Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 ÞRJÁTÍU ár eru lióin frá uppgjöf Þjóöverja í síóari heimsstyrjöldinni. Klukk- an 13 þriójudaginn 8. maí 1945 barst fregnin um upp- gjöfina til íslands og í munni manna hefur þessi dagur verió kallaóur frióardagurinn. Dagur þessi hefur oróió mönnum minnisstæöur og þá sér- staklega lögreglumönnum, þar sem þá var fyrsta sinni í sögu lögréglunnar á ís- landi beitt táragasi til þess aó koma i veg fyrir rysk- ingar og dreifa manna- fjölda. Morgunblaóió hefur af þessu tilefni rætt vió Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra, sem var lögreglustjóri i Reykjavík á þessum tíma. Jafnframt ræddi blaóió vió Svein Stefánsson lögreglumann, sem þátt tók í aógerðum lögreglunnar á frióardag- inn. Ennfremur er stuózt Friðardagurinn, 8. maí 1945 Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóri og fyrrverandi lögreglu- stjóri í Reykjavík. rúðubrot og gripdeildir. Var þá sýnt að eitthvað hafði farið úr böndunum. Við höfðum þá hjá lögreglunni sérstakt boðunar- kerfi og liðsstyrkur var kvaddur út. Ég kallaði og til birgðavörð lögreglunnar, sem geymdi tækja- búnað, sem nota átti gegn óeirð- um. Hann kom og deildi út tækjunum, en ég fór heim — bjó þá í Norðurmýrinni — í lögreglu- bíl með sírenu og tilheyrandi til fjórðung, en þá var lögregluliðið, sem kvatt hafði verið út að drifa að. Bárustþájafnframtfréttir af ólátum á fleiri stöðum, svo að augljóst var að ryskingar og læti breiddust út.“ 0 Herlögreglan kastaói einkennum sínum Akveðinn hluti sjóliðanna bar sérstakt band um upphandiegg, ljóst með gráum jaðri, en á miðju „Um klukkan 16 fór hópur þessi (brezkir sjóliðar — innskot Mbl.) upp á Arnarhólstún og klifruðu nokkrir brezkir sjóliðar þar upp á styttu Ingólfs Arnar- sonar i þeim tilgangi að hengja þar upp brezka fánann. Var þvi afstýrt af brezkum lögreglumönn- um. Við atburð þennan kom nokk- ur ókyrrð á þá sem viðstaddir voru, án þess að til verulegra ryskinga kæmi. Hélt hópurinn því við samtímafrásögn blaðs- ins. Agnar Kofoed-Hansen segist muna, að stjórn lögreglunnar hafði frekar búizt við einhverjum ólátum á væntanlegum friðardegi og þvi hafi hann áður rætt við yfirmann Bandarikjahers og einnig lögreglustjóra þeirra Glaze major og á fundinum var frá því gengið, að engir amerískir her- menn yrðu á ferli, þegar friður kæmist á og tilkynning um það bærist. Ékki var nákvæmlega vit- að, hvenær tilkynningín myndi berast, en uppgjöf Þjóðverja lá í loftinu og menn biðu hennar óþreyjufullir. Sömuleiðis segist Agnar hafa haft samband við yfir- mann brezka flughersins, en hér voru þá enn brezkir flugmenn og var þvi lofað, að þeir myndu halda sér innan sinna herbúða og halda friðarstundina hátíðlega þar. Nokkur skip úr flota Breta lágu þá í Reykjavíkurhöfn og flotaforingi Breta lofaði ströngu eftirliti með sínum mönnum, en hann sagðisl ekki geta meinað mönnum sínum landgöngu. Þá voru einnig hér brezk flutninga- skip. % MikiH mannfjöldi ,,Um eftírmiódaginn fór ég nið- ur I bæ ein« og hver annar borgari," sagði Agnar. „Ég man að veðrið var mjög gott og mikill mannfjöldi var í bænum, en frétt- in um uppgjöfina barst að mig minnir rétt upp úr hádegi. Eg gekk suður með Tjörninni og mig minnir að einhver hafi verið að synda þar í mikiili gleðivimu. Ég fór síðan á lögreglustöðina og er ég hafði verið þar örstutta stund bárust fréttir um að hersing Herskálar I Laugarnesi. Holdsveikraspítalinn, sem brann, sést fjærst a myndinni. # Frásögn Morgunhlaðs- ins 1 Morgunblaðinu hinn 10. mai 1945 er skýrt frá óeirðunum og er þar sagt frá rúðubrotunum, sem Agnar hefur lýst hér að framan. Frásögn blaðsins er byggð á skýrslu lögreglustjórans i Reykja- vík og ef gripið er niður í hana, segir þar: % Afvopnaði vélbyssumann Sveinn Stefánsson lögreglu- maður tók þátt í aðgerðum lög- reglunnar þennan dag. Hann sagði i viðtali við Morgunblaðið, að hann hefði átt varðstöðu i Tryggvagötu, en þá kom til hans maður, sem sagði að brezkur sjó- liði vopnaður byssu væri farinn bandinu var kóróna. Táknaði bandið að um „shore patrol" væri að ræða, þ.e.a.s. menn irnir voru lögreglulið sjó- liðasveitanna. 