Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1975 I GLUGG OFT getur verið merkilegt að fylgjast með því hvernig gamlar bólur kasta skyndilega ellibelgn- um og ganga aftur sem splunku- nýjar bólur, komast í tízku öðru sinni ef svo má segja. Umskipt- ingurinn sem ég hef hér einkum I huga hét í gamla daga „jafnvægi ( byggð landsins". Pólitíkusarnir okkar höfðu þá hátt um mikil- vægi þess að „viðhalda jafnvægi ( byggð landsins" og gekk svo fram um hríð. En eftir því sem árin liðu og eftir því sem þetta orða- samband varð meira notað, fór það að glata merkingu sinni og dagaði loks uppi sem innantómt slagorð. En viti menn. Allt i einu skýtur þessari sömu bólu upp aft- ur en i nýjum skrúða, þvi að nú heitir hún „byggðastefna". Hún fer sem eldur í sinu um islenzka þjóðlífsumræðu, fyrr en varir cr hún komin á stefnuskrá allra stjórnmálaflokkanna, hafin til vegs og virðingar af fjölmiðlum — eitt vegsamaðasta tízkuorð dagsins. Það er ekki ætlunin hér að am- ast við byggðastefnunni og mark- miði hcnnar — síður cn svo. Hins vegar get ég ekki orða bundizt yfir þeim hryðjuverkum sem ver- ið er að vinna í nafni hennar í fjölmiðlum og alveg sérstaklega í sjónvarpi. Á ég þar við þá áráttu sjónvarpsins að planta slatta af forsvarsmiinnum einstakra byggðahluta í sjónvarpssal, sem þylja yfir okkur íbyggnir og mæðulegir vanda og þarfir við- komandi landshluta. Ég lcyfi mér að efast um að forráðamcnn í sjónvarpi trúi því raunverulega að verið sé að veita byggðastefnunni fulltingi eða ra*kja skyldur við dreifbýlið með því að sýna þætti af þessu tagi á bezta tíma kvölddagskrárinnar. Þeim hlýtur að vera Ijóst að þess- ir þættir, eins og þeir birtast á skjánum, eru miklu fremur lík- legir til að slæva áhuga alls al- mennings á hyggðastefnunni og ýmsum áhugaverðum málefnum sem innan hennar rúmast. Vinnu- brögðin við byggðaþættina ganga nefnilega í berhögg við allt eðli og tilgang sjónvarpsins; það er ekiii í verkahring þess að senda út orðaskipti og alvörugefið lát- bragð 5—6 sveitast jórnarfor- kölfa, sem sitja við langborð í sjónvarpssal og gjóta öðru hverju flöktandi augum í myndatökuvél- ina. Nei, herrar minir, það er hlutverk sjónvarpsins að fara á þessa staði, bregða upp myndum frá landshlutunum, draga fram vanda þeirra og þarfir ( myndum og máli, og gera áhorfendum þannig ekki aðeins Ijóst hver þessi vandi er og hverjar þessar þarfir heldur einnig hvernig þær eru. Sjón er sögu ríkari, segir gamalt máltæki, og það verður aldrei of oft brýnt fyrir þeim sem vinna að þáttagerð í sjónvarpi. Það var á ýmsan hátt óvænt ánægja að sjá hversu Liðin tíð Harold Pinters skilaði sér vel af litla leiksviðinu í Þjóðleikhús- The Raging Moon — Hinn hrákaði reyr — svo að segja ný brezk mynd eftir Brian Forbes. kjallaranum yfir á skjáinn, svo að áhrifamáttur verksins varð jafn- vel enn magnaðri. Langt mál mætti skrif um þetta margræða leikrit Pinters. Hann er hér'sann- arlega í essinu sínu; hleður af snilli hins mikla byggingameist- ara upp völundarhús úr orðræð- um og samtölum persóna sinna og i leikslok er það sennilega ein- staklingsbundið mat áhorfandans hvort nokkrar útgöngudyr eru á þessu húsisemleiði hann aftur út á slétta velli rökhyggjunnar. Pinter beinir athygli okkar að einni persónu i senn; lætur eigin- manninn rifja upp atburð frá lið- inni tíð, siðan eiginkonuna og þá tekur endurminningin á sig nýja mynd, loks vinkonuna og við fá- um þriðju útgáfuna af þessum atburði. Útkoman er skringilegur hringur — hringlaga þríhyrning- ur liggur mér við að segja. Leikstjórinn Stefán Baldursson hcfur kosið að nálgast leikritið með því að undirstrika lesbískan undirtón verksins og afbrýði- þrungna spennu milli eigin- manns og vinkonu og sýningin fær þannig realískt yfirbragð. 