Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Ao undanförnu hafa spunnizt talsverðar umræður um rekstrarerf- iðleika Flugleiða og óskir fyrirtækisins um ríkis- ábyrgó vegna kaupa á tveimur þotum, sem fyrir- tækió hefur haft á leigu fram til þessa. Flug er nú einn mikilvægasti hlekkur- inn i samgöngumálum inn- anlands og milli landa. Það er þvi mjög mikilvægt, að búið sé vel aö þessari at- vinnustarfsemi. Mikið er undir því komið, að flugfé- lögin geti haldið uppi traustum rekstri. Flugfé- lög hvarvetna í heiminum hafa í stööugt vaxandi mæli lent í rekstrarerfið- leikum og mörg þeirra eru nú komin undir algjöra rík- isforsjá. Þetta er óheilla- vænleg þróun, sem sporna verður gegn. Meó sameiningu Loft- leiða og Flugfélags íslands var stigió mikilvægt skref í þá átt aó tryggja hagkvæm- ari rekstur þessara tveggja flugfélaga, þó aö það hafi vitaskuld nokkra ókosti í för með sér fyrir neytend- ur, þegar samkeppni er ekki fyrir hendi. Þrátt fyr- ir þessa sameiningu hefur hið nýja flugfélag, Flug- leiðir, átt í vök að verjast. Á síðasta ári var ákveðinn allverulegur samdráttur f flugstarfsemi félagsins vegna rekstrarerfiðleika og nú hefur það óskaó eftir ríkisábyrgó vegna kaupa á tveimur þotum, sem félag- ið hefur haft á leigu. Upp- lýst hefur verió, að þessi ráðstöfun muni létta greiðslubyrði félagsins all verulega, þar eð afborgan- ir yrðu mun lægri en nú er greitt í leigugjald. Þegar á þessar staó- reyndir er litið, sýnist varla nokkur vafi geta leik- ið á því, að hyggilegt sé að stuðla að því, að Flugleiðir geti keypt þessar þotur. Hér er aö vísu um umtals- verða fyrirgreióslu að ræða af opinberri hálfu, en því má ekki gleyma, að Flugleióir eru undirstöðu- fyrirtæki í samgöngumál- um okkar. Ljóst er, að einskis má láta ófreistað til þess að treysta undirstöður þessarar mikilvægu at- vinnustarfsemi, enda væri það hin mesta ógæfa, ef hún félli að verulegu leyti í hendur erlendra flugfél- aga. íslenzkur flugrekstur er þáttur í stöóugri sjálf- stæóisbaráttu okkar. Hjá Flugleiðum vinna nú um 1500 manns og á síðasta ári námu launagreiðslur fyrirtækisins 1400 milljón- um króna. Þá hefur þetta fyrirtæki skilað tæplega róun efnahagsmála á undanförnum árum hefur eölilega leitt til þess að menn hyggja nú meira að sparnaði en áóur var. Hinar gífurlegu hækkanir, sem orðið hafa á olíuverði á skömmum tíma hafa hvarvetna ýtt undir menn aó kanna, hvernig mögu- legt sé að draga úr og spara notkun þessa dýra orku- gjafa. Hér á landi hefur þessum viðfangsefnum verið of lítill gaumur gef- inn fram til þessa. Af þeim sökum hefur framtak bekkjardeildar í Vélskóla íslands vakió verðskuldaða athygli, en nemendurnir geróu athugun á því hvern ig spara mætti olíu til húsa- kyndingar með betri nýt- ingu kynditækja. 