Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 1
61. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 BLÁFJÖLL. — Ef veður helzt gott, þá má reikna með því að skíðafólk fjölmenni í Bláf jöllin í dag og næstu daga. Nú er þar nýfallinn snjór og skíðafærið ætti að vera hið ákjósanlegasta. Þessa fallegu mynd tók ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnús- son fyrir stuttu. Spinola óvelkominn gestur í S-Ameríku Buenos Aires, 15. marz. Reuter. ANTONIO de Spinola fyrrver- andi forseti Portúgals fékk dvalarleyfi til skamms tfma f Argentínu f dag en neitaði að fara úr flugvél spænska flugfélagsins, sem flutti hann frá Spáni, fyrr en hann fengi hæli sem pólitískur flóttamaður í landinu. Áður var flugvél Spinola f þrjá klukkutíma á flugvellinum hjá Rio de Janeiro þar sem hann mun hafa beðið eftir svari frá argentfnskum yfirvöldum við beiðni um pólitískt hæli. Yfirvöld í Brazilíu vildu ekki veita Spinola landvistarleyfi í fyrstu. StLsan Hayward látín Los Angeles 15. marz — Reuter Oscarsverðlaunaleikkonan Susan Hayward lézt f gær að heimili sfnu f Beverly Hills, 55 ára að aldri. Hún hafði verið með ólæknandi æxli í heila f tvö ár og verið meira og minna á sjúkrahúsum þennan tfma, og fyrir tveim mánuðum var henni skýrt frá þvf að ekki yrði unnt að fjarlægja æxlið og hún myndi deyja innan skamms. Susan Hayward hlaut Oscarsverðlaunin árið 1959 fyrir leik sinn í myndinni „I Want to Live“. Seinna var Spinola veitt hæli sem pólitfskum flóttamanni f Brasilfu og flugvél hans hélt til Rio de Janeiro. Vopnaðir hermenn umkringdu flugvél Spinola þegar hún lenti í Buenos Aires en Spinola, kona hans og 15 liðsforingjar sem voru i fylgd með þeim sváfu í vélinni. Samkvæmt argentínskum heim- ildum var Spinola aðeins leyft að koma við i Argentinu og óstað- festar fréttir hermdu að hann mundi ef til vill biðja um hæli i Chiie. í Portúgal voru bankar opnaðir i dag í fyrsta skipti siðan þeir voru þjóðnýttir en ekki bar mikið á því að fólk vildi taka út peninga. I sumum bönkunum voru hengdir upp borðar þar sem sagði að þeir væru „eign alþýðunnar" og marg- ir starfsmenn báru rauðar nellikkur, tákn byltingarinnar. Samkvæmt góðum heimildum stendur til að þjóðnýta 35 trygg- ingafélög landsins. Kommúnistaforinginn Alvaro Cunhal sakaði í dag miðflokkana um að hafa undirbúið jarðveginn fyrir byltingartilraunina á dögun- um. Hann sagði í viðtali við blaðið Diario de Noticias að „til væru flokkar sem kölluðu sig lýðræðis- sinnaða og frjálslynda en sýndu með áróðri sinum og gerðum að þsir væru afturhaldssinnaðir". tlTLAGINN — Antonio de Spinola, fyrrverandi forseti Portúgais, í flugvél sinni á flugvellinum í Buenos Aires ásamt fyrrverandi foringja úr portúgalska hernum. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Finnar losa eitur í sjó Helsingfors 15. marz — NTB. OLlUFfXAG finnska ríkisins, Neste, mun innan skamms fleygja 100.000 lítrum banvæns eiturs í Atlantshafs. Blaðamenn tveggja Helsingforsblaða voru viðstaddir i nótt er 500 tunnur eiturs voru fluttar um borð í risa- olfuskipið „Enskeri", en þeim var sfðan vísað á brott. Skömmu sfðar hafði þó einn af yfirmönnum Nestes samband við blaðamenn- ina og skýrði frá því að f tunnun- um væri blanda af kalíumoksíð og arseniktrfoxíð, en bæði efnin eru stórhættuleg og verða til við úrfall við vinnslu hráolíu. Skipstjórinn á „Enskeri" tjáði blaðamanni Hufvudstadsblaðsins að eiturtunnurnar yrðu fluttar áleiðis til Persaflóa en þeim yrði sökkt á miklu dýpi á leiðinni. Þangað hélt skipið árla i dag. Finnsk lög banna losun eiturefna í sjó, og nær bann þetta bæði til Eystrasalts og heimshafanna. Að sögn olíufélagsins er þetta samt eina leiðin til að losna við eitur- efni þessi. Ban Me Thuet sögð fallin Saigon, 15. marz. Reuter. VIET CONG hélt því fram í dag að stærsti bærinn á miðhálendi Suður-Víetnam, Ban IVle Thuot, væri algerlega á valdi kommún- ista, en herstjórnin í Saigon hélt þvf fram að enn væri barizt í borginni. Vo Dong Giang ofursti, varafor- maður sendinefndar Viet Cong f Saigon, sagði að mótspyrna stjórnarhermanna hefði verið brotin á bak aftur og þúsundir hermanna teknir til fanga. Hann sagði að stjórnarherinn sendi liðsauka til svæðisins umhverfis bæinn. Talsmaður herstjórnarinnar í Saigon sagði að kommúnistar hefðu hermenn í bænum en stjórnarherinn einnig og því væri bærinn enn ekki á valdi kommún- ista. Samkvæmt heimildum í Saigon er nú aðallega barizt á svæðinu umhverfis borgina og þar hafa báðir aðilar dregið saman mikið lið. í Phnom Penh féllu eldflaugar skammt frá bandaríska sendiráð- inu í dag, tvö börn biðu bana og sex særðust alvarlega en tjón varð ekki á sendiráðsbyggingunni. Nítján eldflaugar féllu á flugvöll- inn í gærkvöldi og árásirnar hafá harðnað siðan Bandaríkjamenn hófu aftur loftflutninga til borgarinnar. Ástraliumenn hafa flutt burtu allt starfsfólk sendiráðs síns i Phnoni Penh. Síðustu átta sendi- ráðsmennirnir komu með flugvél ástralska flughersins til Singa- pore i dag ásamt starfsmönnum sendiráða Breta, Svia, Vestur- Þjóðverja, Frakka, Bandarikja- manna, Thailgndinga og Singa- poremanna. Fjórir blaðamenn frá Astralíu og tveir eða þrír aðrir Astralíumenn eru enn i Kambódiu. Bretar hafna þríríkjasamningi London 15. marz — NTB. BREZKA ríkisstjórnin hefur tekið tiilögu prófess- ors eins í Edinborg um að Bretland geri þrfríkj^- samning við Noreg og ís- land um útfærslu og gagn- kvæma viðurkenningu 50 mílna fiskveiðilögsögu af- ar kuldalega. Tillaga þessi er gerð af prófessor Ian MacGibbon við Edinborg- arháskóla og er sett fram f bréfi hans til David Ennals, aðstoðarutanrfkis- ráðherra, 20. febrúar. 1 bréfinu leggur prófess- orinn áherzlu á gildi slíks samnings fyrir verndun sildarstofnanna. Ennals ut- anríkisráóherra segir hins vegar að rétta leióin til að vernda stofnana meó ár- angursríkum aðgerðum liggi gegnum alþjóðlega samninga innan ramma Norðapstur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar. rf s ,15 .in<í ra. * P. 'irfski skip*kóngurinn tristoteles Onsssis léat úr lungnsbtSlgu f bandsrfsk* sjiíkrs- htSsinu f ?»rfs f d«g , 69 <frs «ð sldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.