Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1975 7 STRAUMAR Fram til þessa hef ég leitt hjá mér að fjalla um erlendar bækur og bókmenntir hér í þættinum, tel það raunar ekki í mínum verkahring, þar sem þeim er ætlaður annar vettvangur hér í blað- inu. Að þessu sinni stenzt ég þó ekki þá freisting að taka hér eina bók til meðferðar, bók sem ég held að hljóti að vera einsdæmi í heimi bók- menntanna. Bókin sú arna er nefnilega rituð af geðklofa og geymir vitnisburð hans um sálarstrið hans og baráttu í firrtu samfélagi hinna eftir BJORN VIGNI SIGURPÁLSSON ar og þar bíður það eftir því að hreila hann úr launsátri. Til að koma i veg f.vrir slika bakstungu hefur Wolfson búið sér til sérstakt kerfi, að visu allflókið en ekki svo ýkja erfitt eftir að lesandinn hefur náð tökum á því. Hann byggir kerfið á nokkrum þeim tungumálum sem hann hefur numið og með þeirra liðsinni tekst honum að um- breyta enskum oróum og sína i þriðju persónu — með afar nöktum og algerlega hlutlausum stíl — og Auster segir árangurinn afar sér- kennilegt sjónarhorn i frá- sögunni, þar sem Wolfson takist raunverulega að skapa vidd „milli sjálf sin og sjálf sín“, eins og það er orðað. Að skrifa frásögnina á frönsku gegni áþekkum tilgangi: Meó því að horfa yfir heim sinn með öðrum augum, með því að yfirfæra veröld sína á annað tungumál auðnist Wolfson að sjá þennan heim í nýju ljósi. Auster segir ekki fara á milli mála, að Wolfson viti hvað hann ætlist fyrir. Fyrir honum vaka ekki fag- urfræðileg markmið en með þeirri óhagganlegu fyrirætl- an sinni að skrásetja allt, aó tína til allar staðreyndi eins nákvæmlega og honum er unnt, hefur hann dregið fram í dagsljósið hversu fá- ránlegar aðstæður hans eru og tekst iðulega að bregðast við þeim náriast af kaldhæðni og kæruleysi,” segir Auster. Foreldrar Wolfson slitu sam- vistum þegar hann var fjögurra eða fimm ára og Wolfson hefur það eftir föður sínum, að hann hafi keypt köttinn i sekknum með þvi hjónabandi, þar eð hann hafi ekki komizt að því fyrr en eftir brúðkaupið að eigin- konan var með gerviauga i annarri tóftinni. Nokkrum árum síðar giftist móðír hans aftur en sá maður hljópst á brott þegar að loknu brúð- kaupinu með alla skartgripi frúarinnar. Henni tókst þó að elta kauða uppi og honum var sleppt vió refsingu gegn því skilyrði að hann tæki Geðklofi segir fra „heilbrigðu". Lýsingin er i senn grátbrosleg og svo fjar- stæðukennd, að maður hlýtur að velta þvi fyrir sér hvort hér sé ekki eintómt sprell á ferðinni. En virðuleg bók- menntatímarit fjalla um bók- ina af mikilli alvöru, svo að taka verður hana bókstaflega þangaó til annað sýnir sig. „Le Scizo et les langues" nefn- ist bókin og er nýlega komin út hjá Gallimard- bókaforlaginu í Frakklandi i bókaflokki viðvíkjandi sál- greiningu. Höfundur hennar er 44ra ára Bandaríkjamaður aó nafni Louis Wolfson. Hann skrifar á frönsku vegna þess að sjúkdómsein- kenni hans er ofnæmi fyrir hinu enska móðurmáli hans, sem veldur honum óbærileg- um sálarkvölum og hann vill hvorki tala né heyra. Síðasta áratuginn hefur Wolfson dvalizt meira og minna á geð- veikrahælum, þar sem hann hefur neitað allri samvinnu við lækna og þegar bókin er rituð býr hann á heimili móður sinnar og stjúpföður í New York. Þar drepur hann timann með því að nema er- lend tungumál — og þá helzt frönsku, þýzku, rússnesku og hebresku — en reynir að vernda sig fyrir holskeflu hinnar ensku tungu með þvi aó stinga fingrum i eyru sér, ellegar hlustar á útsending- ar erlendra útvarpsstöðva í ferðaútvarpinu sínu — með heyrnartól í báðum eyrum. Ekki verður þó hjá því komizt að Wolfson verói stundum fyrir djöfullegri ásókn ensk- unnar, eins og þegar móóir hans ryðst inn i herbergi hans æpandi með sinni háu og skerandi röddu. Um leið má bert vera að Wolfson get- ur ekki drekkt enskunni í vitund sinni með því einfald- lega aó snúa orðinu yfir á annað tungumál. Enska orðið heldur velli þrátt fyrir þýð- ingu á erlenda tungu, því hefur aðeins verið ýtt til hlið- setningum i hljóðfræðileg sambönd erlendra stafa, at- kvæða og orða, sem á þennan hátt mynda nýja málvísinda- lega heild, sem ekki aðeins likist enskunni hvað hljóm áhræri heldur einnig í inn taki. Til frekari skýringar má taka dæmi um ensku setning- una: „Don’t trip over the wire“ sem breytist á eftirfar- andi hátt: „Don’t“ veróur þýzkan