Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 22
—rrr- 22 MORGUNBLAðlÐ/SUNNUbAGUR 16. MARZ 1975 Minning: boðinu játandi. María heitin sá um allan undirbúning, útvegaði tjöld, nesti, hesta,bíla og fylgdar- menn. Ferðin tókst ágætlega enda var vel fyrir öllu séð er að ferðalag- inu laut. Einn ferðafélaganna stakk upp á þvi að stofna ferðafélag og sem heita skyldi Stólpinn. Það var samþykkt og auðvitað var María heitin formaður og framkvæmda- stjóri félagsins. Næstu fimm árin notaði ég sumarleyfin til ferða- laga með Stólpanum. Var oftast farið inn á óbyggðir og auóvitað á hestum. Þær ferðir voru með svipuðu sniði og fyrsta ferðin. Hér verður aðeins einnar ferðar getið þar sem hún lýsir dugnaði Maríu á ferðalógum og hörku hennar við sjálfa sig. Farið var í bílum norður um land að Möðru- dal á Fjöllum. Þangað komu fylgdarmenn okkar, þeir Jóhann Sigurðsson, bóndi á Stóranúpi og Gisli Eiríksson, alkunnur ferða- garpur. Þeir komu með hestana, sem ætlaðir voru til ferðarinnar. María Maack fyrrum yfirhjúkrunarkona Ein mætasta og ágætasta kona þessa lands er til moldar hnigin. Fróken María Maack, fyrrum yfirhjúkrunarkona, er nú látin í hárri elli, 85 ára að aldri. Það eru fáir Reykvikingar, sem komnir eru til vits og ára, sem ekki kann- ast við þessa merku konu, svo víða hafa spor hennar legið. Hún var einstök hjúkrunarkona, hjálp- söm við aðra og vildi hverjum gott gera. Það er undatiegt að hugsa til þess, að hún réöst til Reykja- víkurbæjar árið 1918, rétt um það bil er spænska veikin herjaði og bærinn því í miklum sárum. Alla tið síðan eru þeir ótalmargir, sem átt hafa að njóta aðhlynningar fröken Maríu Maack og hjálpfýsi í hvívetna, þegar veikindi eða sárs- auka bar að höndum. Fröken María Maack var einnig mjög félagslynd og tók mikinn þátt í félagslífi samborgara sinna. Okkar kynni urðu fyrst innan vé- banda Sjálfstæðisflokksins, og er mér einkar Ijúft að minnast henn- ar. Hún var einn af stofnendum sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar árið 1937 og tók við for- mennsku þar af frú Guórúnu Jónasson og gegndi formennsku um fjölda ára og forystuhlutverki meðal sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík. Þar var með afbrigðum gott að vinna með henni að félagsmál- um, því að jafnan lagði hún sig mikið fram og dró ekki af sér. Eg minnist þess, er við vorum að byggja gamla sjálfstæðishúsið við Austurvöil, hversu ötullega María Maack gekk, ásamt öðrum sjálf- stæðiskonum, fram í þvi að safna fé til húsbyggingarinnar og var þá oft, _að ég fór til hennar í Farsóttarhúsið til þess að sækja fjársjóði í þetta félagsstarf sjálf- stæðismanna. Henni var einkar annt um, að það færi sem bezt úr hendi. Eins og kunnugt er, var María fædd að Stað í Grunnavík fyrir vestan, dóttir Péturs Maack Þor steinssonar bónda þar og konu hans Vigdlsar Einarsdóttur. Hún var komin af dugnaðarforkum og sjósóknurum, en æskuheimílið var henni jafnan kært, og fór hún síðari ár ævinnar oft til Grunna- víkur og dvaldist þar sér til hress- ingar. Henni þótti vænt um gömlu kirkjuna í Grunnavík og átti frumkvæði að því aó láta mála hana og halda henni við, þótt fóik væri þá flutt burt af þessum vest- lægu slóðum. Þar er ekki ætlun mín að rekja æviferil fröken Maríu Maack hér í þessum fáu orðum, en ég á svo margar hlýjar minningar um hana, að mér fannst ég ekki geta annað en minnzt hennar nokkrum orðum. Það munu margir minnast þess- arar ágætu konu með hlýjum huga nú, þegar hún er látin, og með þakklæti fyrir aðstoð og hjálp, við hjúkrun eða á annan hátt. Eg óska minningu hennar