar. Ymsir aðilar hafa haft
þetta mál til athugunar en án
árangurs. Kröflunefnd barst
vitneskja um tvær notaðar 5 MW
gufuaflvélar f Kaupmannahöfn,
sem Rafmagnsveita Kaupmanna-
hafnarborgar vildi selja. En
borgaryfirvöld þar gáfu ekki leyfi
til sölunnar. Kröflunefnd mun
fylgjast náið með því hvort bráða-
birgðalausn af þessu tagi kemur
til greina og halda áfram athug-
unum á því máli meðan tími leyf-
ir. Nýjar vélar af þessari stærð
eru svo dýrar að kostnaður við
framangreinda bráðabirgðavirkj-
un yrði ekki undir 250 milljónum
króna ef þær yrðu keyptar og yrði
þá að taka afstöðu til þess hvort
leggjandi væri í þann kostnað
fyrir eitt ár eða svo, ef notaðar
ódýrar vélar fást ekki.
Loforð Orkustofnunar hefur
fengizt fyrir þvi að boraðar verði
Framhald á bls. 31
Ofsaveður í
Skagafjarð-
ardölum
Mælifelli 22. febrúar
SlÐAN á laugardag hefur verið
stormasamt hér um slóðir, þótt
ekki hafi náð viðllka ofsa og sl.
laugardagskvöld. Hjörleifur
Kristinsson á Gilsbakka i Austur-
dal og Grétar Simonarson í Goð-
dölum I Vesturdal telja að svo
hvasst hafi ekki orðið i dölunum
siðan 1. febrúar 1955, en þá var
þar fárviðri.
Skemmdir urðu á nokkrum
bæjum nú, svo sem fúðubrot í
Villinganesi og heyfok á Forná en
mest í Goðdölum, þar sem 14 þak-
plötur fuku af velfrágengnu og
nýlegu íbúðarhúsi Borgars
Símonarsonar. Stóð veðrið af suð-
austri eins og 30. desember 1903
þegar kirkja fauk í Goðdölum og
brotnaði i smámola, talin vandað
hús og hafði staðið í aðeins 17 ár.
— Sr. Agúst.
Friðrik gerirenn jafntefli
FRIÐRIK Ólafsson gerði enn
jafntefli í fjórðu umferð
alþjóðlega skákmótsins 1 Tallin
í Eistlandi og að þessu sinni við
bandaríska stórmeistarann
Lombardi. Morgunblaðið náði
símasambandi við Friðrik I
gær, sem þó rofnaði skömmu
slðar, en heyra mátti á Friðrik
að þetta hefði verið létt skák og
löðurmannleg, þar sem tveir
stórmeistarar sömdu snemma
jafntefli.
Friðrik sagði hins vegar, að
hinar þrjár jafnteflisskákirnar
hefðu allar verið harðar skákir
og raunar hefðu biðskákirnar
tvær við Taimanov og Spassky
verið mjög erfiðar, þar sem
hann átti lakara tafl 1 þeim
báðum. Sérstaklega kvaðst
hann hafa þurft að tefla ná-
kvæmlega í skákinni við
Spassky, sem hafði töluvert
rýmri stöðu, en svo hefði farið
að þeir sömdu um jafntefli
Keres er nú i efsta sæti á
mótinu með 3 vinninga og bið-
skák, Spassky er í öðru sæti
með þrjá vinninga og fimm eru
jafnir í 3—7 sæti með 2 og 'A
vinning en þá kemur Friðrik í
8. sæti með 2 vinninga.