tu’nicht, „trip“ verður að fyrstu fjórum stöf- um i franska orðinu Tré- bucher, „over“ að þýzkunni úber „the“ að hebreskunni éth hé og „wire“ verður að þýzkunni Zwirn þar sem þrir stafirnir í miðið samsvara þremur fyrstu stöfunum i enska orðinu. Og setningin hljóðar_ þá: Tu’nieht Tréb úber eth hé Zwirn. Meó þessum hætti þykist Wolfson að nokkru laus úr úlfakreppu enskunnar. Hann lýsir þess- um orðfimleikum af mikilli nákvæmni, svo að þeir geta stundum spannaó allt að tíu blaðsiður í bókinni. Bók Wolfson er samt sem áður sögð mun meira en skráning á fyrrgreindum orðsnúning- um. Gagnrýnandinn Paul Auster segir t.a.m. i umsögn um bókina í The York Review (sem þessi grein er sótt til) að kannski megi segja að orðasnúningarnir séu kjarni verksins og marki því sumpart tilgang en hið raunverulega gildi þess sé þó fólgið í öðru — í þeim mann- legu kringumstæðum og hversdagslifi sem sé um- gjörðin utan um tungumála- iðkanir Wolfson. Auster seg- ir berum orðum, að hann þekki fáar bækur sem lýst hafi af næmari tilfinningu hvernig sé að búa í New York og reika um stræti þeirrar borgar en auk þess hrósar hann Wolfson fyrir að hafa einstakt auga fyrir hvers kyns smáatriðum i hvers- dagslifinu. Wolfson fjallar um reynslu saman við móður Wolfson að nýju. Ekki er lýsingin á móð- urinni par fögur I bókinni. Nálægð hennar er þar rikjandi og yfirþyrmandi, lesandanum birtist hún sem hálfgert skrýmsli, þar sem hún er að gera stólpagrín að málanámi sonar síns. Hún krefst þess að tala við hann ensku og virðist staðráðin í að gera honum lífið leitt á alla lund. Frístundir sinar notað hún einatttil að leika slagara á rafmagnsorgel sitt og er þá með allt á útopnuðu. Og sem Wolfson situr yfir bókum sinum — með fing- urna í eyrunum, verður hann þessi skyndilega áskynja hvernig skermurinn á lampa hans fer að titra, finnur allt herbergið bylgjast undan þungum taktnið lagsins, greinir daufan óm stefsins og sjálfkrafa kemur þá upp i huga hans hinn enski texti við lagið, svo að honum ligg- ur við örvinglan. Þannig er til dæmis hálfur kafli i bók- inni lagður undir orðfimleika við hinn enska texta: „Good Night, Ladies.” Helzta ástriða Wolfson sjáífs er annars matur og át, en engu að síður fyllist hann jafnan sektarkennd eftir að hafa tekið hraustlega til mat- ar síns. Og hvert skipti sem hann gengur á vit ísskápsins hefur hann með sér erlenda bók sem hann þylur upp úr til að komast hjá þvi að lesa ensku umbúðamerkingarnar á matvörunni. En hver er tilgangur Wolfson með öllu þessu? Austen, sá er fyrr var vitnað til heldur því fram, að kveikjan sé sú von Wolfson að geta einhvern tíma talað ensku að nýju. Uppfinning hans i orðfim- leikunum og ritun þessarar bókar séu hvort tveggja merki um hægfara bata. Austen leggur þó áherzlu á að ekki sé hægt að afgreióa bók Wolfson sem eintóma Framhald á bls. 33 rW HJÓLHÝSA TJÖLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÝSIN ★ TVÖFALDIÐ FLATARMÁL/Ð ★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR SUMARIÐ^ É. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1 —3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 Rækjupillunarvélar: Skrmetta Machinery Corporation í New Orleans getur afgreitt með stuttum fyrirvara hinar heimsþekktu rækjupillunarvélar sínar. Margra ára reynsla hér á landi. Góð greiðslukjör. Allar upplýsingar veita: GuðmundurTr. Sigurðsson, Dalbraut 10, símar 3867 og 3603, Theodór Norðkvist, Urðavegi 18, símar 3280 og 3464, Isafirði. I | s s Kappreiðar Hestamannafélagsins GUSTS verða haldnar á Kjóavöllum sunnudaginn 25. maí. Keppnisgreinar: 250 m skeið, 250 m unghrossahlaup, 300 m stökk, 250 m tölt, 1 500 m brokk. Einnig fer fram góðhestakeppni i A og B flokki. SSkrásetning keppnishrossa er í símum: 40967 ^ og 41 1 43. y Lokaæfing og skráning verður á Kjóavöllum frá S kl. 8.30 — 22.30, þriðjudaginn 20. maí. ^ s 3 OG AUÐVITAÐ FRÁ Ballingslöv hentugur k pottaskápur Ballingslöv FALLEG flöskurnar í röö og reglu Ballingslöv er 4e ■3« HENTUG hver hlutur* á sínum staö Ballingslöv * ER * , ENDINGARGOÐ faliö straubretti * tfr* Ballingslöv ER ** FYRIR YKKUR Þoö eru smóatrióin sem skqxi gœóin. Út fró þessum oróum hefur BALLINGSLÖV hcmaó hió fuilkomna ekf- hús. Lífió irm og sannfœrist. OKKAR BOÐ - YKKAR STOO Sundaborg - Reykjavík - Séni 84660

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.