Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 118. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Mynd þessi var tekin i gærkveldi við komu Geralds Fords, forseta Bandarfkj- anna, til Brussel, þar sem hann situr leiðtogafund aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Með honum á myndinni eru belgfsku konungshjónin, Baudouin og Fabiola, en myndin var tekin meðan verið var að leika þjóðsöngva Belgfu og Banda- ríkjanna. Portúgalskir jafnaðarmenn aftur á stjórnarfundi: Dagblaðið „Republica” opnað á ný Lissabon, 28. maí. REUTER. % UPPLÝSINGARÁÐHERRA Portúgals, Jorge Correia Jesuino, upp- lýsti í hádegisverðarboði f ameríska klúbbnum í Lissabon f dag, að innsiglin, sem sett hefðu verið á ritstjórnarskrifstofur blaðsins Repu- blica, málgagns jafnaðarmanna, yrðu rofin jafnskjótt og framkvæmda- stjórn blaðsins færi fram á það. Sagði ráðherrann, að á fundi í pressuráði landsins í gærkveðldi hefði verið úrskurðað, að hinir kommúnfsku tæknimenn blaðsins hefðu brotið gegn fjölmiðlalögum landsins með þvf að leggja undir sig skrifstofur blaðsins og reyna að bola ritstjóra þess, Raul Rego, frá. Aðspurður hvenær aðsetur blaðsins yrði opnað á ný svaraði ráðherrann: „Á morgun eða hinn daginn.... fljótlega.“ Ráðherrann lýsti því einnig yfir, að sú ákvörðun ráðherra jafnaðarmanna, þeirra Mario Fer Spánn að dæmi Frakka? Madrid, 28. mai. AP. HAFT er eftir háttsettum eirbættismanni í Madrid í dag, að Spánverjar séu alvarlega að hugsa um að taka upp hlut- leysisstefnu í varnarmálum Vesturlanda, svipaða þeirri stefnu, sem Frakkar nú fylgja — nema því aðeins, að þeir komist að sýnu bctra sam- komulagi en þeir nú hafa við Bandaríkjamenn um herstöðv- ar þeirra í landinu. Sagði hann að slík stefna mundi bæta sam- skipti Spánverja við Araba- ríkin, cn frá þeim fengju þeir 90% olíu sinnar — og einnig auka áhrif Spánverja í þriðja heiminum. Er talið einsýnt, að Spánverjar muni leggja sig alla fram um að ná sem hag- stæðustum samningum við Gerald Ford, forseta Banda- rfkjanna, sem væntanlegur er í heimsókn til Madrid nk. laugardag. Hann ræðir þar við Francisco Franco hershöfð- ingja, sem nú er orðinn 82 ára að aldri, Carlos Arias Navarro forsætisráðherra og Juan Carlos prins af Borbon, sem Franco hefur valið eftirmann Framhald á bls. 18 Soares og Francisco Salgado Zenha, að hætta að hunza stjórnarfundi, sýndi samnings- vilja þeirra — enda þótt þeir hefðu tilkynnt að þessi ákvörðun þeirra væri til bráðabirgða ein- ungis. I yfirlýsingu Soares og Zenha, sem birt var í Lissabon í dag, sagði, að þeir hefðu ákveðið að sitja stjórnarfundi fyrst um sinn, úr því stjórnin hefði orðið við kröfum þeirra um að taka til um- ræðu ástandið f Angola, þar sem meira en 500 manns hafa látið lífið í átökum sjálfstæðishreyfing- anna í landinu að undanförnu. Áður höfðu ráðherrarnir til- kynnt, að þeir myndu ekki sitja Framhald á bls. 18 Mmamyna ap Ford forseti við komuna til Briissel í gær: Hvergi mun hvikað frá stuðningi við NATO % 1 DAG hefst f Brússel lciðtoga- fundur aðildarrfkja Atlantshafs- bandalagsins, sem stendur yfir f tvo daga. Meðal þeirra, sem fund- inn sitja, er Gerald Ford, forseti Bandarfkjanna, sem lýsti þvf yfir við komuna til Brússel í gær- kveldi, að Atlantshafsbandalagið væri hornsteinn utanríkisstefnu