1700 milljónum króna í gjaldeyri umfram eigin eyðslu á sl. tveimur árum. Þó að ekki sé litió á aörar stæróir en þessar má öllum ljóst vera, hversu flugið er orðið snar þáttur í atvinnu- starfsemi landsmanna. Þessa starfsemi á ekki aó færa undir hatt ríkisins. Niðurstöður þessarar at- hugunar eru mjög athygl- isverðar og sýna, aó á þessu sviði má koma við umtalsveróum sparnaði. Full ástæða er því til þess að þakka þá vinnu, sem innt var af hendi í þessu skyni og hvetja til þess að áfram veröi haldið á þess- ari braut. Þessi könnun er ekki einvörðungu athyglis- verð fyrir þær hagnýtu niðurstöður, sem fengust fram, heldur líka vegna þess, að hér er um að ræða merkilegan þátt í skóla- starfi. Eins og nú standa sakir er ærin ástæða til að ýta undir starfsemi af þessu tagi, því að eflaust er víóar pottur brotinn en í þessum efnum, sem vél- skólanemendurnir hafa bent á. MIKILVÆGI FLUGSTARFSEMINNAR ÞARFT FRAMTAK VÉLSKÓLANEMA j Reykj avíkurbréf ^►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 15. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦<■ María Maack látin María Maack yfirhjúkrunar- kona var hálfníræó, er hún lézt, or hafói þá stundað hjúkrunar- störf í 55 ár af einstæóum dugn- aði og hjálpfýsi, enda munu fáir hafa orðió jafnmörgum að liói og hún. En þrátt fyrír langa:' og eríl- saman vinnudag, hafði María Maack ætíó tíma til að sinna öör- um hugóarefnum en hjúkrunar- störfum, og kvað aó henni innan raða Sjálfstæðisflokksins og í störfum Slysavarnafélags Islands, svo aó dæmi séu nefnd. María var skapföst og gat verið býsna harð- skeytt í orðræðum, ef henni var mikið niðri fyrir eða fannst hallað á þann málstað, sem hún trúði á, eða honum misboðið. Lét hún því oft til sín taka í pólitískum um ræðum enda voru þær hugsjónir frelsis og mannréttinda, sem sjálfstæðisstefnan byggir á, henni heilagt mál. Hún tók ætíð málstað lítilmagnans og var í hópi sam- herja oft einna yngst í anda, þótt elzt væri að árum. Olga í umheimi Þegar uppreisnin var gerð í Portúgal og áratuga einvalds- stjórn velt af stóli, væntu menn þess, að lýðræðislegu stjórnarfari yrði komið á í þessu ríki, en síðan hafa hvað eftir annað borizt fregnir um óróleika og valdbeit- ingu öfgamanna, sem augsýnilega stefna að öóru markmiði en lýð- frelsi. Enginn veit því á þessari stundu, hver verða muni örlög portúgölsku þjóðarinnar. Kannski fer allt vel að lokum, en hitt getur einnig hent, að öfga- öflin nái undirtökunum, og þá er ekki að sökum að spyrja. En hvað sem um þetta er, hefur sá árangur náðst af atburðunum í Portúgal að undanförnu, að kúgaðar þjóðir í nýlendum Portú- gala eru að öðlast frelsi. Vafalaust eiga þær eftir að ganga í gegn um margháttaðar þrengingar; en aft- ur verðu ekki snúið til nýlendu- stjórnar og þess ofríkis, sem hvít- ir menn háfa beitt þessar þjóðir. Þrátt fyrir allt og allt, lifir frelsis- þráin hvar sem fólk er undirokað, og um síðir brýzt það undan okinu. Og víst er beitt kúgun og ofbeldi viðar i Afríkulöndum en portúgölsku nýlendunum. Hrollvekjandi lýsingar á þjóð- félagsástandinu í Suður-Afríku birtast í skáldsögu André Brinks „Looking on darkness". Þeim sem ekki hafa til Suður-Afríku komið, reynist sjálfsagt erfitt að trúa lýsingum þessarar athyglisverðu bókar. Þeim fer sjálfsagt mörgum eins og lesendum Orwells, árið 1948, að trúa því ekki að „1984“ geti nokkurn tíma gerzt. Nú er rúmur aldafjóróungur liðinn síðan Orwell ritaði 1984 og tæpur áratugur þar til sagan á að gerast. Og þó hefur hún þegar gerzt og er að gerast. Þessar staðreyndir eru vissu- lega ógnvekjandi, og þær ættu svo sannarlega að nægja til þess, að við íslendingar leiddum hugann að þeirri gæfu, sem viö höfum orðið aðnjótandi. En þó virðist okkur ætla að