Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 1
105. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 11. IVIAÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. George McGovern öldungadeildarþingmaður frá Bandarfkjunum og frambjóðandi til forsetakjörs hefur verið á Kúbu undanfarna daga og átt vinsamlegar viðræður við Castro. Hér sjást þeir f bænum Jibacoa sem er mikill mjólkurframleiðslubær. Báðir eru þeir að gæða sér á fs og spjalla við fólk sem safnaðist saman til að fylgjast með ferðum þeirra. Kambodia: Allir útlendingar hypji sig Bankok, 10. mai. NTB. Reuter. % NÝJA rikisstjórnin í Kam- bodiu krafðist þess í dag, að allir útlendingar sem nú væru í landinu kæmu sér á brott hið skjótastsf og fá þeir einhvern frest til að komast úr landi. Var þetta birt í tilkynningu innanrík- isráðherrans, Hu Nim, og sagði þar, að enn væru all- margir útlendingar í land- inu og hefðu þeir flestir staðið í sambandi við glæpahreyfingu Lon Nols og fylgismanna hans.“ snarlega Talið er að enn séu um 100— 200 franskir ríkisborgarar i Kambodiu, og hafa sumir þeirra búið i landinu í fjölda ára. Ráðherrann sagði að um 600 þúsund manns hefðu látizt i loft- árásum Bandarikjamanna á tima- bilinu febrúar til ágúst 1973. Ráðherrann sagði að bandarísk- ir heimsvaldasinnar og „hlaupa- strákar" þeirra væru enn að reyna að hafa i frammi skemmd- arstarf gegn núverandi valdhöf- Framhald ábls.38 Sprengja við Aeroflotskrif- stofu í USA Ótti og flótti í Vientiane — en fregnum um yfirvofandi valda töku kommúnista vísað á bug Vientiane, 10. mai. AP — Reuter. lEIMILpiR meðal diplómata i l'ientiane hermdu I dag, að þess ixri vænzt að Souvanna Pouma, 'orsætisráðherra Laos, myndi í íæstu viku útnefna nýja ráðherra ir hópi hægri manna I stað þeirra imm sem sögðu af sér, en tals- naður stjórnarinnar staðfesti í iag fregnir um afsögn ráðherr- mna, en tilgreindi ekki nöfn aeirra né hvenær þeir hefðu sagt rf sér, né heldur hvers vegna. Vleð útnefningu nýrra ráðherra helzt jafnvægið innan samsteypu- stjórnarinnar milli sex hægri ráð- herra og sex vinstri sinnaðra Pat- het Lao ráðherra. En heimildir hermdu hins vegar að ekki væri búizt við því að nýju ráðherrarnir fengju mikil völd og Pathet Lao hefði áfram undirtökin I borg- inni. O Ótti greip um sig f höfuðborg- inni í dag. Hundruð útlendinga og Laosmanna flúðu borgina, og þrálátar sögusagnir voru á kreiki um byltingar og gagnbyltingar. lbúar borgarinnar voru sagðir ótt- ast herflutninga í átt til hennar, og af þeim völdum hefur gjald- Finnar ítreka velvild við Rússa með friðarskjali áhrifamenn i bæjar- og sveitar- stjórnum og þar að auki 580 þús- und einstaklingar. Helsinki, 10. maí. Reuter. FULLTRÚAR 174 samtaka og fé- laga í Finnlandi, sem hafa innan sinna vébanda um 8 milljónir manna, afhentu í gærkvöldi Kekkonen Finnlandsforseta skjal við hátiðlega athöfn í Helsinki. 1 skjalinu er lögð áherzla á að und- irskrifendur óski eftir áframhald- andi friði og góðri samvinnu við Sovétrikin. A mánudag fór Ahti Karjalain- en til Moskvu til að sýna Pod- gorny forseta Sovétríkjanna, skjal þetta. Eins og áður er sagt undirrita það fulltrúar 174 samtaka svo og Kína á kvik- myndahátíð Vestur-Berlín, 10. maí. Reuter KlNA mun f fyrsta skipti taka þátt f kvikmyndahátíðinni í Ber- lín á þessu ári, að þvf er talsmað- ur undirbúningsnefndar sagði frá í dag. Munu Kínverjar senda tvær stuttar myndir á hátfðina. miðill fallið f verði og verð á hrfsgrjónum hækkað. Sumar verzlanir hafa lokað og eigend- urnir farið úr landi. Suður- Kóreustjórn hefur fyrirskipað starfsliði sendiráðs landsins í Vi entiane að hefja brottflutning 79 manna af suður-kóreönsku þjóð- erni og undirbúa eigin brottflutn- ing. Ástralíustjórn hefur flutt á