Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 31
Minning: Tómas Tómas- sonAuðsholti MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Ég veit eitt hljóð svo heljarþungt sem hugans orku lamar, sem helstaf lýstur hjartað ungt og hrædd það tungan stamar. Það dauðaklukku geymir glym og gnýr sem margra hafa brim þau dómsorð sár með sorgar ym þið sjáist aldrei framar. Stgr. Thorst. Það var æskumaðurinn Tómas Tómasson sem söng þetta trega- fulla ljóð við raust. Ég stóð álengdar og hlustaði. Þessi minning var mér efst í huga, þegar ég heyrði lát hans, þ. 3. des. síðastliðinn. En hver svo sem skýringin kann að vera, þá hefur þetta varðveist svo í minni minu, að andi ljóðsins fylgdi Tómasi vini mínum í hug mér upp frá því. Ef til vill hefur það verið tákn- rænt fyrir lif hans og lífsviðhorf, en það sýnir ekki síður hvert hugur æskunnar stefndi þegar við vorum ungir, inn í draum- heima ljóðs og sagna. Tómas Tómasson var fæddur í Auðsholti 3. jan 1911 og fjórða i röðinni af 9 börnum þeirra hjóna Tómasar Tómassonar bónda í Auðsholti og konu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Var hann fimmti ættliðurinn, sem þar tók við búi á arfleifð feðra sinna, !4 jarðarinnar. Arið 1802 flutti að Auðsholti maður að nafni Tómas Halldórs- son ofan úr Kjós. En árið 1790 hafði faðir hans keypt alla jörð- ina. Þegar Skálholtsbiskupsstóll var lagður niður var Auðsholt selt sem aðrar jarðir er stóllinn hafði átt. Auðsholt er austan Hvítár, landfræðilega áfast við Hruna- mannahrepp, en gömul hefð er það, að enn fylgir jörðin Biskups- tungnahreppi. Árið 1816 býr Tómas Halldórsson í Auðsholti og er þar þá tvíbýli. Á eftir honum tekur við búi sonur hans Guð- brandur Tómasson og býr hann þar 1850 samkvæmt manntali. Eftir hann kom svo Tómas Guðbrandsson, sem lengi var hreppsstjóri og bjó fram til ársins 1906 eða 1907. t hans tíð var orðið þríbýli á jörðinhi. Þá tók við búinu sonur hans Tómas Tómas- son. Hann var fæddur 10. okt. 1874 og voru því liðin 100 ár frá fæðingu hans á síðastliðnu hausti. Hann dó 1952. Vilborg kona hans var fædd 1879 en dó 1960 rúmlega áttræð að aldri. í búskapartíð þeirra hjóna var hálfri jörðinni enn skipt og urðu þá um hríð fjórir bændur í Auðsholti. Og nú hafa þeir Tómas yngri og Einar bróðir hans búið á fyrrnefndum hluta jarðarinnar um þrjátfu ára skeið. Auðsholt er landmikil jörð. Þar er allt grasi vafið, slægjur þóttu þar með ágætum og brugðust varla, en landið liggur lágt og árflóð því tíð á vetrum. Hvítá hefur frá ómunatíð verið ábúend- um Auðsholts erfið, þvf að yfir hana varð að sækja og flytja frá sér mest af þvi, sem með þurfti. Þar var líka lögferja. En áin þótt örðug væri hafði þó sitt að gefa. Laxveiði hefur lengst af verið stunduð í Auðsholti og gefið nokkuð í aðra hönd, ekki sízt nú á seinni árum, en hún gerir meira, hún gefur umhverfinu svip, breiðir fagurlega úr sér suður af bænum og beygir síðan til vest- urs. Útsýni er til vissra átta fagurt frá Auðsholti, þótt ekki standi bærinn hátt. í norðri sést fjallaröðin, allt frá Bláfelli og Jarlhettum til Laugardalsfjalla með drifhvíta rönd Langjökuls að baki. 1 austri rís Hekla f reisn sinni og tign, enn austar Eyja- fjallajökull og Tindafjöll. Það er fagurt í Auðsholti við sólarlag á síðsumarkvöldum. Árið 1925 þegar ég var um 10 ára aldur fluttu foreldrar mínur norðan úr Þingeyjarsýslu að Laugarási í Biskupstungum, þar Sem faðir minn gerðist læknir næstu árin. Nokkurt bú, þótt ekki væri stórt, höfðu þau þar sem sveitalæknar á árum jafnan höfðu. Fyrstu árin voru hjá þeim fastir ársmenn. En haustið 1929 vantaði