allrar blessunar og sendi samúðar kveðjur til hinna mörgu vina hennar og ættingja. Hennar verð- ur lengi minnzt sem einstakrar ágætiskonu og framúrskarandi brautryðjanda á mörgum sviðum. Jóhann Hafstein Kveðja frá frændsystkinum. Mæja frænka er dáin. Þvi nafni kölluðum við f-rændsystkin hana ætíð. Við vorum ekki há I loftinu, þegar við byrjuðum að rella um að fá að fara til hennar Mæju frænku, og innan fjöiskyldunnar voru fá afmælin, sem hún kom ekki Lenda var afmælið ekki orð- ið að afmæli fyrr en hún var komin. Þannig var þetta alla tið, hvort sem um átta eða áttatíu ár var að ræða. Mæja frænka gat alltaf glaðzt með glöðum og einn- ig veitt huggun í sorg. Hún hjálp- aði alltaf lítilmagnanum og öllum, sem áttu um sárt að binda, og hennar hjúkrandi hönd hlúði ekki aðeins að þeim nánustu held- ur öllum sem hjúkrunar þurftu við og hún náði til. Hjartagæðum hennar virtust engin takmörk sett. Mæja frænka var samnefnari ættar sinnar. Hún var einstaklega frændrækin og mikill vinur vina sinna. Hennar beztu stundir voru, þegar henni hafði tekizt að safna saman álitlegum hópi frænda og vina og hélt velbúin út í Islenzka náttúru og þá helzt inn í óbyggðir, áöur fyrr á hestbaki en siðari árin í fjallabílum. Hún var gagntekin af íslenzkri náttúru og ljóðlist og kunni mikil og góð skil á hvoru tveggja. Að vísu hélt hún einu sinni út yfir landsteínana, en ánægjan sem hún hafði úr þeirri ferð var að hitta frændfóik sitt og að koma aftur heim. Þessi fáu fátæklegu og er hinzta kveðja okkar til okkar kæru frænku og flytja henni margfald- ar þakkir fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Við biðjum góð- an Guð að blessa hana og veita henni bjarta heimkomu. Gef að minningum um Mæju frænku, verði okkur Ieiðarljós um alla framtíð. Frændsystkinin. Kveðja frá götnlum ferðafélaga Eg þekkti Maríu Maack ekkert að ráði fyrr en 1936, en þá hringdi hún til mín og bauð mér að taka þátt í ferðalagi kringum Lang- jökul og þar sem sumarleyfi fór í hönd og mig hafði alltaf langað til að sjá meira af landinu en mér hafði áður auðnast svaraði ég til- Frá Möðrudal var haldið að Eiríksstöðum á Jökuldal, þar sem systir Maríu bjó. Þaðan var fyrst farið austur á Fljótsdalshérað inn að Snæfelli niður Hrafnkelsdal og aftur að Eiríksstöðum. Þar feng- um við hey, sem gefa átti hestun- um. Því að nú skyldi fara Vatna- jökulsveg og Vonarskarð til Suðurlands. Fyrst var farið inn í Hvannalindir, en þaðan inn að upptökum Kreppu og inn undir Kverkf jöll. Ur Hvannalindum var farið árla morguns yfir Jökulsá á Fjöllum. Þar skildu leiðir. P'ylgdarmennirnir fóru með baggahestana áleiðis til Gæsa- vatna en ferðafélagarnir héldu til Öskju inn um Opið niður að Víti. Þá var farið yfir Öskju en þá var komið kvöid og rigning og myrk- ur. Við fundum enga leið út úr hrauninu suðvestan við Öskju og fórum því sömu leið til baka og út í gegnum Opið. Haldið var vestur með jöklum og norður fyrir hann og í Gæsavötn. Vegurinn var allt annað en góður fyrir hesta og urðum við því stundum að ganga. Þegar við komum i Gæsavötn höfóum við vakað í 42 stundir. Ur Gæsavötnum var haldið suður Vonarskarð yfir Þjórsá hjá Sói- eyjarhöfða inn að Arnarfelli hinu mikla, niður með Þjórsá og til byggða. Ferð þessi tók mánuð og fæstir vissu annað en allt hefði gengið með ágætum. En þegar við komum heim, fréttum við að Maria heitin hefði orðið fyrir slysi í ferðalaginu. Þegar farið var úr Hvannalindum inn að Kreppuupptökum, hafði hestur- inn sem Maria heitin reið dottið og hún fallið af baki. Hún sagðist ekkert hafa meitt sig og bar sig vel, en