brott fjölskyldur sendimanna sinna vegna óvissunar f borginni, en bandarfsk stjórnvöld neita að þau undirbúi samsvarandi brott- flutning. Undanfarna daga hafa um 1000 manns farið yfir Me- kongfljótið til Thailands, og flug frá Vientiane er sagt fullbókað næstu vikuna. Areiðanlegar heimildir herma að afsögn ráðherranna hafi orðið eftir fund s.l. þriðjudag mílli for- sætisráðherrans og hægri sinn- aðra ráðherra og vararáðherra i samsteypustjórninni sem mynduð var fyrir einu ári. Er sagt að með- al ráðherranna sem sögðu af sér hafi verið Ngon Sananikone fjár- málaráðherra og hafi hann þegar farið til Thailands í gær, föstu- dag, Tianethone Chantharasy varautanrikisráðherra, Houpþan Saignasith varaatvinnumálaráð- herra, en aðrar heimildir herma að Sisouk Na Champassak varnar- málaráðherra hafi einnig verið meðal þeirra sem sögðu af sér, auk tveggja háttsettra hershöfð- ingja. Framhald á bls. 38 Pundið fellur enn London, 10. maí — Reuter. STERLINGSPUNDIÐ féll f mestu lægð á gjaldeyrismörkuð- um á sfðari tfmum f gær vegna vaxandi ótta um að brezku stjórn- inni takist ekki að hafa hemil á verðbólgunni í landinu, sem nú er allþjakað af atvinnuleysi og vinnudeilum. Pundið féll niður í 24,4% verðgildis sfns í desember 1971 gagnvart öðrum helztu gjaldmiðlum. Washington, 10. maf — Reuter. SPRENGJA sprakk fyrir framan skrifstofur sovézka flugfélagsins Aeroflot í Washington i dag, en litlar skemmdir urðu og engin slys á mönnurn. Skrifstofan er ný- opnuð, tók til starfa í fyrra mán- uði og er ekki langt frá sovézka sendiráðinu i Washington, sem vörður er um allan sólarhringinn. Hans G. Andersen. w m Utfærsla Islendinga í 200 mílur mun ekki koma neinum á óvart Rætt við Hans G. Andersen við lok Hafréttarráðstefnunnar í Genf Cienf, 9. maí, frá Matthfasi Johannessen ritstjóra 1 SAMTALI vió fréttamann Mbl. á hafréttarráðstefnunni i Genf sagði formaóur íslenzku sendinefndarinnar, Hans G. Andersen sendiherra, um niðurstöðurnar, sem nú liggja fyrir að Genfarfundinum lokn- um: „Það, sem mér er efst i huga, er þrennt, í fyrsta lagi, að mikill árangur hefur náðst i frumvarpi þvi að heildartexta, sem nú liggur fyrir. Eins og sjálfsagt hefur komið fram í fréttum er þar byggt á þeim höfuðsjónarmiðum, sem sendi- nefnd Islands hefur fylgt frá upphafi, s.s. 12 mílna landhelgi, 200 mílna efnahagslögsögu og óhindraðri umferð um sund. Þá er einnig gengió vandlega frá orðalagi um, að strandríkið skuli sjálft ákveða leyfilegart hámarksafla innan efnahags- lögsögunnar og getu sina til að hagnýta það — og ég tel fyrir mitt leyti, að litil hætta sé á þvi, að ákvæði i endanlegum sátt- mála um lausn deilumála muni ná til þessara atriða, t.d. gerðar- dómur. Allt er þetta fagnaðarefni. I öðru lagi minnist ég með þakklæti mjög góðs samstarfs við fjölmargar sendinefndir, ekki aóeins innan strandrikja- hópsins og Evensen- nefndarinnar, sem hefur verið frábært, heldur fjölmargar aðr- ar nefndir. Án slíks samstarfs er vafasamt, að sá árangur, sem nú liggur fyrir, hefði náðst. I þriðja lagi er svo það, að allar þessar vikur, og raunar undanfarin ár, hefur ekkert tækifæri verið látið ónotað til að útskýra sjónarmið okkar Islendinga og þarfir — og ég tel, að óhætt sé að fullyrða, að þær ráðstafanir, setn Is- lendingar kunna að gera innan tiðar á grundvelli þessara þarfa, muni ekki koma neinum á óvart. Hins vegar er auðvitað nauð- synlegt að hafa það i huga, að hér er aðeins um frumvarp að ræða, sem hefur ekki hlotið endanlegt samþykki, enda þótt það lýsi þeim sjónarmiðum, sem mest fylgi hafa. Það er þvi eðlilegt, að þau riki, sem hafa barizt á móti heildarlausn á þeim grundvelli, sem nú liggur fyrir, muni enn um sinn halda Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.