1 sjónvarpinu hefurStefán síðan með dyggilegri aðstoð leikaranna þriggja (Erlings Gíslasonar, Kristbjargar Kjeld og Þóru Frið- riksdóttur) og stjórnanda upp- töku (Andrésar Indriðasonar) valið þann kostinn að færa áhorf- andann sem na*st vettvangi leiks- ins — hugarfylgsnum persón- anna — með því að byggja tökuna að langmcstu leyti á nærmyndum af leikurunum. Atburðarásin, hreyfingin í leiknum, hún fer fram í andlitsdráttum og augna- tillitum leikaranna. Árangurinn er velheppnuð og fagmannlega unnin sjónvarpssýning. — bvs. XXX Sjónvarpsrýnendur hafa mak- lega fundið að því í vetur, að skemmtiþættir sjónvarpsins væru helst til einhæfir, byggðir upp í kringum hið margtuggna spurn- ingaform. Nú hafa tveir skemmtiþættir annars eðlis birst á skjánum með stuttu millibili, væntanlega til að fá meiri fjölbreylni i „skemmtun- ina“. Er varla of sagt að telja báða þessa þætti misheppnaða. Sá fyrri hér „Raulað i skammdeginu" og var tillag nokkurra áhugamanna. Fyrsta atriðið, söngur skólastjór- ans, boðaði ekki gott og fram- haldið varð aðeins til að styrkja mann í trúnni á, að nafn þáttarins væri réttnefni. Þeir Baldrar Brjánsson og Hólmgeirsson voru einna eftirminnilegastir svo og söngur kvartettsins i lokin. „Má bjóða yður lummur?" hét þáttur með þeim bræðrum Þór- halli og Haraldi, Sigurðssyni og aðstoðarfólki, Þarna voru dregnar fram nokkrar gamlar lummur af brandarasviðinu. Þátturinn var að mörgu leyti vel unnin, um- gjörðin góð, búningar, tónlist, sviðsetning og leikur oft ágætur, en gallinn var bara sá að maður hafði heyrt þessa brandara svo oft áður, að manni stökk varla bros á vör. Enda varð útkoman bezt þegar reynt var að fara á aðrar slóðir, t.d. i lokaatriðinu. Þeir bræður eru alltof góðir kraftar til að eyðileggja fyrir sér með svona nokkru. Andrés Indriðason mun hafa tilreitt þessar gömlu lummur. Hann er greinilega staddur á andlegu eyðiskeri þessa stundina. Vonandi forðar hann sé þaðan sem allra fyrst, allavega fyrir næslu áramót. Eftir að hafa horft á þessa tvo þætti læðist sá grunur að manni, að sjónvarpsmenn líti ekki nægi- lega gagnrýnum augum á það sem þeir bjóða áhorfendum á skemmtisviðinu. Það þarf að gera mun meiri kröfur en þarna var gert. Á sunnudagskvöld kl 20 30 er á dagskrá sjónvarpsins þátturinn Það eru komnir gestir og þar ræðir Trausti Ólafsson við þrjár gamal- reyndar gamanleikkonur, þær Nlnu Sveinsdóttur. Emiliu Jónas- dóttur og Áróru Halldórsdóttur. „Umræðuefnið skýrir sig eigin- lega sjálft, þegar áhorfendur vita hverjir viðmælendur mínir verða," sagði Trausti, „þvi óhjákvæmilega mun talið berast að revium og gamanleikjum, sem þær áttu sinn þátt i að gera fræga." f næsta dagskráratriði kveður aftur á móti við annan tón og Þalia setur upp alvöru svip. Flutt verður sænsk sjónvarpsgerð á leikriti Strindbergs — Bránda tomten, undir leikstjórn