síðar kom í ljós að þrjú rifbein höfðu brotnað er hún féll af baki. Það var harka að láta á engu bera alla þessa löngu og erfiðu leið. Eftir að ég hætti ferðalögum mun María heitin hafa farið margar en styttri ferðir meðan heilsan leyfði en aldrei hafði hún verið ánægð ef hún komít ekki á hestbak í sinum ferðalögum. Eg á Mariu heitinni það að þakka að ég sá mikið af landinu og sérstaklega óbyggðum á þess- um sex árum. En ég kynntist Maríu heitinni einnig í störfum sjálfstæðisfélaganna. Þó að það sé önnur saga get ég ekki látið hjá liða að segja þessi orð. Ýmsir töldu hana stórlynda og ráðríka. En hvað sem því líður hafði hún aðdáanlega stjórn á skapi sínu og var alltaf samningslipur ef hún fann að hún átti sanngirni að mæta. Ég hef þó fyllstu ástæðu til þess að þakka Maríu heitinni fyrir allt samstarfið og góða viðkynningu og ég veit að þeir af félógum Stólpanna sem enn eru á lífi eru mér fyllilega sammála. Guðmundur Benediktsson, Kveója frá Hvöt, félagi s j álf stæöiskvenna. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, var stofnað 15. febrúar 1937. Hinn 17. sama mánaðar sagði Morgunblaðið frá því, að nokkrar áhugasamar sjálfstæðiskonur hér i bæ hefðu gengizt fyrir því, að stofnað yrði sjálfstæðiskvennafé- lag. Hefðu 250 konur komið á fund í Oddfellowhúsinu til að ræða málið. Samþykkt hefði verið í einu hljóði, að félagið yrði stofn- að og 7 konur verið kosnar í bráðabirgðastjórn til að undirbúa lög og stefnuskrá. Þessar konur voru Guðrún Jónasson, Ágústa Thors, Kristín Sigurðardóttir, María Maack, Guórún Guðlaugs- dóttir, Helga Marteinsdóttir og Sesselja Hansdóttir. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn á sama stað 19. febrúar og gengið endanlega frá stofnun félagsins. Margar ræður voru haldnar, þar sem konur lýstu áhuga á stofnun félagsins og auk- inni þátttöku kvenna i stjórnmál- um. Voru síðan áðurnefndar sjö konur kosnar í stjórn, en í vara- stjórn voru kosnar fimm konur. Stofnendur voru 315. t Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um þetta leyti segir, að vafalaust verði Sjálfstæðisflokkn- um mikill styrkur að þessum fé- lagsskap, og er þar talið félaginu til gildis, að andstæðingablöðun- um sé lítt um þetta brölt sjálf- stæðiskvenna gefið. Þetta var upphaf afskipta og starfa Maríu Maack fyrir Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt, eins og það var þá kallað. En það var ekki upphaf að afskiptum hennar af Kveðja frá formanni Sjálfstœðisflokksins Sjálfstæðismenn eiga á bak að sjá frumherja og styrkri stoð þar sem María Maack var. Áhugi hennar og atorka var með eindæmum. Áratugum saman varði hún miklum og ágætum starfskröftum sínum í flokksstarfi samhliða merku lífsstarfi að líknarmál- um. María Maack er þeim, sem henni kynntust, ógleymanleg. Hún bar meö sér sterkan, heilsteyptan og litríkan persónuleika er athygli vakti og áhrif hafði. Orðheppni, hvassa tungu og beinskeytni átti hún gjarnan til ásamt umburðarlyndi og víðsýni, þegar hún vildi við hafa. Gagnvart sjúklingum og þeim er halloka höfðu farið í lífsbaráttu var þel hennar næmt og hugur hennar og hendur lækningamáttur. Ný von vaknaði með þeim, sem nutu vináttu hennar og umhyggju og allt víl og vol hlaut að víkja. Sjálfstæðisflokkurinn á Maríu Maack mikið að þakka og telur sér heiður að hafa átt slíka forystu- konu. Geir Hallgrímsson Sjálfstæðisflokknum. Hún hafði alla tið haft mikinn áhuga á stjórnmálum og gekk í Sjálfstæð- isflokkinn, er hann var stofnaður, árið 1929. Þegar hér var komið sögu, þ.e. 1937, þótti Maríu og mörgum öðr- um sjálfstæðiskonum, að