vetrarmann að Laugarási. Rættist svo úr því, að bræðurnir Guðmundur og Tómas Tómas- synir tækju að sér vetrarstörfin, Guðmundur fram að nýári en Tómas eftir það. Ekki hafði ég kynnst Tomma persónulega fyrr en þá svo að heitið gæti, enda var hann 4—5 árum eldri, Urðum við fljótt samrýndir og tókst þá þegar með okkur sá kunnings- skapur og vinarþel, sem sfðan hélst alla tíð. Söngurinn, sem ég vitnaði til í upphafi fór líka fram við fjárhúsin í Laugarási og er mér enn í fersku minni. Eg vil taka það fram hér, að sérlega þótti foreldrum mínum Tómas efnilegur ungur maður, duglegur, ráðagóður og ósérhlífinn. Móðir mín hafði á honum miklar mætur og benti mér og fleirum á, að þar væri mannsefni, sem um margt mætti taka sér til fyrirmyndar. Á þeim árum mátti heita að Auðs- holt lægi við þjóðbraut þvera. Þar áttu flestir leið um sem læknis vitjuðu austan Hvitár þótt ferja væri einnig á Iðu fyrir þá, sem áttu leið fram á Skeið. Tómas eldri í Auðsholti hafði ferjuna og stundaði hana lengi sjálfur. Hann kom því oft að Laugarási með mönnum í lækniserindum. Komst hann því fljótt í kynni við okkar heimili og oftar og oftar fórum við systkinin að koma austur yfir ána. Tvennt vil ég hér geta um í fari Tómasar eldra. Hann var mjög vinafastur maður. Milli föður míns og hans varð góð vin- átta. Þeir þekktust þegar þeir voru ungir drengir, faðir minn var þá snúningadrengur og smali hér í Hvitárholti hjá Magnúsi bónda, sem þá bjó hér. Þegar faðir minn heimsótti mig fyrsta árið hér kom Tómas hingað ein- göngu til að finna hann og dvaldi hér lengi dags. Þá varð með þeim fagnaðarfundur. Annað var það, að hann skrifaði mjög fallega rit- hönd. Tvö bréf hef ég fengið frá honum sem því miður eru glötuð. Má furðulegt heita hvað sumir eldri mannanna komust á því sviði, þótt ekki nytu þeir einu sinni barnafræðslu. Um þetta leytí höfðu þau Tómas og Vilborg búið í Auðs- holti fast að tuttugu ár. Það segir sig sjálft, að efnahagurinn var þröngur, börnin urðu 9 og meiri- hluti þeirra þá i ómegð. Tómas var lengi framan af ævi heilsu- veill og hafði auk þess ferjuna, sem útheimti mikið starf og olli frátöfum, en gaf litið í aðra hönd. Sem að líkum lætur var gesta- koma mikil og þeim veittur beini þótt oft væri minna af veraldar- gæðum á bænum þeim en hlýju hjartans. Þá má allra sizt gleyma hlut húsfreyjunnar Vilborgar; bæði brestur mig þekkingu og hér er hvorki staður né stund til þess að minnast hennar sem verðugt væri. En með bjartsýni sinni hlýju og léttu lund skóp hún þann heimilisanda, að hverjum þeim, sem þar varð kunnugur, þótti, er hann var þangað kominn, sem þar væri hans annað heimili. Hefur mér alltaf þótt sem orð er flutt voru við útför hennar væru bók- staflega söm: „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Eftir 7 ára dvöl í Laugarási fluttu foreldrar mínir þaðan til Reykjavfkur, þangað sem leiðin allra lá og hefur legið. Ég kvaddi Laugarás og umhverfi hans með söknuði og trega. Eg saknaði ná- grannanna frá uppvaxtarárunum og þá ekki sízt systkinanna og heimilisins í Auðsholti. Siðar lá leið mín norður i land, þar sem ég dvaldi um tíma. Ekki gleymi ég handtaki Tómasar yngra vinar mins þegar fundum okkar aftur bar saman að þeim tíma liðnum og hann bauð mig velkominn á Suðurland. Næstu ár var ég lausa- maður og vinnumaður í ofan- verðu Grímsnesi og Biskups- tungum. Kom ég þá oft nokkuð að Auðsholti og þótti þá sem ég væri kominn heim, þegar þangað kom. Atvikin höguðu því svo til, að framtíðarheimili mitt varð svo hér i Hvítárholti næsta bæ við Auðsholt. Vegna breyttra aðstæðna eru samgöngur hér á milli bæjanna