Hákan Ersgárd en með Erland Josephson i hlutverki Arvid Valström og Jan- Erik Lindqvist, Ullu Blomstrand, Arthur Fischer, Márta Ternstedt, Bengt Eklund, Brittlouise Till- blom, Arne Kállerud o.fl. i öðrum hlutverkum. Erland Josephson virðist fara á kostum i sýningu þessari, þvi að i Ijósriti þvi sem við fengum frá sjónvarpinu um hlut- verkaskipan má greina hvar sá sem skoðaði leikritið fyrir isl. sjón- varpið hefur hripað út á spássiuna hjá nafni Erland Josephson — „okkar leikarar ættu að skoða E.J. vandlega." Þessari ráðleggingu er hér með komið á framfæri. Aðdáendur Strindbergs hafa annarsekki þurft að kvarta yfir þvi Gregory Peck og Joan Bennett í The Macomber Affair, sem sýnd verður á miðvikudag. HVAC EB AÐ SJA? að þessi mikli meistari norrænnar leikritunar hafi verið afskiptur nú í vetur — fyrst var það Gústav III. i sjónvarpinu i haust, siðan Dauða- dansinn i Iðnó eftir áramótin og nú Bránda tomten i sjónvarpinu. Þetta leikrit er annars eitt af fjór- um svonefndum kammerleikritum Strindbergs (hin eru Ováder, Spöksonaten, Pelikanen) sem hann samdi fyrir hið litla leikhús sitt — Intima teatern 1907 og eru skrifuð í anda expressjónism- ans. Leikritið greinir frá manni ein- um sem kemur heim eftir þrettán ára dvöl I Ameríku og þegar hann ber að garði er bernskuheimili hans nýbrunnið. Hann röltir í kringum rústirnar og minningarn- ar vakna. Hann hittir bróður sinn, málara, steinskera, stúdent og fleiri sem áttu heima í húsinu eða bjuggu I nágrenni þess. Og með samtölum við þetta fólk verður aðkomumaðurinn margs visari um hið gamla bernskuheimili sitt. Brunatóftin var frumsýnd hjá Intima-leikhúsinu í desember 1907 en var illa tekið og gekk aðeins i sjö skipti. Leið aldarfjórð- ungur þar til leikritið hlaut mak- lega endurreisn en það var með flutningi útvarpsins á þvi árið 1933. f janúar 1946 stóð Olof Molander að frægri sýningu á Bránda tomten i Dramatikerstud- ion i Stokkhólmi, og um þá sýn- ingu lét gagnrýnandinn Sten af Geiierstamm þessi orð falla: „Maður vissi og vænti þess að Molander myndi finna Ijóðrænuna undir mannfyrirlitningu leikritsins. En að sýning á einu af kammer- leikjum Strindbergs myndi á viss- an hátt leitast við að draga fram kátinu kom þó alveg á óvart ..." Upp frá þessu hefur Bránde tomt- en skipað sinn virðulega sess meðal verka Strindbergs. Á mánudagskvöld kl 21.50 verður sýnd brezk heimildarmynd um kvennasamtök, sem taka á móti konum sem neyðast til að flýja heimili sin, en á frummálinu nefn- ist mynd þessi Scream Quietly and the Neighbours Will Hear. „Þessum konum hefur verið mis- þyrmt meira eða minna af eigin- mönnum sinum," sagði Dóra Haf- steinsdóttir. „Þátturinn byggist aðallega upp á viðtölum við þess- ar konur og er kannski dálitið þungur i vöfum, eins og oft vill bera við þegar þannig er farið að. Mörgum mun vafalaust þykja hann fróðlegur þó að mér þyki þetta vandamál svolitið framandi, — maður er a.m.k. ekki vanur að vita af svona mörgu fólki sem svi olla er komið fyrir." Á þriðjudaginn hefur nýr fram- haldsþáttur göngu sina. Sá er brezkur og nefnist á frummálinu Helen — Woman of Today, og með aðalhlutverkin fara Alison Fiske og Martin Shaw. Það má kannski að einhverju leyti líta á þennan framhaldsmyndaflokk sem fram- lag sjónvarpsins til kvennaársins — þvi