ganga það erfið- lega. Stundum mætti jafnvel ætla, ef ummæli einstaklinga og sérhagsmunahópa væru tekin alvarlega, að íslenzka þjóðin byggi við eymd og ranglæti, sem óþekkt væri annars staðar, a.m.k. i nágrannalöndum. • • Ofgafull ummæli Lýðræðislegt stjórnarfar verð- ur að byggjast á frjálsum skoð- anaskiptum. Það verður að tryggja frjálsar umræður í fjöl- miðlum og á fundum. Það verður að sjá svo um, að allir þeir, sem þess æskja, geti látið álit sitt í ljós, ýmist sem einstaklingar eða með samþykktum, sem marghátt- uð félagasamtök gera. Þá verður líka að treysta á dómgreind al- mennings, þegar of langt er geng- ið í ádeilu eða ályktunum. Og þann þroska hefur íslenzk alþýða haft til að bera og hefur enn til að bera, að skilja á milli kjarnans og hismisins. Og kjarni málsins er sá, að við íslendingar erum smá- þjóð, sem verður að standa sam- an, er erfiðleika ber að. Oft hefur verið sagt, að við værum ein f jöl- skylda, og víst má þaó til sanns vegar færa, enda mun vart finn- anleg sú fjölskylda, þar sem frændfólkið er ekki einungis dreift víða um land, heldur starf- ar lika 1 flestum starfsgreinum. Og fram að þessu hefur enginn hér verið álitinn minni maður fyr- ir það að stunda hin beinu fram- leiðslustörf, fremur en þær at- vinnugreinar, sem langskólageng- ið fólk fæst vió, þótt óneitanlega bryddi nú á þvi hjá hópi „mennta- manna“, sem jafnvel hafa brotizt til allmíkilla áhrifa, að þeir telji sín störf fínni en vinnu alþýðu. Það bryddir m.ö.o. á stéttaskipt- ingu. sem hér hefur verið óþekkt. Þeirri stéttaskiptingu, að svo- kallaðir menntamenn eigi að vera yfirstétt, jafnvel á skólaár um og helzt ekki að dýfa hendi í vatn. En það er önnur saga. Þegar við hugleiðum það, að kannski býr engin þjóð í veröld- inni í senn við jafngóð lifskjör og vió, jafnmikið frjálsræði til orðs og æðis og svipað jafnrétti ein- staklinga til að njóta hæfileika sinna, hljótum við að gleðjast yfir þessum árangri, þrátt fyrir allt það, sem við sjáum aflaga fara og gjarnan vildum úr bæta. Og við hljótum að vilja varðveita þennan mikla árangur og stefna áfram til nýrra afreka. En hvers vegna er vakin athygli á þessu einmitt nú? Astæðan er MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 25 Bókmenn taverðlaun Norður landaráðs og við I TILEFNI úthlutunar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs urðu nokkrar umræður um gildi verðlaunaveitinga til rit- höfunda yfirleitt. Einn af gagn- rýnendum sænska blaðsins Dagens Nyheter stakk upp á því að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu lögð niður og peningunum varið til þarflegri hluta. Hvað sem annars má segja um bókmenntaverðlaun geta þau orðið að gagni og haft mikið gildi. Alexander Solsénit- sín taldi að Nóbelsverðlaunin hefðu orðið sér styrkur í bar- áttu sinni við sovéska valdhafa. i orðsendingu, sem Hannu Sal- ama, sendi þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík, þakkar hann fyrir sig og bendir á að verð- launin hafi verið kærkomin, ekki síst vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir. I Finn- landi hefur eins og kunnugt er verið vegið hart að Salama fyrir verðlaunaskáldsöguna, sem á islensku gæti nefnst Þegar snjóa leysir. Sænskt heiti bókarinnar er Kommer upp í