Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 LOFTLEICIR BÍLALEIGA !0 CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Fa iii /, i iitf.i \ liiAti: <Q BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMŒER Útvarp og stereo kasettutæki tel. 14444 • 25555 mutiÐ/ff BllALEIGA CAR RENTAL BILALEIGA Car Rental (j0. SENDUM 41660-42902 Dömustólar og sófar Bólstrun Guðm. H. Þorbjörnssonar, Langholtsvegi 49, (Sunnutorg) sími 33240. Sr. B0LLI GÚSTAFSSON í Laufási: ÍKLEGA þykir mörgum ærin ástæða til að gera meyfæðing- unni nokkur skil á boðunardegi Maríu guðsmóður. Aldrei hefi ég fundið til löngunar að taka þátt í umræðum um það efni, þótt ýmsir vitrir og sannleiks- elskandi blekbændur láti sig það miklu varða, hvort heldur eru guðfræðingar, sem hafa yndi af að skrifa og skeggræða; forvitnir rithöfundar; penna- færir raunvísindamenn; gáfað- ir, ritglaðir bændur; guðspek- ingar eða öndungar. Fjölmargir hafa þeir lagt sig mjög fram við að útmála skoðanir sínar (mis- jafnlega frumlegar) og komist að margvíslegum og oft litrík- um niðurstöðum. Þetta efni hefur verið gert að tröllauknu vandamáli, sundrungarýaka, og þvi leitt af sér flóknar og gagns- lausar deilur, sem oft hafa snú- ist upp í heift og hneykslun. Þannig er því oftar háttað um trúmáladeilur, að þær eru dæmalaust leiðinleg dægra- stytting og engum til gagns og allra sízt kristindómi og kirkju. Enda kemur í ljós, að kirkjan er óvirk í gagnlegu starfi, kær- hlutuð í sundur, brotin, já, leik- in eins og listaverkin, sem vald- hafarnir í Sovjet sópuðu burt af aimannafæri með jarðýtum í fyrra, þá sýnist mér eins og mannkyninu hafi miðað sorg- lega skammt áleiðis. Það er undrunarefni, að ennþá skuli læsir menn og skrifandi, skírðir til kristinnar trúar, rembast við að brjóta niður hús Drottins (byggt af lifandi steinum), já, og segjast gera það í nafni hans. Það er engin dirfska á andvar- lítilli öld, að ráðast á guðleg sannindi kristinnar trúar og játningar kirkjunnar, sveifla fölskum brandi jafnvel í hempu með pípukraga, heldur er það smekkleysa, sem kitlar fólk eins og klámtízkan. — Eng- ill kom til Mariu og sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyr- ir því mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ Ræðu sína endar sendi- boði Guðs þannig: „því að ekk- ert orð frá Guði er ómáttugt." Það er svarið, sem kristinn maður tekur gilt. Heilggur andi kom yfir móður Jesú og þann anda gaf Jesús kirkju sinni, Móður okkar kristinna manna. „Það er auóveldara að biðja góða móður en góðan föður," ritaói Sigurður Nordal í lof- gjörð um hina heilögu guðs- móður og bætti við: „María er eins og lituðu rúða, sem mildar ljós hinnar máttugu sólar guð- dómsins, svo að menn þola að lyfta veikum augum til him- ins.“ „Fæddur af Maríu mey,“ getinn af þeim heilaga anda, sem lifir áfram í kírkjunni, í öllum, sem á hann trúa og treysta honum. Þessvegna lifir leiksþjónustu, þegar mest er rifist, þegar hún hefur átt gnægð af deilupostulum, sem hafa sindrað af viðsýnni anda- gift og sjálfumgleði misnýrrar guðfræði. Þess finnast engin dæmi, að Jesús Kristur hafi lagt stund á kappræður eða trú- ardeilur eða hvatt lærisveina sína til þess að iðka þær. Ein- hvernveginn orka árásir á leyndardóma meyfæóingarinn- ar og sjálfsfórnar guðssonarins á mig eins og sorglegar fréttir af gjörðum illa innrættra eða heimskra myndbrjóta, sem ráð- ast að listaverkum og spilla þeim. Þegar hin tigna frásögn af fundi Gabríels engils og meyjarinnar, Mariu, er tekin og kirkjan. 