Bandaríkjanna og yrði hvergi hvikað í stuðningi þeirra við það. • Gffurlegar öryggisráðstafanir höfðu veriðgerðar á flugvellinum fyrir komu Fords. Um 3000 her- menn og lögreglumenn voru þar viðbúnir svo og skyttur á þökum uppi. Gert er ráð fyrir, að Ford ræði einslega við marga stjórnar- leiðtogana sem á fundinn koma, meðal annars forsætisráðherra Grikklands og Tyrklands, Konstantin Karamanlis og Suley- man Dcmirel — en haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Frá leiðtogafundinum í Brússel: Bandaríkin leggja nú mesta áherzlu á NATO-samstarf Ford og Harold VVilson, forsætis- ráðhcrra Bretlands, muni beiia áhrifum sínum eftir mætti til íausnar Kýpurdeilunni meðan NATO fundurinn stendur yfir. 0 Af öðrum fulltrúum, sem til Brússel komu f gær, vakti hvað mesta athygli forsætisráðherra Portúgals, Vasco dos Santos Goncalves, nýskipaður hershöfð- ingi að tign f tilefni fararinnar, sem lýsti því yfir, að hann væri þangað kominn til að segja hið sanna um ástandið í hcimaiandi sínu og styrkja tengslin við vin- veittar þjóðir. 0 Forsætisráðherra Islands, Geir Hallgrímsson, situr leiðtoga fund- inn ásamt Einari Ágústssyni utanrikisráðherra. Hans er von heint aftur á föstudagskvöld. Briissel 28. maí — frá Matthíasi Johannessen ritstjóra. Mikið er um að vcra f aðal- stöðvum Atlantshafsbandalagsins hér í Brússel, enda er verið að leggja síðustu hönd á undir- búning leiðtogafundarins, sem hefst hér um miðjan dag á morg- un. Gert cr ráð fyrir, að þá verði forystumenn allra NATO- landanna komnir til fundar, þ.e. þrettán forsætisráðherrar, utan- rfkisráðherra Frakklands og sfðast en ekki sfzt Ford forscti Bandaríkjanna, sem virðist nú, eftir ósigurinn f Indókína, leggja hvað mesta áherzlu á samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Mörgum þykir góðs vili hvað Bandarfkjamenn leggja mikið upp úr fundinum hér í Brússel og samstarfi bandalagsþjóðanna. Að vfsu licfur það alltaf verið á odd- inum, en Vfetnam-stríðið dró að sjálfsögðu að sér athygli Banda- rfkjamanna meira en ýmsum Evrópumönnum þótti góðu hófi gegna. För þeirra til Vfetnams er sfzt af öllu hægt að líkja við för Þórs til Utgarða-Loka, því að Þór bcið engan ósigur f heimkynnum jötunsins, en eitthvað minnir Vfetnam-ferð Bandarfkjamanna þangað samt á för Þórs til Út- garða. Á fundi ríkisoddvita NATO, sem sumir kalla þjóðaleiðtoga, verða mörg mál rædd-, s.s. ástand í alþjóðamálum og innan banda- lagsins sjálfs, — hernaðarmál og sambandið milli austurs og vest- urs, samningaviðræðurnar í Vin um gagnkvæman samdrátt her- afla í Mið-Evrópu, öryggisráð- stefnan í Genf, viðræður Banda- ríkjamanna og Rússa um tak- mörkun gjöreyðingarvopna (Salt). I framhaldi af viðræðum Fords og Brésneffs i Vladivostok og Gromykos og Kissingers i Vin fyrir skemmstu verður rætt um efnahagsástand almennt, orku- Framhald á bls. 18 Brússel, Washington, 28. maf. REUTER—AP. Gerald Ford lagði i morgun upp i fyrstu Evrópuför sína eftir að hann tók við forsetaembætti í Bandarikjunum. í þessari ferð kemur hann víða við, situr fyrst leiðtogafund NATO i Brússel verður síðan á laugardag i Madrid, þar sem hann ræð- ir við Franco hershöfðingja og fleiri ráðamenn, þá til Salzburg ,að hitta m.a. Sadat, forseta Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.