Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Atriði úr hinni heljarmiklu átveizlu Lúkasar hjá Gústa og Veigu.
Ljósm. áj.
LUKAS: Ekki gúllas! Ertu aó
segja að ég þekki ekki lyktina?
SÓLVEIG: Þú færð aldrei
gúllas á sunnudögum. Þá höf-
um við meira við.
LUKAS: Og ég sem finn lykt
af gúllasi."
SÓLVEIG: Það verður gæsa-
steik.
LUKAS: Gæsasteik?
SÓLVEIG: Okkur langaði til
að hafa eitthvað sem þú hefur
aldrei fengið hjá okkur áður.
LUKAS: Gæsasteik. (Lykt-
ar). Já, það er rétt. Þetta er
ekki lykt af gúllasi. Ég finn það
Kjallarasviðið í Þjóðleikhús-
inu er að vínna sér traustan
sess í leikhúslífi borgarinnar og
það er þægileg og vinaleg leik-
hússtemmning þar. I fyrra
hleyptu þeir Þjóðleikhúsmenn
starfsemi af stað á litla sviðinu
í Kjallaranum og formleg opn-
unarsýningin var á einu kunn-
asta verki í brezkum nútíma-
bókmenntum, Liðinni tíð, eftir
Pinter. Aður hafði barnaleikrit-
ið Furðuverkið verið sviðsett
þar. Eftir Liðna tíð hafa víð-
fangsefnin að mestu leyti verið
af innlendum toga spunnin, svo
sem Ertu nú ánægð keriing?
Litla flugan og Pétur Mandólín
Jökuls. Nýjasta verkefnið er
svo Lúkas, frumsýning á leik-
riti Guðmundar Steinssonar og
er því innan fjaróa stefnunni
haldið áfram á Kjallarasviðinu,
enda virðist sú stefna ætla að
gefa góða raun og næstu verk-
efni eru einnig af innlendum
toga spunnin.
Við fylgdumst með sýningu á
Lúkasi, fólk situr að hálfu í
kring um sviðið og ósjálfrátt
skapast þarna strax góð tengsl
milli leikara og leikhúsgesta.
I leikhléi rabbaði ég við Kari
Guðmundsson leikara sem var
þarna leikhúsgestur og ég
spurði hann um hvað næsta
verkefni i Iðnó fjallaði. „Mér
skilst,“ svaraði hann, „að það
fjalli um eitthvað sem við mun-
um skilja vel, það fjallar víst
um drykkjuskap Finna og ég
hef heyrt að í þeim tilþrifum
séum við Islendingar ekki við
ósvipað borð."
Lúkas er mjög aðgengilegt
leikhúsverk og auðskilið, en þó
gefur það áhorfendum býsna
marga möguleika til að velta
vöngum. Það var auðfundið á
þessari sýningu að verkið féll í
góðan jarðveg, héldust þar í
hendur fjölbreytt og góður leik-
ur leikaranna þriggja. Lúkas er
leikinn af Erlingi Gíslasyni,
Sólveig af Guðrúnu Stephensen
og Agúst af Árna Tryggvasyní.
Leikritið fjallar um roskin
hjón, Ágúst og Sólveígu, sem
virðast lifa fyrir það að gefa
heimilisvininum Lúkasi
dýrindis kræsingar á meðan
Lúkasar mannlífsins
á Kjallarasviðinu
Nýtt leikhúsverk Guðmundar Sveinssonar sýnt í Þjóðleikhúsinu
Gústi og Veiga lifa upp fyrri
tíð, en svo...
Tveimur árum síðar sýndi
Gríma eftir hann Sæluríkið og
nú er Lúkas kominn á svið.
Við skulum grípa niður í leik-
ritið og heyra tóninn. Lúkas
lyktar með áfergjusvip eftir
snarlegan bænalestur og muld-
ur á Faðir vorinu:
LUKAS: Hvaó finn ég. —
Gúllas?
SÓLVEIG: Gúllas?
LUKAS: Já. Það verður gúll-
as í dag — úr nautakjöti.
SÓLVEIG: En það verður
ekki gúllas úr nautakjöti.
LUKAS: Ur kálfakjöti?