tö, útg. Rabén & Sjögren 1974. Dæmi þeirra Solsénitsíns og Salama sanna mikilvægi bók- menntaverðlauna þegar þeim er skynsamlega ráðstafað. Fáum blandast held ég hugur um að úthlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs hafi að þessu sinni tekist hið vandasama val vel. Aftur á móti eru niðurstöður nefndar- innar ekki óvefengjanlegar. Landi Salama, Cleas Anders- son, hefði verið vel að verð- laununum kominn fyrir ljóða- bókina Rumskamrater. Sama er að segja um Svíann Sven Delblanc, en skáldsaga hans Vinteride, þriðja bindi í sagna- flokki um sænska sveitaþorpið Hedeby á fjórða áratugnum, kom til álita nefndarinnar. I grein í Vasabladet (24.1. 1975) fjallar finnski gagn- rýnandinn Lars Hamberg um bækur þriggja höfunda, sem að hans mati komu sterklega til greina sem verðlaunahafar Norðurlandaráðs að þessu sinni. Þessar bækur eru Það sefur í djúpinu og Hermann og Dídi eftir Guðberg Bergsson, skáldsagan Haiene eftir Norð- manninn Jens Björneboe og ljóðabókin Her omkring eftir Danann Jörgen Gustava Brandt. Sérstök ástæða er til þess að gefa þessari grein gaum hér heima vegna þess að Ham- berg fer mjög lofsamlegum orðum um skáldsögur Guðbergs Bergssonar. Hann fullyrðir að Guðbergur hefði átt að fá bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1966 fyrir Tómas Jónsson. Metsölubók, en telur ástæðuna fyrir því að hann hafði ekki heppnina með sér að þessu sinni vera að Það sefur í djúp- starfsbræðrum þeirra, en það girðir ekki fyrir að öðru hverju koma út íslenskar bækur, sem standast samjöfnuð við það besta í norrænum samtímabók- menntum. Ýmsar hindranir eru þó í vegi. Málfarsiega eru ís- lendingar útkjálki og mikill skortur er á hæfum þýðendum, einkum þegar um ljóð er að ræða. Svo er ein skýring á gengisleysi islenskra bók- mennta í bókmenntasamkeppni Norðurlandaráðs. Hún er sú að þeir fulltrúar okkar, sem velja bækur 1 samkeppnina, snið- gangi af ýmsum ástæðum bæk- ur liklegar til verðlauna. Fyrr- verandi fulltrúar Islands í nefndinni, þeir Steingrímur J. Þorsteinsson og Helgi Sæmundsson höfðu til dæmis aldrei kjark til að velja skáld- sögu eftir Guðberg Bergsson, inu og Hermann og Didi séu hlutar sagnaflokks, sem enn sé ekki lokið. Hamberg segir að þær bækur, sem sendar voru til keppninnar af íslands hálfu, hafi verið vel valdar, en auk skáldsagna Guðbergs Bergs- sonar er um að ræða Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson. Orð Lars Hambergs ættu að sanna okkur að íslenskar bók- menntir eru ekki siður hlut- gengar í norrænni bókmennta- samkeppni en bókmenntir ann- ars staðar á Norðurlöndum. Það er óþarfi að klifa sífellt á því að íslenskar bækur séu lakari en aðrar norrænar bækur. Það er að vísu ver búið að íslenskum rithöfundum en norrænum allra síst Tómas Jónsson. Metsölubók, sem hneykslaði víst ýmsar „heilbrigðar“ sálir. Það gerist ekki fyrr en þeir Vésteinn Ólason og Ólafur Jónsson taka sæti í nefndinni að saga eftir Guðberg Bergsson fær að koma fyrir augu hinna norrænu dómnefndarmanna. Ef trúa má Lars Hamberg gæti sú kynning orðið til þess í fram- tíóinni að vekja i alvöru áhuga norrænna lesenda á íslenskri skáldsagnagerð eftir Halldór Laxness. Ein staðhæfing i grein Lars Hambergs hlýtur aó vera á mis- skilningi byggð. Hamberg