að hér er staða konunnar i nútíma þjóðfélagi vissulega á dag- skrá. j þessum þáttum greinir frá Hel- enu Tulley — i upphafi sjáum við hana sem ósköp venjulega eigin- konu i farsælu hjónabandi að þvi er virðist, hún heldur sig heima fyrir og annast tvö böm þeirra hjóna. Eiginmaðurinn er i tryggri stöðu og þau búa i eigin húsi og eiga bil. Hún hefur aftur á móti hætt námi og ekki tekið þátt i atvinnulifinu i áratug. Og þá er það einn dag að þeir atburðir ger- ast, sem leiða til þess að Helena og maður hennar ákveða að slita samvistum, og Helena verður nú að hefja nýtt líf einsömul með börn sin tvö. „Það sem fyrir mér vakti var að gera myndaflokk um þau vanda- mál sem steðja að konunni um þessar mundir bæði innan hjóna- bandsins og utan," segir Richard Bates, framleiðandi þessara þátta. „ Kvennahreyf ingin, pillan og sveigjanlegri fóstureyðingalöggjöf hefur á vissan hátt breytt afstöðu okkar. Við beinum athyglinni að þeim vandamálum sem verða á vegi margra kvenna, ekki hvað sízt þeirra sem brjótast út úr hjónabandinu. Oft og tíðum eru gerðar vægðarlausar kröfur til þeirra. umhverfið er oft fjandsam- legt." Þviltkar kringumstæður munu einnig þekkjast hérlendis, og vafalaust verður fylgzt með ferli Helenu Tulley af athygli. Það er ósvikin ánægja að geta upplýst að á miðvikudagskvöld sýnir sjónvarpið kvikmynd frá gömlu, góðu dögunum, en þeir sjónvarpsstjórar hafa öðru hverju sýnt tilburði i þá átt að helga það kvöld gömlum bíómyndum á móts við laugardagskvöld, jafnvel gefið um það fyrirheit, en átt i einhverj- um erfiðleikum með að efna þau. The Macomber Affair nefndist mið- vikudagsmyndin, bandarisk að uppruna og gerð árið 1947, stjórnandi Zoltan Korda en i aðal- hlutverkum Gregory Peck, Joan Bennett og Robert Preston. Mynd- in er gerð eftir einni af smásögum Hemmingways, þar sem lýst er veiðiferð í Afríku og greinir frá þrihyrningnum: eiginmaður, eigin- kona og leiðsögumaður. Banda- riska kvikmyndabiblian okkar gef- ur þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu eða næsthæstu gjöf. Brezka biblian er hins vegar tölu- vert neikvæðari sem oftar og gef- ur myndinni þá einkunn, að fólk skuli sjá hanahafiþað ekkert betra við timann að gera. Á laugardagskvöld er Vaka aftur á dagskrá i fyrsta sinn á þessu ári. Umsjónarmaður hennar að þessu sinni er Aðalsteinn Ingólfson, list- fræðingur og myndlistargagnrýn- andi Visis, en stjórnandi upptöku er Egill Eðvaldsson. „Við brugðum okkur til Akureyrar í þrjá daga og litum lítillega á menningarlífið i þeim bæ," sagði Egill. „Við brugð- um okkur i leikhús til að kynna okkur hvað var að gerast i leikhús- lifinu og bregðum upp myndum úr Matthiasi, sem LA var þá að hætta að sýna, og eins úr barnaleikritinu ^Litla Kláus og stóra Kláus. Við áttum viðtal við Eyvind Erlends- son, leikhússtjóra LA, og siðan brugðum við okkur upp i Mennta- skóla þar sem Kristin Ólafsdóttir leikkona er að æfa Atómstöðina með menntskælingum. Einnig lit- um við inn í kennslustund hjá tónlsitarskólanum á Akureyri. heimsóttum skáldin Guðmund Frí- mann og Kristján frá Djúpalæk og loks er gerð dálitil grein fyrir and- láti Myndlistarfélagsins á Akur- eyri með viðtölum við aðstand- endur þess og við bæjarstjórann " Helen, Woman of Today. —SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.