SÓLVEIG: Ekki heldur.
LUKAS: Hrossakjöti þá?
SÓLVEIG: Það verður alls
ekki gúllas.
núna. Einkennilegt. Það er
gæsasteik og ég finn lykt af
gúllasi. Þetta hlýtur að vera
eitthvað frá undirvitundinni.
SÓLVEIG: Undirvitundinni?
LUKAS: Já, undirvitundinni.
Hvað segir ekki Freud?(Geng-
ur að borðinu). Rós. — Það má
sjá að það er sunnudagur.
(Kemur við rósina. Kveinkar
sér). Aa.— Engin rós án þyrna,
segir máltækið.
SÓLVEIG: (um leið og hún
kveikir á kertinu); Það er
rækjukokkteill í forrétt.
Lúkas, sem verður að borða
einhver býsn í þessu leikriti
situr við matarborðið, átveizlan
er að hefjast, rækjukokteillinn
er kominn á boróið.
þau lifa sjálf á gamla trosinu.
Söguþráðurinn spinnst í gegn
um þessar heimsóknir og geng-
ur þar á ýmsu og víða leynast
víst Lúkasarnir í brjósti fólks
og aö sjálfsögðu Gústi og Veiga,
þetta venjulega fólk, sem þjóð-
félagið byggist á að sögn Lúkas-
ar.
Ekki er ástæða til að rekja
söguþráðinn frekar hér, því
sjón er sögu ríkari. Lúkas er
sjötta leikrit Guðmundar
Steinssonar, skrifað 1969, en
alls hefur hann skrifað 12 leik-
rit. Skáldsöguna Maríumyndin,
skrifaði hann og hún kom út
árið 1958. Veturinn ’64 og ’65
var sýnt eftir hann í Þjóðleik-
húsinu leikritið Forsetaefnið
og sama vetur leikritið Fóstur-
mold hjá leikfélaginu Grimu.
Sviðsfólkið, Júlfus, Kjuregej og Þorlákur
Guðmundur Steinsson.
LUKAS: Merkileg dýr þessar
rækjur, með þessa skel utanum
sig — þessa brynju, og þessa
löngu mjóu þreifara. Þær ættu
að geta varið sig. Þær ættu ekki
að þurfa að láta koma sér að
óvörum. Já, þær ættu svo
sannarlega að geta staðið sig í
lffsbaráttunni þarna niður í
djúpinu. — En þær eru auðvit-
að ekki stórar. Það er ekki
mikill matur í einni rækju. —
Jafnvel litlir fiskar gleypa þær
einsog ekkert væri. Og hvað
stoðar þá brynjan og þreif-
ararnir. — En þeir fiskar sem
gleypa rækjurnar eru heldur
ekkert óhultir. Þeir eru gleypt-
ir af öðrum stærri, og þeir aftur
af öðrum enn stærri, og þannig
koll af kolli. En hvað verður þá
um þá stærstu? Þá sem eru svo
stórir að enginn annar fiskur
getur gleypt. Eru þeir alveg
óhultir? Síður en svo. Þeir
verða bara fyrir árásum hinna
minni sem stinga þá og spýta
jafnvel i þá eitri — svo enginn
er öruggur. Jafnvel sá stræsti
er ekki öruggur fyrir hinum
smæsta. Þetta er kannski ofur-
lítið dapurlegt, en svona er líf-
ið.
ÁGUST: (tekur upp flösk-
una): Meira?
LUKAS: Takk.
(Maðurinn bætir í glasið.
Lúkas lýkur við rækjurnar).
Þetta eru einhverjar þær bestu
rækjur sem ég hef fengið.
AGUST: Það gleður okkur.
SÓLVEIG: Það gleður okkur
innilega.
Og Lúkas heldur áfram síðar:
LUKAS: Þið eruð stórkost-
leg, alveg stórkostleg. Ég sæmi
ykkur orðu.
ÁGUST: Orðu?
LUKAS: Já, orðu.
ÁGUST: Fyrir hvað?
LUKAS: Fyrir dygga þjón-
ustu, fyrir heiðarleik, fyrir aó
laga svona góðan mat, fyrir að
vera mitt fólk, fyrir að hugsa
rétt — fyrir gæsina.
