Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 37

Morgunblaðið - 08.05.1975, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 37 VELVAKAIMOI Volvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föStúdags. Q Öngþveiti í Sudurgötu. „Blessaður, skrifaðu um öng- þveitið í Suðurgötunni," sagði maður, sem vatt sér gustmikill inn úr dyrunum. „Þú getur átt á hættu að sitja þar fastur í bílnum þínum timunum saman." — Tím- unum saman — hann viður- kenndi að þar væri kannski of djúpt tekið i árinni, en benti á að hver minúta yrði að mörgum hjá þeim, sem biði og kæmist ekki leiðar sinnar. Annars var ræða hans eitthvað á þessa leið: „Suðurgatan er upphaflega ibúðargata, en þó hefur umferð alltaf verið þar í meira lagi vegna legu hennar. Nú eru þarna aftur á móti komin fyrirtæki og stofnan- ir, sem menn eiga erindi við. Margir koma í bílum sinum og leggja þeim við gangstéttina, eða upp á hana að hálfu. Bilar stanza úti á götunni til þess að hleypa öðrum, sem eru að fara, burt — og það tekur sinn tíma. Allt lendir svo í hnút eða hrærigraut." Q Lagfæringa þörf. „Lausn verður að finna á þessu vandræðaástandi. Mér kem- ur þá fyrst i hug, að menn, sem eru með bila sina á bílastæðum i miðborginni, létu þá vera þar kyrra á meðan þeir rölta i Suður- götuna og sinna þar erindum sin- um. Því segi ég þetta, að I gær sá ég mann stiga upp í bil sinn á bilastæðinu við Vesturgötu — og það næsta, sem ég sá til hans, var, þegar hann steig út úr bílnum við Suðurgötuna. Þar hafði hann ská- skotið honum upp á gangstétt með afturendann langt út á götu. Þá sting ég upp á þvi, að þeir, sem eru lengra að komnir, skilji bíla sina eftir fjær. Bæði er smá- göngutúr hollur auk þess sem það er í flestum tilfellum flýtisauki. Annars eru þessar tillögur vist út I hött, því að hver heldurðu að fari eftir þeim? Allir vilja að sjálfsögðu að náunginn geri það — en hann sjálfur, nei, það er vonlaust. Eina lausnin væri kannski að gera Suðurgötuna að einstefnu- akstursgötu. En þá er spurningin: Leysir það meiri vanda en af því hlýzt? Þvi máli skýt ég til þeirra, sem sjá um umferðarinálefni borgarinnar.“ „Þú birtir þetta fyrir inig,“ sagði hinn gustmikli maður, „þótt ég sé ekki alltof bjartsýnn á að það beri nokkurn árangur. En á meðan ég hef talað hér við þig, hef ég fundið mina prívat lausn, ég vel mér nýja leið — keyri ekki oftar um Suðurgötuna.“ einhverju slíku. Ilanfi er augsvni- lega á þeirri skoðun að hún sé langt frá þvl að vera í andlegu jafnvægi. — Hvernig heldur þú að þetla mál sé vaxið, Johannes? spurði Uhríster skyndilega — þú hefur talað heilmikið við hana? Ertu á þeirri skoðun að hún sé gædd óvenjulega frjóu ímynd- unarafli? Ég ætlaði að benda Uhrister á að ég teldi ekki að faðir minn sem lifði og hrærðist í fornleifum gæfi sér yfirleitt tfma eða tóm til að velta öðru fólki fyrir sér, en ég sagði ekkert og beið átekta. — Hún hefur ákaflega mikið hugmyndaflug, sagði faðir minn ákveðinn. — Ahugi hennar á Egyptalandi er ekki af visinda- legum eða menningarlegum toga, heldur sakir þess að henni finnst svo margt í fornmenningu Egypta bera keim af einhverju dular- fullu og yfirnáttúrlegu. Hulda kom í sömu andrá og sagði að hádegisverðurinn væri