Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1975
33
— Straumar
Framhald af bls.7.
sjúkrasögu en á sama hátt
hiki hann við að dæma hana
út frá hefðbundnum bók-
menntalegum forsendum og
leita eftir hliðstæðum i öðr-
um bókmenntaverkum. Að-
ferðir Wolfson svipi að sumu
leyti til orðaleikjanna i
Finnegans Wake og til sagna
Raymond Roussel, en með
slíkum samanburði sé þó
skotið yfir markið. Bók Wolf-
son sé utan garðs í heimi
bókmenntanna og lesa verði
bókina eins og hún sé skrifuð
„Því að aðeins á þann hátt
mun okkur takast að upp-
götva bók hans eins og vera
ber: sem eitt þessara fágætu
verka er geta breytt öllum
viðhorfum okkar til heims-
ins.“
P.s. Heyrt hef ég utan að mér,
að í útvarpsþættinum Blöðin
okkar hafi verið fundið að því,
að ég skyldi í siðasta þætti min-
um um nýjasta leikrit Harold
Pinter sækja á mið The Ob-
server án þess að geta þeirrar
heimildar. Eftir á að hyggja
sýnist mér gagnrýni þessi rétt-
mæt og biðst velvirðingar á. Ég
vona þó, að þeir sem fylgjast
með efni þessa þáttar að stað-
aldri, geti borið ntér það vitni,
að alla jafnan tilgreini ég uppi-
stöðuheimildir samviskusam-
lega, svo að þannig hafi þetta
fremur verið yfirsjón af minni
hálfu en beinlínis ásetningur
að slá sjálfan mig til riddara á
kostnað hins virðulega brezka
blaðs; þykist ég raunar hafa
slegið varnagla við slíku með
almennu orðalagi á borð við
„Pinter er sagður hafa lúmskt
gaman af,“ „Segir sagan" og „á
Pinter að hafa hrópað upp yfir
sig“ svo að greinilegt má vera
að fyrrgreindar upplýsingar
eru aðfengnar.
— bvs.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
BÍLL ÁRSINS
CITROEN CX
Það er engin leið að iýsa Heimsækið sölumenn okkar,
þessum bíl. Þetta er blll og þeir munu segja þér allt
sem þið þurfið að sjá og og sýna þér gripinn.
A G/obus f
LÁGMÚLI 5, SÍMI81555
léttir kven
Við flytjum inn skó frá Portúgal og nú vorum við að fá létta
kvenskó (töflur, sandala).
Þeir eru úr mjúku Ijósu leðri og liprir mjög. Göngusólinn
er sniðinn eftir hinu eiginlega fótlagi.
Verðið er hagstætt frá 2060 kr. — 2470 kr. Vinsamlegast
hringið og pantið yður skó hjá okkur. Skótegundirnar eru
auðkenndar með bókstöfum. Við póstsendum samdægurs.
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI
SJL