mun minni en áður var. Samskipti okkar Tomma hafa samt verið á sömu lund og áður hafði verið. Alltaf var hann boð- inn og búinn, ef í hans valdi stóð að gera eitthvað fyrir mig eða okkur hér og stóð þar hvert orð, sem um var talað. En eitt sinn kom hann hingað að áliðnum vetri 1948 snemma morguns. Þá var árflóð mikið, allt Auðsholts- land sem einn hafsjór, Hvítá flædd langt yfir bakka. Þá var honum brugðið, hann var að leita hrossa og taldi víst, að þau hefðu farizt í ánni úr því að þau voru ekki hér. Svo reyndist þó ekki vera og vorum við svo lánsöm að geta tekið á móti mönnum og hestum hér eftir mikla vosbúð og geymt hestana hér þar til flóðið sjatnaði. Þarna er eitt dæmi, sem sýnir þá erfiðleika, sem Hvitá getur valdið þeim, sem i Auðs- holti búa. Þegar ég lft nú til baka og dagar hans eru allir minnist ég orða móður minnar og sé, að hann hafði ávaxtað pund sitt svo vel, að margt mátti þar af læra. Svo hafa systkini hans sagt, að hann hefði verið sá, sem hafði forystuna heima og lagði jafnan ráðin á. Öll fjölskyldan treysti honum. Hann var frábærlega vel verki farinn, hugsjónamaður að eðli og hafði kjark og þor til þess að leggja hönd á plóginn, næstum á hvað sem vera skyldi. Hann var hagur bæði á tré og járn, t.d. afbragðs bátasmiður, sem kom sér líka vel i Auðsholti, þar sem ferjan var annars vegar. En hann var lfka jafnvígur á innanbæjarverk, ef þvi var að skipta, sýhdi þar mikla hugulsemi og kunnáttu, alltaf bætandi og lagandi það, sem hann fékk við komið. En þótt hann væri á því sviði svo fjölhæfur, sem raun bar vitni, fór fjarri því að hugur hans staðnæmdist ein- göngu þar. Bókakostur mun hafa verið af skornum skammti heima á uppvaxtarárum hans og hann síðar of mikill starfsmaður til þess að gefa sér mikinn tíma til lesturs. En hann hafði það þrosk- aðan smekk að eyða ekki tfma sinum yfirleitt á annað en það bezta sem völ var á, svo sem Is- lendingasögur og Biblíuna. Var á orði haft hvað hann hefði verið vel að sér i þeim greinum, það svc að hann gekk ótrauður út i rök ræður á þeim vettvangi og gaf ekki sitt eftir, enda orðheppinn svo að af bar. Ekki naut Tómas skólalærdóms utan barnaskóla nema vetrarparts á íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þar náði hann ágætum árangri, enda hraustmenni, vöðvastæltur, harður við sjálfan sig lipur og fylginn sér. Siðar var hann nokkrum sinnum gegningamaður hjá Sigurði fyrri part vetrar en fór svo til sjávar á vertíðinni. Mat Sigurður hann jafnan mikils fyrir mannkosti hans. Allt frá ungl- ingsárum og fram til þess að hann fór að búa sjálfur vann hann ým- ist að búinu heima eða stundaði vinnu utan þess. Hygg ég að mest af því sem hann vann hafi hann lagt heimilinu til. Þeir, sem yngri eru og ekki muna þá tima, hvorki vita né skilja hvað það var að halda efnalega í horfinu á þeim árum með ýmsar byggingar og framkvæmdir sem óhjákvæmi- legar voru; úr því fór ekki að rakna fyrr en með verðhækkun- um, sem fylgdu i kjölfar striðsins eftir 1940. Sem fyrr segir hófu þeir félags- búskap á þeirra parti jarðarinnar bræðurnir Tómas og Einar. Fljót- lega byggði Einar sér hús en Tómas bjó áfram í eldra húsinu með Vilborgu móður sinni. Með þeim mæðginum voru miklir kær- leikar, svo að mun Vera sannast orða að naumast hafi hún séð sólina fyrir honum. Nokkru áður en Vilborg dó kom til þeirra kona úr Reykjavík með barn, Helga Þórðardóttir að nafni. Var hún menntuð vel, stundaði kennslu og gerir enn við góðan orðstír. Árið 1962 gengu þau i hjónaband, tvo syni eignuðust þau, Tómas og Þorbjörn, sem enn eru á bernsku- skeiði. Það er trú mín, að hér