framreiddur. Það er ekki rétt að segja að enn hafi verið rigning, heldur steypt- ist hún niður eins og hellt væri úr fötu og við fórum að bræða með okkur hvernig Einar og lögreglu- stjórinn væru á sig komnir við Móðir, sem er svo lánsöm að eiga heilbrigð börn skrifar: „Kæri Velvakandi. Undanfarið hafa verið miklar umræður um málefni vangefinna, fjölfatlaðra og annarra minni- hlutahópa í þjóðfélaginu. Við, sem eigum heilbrigð börn, gerum okkur vist takmarkaða grein fyrir því álagi, sem það er að vera með vanheil börn á sínum vegum. Þótt hin tilfinningalega hlið málsins sé undanskilin, þá eru beinir „praktískir" erfiðleikar þessa fólks slikir, að þá skilur vist eng- inn nema sá, sem annað hvort hefur átt í þeim eða haft náin kynni af fjölskyldum, sem svo er ástatt fyrir. Skólakerfi okkar hér á islandi er löngu orðið mjög fullkomið, og ekki skal ég verða til að draga úr mikilvægi þess að hægt sé að bjóða ungum og fullorðnum nem- endum hina beztu aðstöðu. Minni- hlutahópar eins og vangefin börn og unglingar, ásamt þeim, sem eiga við að búa einhvers konar fötlun aðra, hafa þó verið settir hjá. Þetta eru allir sammála um, en samt sem áður ætlar að ganga seint að ráða bót hér á. Mér hefur dottið i hug hvort ekki sé kominn timi til að gera þessa hópa að forréttindahópum í nokkur ár. Þannig inætti veita fjármagni, sem ætlað er til uppbyggingar i fræðslumálum til þess að reisa skóla og aðrar stofnanir, sem nauðsynlegar eru, til þess að hóp- ar þessir geti setið við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar. Um daginn var mikið um það rætt i blöðum, að Hvassaleitis- skóli byggi við þröngan húsakost. Var bent á eitt og annað i þvi sambandi, sem áreiðanlega var allt satt og rétt. Þarna virðist ýmislegt, #sem sjálfsagt telst i hverjum skóla, hafa verið látið sitja á hakanum. En ef við tökum nú til viðmið- unar i þessu tilviki aðbúnað fjöl- fatlaðra, vangefinna og annarra, sem vanheilir teljast, þá fer ekki á milli mála hver ber skarðan hlut frá borði. 0 Gerum átak 1 þessum inálum þarf að gera átak. Það þarf að búa svo að þeim, sem hafa ýmiss konar sér- þarfir, að hægt sé að koma þeim til þess þroska, sem mögulegt er. Þannig mætti spara stórar fjár- hæðir fyrir þjóðfélagið, auk þess sem þeim væri þannig búin sú aðstaða og aðhlynning, sem þjóð- félag eins og okkar er skyldugt til að búa þeim, sein eru minni mátt- ar. í þessu mikla kröfugerðarþjóð- félagi hafa þessir hópar tvfmæla- laust orðið útundan. Ástæðan er kannski sú, að þeir eru þess ekki umkomnir að fara í kröfugöngur eða kröfuherferðir eins og flestir hagsinunahópar aðrir. Félög áhugainanna um velferð þessara okkar minnstu bræðra hafa unnið mikið verk og merkilegt, en er það eðlilegt, að slik félög eigi að hafa allan veg og vanda af þvi sem gert er í þessu efni? 0 Gamla fólkiö Einn er sá hópur, sem einnig hefur orðið mjög útundan að sama leyti, en það er gamla fólkið. Þessi aldurshópur er þögull og gerir ekki háar kröfur. Astæðan er sjálfsagt sú, að það hefur ekki i sér sama kraft og dug og þeir, sem yngri eru og vaskari. Þó er það einmitt þessi aldurshópur, sem unnið hefur hörðum höndum og búið i haginn fyrir okkur, sem á eftir komum, og sitjum nú að þvi, sem vel