Morgunblaðið - 21.02.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975
3
Reykjanesfólk-
vangur ákveðinn
Reykjanesfólkvangurinn nýi tekur við sunnan við Bláfjallafólk-
vang og Heiðmörk og nær suður á Krísuvíkurberg, eins og sýnt er á
kortinu.
STOFNUN fólkvangs þvert yfir
Reykjanesskaga, allt frá Heið-
mörk að Krýsuvíkurbergi, hef-
ur nú verið ákveðin með sam-
komulagi, sem fulltrúar
borgarstjórnar Reykjavíkur,
bæjarstjórnar Kópavogs, Sel-
tjarnarness, Hafnarfjarðar,
Keflavíkur, og Grindavíkur,
hreppsnefndir Garðahrepps,
Njarðvíkurhrepps og Selvogs-
hrepps gerðu á fundi, sem um-
hverfismálaráð Reykjavíkur
boðaði tii á Höfða 12. febrúar.
Þar var gengið endanlega frá
samkomulagi um takmörk
svæðisins og reglur þær, sem
um fólkvanginn skyldu gilda,
þ.e. þann hluta sem nú er tek-
inn fyrir, sunnan Bláfjalla-
svæðisins. Var Elínu Pálma-
dóttur, formanni umhverfis-
málaráðs, og Páli Líndal,
borgarverkfræðingi, falið að
ganga frá málinu, og lögðu þau
beiðni þar að lútandi fyrir fund
Náttúruverndarráðs í gær þar
var samþykkt að verða við þess-
ari beiðni og fólkvangurinn
með landamörkum og reglum
lögum samkvæmt tilkynntur f
Lögbirtingablaði og komi ekki
athugasemdir fram, þá f
Stjórnartíðindum, að fenginni
staðfestingu ráðuneytisins.
Málið er búið að eiga lang-
an aðdraganda og nokkrar fæð-
ingarhríðir í 4—5 ár, sem eðli-
legt er þar sem svo mörg
sveitarfélög eiga í hlut, sagði
Elín Pálmadóttir, formaður,
umhverfismálaráðs við Mbl. Og
ég tel það mjög mikinn og gleði-
legan áfanga að þetta stóra og
ákjósanlega útivistarsvæði með
svo sérkennilegri náttúrufeg-
urð og margbrotnu landslagi í
nágrenni við þéttbýliskjarnana,
Nýtt framtíðar
útivistarsvæði
fyrir þéttbýlið
þar sem fólk á í framtíðinni að
geta notið útivistar og hinnar
einstöku íslenzku náttúru. Með
þessu móti höfum við eignazt
útivistarsvæði, sem nær sam-
fellt frá Reykjavík með Elliða-
árdal, yfir Rauðhólana og Heið-
mörk, en þar tekur Bláfjalla-
fólkvangur við og nú viðbótin
suður eftir Reykjanesinu, með
Vífilsstaðahlíðum, Hjöllunum
og Löngubrekkum með sínum
mikla gróðri og sérkennilegu
náttúrufyrirbærum eins og t.d.
Búrfellsgjá, Gjárrétt og Helga-
dal, og síðar svæðinu kringum
Kleifarvatn og suður á Krýsu-
víkurberg með fuglalífi sinu.
Ég er viss um að þéttbýlisfólk
framtíðarinnar á eftir að vera
þakklátt fyrir þá forsjálni að
gera þetta svæði að útivistar-
svæði. Ég vil minna á, að ýmis
stig eru á friðun í lögum og
þarna er um fólkvang að ræða,
þ.e. svæði þar sem fólki er
heimil útivist og ekki má
hindra slíkt.
Hugmyndin um Reykjanes-
fólkvang átti rætur sinar að
rekja til ályktunar, sem gerð
var í borgarstjórn Reykjavíkur
2. október 1969 og tók náttúru-
verndarnefnd Reykjavíkur
málið upp við önnur sveitar-
félög á síðasta kjörtímabili,
þegar samkomulag náðist í maí
1972 um 1. hlutann, Bláfjalla-
fólkvang, sem nú er kominn i
gagnið. Og nú er verið að stofna
fólkvang alla leið suður á
Krýsuvíkurberg. Ekki - hefur
endanlega verið gengið frá því
hvort sérstök stjórn sveitar-
félaganna fer með mál þess
hluta eða hann gengur inn í
samstarfið í Bláfjöllum, en
áhugi virðist vera hjá sveitar-
stjórnunum um hið síðar-
nefnda. Verður þá þetta einn
fólkvangur, sem öll sveitar-
félögin hafa aðgang að. A
fundinum í Höfða var sam-
þykkt að hftirfarandi reglur
skyldu gilda um Reykjanesfólk-
vanginn:
1. „Fótgangandi fólki er
heimil för um allt svæðið, og
má ekki hindra slíka för með
girðingu, nema stigar til yfir-
ferðar séu með hæfilegu milli-
bili. Reiðgötum má ekki loka
með girðingum. Þessi ákvæði
eiga þó ekki við um girðingar
um vatnsból og ræktað land,
enda er umferð óheimil innan
slíkra girðinga. Á skógræktar-
girðingu skulu einungis vera
stigar.