hafi 31 hann stigið gæfuspor, svo lagt hafi birtu inn á síðustu æviár hans. Hann vildi á hverjum tima hlúa sem bezt að sínu heimili og byggði því nýtt Ibúðarhús fyrir nokkrum árum, en gamla húsið stendur enn. Lenngst framan af ævi held ég Tómas hafi verið heilsuhraustur. En á siðustu árum fór hann að kenna kölkunar í mjöðmum, sem bagaði hann mjög til vinnu. Hann var skorinn upp á öðrum fæti og fékk við það nokkra bót. En þar sem honum var ljóst, að hann yrði ekki til fullrar vinnu úr því, seldi hann búið i hendur Einari bróður sinum að undanteknum nokkrum kindum. Var svo einn vetur á Selfossi með Helgu konu sinni þar sem hún stundaði kennslu. Þar festi hann ekki yndi. En s.I. vetur fór hann að kenna innvortis sjúkdóms, sem varð hans bana- mein. Hann gekk undir uppskurð í vor, komst á fætur aftur og stundaði heyvinnu i sumar, þótt aldrei fengi hann bærilega heilsu. Síðast fór hann til rétta í haust, dró fé sitt og horfði í síðasta sinn yfir fjárhópinn kominn af fjalli. Óumflýjanlega hrakaði heilsu hans úr því jafnt og þétt þar til að yfir lauk og hann lézt hinn 3. des. s.l. Útför hans fór fram að Skál- holti að viðstöddum fjölda manns úr tveimur sveitum. Þegar ég nú að leiðarlokum lít yfir æviferil vinar míns Tómasar i Auðsholti kemur fyrst í hugann hve mikill starfsmaður eljumaður hann var, trúr og tryggur dreng- skaparmaður vinum, gæddur karlmennskulund og þolgæði ásamt þeim innri yl hjartans, sem veitir hverjum lítilmagna eða þeim, sem höllum fæti stendur i hretviðrum lifsins öruggt skjól. Þótt enginn gengi þess dulinn, að hann leið likamlegar þjáningar undir lokin, var rósemi hans og æðruleysi slíkt, að ástvinum hans varð skilnaðarstundin léttbærari. Yfir andláti hans ríkir í hugum þeirra birta og friður. Hann hafði, i viðlögum, þótt ekki bæri mikið á, fengizt við rim og stuðla. Og nú þegar stundin nálgaðist, engu varð um þokað, reit hann sáttur við allt og alla af veikum mætti eftirfarandi erindi, sem sýnir betur en nokkuð annað mat hans í lifinu, trúarskoðanir hans og sýn inn í ódáinslönd annarrar tilveru. Þó dauðinn flestum finnist ógn er friður og ró í mínu geði heiðrík hugsun herðir sókn og hjartað er barmafullt af gleði. T.T. Sigurður Sigurmundsson, Hvitárholti. Góð leiguíbúð óskast: Vantar 3—4 herbergja íbúð eða hæð í húsi. Góð mánaðargreiðsla. Algjörri reglusemi heitið. Svar óskast lagt inn á afgr. Mbl. fyrir 21 . marz. merkt: Vesturbær! — 6651 Nýtízku karlmannaföt falleg og vönduð kr. 9080.— Terelynebuxur frá kr. 1975.— Terelynefrakkar kr. 3550.— Sokkar frá kr. 90.— Úlpur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Bingó Bingó á Garðaholti i kvöld kl. 8.45. Glæsilegir vinningar. Allur ágóði rennur til safnaðarheim- ilisins. Fjölmennið á Garðaholt í kvöld og styrkið gott málefni. Bræðrafélag Garðakirkju. + Rauði kross íslands kvennadeild Hádegisverðarfundur verður haldinn að Hótel Sögu þriðjudaginn 18. marz kl. 12. Mætið stundvislega. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir hádegi á mánudag isima 28222. Takið með ykkur gesti. Megrunarfæöi Vegna mikillar eftirspurnar hefst nýtt námskeið miðvikudaginn, 1 9. marz. Kennt verður: # Grundvallaratriði næringarfræði # Hvaða megrunaraðferð hefur gefið beztan og varanlegastan árangur. # Gerð matseðla. Áherzla er lögð á næringarríkt, Ijúffengt og hitaeiningarýrt megrunarfæði. # Sýndir verða grænmetis-, ávaxta- og baunaréttir. Forðist skaðlegar megrunaraðferðir. Innritun og upplýsingar í síma 86347. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur. Sýnikennsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.