hefur verið gert á liðnum árum. Aðbúnaður gamla fólksins i þessu landi er okkur ekki til sóma, en með þvi að beina atork- unni að því að koma málum gamla fólksins og þeirra minnihluta- hópa, sem ég minntist á hér að framan, í viðundandi iiorf sem allra fyrst, en láta í þess stað biða ýmiss konar framkvæmdir, sem ekki eru eins aðkallandi, er ég viss um að innan fárra ára myndi ríkja gerbreytt ástand í þessum efnum. Ég held að það geri ekki svo mikið til þótt heilbrigð börn sitji dálitið þröngt og hafi ekki alla hugsanlega hluti, sem fræðsluyf- irvöld láta sér detta í hug, en dýrmætur tími til að kenna og þroska vangefin börn kemur ekki aftur. Gamla fólkið, sem hýrist í lélegu húsnæði, oft á tiðum eitt og yfirgefið, flyzt að visu i rýmri húsakynni í öðrum heimi, en þvi eru fengin i jarðnesku „velferðar- þjóðfélagi'*. „Velferðarþjóðfélagið" er skyldugt til að búa vel að þeim sem minna mega sín, vilji það bera nafn með rentu. S.A.L.“ # Poppæði í plastpokum „Hundpirraður bíógestur“ vippaði sér hér inn á ritstjórnar- skrifstofurnar um daginn, æstur mjög, og hafði eftirfarandi rit- smíð meðferðis. „Velvakandi. Ég er með þeim ósköpum fædd- ur að vera með króníska biósýki, og meðalið er a.in.k. ein bióferð i viku. Framkoma biógesta er nú eins og löngu er frægt orðið og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að ekki hafi hún batnað neitt hin síðari ár. Það, sem fer þó mest í taugarn- ar á mér er poppæði, sem a.m.k. helmingur allra biógesta virðist vera haldinn. Það er keypt popp- korn fyrir sýningu og I hléi og þetta maulað meðan á sýningunni stendur. Bæði er það, að kjams þetta er mjög hávaðasamt, og eins hitt, sem er sýnu verra, að lyktin eða öllu heldur fýlan af þessu hænsnafóðri bérst langar leiðir. Ég er svo sem ekki að gera inér það í hugarlund, að með þessu bréfkorni takist að steinma stigu við poppáti i kvikinyndahúsum borgarinnar, en þetta er bara far- ið að fara svo ofsalega i taugarnar á mér að ég verð að fá útrás.“ Vonandi liður blessuðuin mann- inum betur þegar hann hefur séð þetta á prenti, en við vottum hon- um og þeim, sem eru sama sinnis i þessu stórmáli, fyllstu samúð. Mamma, við erum í póstmannaleik með öll gömlu ástarbréfin þín. Tækifærið gríptu greitt Oft höfum við verið stoltir af því að auglýsa góða vöru, en aldrei eins og nú. Raynox kvikmyndasýningavélin sameinar alla kosti, sem góð kvikmyndasýningavél þarf að hafa. Sýnir aftur á bak og áfram, allir hraðar ein og ein mynd í einu. Þræðir sig sjálf frá spólu, lágspenntur lampi, Ijósnæm aðdráttarlinsa o.fl. Verð aðeins 28.800.00. Útsölustaðir í Reykjavík: Týli, Austurstræti 7, Gevafótó Austustræti 6. Filmur og vélar Skólavörðustíg 41, Fótóhúsið Bankastræti 8. Sportval s.f. Laugaveg 116. Skagfirzka söngsveitin Stórbingó að Hótel Sögu fimmtudaginn mai kl. 20.30. Glæsilegir vinningar, 2 utanlandsferðir, húsbúnaður, matvara o.fl. Söngs.veitin syngur I hléinu. Fjáröflunarnefndin. BINGO BINGÓ í TEMPLARAHÖLLINNI, EIRÍKSGÖTU 5, KL. 8.30 í KVÖLD. VINNINGAR AÐ VEROMÆTI 25 ÞÚSUND KRÓNUR. BORÐUM EKKI HALDIÐ LENG UR ENTILKL. 8.15. SÍMI 20010. Fótboltar, handboltar, körfuboltar, blakboltar, sundpólóboltar. i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.