segir að á íslandi berjist þjóðfélags- lega róttækir rithöfundar gegn ihaldssömum borgaralegum rit- höfundum. Helst má skilja á Hamberg að hér sé um öflugar andstæðar hreyfingar að ræða. Nær væri að segja að þeir fáu rithöfundar á Islandi, sem ekki eru þjóðfélagslega róttækir í skoðunum, ættu f vök að verj- ast. Val bóka í samkeppni Norðurlandaráðs sannar það best að borgaralegir rithöf- undar hljóta sjaldan náð fyrir augum islensku nefndarmann- anna, en reyndar orkar alltaf tvímælis þegar rithöfundar eru flokkaðir i borgaralega og rót- tæka. Að því hlýtur að koma að gæði bókmenntaverka verði ekki miðuð við þær skoðanir, sem fram koma í þeim. Það er engu að síður ljóst að sú til- hneiging hefur verið ríkjandi, bæði meðal íslensku dóm- nefndarmannanna og hinna, að velja í samkeppni Norðurlanda- ráðs bækur eftir þjóðfélagslega róttaéka rithöfunda. Lfthlutunin hefur líka sýnt að þær bækur, sem með einhverjum hætti má Framhald á bls. 37 sú, að þróun undangenginna ára í efnahagsmálum okkar Islend- inga hefur verið með þeim hætti, að þessum mikla árangri kann að vera stofnað í beinan voða, enda talið, að langvarandi verðbólga, sem er jafn risavaxin og við höf- um kynnzt að undanförnu, geti beinlínis kippt stoðum undan lýð- ræðislegri stjórnskipan. Og öll kynntumst við því á s.l. ári, hvern- ig verðbólgufióðið raskaði kjörum manna, hinum lakar settu í óhag, og kippti stoðum undan atvinnu- vegum þjóðarinnar. Gífurleg verðbólga i grein i Fjármálatíðindum, hefur Jón Sigurðsson hagfræðing- ur gert yfirlit um þróun verðlags hér á landi allt frá árinu 1914. Hann bendir á, að sex fyrstu árin, 1914—20 hafi verið mikið verð- bólgutímabil. Þá hafi árleg meðal- hækkun vérólags verið nálægt 27%, en langmest var hún 1917, er meðalverðhækkun frá árinu áður náði 62%, sem er mesta verðhækkun á einu ári í þau 60 ár, sem hann fjallar um. En í heild varð verðhækkun á þessum 6 árum 315%. Þetta dæmi sýnir, að þrátt fyrir allt, hefur íslenzka þjóðin áður gengið í gegn um tímabil óðaverð- bólgu, likt og við höfum búið við undanfarin ár. En í kjölfar þeirrar verðbólguþróunar kom siðan verðhjöðnunartimabil. Allt frá því á styrjaldarárunum hefur hins vegar verið hér stöðug verð- bölga, en þó miklu hægari oftast en við höfum nú búið vió. 50% verðbólga eða jafnvel þar yfir virðist sem sagt geta gengið í 1 eða 2 ár, og má kannski segja, að það sé nokkur huggun nú, þegar erfiðlega gengur að snúa þróun- inni við. Raunar halda ýmsir hagfræð- ingar því fram, að ógjörlegt sé aó stöðva á örskömmum tíma jafn- mikla verðbólgu og hér hefur ver- ið. Þegar 50% verðbólga hafi ver- ið eitt ár, megi þykja góður árang- ur, ef hægt sé að minnka hana í t.d. 25—30% á næsta ári. Þeir segja, að niðurstaðan gæti orðið sú, ef reynt yrói að stöðva slíka óðaverðbólgu i einu vetvangi, að röskunin yrði jafnþungbær og hún er óneitanlega mörgum, þeg- ar verðbólguskrúfan er að herða á sér. Allir íslenzkir stjórnmálaflokk- ar og forustumenn i margháttuð- um samtökum hafa á stíðastliðnu ári lýst yfir áhyggjum sinum út af verðbólguþróun og óhagstæðum viðskiptajöfnuði. Allir virðast hafa verið sammála um, að gagn- gerar breytingar þyrfti að gera, enda hafði fyrrverandi ríkis- stjórn undirbúið ýmsar þær ráð- stafanir, sem