2. Allt jarðrask er bannað
innan fólkvangsins, nema leyfi
Náttúruverndarráðs komi til.
Undanskilin er hagnýting
jarðhita, t.d. i Krísuvík, og
mannvirkjagerð i því
sambandi, sbr. þó 29. gr. laga
nr. 47/1971. Jafnframt verði
ekki haggað þar eðlilegri nýt-
ingu í Krýsuvík til búrekstrar,
réttur til beitar ekki skertur
innan fólkvangsins og áskilinn
er þar réttur til starfsemi í al-
mannaþágu . (svo sem heilsu-
hæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).
Skipulegur námurekstur, sem
rekinn er innan fólkvangsins,
þegar auglýsing verður birt i
Lögbirtingarblaói má þó
haldast, enda sé umgengni í
samræmi við 18. gr. laga nr.
47/1971.
Tekið er fram af hálfu
sveitarfélaganna allra, að með
stofnun fólkvangsins telja þau
ekki á neinn hátt raskað eignar-
rétti aó landi því, sem fólk-
vangurinn tekur til.
Samvinnunefnd sveitarfélag-
anna allra fer með stjórn fólk-
vangsins og er hún skipuð ein-
um fulltrúa frá hverjum aðila.“
Takmörk svæðisins eru
nákvæmlega tiltekin, en þau
liggja frá punkti i Heiðmerkur-
girðingu undir Vífilsstaóahlið
að Kerhelii, en þaðan inn fyrir
sumarbústaðahverfi í Sléttu-
hlíð að Klifsholti og i Steins-
hús. Þaðan leggur línan beint i
norðurhorn Skógræktar-
girðingarinnar undir Undir-
hliðum og meðfram henni í
suðurhorn. Þaöan beint í punkt
á mörkum Hafnarfjarðar og
Grindavíkurhrepps undir
Markargili og i Markhelluhól
og síðan suóur eftir mörkum
Vatnsieysustrandarhrepps og
Grindavíkurhrepps i punkt á
þeim mörkum, sem er suður af
Höskuldarvöllum. Þá í Núps-
hlíðarháls og þaðan beint i Dá-
horn vestan Krýsuvíkurbjargs.
Að austanverðu fylgja mörkin
sýslumörkum í Seljabót um
Sýslustein og þaðan norður sem
markalína fólkvangsins i Blá-
fjöllum sker sýslumörk, þaðan
norðvestur eftir mörkum þess
fólkvangs í horn Heiðmerkur-
girðingar við Kolhól og með
Heiðmerkurgirðingu.
Skýrsla áburðarnefndar:
Aburðarhækkunin ein leiðir af sér
10—15% hækkun búvöruverðsins
sérstakri verðhækkun búvöru og
einnig er meiri en árs dráttur á að
hækkaður reksturskostnaður skili
sér að fullu í afurðaverðmætum
til framleiðenda. Þetta á einkum
við um rekstur sauðfjárbúa. Ef
áburðarverð hækkar um 125%,
aukast útgjöld verðlagsbúsins
(400 ærgilda bús) og 271 þúsund
krónur.
ABURÐARNEFNDIN svokallaöa
lagði niðurstöður sfnar fyrir rfk-
isstjórnina f gær. Eins og Mbl.
hefur áður skýrt frá kemur fram í
skýrslu nefndarinnar, að fram-
undan eru gífurlegar hækkanir á
áburðarverði. Telur nefndin að
hækkanir söluverðs nemi á árs-
grundvelli 1100—1200 milljónum
kr., eða 125% hækkun milli ára.
Muni sú hækkun ein leiða af sér
10—15% hækkun búvöruverðs
hinn 1. júní n.k. verði ekkert að
gert. Síðan nefndin gerði þessa
útreikninga hefur gengið verið
fellt um 20% og mun sú ráð-
stöfun leiða til enn meiri hækk-
ana, en á þessu stigi liggur ekki
fyrir hve miklar hækkanir sú
gengisfelling mun leiða af sér.
Nefndin bendir á nokkrar leiðir
til að mæta hinum stórfellda
vanda sem við blasir vegna hækk-
unarinnar, m.a. að dreifa henni á
3—4 ár. Hér fer á eftir greining
nefndarinnar á vandanum og þær
tillögur sem hún bendir á til að
mæta vandanum:
1. Almenn áhrif á efnahagslíf:
Erlend rekstrarföng til áburð-
arframleiðslunnar, sem voru m.v.
verðlag á siðasta ári um helm-
ingur af framleiðslukostnaði á
áburði, hækka frá fyrra ári um
rúmlega 110% í dollurum og tæp-
lega 200% í krónum.