1 dag hefst árleg fórnarvika islenzku þjóðkirkj- unnar. Það minnir okkur ein- mitt á mikilvægt móóurhlut- verk kirkjunnar. Hugur hennar er hjá þeim börnum, sem verndar þarfnast og jafnframt vill hún vekja þau börn sín, sem njóta farsældar, að koma olnbogabörnunum til liðs. Hún hvetur þau til fórna, sem hafa af allsnægtum að taka. Við- brögð íslendinga við þeirri málaleitan á undanförnum árum, bera þeim sannindum órækt vitni, að orð Guðs er máttugt, er það fær að komast að, þegar það rýfur hávaðamúr skrums og auglýsinga. Það er víða kallað á hjálp í nálægð og Við upphaf fórnarviku úr fjarska annarra heimsálfa. Þá er gott til þess að vita, að Hjálparstofnun kirkjunnar er vakandi og hefur ávallt brugð- ist skjótt við. Hún veit vel, hvar framlög okkar koma að beztum notum og fylgir því fast eftir, að þau strandi hvergi á leiðinni til nauðstaddra og þurfandi systkina. Þótt Hjálparstofnunin sé ung að árum, þá nýtur hún óskoraðs trausts landsmanna. Þar heldur nú um stjórnvölinn ungur og þróttmikill maður. — Föstutíminn er umgerð, sem hæfir fórnarvikunni. Kær- leiksfórn Krists er leiðarljós lærisveina hans. Þeir vita, að án hans náðar, að án fórnar hans, ná þeir skammt, og að hann horfir til okkar af þján- ingaveginum og segir við okk- ur: „Hungraður var ég... þyrst- ur var ég... nakinn... sjúkur...“ og hann væntir þess enn, að við bregðumst við sem kærleiksríkir lærisveinar hans, seðjum, klæðum og hjúkrum. „Svo framarlega sem þér hafið gjört það einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Megi þau orð Drottins verða máttug á meðal okkar. Páll Hjaltason Islands- meistari 1 einmenning Sl. þriójudag lauk Islands- mótinu í einmenning og sigraði einn af okkar yngri spilurum, Páll Hjaltason. Hann hlaut 312 stig. Páll er sonur Hjalta Elías- sonar, forseta BSÍ, en Hjalti hafnaði í öðru sæti í keppninni ásamt Karli Sigurhjartarsyni, en þeir hlutu 309 stig. 1 næstu sætum voru: Halla Bergþórs- dóttir 307, Sverrir Sigurðsson 304, Kristín Þórðardóttir 304. Sem kunnugt er er islands- mótið jafnframt firmakeppni og er keppt til fimm verðlauna. Verðlaunafyrirtækin urðu þessi: Drift sf. í Kópavogi 128 Spilari Páll Hjaltason. Gunnarskjör 122 Spilari Sólveig Bjartmars Endurskoðendaskrifstofa Björns E. Arnasonar 120 Spilari Gunnþórunn Erlingsdóttir Ölafur Þorsteinsson & Co 119 Spilari Magnús Björnsson. Verzlunin Grund 118 Spilari Sigrún Pétursdóttir. Raffell hf. 118 Spilari Jón Stefánsson. Nánar verður getið um keppni þessa síðar í þættinum. XXX Eins og fram kom í þættinum í gær sigraði sveit Þóris Sigurðssonar í undankeppni Reykjavíkurmótsins og öðlaðist þar með réttinn til að velja sér sveit til að spila við í úrslitun- um. Þátturinn hafði samband við einn af meðlimum sveitar- innar og sagði hann að þeir hefðu valið sveit Þórarins Sig- þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti í undankeppninni. Á þriðjudaginn munu því spila saman sveitir Þóris og Þórarins og sveitir Hjalta Elíassonar og Helga Sigurðs- sonar. Keppnin hefst klukkan 20 og er ráðgert að nota hina stórgóðu sýningartöflu sam- bandsins — en það er ekki fullákveðið ennþá. Frá Tafl- og bridgebklúbbnum Einni umferð er nú ólokið ( sveitakeppninni — meistara- flokki og hefur sveit Tryggva Gíslasonar þegar tryggt sér sigurinn — hlotið 130 stig af 160 mögulegum. 1 sveit Tryggva eru ásamt honum Björn Kristjánsson, Þórður Elíasson, Sigtryggur Sigurðsson, Gestur Jónsson og Magnús Ingimarsson. Staðan i meistaraflokki: Sveit Tryggva Gíslasonar 130 Sveit Þórarins Árnasonar 104 Sveit Kristinar Ólafsdótfur 98 Sveir Þórhalls Þorsteinssonar 96 Sveit Bernharðs Guðmundssonar 87 Sveit Sigurjóns Tryggvas. 77 Sveit Erlu Eyjólfsdóttur 76 Þremur umferðum er ólokið í fyrsta flokki og er staða efstu sveita þannig: Sveit Braga Jónssonar 144 Sveit Viðars Jónssonar 126 Sveit Kristínar Þórðard. 123 Sveit Guðrúnar Jörgensen 114 Sveit Rósmundar Guðm.s. 101 Sveit Stefáns Jónssonar ^3 Sveit Óskars Friðþjófss. 69 Sveit Sigríðar Ingibergsd. 59 Næst verður spilað á fimmtudaginn kemur. Spilað er í Domus Medica kl. 20. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.