núverandi stjórn hefurframkvæmt. Þótt hagfræðin og hagfræðingar geti sagt okkur ýmislegt, búa þeir þó ekki yfir neinum töfraráðum, enda sjáum við það í nágrannalöndunum, þar sem við svipuð vandamál er að etja og hér, að aðgerðirnar eru oftast áþekkar, þótt við leggjum á það meiri áherzlu en aðrir að koma i veg fyrir atvinnuleysi og leitumst við að haga öllum efna- hagsaðgerðum á þann veg, að allir hafi störf að vinna. í umræðunum um kaupgjalds- mál að undanförnu hafa menn nauðugir viljugir orðið að horfast i augu við staðreyndirnar. Kjara- skerðing þjóðarheildarinnar er sú meginstaðreynd, sem við augum blasir, og þess vegna hefur nú að undanförnu ekki verið um þaó að ræða, að menn gætu fengið kjara- bætur. Hitt hefur verió megin- stefnan, að leitast við að koma í veg fyrir, að kjaraskerðingin ylli þeim, sem við verst kjörin búa, of þungum búsifjum, enda hafa allir aðilar lagt á það megin áberzluna. Atvinnulifið og verðbólgan I umræðum um efnahagsmálin er oft allt of lítið rætt um hagi atvinnuveganna. Menn gera sér að vísu ljóst, að þeir hafa verið að komast í þrot, en á meðan hjólin hafa snúizt, hafa menn sagt sem svo, að einhvern veginn hlyti þetta að bjargast. Gallinn er hins vegar sá, aó á tímum óðaverð- bólgu raskast undirstaða atvinnu fyrirtækja verulega. Sum kunna að visu að hagnast, en langflest eiga við að búa vaxandi erfið- leika. Þau þurfa sifellt aukið rekstrarfé til að halda i horfinu. Þá fjármuni verða þau að sækja til bankanna og greiða háa vexti. Eigió fjármagn fyrirtækjanna, sem oftast var lítið fyrir, rýrnai enn. Þau eiga i daglegum fjár- hagslegum erfiðleikum, og þrótt- ur stjórnenda fer aó miklu leyti í að bjarga daglegum skuldbind- ingum og nýtist naumast til að bæta rekstur og auka hagkvæmni. Niðurstaðan verður sú, að fyrir- tækið verður ver rekið en ella og skilar þjóóarheildinni minni af- rakstri en vera myndi, ef það byggi við sæmilegt f járhagsöryggi og gæti einbeitt sér að hag- kvæmni og endurbótum. Þetta er sú spennitreyja, sem íslenzkir atvinnuvegir hafa búió við allt veróbólgutímabilið, raun- ar 1 mismunandi rikum mæli, en að undanförnu hefur keyrt um þverbak. Eitt brýnasta verkefnið i ís- lenzkum atvinnumálum er að breyta hér um. Haftastefna, sem hér hefur ríkt síðustu áratugi, hefur ekki borið tilætlaðan árang- ur, hvort heldur sem hún hefur birzt í beinum afskiptum stjórn- valda eða þeim fjárhagshöftum, sem áður var um fjallað, þar sem fyrirtækin eru í stöðugu svelti. Almenningur og atvinnulíf Oft hefur vérið rætt um nauð- syn þess að örva almenning til þátttöku í atvinnurekstri en til þess að það geti tekizt, verða fyrirtækin að hafa svo rúman fjárhag, að þeim auðnist að greiða þátttakendum eðlilegt endurgjald fyrir þá fjármuni, sem þeir leggja atvinnuvegunum til, og löggjaf- inn þarf að stuðla að þvi, að menn sjái sér hag í því að fjar- festa fremur í atvinnuvegum en eintómum fasteignum, bifreiðum og húsmunum, þótt allt sé það góðra gjalda vert,‘meðan ekki gengur út í hreinar öfgar. Um þetta efni skal ekki fjallað nú, en aðeins vakin á því athygli, að öll erum við í sama bátnum, þegar í brimgarðinn er komió, og þess vegna þarf nú samstillt átak til að bjargast úr boðaföllunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.