1 látunum köst- uðu sumir sjóliðanna, sem báru þetta band, þvi af sér 0g tóku þátt i óspektum félaga sinna, enda voru flestir þeirra ef ekki allir ölvaðir. Var islenzku lögregl- unni því fremur lítið gagn i þessari erlendu herlögreglu. Neðan við Kalkofnsveg kom til átaka — í grennd við Varðarhús- ið. Agnar sagði, að þar hefði verið tekinn af brezkum sjóliða hamar einn mikill, sem hann hafi reitt i höfuðið á Lárusi Salómonssyni, en mun hamarinn þó ekki hafa komið af fullum krafti i höfuð Lárusar. bví að öðrum lögreglu- manni mun hafa tekizt að trufla manninn í högginu. Höggið lenti framan á höfuðskildi, sem Lárus bar og klofnaði húfan að framan en honum mun ekki hafa orðið meint af, a.m.k. stóð hann upp aftur. Að öðru leyti voru sjólið- arnir vopnaðir bareflum, sem þeir höfðu búið sér til úr gúm- slöngum og fyllt þær blýi i annan endann. Lögreglan í Reykjavik hafði búið sig vel undir hvers kyns óeirðir og sagði Agnar að hann hefði látið liðið æfa sig ár- um saman jafnt daga sem nætur. Allar þessar æfingar, sem voru að mestu utan venjulegs vinnutíma, voru unnar án endurgjalds. Er ég enn þá þakklátur þessum ágætu lögreglumönnum að þeir skyldu taka slíkt í mál þvi að vinnudagur þeirra var bæði langur og oftast erfiður. En lögreglan sýndi mikla þolinmæði við þessar æfingar og þegar til þessara óeirða kom held ég að þeir hafi fundið, hve gott þeir höfðu haft af þessum æfing- um, og hve vel þeir réðu við vandamálin." næst niður i Miðbæ og varð þar þröng mikil og hávaði. Islenzku og brezku lögreglunni tókst að afstýra óspekktum þar að mestu leyti. Ákveðið hafði verið að Lúðrasveit Reykjavíkur léki á horn á Austurvelli kl. 20,30 en þar eð lögreglan taldi vafasamt að takast mætti að verja Austurvöll skemmdum af hálfu öspektar- mannanna, lék Lúðrasveitin á Arnarhólstúni í staó Austurvall- ar. Fór hún þangað á tilsettum tíma, svo og lögreglusveit, sem ruddi svæðið umhverfis styttuna, en þar hafði safnazt saman hópur friósamra borgara. Um þetta leyti náðu óspekktir, er höfðu verið um skeið á Lækjartorgi, hámarki sinu. Sinn fulla þátt í þeim áttu ungir menn, sumir hverjir undir áhrifum vins, sem leituðust við að koma á stað óspektum með hrind- ingum, ópum og alls konar óhljóð- um. Sjóliðar, sem þarna höfðu verið gengu nú í stórum hóp norð- ur Kalkofnsveg, en á eftir þeim fór hópur islenzkra manna og unglinga. Hóparnir staðnæmdust við Varðarhúsið. Hófust þar rysking- ar milli hermanna og Islendinga og skömmu siðar grjótkast. ls- lenzkum og brezkum lögreglu- mönnum, sem þarna voru, tókst brátt að skilja hópana að, en grjótkastið hélt áfram. Varð lögreglan að beita kylfum í viðureign þcssari, sem stóð yfir á aðra klukkustund. Mannfjöldinn dreifðist þá um miðbæinn, en ókyrrð hélst. Lög- reglustjóri brezka hersins fór fram á það við lögreglustjórann i Reykjavík, að notað yrði táragas, en lögreglustjórinn í Reykjavik færðist undan því i lengstu lög. Skömmu síðar fór brezka lögregl- an að nota táragas á sitt eindæmi til þess að dreifa mannfjöldan- um.“ brezkra sjóliða, sem allir voru mjög drukknir, væri á leið niður Laugaveg og hefði hafið þar mikil þess að koma mér í einkennisbún inginn. Var ég kominn aftur á stöðina eftir svo sem stundar- BAREFLI og vopn — brezku sjóliðanna, sem upptæk voru gerð á friðardaginn. Hamarinn er sá, sem sjóliðinn notaði við Varðarhúsið og getið er f greininni. Þá sést einnig slöngubarefli, sem er þannig gert, að gúmslanga er fyllt í annan endann með blýi og bandspotti festur f hinn endann, svo að handhægara sé að halda á bareflinu. Gúmið f bareflinu er orðið hart og hefur brotnað. Borðinn er einn slfkra, sem sjóliðarnir höfðu um handlegginn til merkis um að þeir væru herlög- reglumenn. mmm Táragashernaður ] í tvo daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.