þær gætu sinnt áhugamálum sínum enn betur, ef þær stofnuðu sitt eigið félag. Að vísu voru ekki allir á sama máli og töldu að næganleg verkefni væru innan Varðar fyrir karla jafnt sem konur. Þær raddir heyrðust líka, að félagið yrði tæp- lega langlíft. Þær létu þó ekki þessar úrtölur á sig fá. Hygg ég, að engum blandist nú hugur um, að framtak þessara áhugasömu kvenna hafi orðið Sjálfstæðis- flokknum styrkur. Markmið félagsins hefur frá öndverðu verið að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni stefnu í þjóðmálum meó hagsmuni allra stétta og öfluga sameiningu þjóð- arinnar fyrir augum, að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórn- málum og að vinna að því að styrkja hag heimilanna sem bezt, einkum á sviði uppeldis og heil- brigðismála. María Maack var kosin fyrsti gjaldkeri Hvatar og gegndi því starfi, þar til hún tók við for- mennsku í félaginu af frú Guð- rúnu Jónasson árið 1948. Formað- ur var hún í 18 ár, er hún baðst undan endurkosningu, en við tók frú Auður Auðuns. Allan þennan tíma var hún driffjöðrin í Hvöt. Hún lagði á ráðin um fundi og fundarefni, stjórnaði fjáröflun með kaffisöiu, hlutaveltum og bösurum. Hún stóð fyrir Hvatar- ferðum, lengri og skemmri, sem margar urðu ógleymanlegar þeim, sem þátt tóku í þeim, enda var María þaulvön ferðakona, fróð um örnefni, land og lýð, auk þess sem hún var jafnan hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum. Alla stjórnarfundi hélt hún heima hjá sér, eftir að hún var formaður, og þar komst enginn undan því að þiggja góðgerðir, því að hún var höfðingi heim að sækja. — Auk þessa mikla starfs innan Hvatar gegndi hún mörg- um trúnaðarstörfum fyrir félagið, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og utan. Hún sat árum saman í flokksráði og í stjórn fulltrúa- ráðsfélaganna i Reykjavík, var i uppstillingarnefndum til alþing- is- og borgarstjórnarkosninga og sat alla landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fram á þennan dag. Hún sat lengi fundi Bandalags kvenna í Reykjavík og fundi Kvenfélaga- sambands Islands sem fulltrúi Hvatar. Auk síns mikla starfs í Hvöt var María virkur félagi í 10—12 öðrum félögum, t.d. Hjúkrunarkvennafélaginu, Vest- firðingafélaginu og Slysavarnafé- laginu. I viðtali í Morgunblaðinu við hana sjötuga segir hún frá áhuga sínum á féiagsmálum og getur þess jafnframt, að Hvöt sé hennar eftirlætisfélag. María vann í 55 ár við hjúkrun, þar af 46 ár hjá Reykjavíkurborg, lengst af sem forstóðukona Far- sóttarhússins við Þingholtsstræti. Allir, sem til þekktu, vissu, að skyldan við hjúkrunarstörfin kom alltaf fyrst. Þegar þetta allt er haft í huga, hlýtur maður að undrast hið geysimikla þrek hen- ar og starfsorku. En henni var farið eins og mörgu öðru starf- sömu og störfum hlöðnu fólki, að hún virtist alltaf hafa tíma til alls. María var kosin heiðursfélagi Hvatar, er hún lét af formennsku. Eftir það sótti hún fundi félags- ins, meðan heilsan leyfði, og fylgdist af áhuga með störfum þess. Seinast var hún á fundi með okkur á kosningafundi fyrir al- þingiskosningarnar í júní 1,1, Þeim fækkar nú óðum, þessum áhugasömu sjálfstæðiskonum, sem beittu sér fyrir stofnun Hvat- ar fyrir 38 árum. Megi áhugi þeirra og baráttuvilji verða okkur hinum hvatning og leiðarljós í starfi okkar. Olöf Benediktsdóttir. Þegar mönnum barst fregnin um andlát Maríu Maack sl. mánu- dag kom hiín þeim sem til þekktu ekki á óvart. Síðan á jóium hafði hún legið á sjúkrahúsi og ljóst var orðið að æviskeið þessa kvenskör- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.