Það mun auk innlendra kostn-
aðarhækkana leiða til hækkunar
á söluverði áburðar á ársgrund-
velli um 1100—1200 m. kr., sem
svarar til 125% hækkunar áburð-
arverðs. Sú hækkun leiðir af sér
10—15% hækkun á vérði búvöru
i smásölu 1. júní n.k. til viðbótar
hækkunum sem stafa frá öðrum
liðum en áburði í verðlagsgrund-
velli. Þessi búvöruhækkun veldur
VEGNA hinnar gífurlegu hækk-
unar, sem framundan er á áburði,
átti Morgunblaðið samtöl við þrjá
bændur til að forvitnast um það
hvaða áhrif hækkunin hefði á
búreksturinn og hvaða leiðir þeir
sæju til að mæta vandanum. Voru
þeir sammála um, að búrekstur-
inn stæði alls ekki undir þessum
hækkunum og til einhverra rót-
tækra ráða yrði að grfpa. Þá voru
þeir sammála um að ekki þýddi
að draga úr áburðarnotkun, það
leiddi aðeins til minni og rýrari
töðu og þar af leiðandi minni
framleiðslu.
Egilsstaðabúið á Héraði er mjög
stórt á íslenzkan mælikvarða. Þar
eru 50—60 kýr, um 200 holdanaut
og 300 fjár á fóðrum yfir vetur-
inn. Ingimar Sveinsson bóndi
varð þar fyrir svörum. „1 fyrra
í fyrsta áfanga tæplega 3% launa-
hækkun samkvæmt kjarasamn-
ingum frá í febrúar s.l. Það
hækkaði beinar og óbeinar launa-
greiðslur tengdar kaupgjaldsvísi-
tölu — og þar með verðlag — um
1800—1900 milljónir króna á árs-
grundvelli i fyrsta áfanga og
keyptum við áburð fyrir um 1!4
milljón með flutningi og miðað
við þá hækkun sem boðuð er, mun
áburðarverðið fara yfir 3 milljón-
ir hjá okkur. Þetta er geysilegt
áfall fyrir okkur og augljóst að
vió getum engan veginn staðið
undir hækkuninni. Ég hef á þessu
stigi engar tillögur fram að færa,
það verður að meta hvort farið
verður út i auknar niðurgreiðslur,
kostnaðinum dreift eða hækkun-
inni hleypt út í verðlagið. Við
erum með nautgripina á ræktuðu
landi allt sumarið og getum því á
engan hátt dregið úr áburóar-
notkuninni. Heyið er undirstaða
búskaparins og það má alls ekki
rýra, það skilar sér bara í rýrari
afurðum. A Egilsstaðabúinu er
húsdýraáburðurinn fullnýttur,
svo við getum ekkert sparað
okkur þar.“
innan árs um 50—60% hærri fjár-
hæð eða 2700—3000 millj. kr.
2. Rekstursfjárþörf landbúnað-
arins verður meiri en hann getur
mætt án sérstakra fyrirgreiðslna.
Verðlagskerfi búvöru gerir ekki
ráó fyrir að úr skyndilegri viðbót
rekstursfjárþarfar sé bætt með
Baldur Kristjánsson bóndi Ytri-
Tjörn Öngulstaðahreppi i Eyja-
firði sagði Við Mbl. að hann
stundaði eingöngu nautgripa-
rækt, en væri auk þeSs méð kart-
öflur. Hann er með 70 nautgripi
og áburðarnotkunin síðasta ár var
tæp 19 tonn, eða um 240 þúsund
krónur. Áburðarkostnaðurinn
mun þvi fara upp í ríflega hálfa
milljón hjá honum. Baldur var
þeirrar skoðunar að úr áburðar-
notkun mætti á engan hátt draga,
en hins vegar væri það eflaust svo
hjá mörgum, að nota mætti betur
húsdýraáburðinn. „Ef húsdýra-
áburðurinn er notaður 100% alls
staðar, má örugglega draga úr
notkun tilbúna áburðarins,“ sagði
Baldur. Að lokum ræddi hann
nokkuð um stöðu þjóðarbúsins og
var ekki allt of bjartsýnn á lausn
aðsteðjandi vandamála. „Ætli við
3. Innlend fóðurframleiðsla fær
lakari samkeppnisaðstöðu en
verið hefur gagnvart innfluttu
kjarnfóðri. Þvi veldur m.a. að
kjarnfóóur nýtist fyrr til afurða
við búrekstur og auðveldara er að
afla fjár til kaupa á kjarnfóðri,
Framhald á bls. 31
förum ekki á hausinn fyrir rest og
verðum boðnir upp á alheims-
markaði,“ mælti hann að lokum.
Bjarni Guðráðsson bóndi Nesi
Reykholtsdal i Borgarfirði sagði,
að áburðarnotkunin hjá sér hefði
verið 30 tonn í fyrra og verð þess
magns verið 470 þúsund krónur,
svo sýnilega fer kostnáðurinn yfir
milljón í ár. „Fyrir okkur sem
stundum kúabúskapinn er ekki
nema um tvennt að velja, kaupa
áfram áburð eða hætta hreinlega
að búa. Minni áburður þýðir ein-
faldlega minni mjólk, og úr
áburðarnotkuninni má því ekki
draga. Það segir sig sjálft, að
bændur geta alls ekki staðið und-
ir þessum miklu hækkunum. Ein-
hverja lausn þarf að fá á þessu
geigvænlega vandamáli," sagði
Bjarni að lokum.
Skoðun bænda:
„Getum ekki dregið úr áburðamotkuninni”