ÁGUST: Við óskum þess eins
að þér líki maturinn.
SÓLVEIG: Við eigum enga
aðra ósk. Vinátta þin nægir
okkur.
En það er ekki allt eins fágað
og auðvelt og virðist, andstæð-
urnar spinnast upp, grimmdin,
vonleysið, kúgunin, uppgjöfin
og leikurinn heldur áfram, leik-
ur Lúkasanna og ekki
Lúkasanna, leikur mannlífsins.
— árni j.
— Þau syngja
Framhald af bls. 3.
liveth". Það er sörtgkonan Jan-
et Price, sem fer með þetta
hlutverk. H'ún er ættuð frá
Wales og er nú talin ein af
fremstu konsertsöngkonum
heimsins. Hún hefur komið
fram á fremstu listahátiðum
víðs vegar í Evrópu og tekið
þátt i meira en hundrað út-
varps- og sjónvarpsútsending-
um. Einnig hefur hún sungið
inn á hljómplötur fyrir brezk
og amerísk hljómplötufyrir-
tæki. Fjölhæfni hennar þykir
með eindæmum, svo að hún
hefur fullt vald yfir hinum ólík-
ustu viðfangsefnum og stílteg-
undum, og frábær tækni henn-
ar í kóloratúrsöng hefur aflaó
henní frægðar jafnt í óratóríu-
og óperusöng.
Með tenórhlutverkið í
„Messíasi” fer Neil Mackie,
ungur söngvari, sem lokið hef-
ur námi frá skozku tónlistar-
akademíunni og einnig frá Roy-
al College of Music í London.
Nú síðustu árin hefur hann not-
ið leiðsagnar hins fræga söngv-
ára, Peter Pears, og oft komið
fram á hljómleikum ásamt hon-
um. Hann stundaði upphaflega
nám i píanóleik en sneri sér
siðan að söngnámi. Hann er
einnig þekktur lútuleikari og
hefur aflað sér álits með túlkun
sinni á söngvum frá renais-
sancetímabilinu. En hann er
mjög fjölhæfur söngvari og hef-
ur hlotið lof þekktra gagnrýn-
enda fyrir flutning sinn á ólík-
ustu viðfangsefnum. Hann hef-
ur einnig sungið inn á hljóm-
plötur fyrir brezk og erlend
hljómplötufyrirtæki, m.a. í
„Messiasi” og „Jóhannesarpass-
iunni“, einnig hefur hann oft
komið fram í útvarpi B.B.C.
Neil Mackie hefur komið fram
sem einsöngvari með mörgum
kórum i Bretlandi og kemur nú
beint. frá Edinborg frá því að
syngja aðalhlutverkið í „Matth-
eusarpassíu” J.S. Bachs.
Bassaaríurnar í „Messíasi”
eru einhverjar þær vandsungn-
ustu sem til eru. Baritonsöngv-
arinn Glynn Davenport er að-
eins 27 ára að aldri, en gagnrýn-
endur hafa komizt svo að orði,
að hann hafi nú þegar náð
þeirri fágun í túlkun, sem
minnir á jafn frábæra bariton-
söngvara sem Fischer-Dieskau.
Árið 1970 hlaut hann þýzkan
ríkisstyrk til náms hjá Jakob
Stámpfli í Hamborg, og árið
1972 vann hann hin eftirsóttu
Kathleen Ferrier verðlaun,
sem eru einhver mesta viður-
kenning er ungum söngvara
getur hlotnast. Hann lauk prófi
frá Royal College of Music I
London, þar sem hann lagði
einnig stund á lagfiðluleik.
Hann nýtur enn leiðsagnar
Paul Hamburger í söng, en hef-
ur komið fram á fjölmörgum
hljómleikum með þekktum
hljómsveitum á sl. ári, m.a.
með The English Chamber
Orchestra undir stjórn Ray-
mond Leppard. 1 næsta mánuði
syngur hann í Florida í Banda-
ríkjunum og í júni nk. syngur
hann í hinu þekkta verki Britt-
ens, „Dauði í Feneyjum" í Cov
ent Garden.
(Fréttatilkynning frá
Pólyf ónkórnum).