Morgunblaðið - 08.05.1975, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.05.1975, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 29 uppsetningu kínverskra mál- verka. Sköpun og þróun tré- stungulistar er eitt af veigamikl- um afrekum menningar og listar hinnar kínversku þjóöar. Síöan Nýja Kina var stofnað, hafa starfsmenn viö gerð tréstungu- mynda, skiröir sérstaklega í eldi hinnar miklu menningarbylt- ingar öreiganna, tekið frekari framförum i aö beita frumkvæði sínu og sköpunargáfu út i æsar. Með því að nota tréþrykkingu hafa listvinnustofa Jung Pao-Chai i Peking og listvinnustofa To- Yun-Hsuan i Sanghai gert um meira en tuttugu ára skeið eftir- líkningar af þúsundum frægra kinverskra málverka og letur- mynda, bæði nútimalegra og sí- gildra, og komið þannig tré- stungulist upp á nýtt stig“. Þetta skýrir sig væntanlega sjálft, hér er sem sagt um eftirmyndagerð málverka að ræða í stórum stíl, og síðan eru gerðar eftirprentanir á eftirmyndunum og þær að lokum uppprentaðar á sýningar. Þetta skilst þó að nokkru, þegar þess er gætt, að Kínverska þjóðin mun telja 800 milljónir einstaklinga og þvi þýðir lítt að gera myndir i 3—10 eintökum líkt og islenzkir grafik-listamenn! . . . En ég er nú einu sinni unnandi grafík-listar sem slikrar, en ekki eftirmynda af málverkum og síður eftirmynda af grafískum verkum. Engu að siður er þetta fróðleg og fyrir margt forvitnileg sýning, sem fólk er hvatt til að skoða, en aðgangur er ókeypis og sýningin stendur til sunnudags 11. mai. Um leið og ég þakka framtakið, vil ég taka það fram, að forvitni min um þróun kinverskrar grafíklistar hefur aukist til muna og vona ég, að ég geti satt þessa forvitni mina fyrr eða síðar á raunhæfan hátt. — Afmæliskveðja Maren Framhald af bls. 16 leikum. Á þessu tímabili er ekkert eins hættulegt eins og eín- manakenndin og allt sem af henni leiðir, til likama og sálar. Það þýðir ekki fyrir neinn að segja öðrum hvað hann á að gera, það verður hver að ganga sína götu og gera hlutina upp við sjálfan sig. Þess vegna tekst eins misjafnlega til eins og fólkió er margt. A okkar aldri er gaman að skoða lifið. Maður hrekkur ekki um koll þó komi smá vindhviður, maður lokar bara fyrir súginn. Og heldur jafnvæginu i kærleika. Á honum byggist allt, og af honum áttu nóg. Nú fer ég að hætta þessu pári. Þar sem þú ætlar ekki að vera heima á þessum timamótum sendi ég þér þennan hlutá af sjálfri mér með þessum línum og smá tryggðapant til minja um okkar gömlu og góðu kynni. Svo óska ég þér innilega til hamingju með daginn, og góðrar heilsu á ókomnum árum, sem ég vona að verði mörg, okkar allra vegna, sem þekkjum þig. Beztu kveðjur frá mér og manni minum. Þin Vinkona Inga Bjarnadóttir, Selfossi. ^loraunlilttítiíi margfaldar markad vðar I C C HJÓLHÚSAKLÚBBUR ÍSLANDS ÞEIR SEM EIGA HJÓLHÝSI í GEYMSLU AÐ REYKJAVÍKURVEGI 60 HAFNARFIRÐI GETA SÓTT ÞAU N.K. LAUGARDAG 10. MAÍ KL. 2 E.H. STJÓRNIN. V J Veiðafærauppboð Föstudaginn 16. þ.m. fer fram nauðungarupp- boð á veiðafærum af Hafbjörgu GK-7, Æskunni Sl 1 40 og Eldey KE-37. Uppboðið hefst kl. 15 í Borðahúsinu á Svend- borgarlóð. Þar verða seld tvö humartroll og fl. Kl. 15.30 verða boðin upp við veiðafæra- geymslu Bæjarútgerðarinnar við Víðistaði tvö fiskitroll, toghlerar og fl. Kl. 16.45 verða boðnir upp í Dröfn togvírar og fl. af m.b. Æskunni. Kl. 17 verður boðin upp í Netagerð Kristins Ó. Karlssonar þorsknót af m.b. Eldey. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Einkamál Eldri hjón sem eiga fasteign, sem lítið hvílir á óska eftir 200—300 þús. kr. láni í tvö ár eða styttri tíma. Tilboð sendist Mbl. merkt. „Öruggt — 6711". á morgun og næstu daga seljum viö smágallaða keramik, Öpið frá kl. 10—12 ,, og 13 LmJ sem prýða má góða ^ gleraugnaverzlun ,a r Að ^ V Austurstræti7^ við hliðina á Oculus NU, ÞAÐ ER BARA SVONA — SKILNAÐUR — Við höfum breytt verzlunum okkar. Að Austurstræti 20, við hliðina á „Hressó”, höfum við opnað fullkomna sem við bjóðum allar helztu tegundir gleraugnaum t.d. Saphira, Neostyle, Modeme Optik o.fl. o.fl. Lituð gler og sólgleraugu í úrvali. Sjónaukar, loftvogir og allt það höfum við opnað verzlun, sem sérhæfir sig með LJÓSMYNDAVÖRUR og stefnum að því að þér þurfið ekki að leita langt yfir skammt, þar sem við bjóðum öll helztu vörumerki í Ijósmyndavörum auk allra þeirrar þjónustu, sem hægt er að bjóða upp á. Með því að aðskilja vöruflokka þessa,bjóðum við yður meira vöruúrval, sérhæfðara starfsfólk og ánægjulegri viðskipti/ Týli h.f. gleraugnaverzlun, Austurstræti 20. Týli h.f. Ijósmyndavöruverzlun, Austurstræti 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.