Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 ________Séra Björn 0. Björnsson:_ Hugleiðingar vegna ritsmíðar séra Heimis í Kirkjuritinu Ég var furðu lostinn. „Aldrei áður hefur íslenzkur prestur talað af svo takmarkalausum hressi- leik, þvilíkri ógnvekjandi karl- mennsku," varð mér að orði, er ég hafði lokið lestrinum. „Hrein- þveginn að kærleika!" bætti ég svo við. „Maðurinn er greinilega útlærður i existentialisma — þ.e.a.s. hinni „kristnu" túlkun þeirrar „harðsoðnu" atómaldar- heimspeki — en virðist hins veg- ar ekkert sérlega vel lesinn i Bibl- íunni.“ Skálholtsskólarektorinn fer háðulegum orðum um þá trú „sál- arrannsóknarmanna", Jóns bisk- ups Arasonar (Sbr. „Líf er eftir þetta líf, herra.“ „Veit ég það, Sveinki!") & Co, „að einstakling- urinn eigi sér persónulega fram- haldstilveru handan grafar og dauða.“ Þetta virðist nú samt hafa verið „trú“ Jesú sjálfs, sbr. t.d. orð hans til ræningjans á krossinum: „ ... í dag skaltu vera með mér í Paradis." En vilji sr. Heimir eyða þessu sönnunargagni nieð þvi að benda til, að ræning- inn hafi einmitt lagt fram „trúna hreinu", þá skal rektornum bent á Lazarus-dæmisöguna; sá hafði ekkert haft af Jesú að segja, og segir Jesús þó frá því, að eftir andlát hans hafi englar borið hann í „faðm Abrahams“. Þetta hefur fullt gildi, þótt „atburður- inn“ hafi „gerzt" i dæmisögu, — fullt gildi sem heimild um „skoð- un“ Jesú á þessu efni. Vilji sr. Heimir hinsvegar benda á að ekk- ert standi um það beinlínis i dæmisögunni hvenær atburður- inn ætti að hafa gerzt — hann gæti hafa gerzt á „dómsdegi“ eft- ir aldaraða „grafarsvefn“ — þá væri því til að svara, að Jesús tekur það beinlinis fram, að þegar þeir talast við i dánarheimum, Lazarus og ríki maðurinn, séu SR. BJÖRN O. BJÖRNSSON. bræður ríka mannsins enn á lífi á Jörðinni. M.ö.o.: Sagan er óhrekj- andi heimild þess, að Jesús taldi að annað líf tæki við þegar að þessu lifi loknu. Existentialisminn neitar því, að mér skilst, að um nokkurt fram- haldslif geti veri að ræða — a.m.k. fer Skálholtsskóla-rektor sem sagt, háðulegum orðum um þá er sliku trúa. Hann virðist hins vegar hafa trúað þvi sem honum var sagt um þetta efni, af læri- meisturum sínum, án þess að leggja það undir dóm sinnar eigin skynsemi. Hefði hann hugleitt sjálfstætt þessa fullyrðingu læri- meistara sinna, um að framhalds- líf kæmi ekki til greina, þá hefði honum væntanlega orðið Ijóst að existentialistar vita ekkert um það fremur en aðrir menn, hvort til sé annar heimur en sá sem vísindin þekkja — heimur er taki við þeim (aðalhluta þeirra, „sál- inni“) sem deyja í þessum heimi. Vísindi manna eru einskorðuð við þennan almennt skynjanlega og óútreiknanlega heim. Þau geta bókstaflega ekkert sagt, til né frá, um það hvort sá heimur, sem Jes- ús gerði ráð fyrirað tæki við sál- um framliðinna, sé raunverulega til eða ekki. Um þann heim sagði Jesús hins vegar: „Gerið yður vini ... til þess að þeir ... taki á móti yður í hinar eilífu tjaldbúðir." Já, „eilifu" sagði Jesús! Skál- holts-rektor hæðir „eilífðar"- ,,skraf“ manna í grein sinni, allt að því eins napurt og „sálarrann- sóknarlega" trú þeirra á annað lif. Maður skyldi halda — ef mað- ur væri ekki búinn að reka sig á þá órafjarlægð sem er milli skoð- ana rektorsins á framhaldslífs- trúnni og kenningar Biblíunnar um það efni — að ,,eilífð“ væri algerlega óbiblíuleg hugmynd. Nýja-testamentið nefnir þetta orð samt upp undir hundrað sinnum — svo að ekki sé lengra farið út í þá sálma í stuttri grein. Og Trúar- játningin endar með orðunum: „Ég trúi á ... eilíft líf.“ Það verður tæpast af grein Skálholts-rektors séð, að hann trúi á Jesú Krist Nýja- testamentisins — þótt hann segi „trúna hreinu“ einskorðaða við persónu Jesú Krists. Það er, mið- að við grein rektors, Jesús Krist- ur ,,kristins“ existentialisrpa sem hann hefur fest „trúna hreinu“ við. En „sá sem öðlast vill hreina trú, hlýtur fyrst að gegnumskoða fátækt allrar slikrar viðleitni“ (þ.e. „allrar mannlegrar viðleitni til að finna „vit“ og „tilgang" i vit-lausum og tilgangslausum heimi“) áður en hann öðlast trúna — m.ö.o., liggur manni við að halda: ganga gegnum fullgilt námskeið i „kristinni" existentíal- heimspeki. Og þótt ekki væri beinlinis átt við það — hvaða heimildir eru fyrir þvi, að postul- arnir hafi gengið gegnum slíkan „process“ sem Skálholtsskóla- rektor hér gerir að undirstöðu- skilyrði sáluhjálpar. Jesús setur raunar sjálfur fram undirstöðu- skilyrði sáluhjálpar — en það er gersamlega óskylt þvi sem rektor setur fram. Undirstöðuskil.vrðið orðaði Jesús svona: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin. komist þér alls ekki inn í himna- ríki. „Hvilík órafjarlægð: „einsog börnin", en hins vegar: hálærður exixtentíalisti! Skálholtsskólarektor tekur sjálfsagt fram að til þess „að gegnumskoða alla slíka viðleitni, meta hana og finna hana létt- væga'' þurfi ekki strangt og yfir- gripsmikið nám í existential- heimspeki, heldur nægi að hafa verið af prédikara (sem þó væntanlega þyrfti sjálfur að hafa að baki sér slfkt nám) — „hrakinn út á kaldan klakann" — út í algera örvæntingu. Af hverju minntist Jesús aldrei á þessa einu sáluhjálparleið, held- ur benti á allt annað sem frum- skilyrði? Sr. Heimir reynir kannski að halda því fram, að það að „vera eins og börnin" og hitt, að vera algerlega örvilnaður, sé raunar eitt og hið sama. Ættum við þá ekki bara að halda okkur að orðalagi Jesú og reyna að heil- um huga að vinna úr því? Annars verð ég að játa, að þessi boðskapur „kristnu" útgáfunnar af ríkustu heimspekistefnu atóm- aldar kemur að sumu Ieyti gamal- kunnuglega fyrir sjónir. Skv. grein Skálholts-rektors er „tilver- an ... ekki aðeins tilgangslaus heldur einnig vit-laus, í frum- merkingu þess orðs.“ Og „Svo langt ganga kristnir menn í þess- ari tómhyggju sinni, að þeir telja þessa tilgangslausu og vit-lausu tilveru í grundvallaratriðum illa (m.ö.o. eftir allt saman með til- gang — eða hvað? Undirstrikunin er mín. B.O.B.) Það er þá væntan- lega ekki Guð, sem er Skaparinn — eða hvað? Það var kenning til forna, „villutrúar“-höfundar er Markion hét. Þetta er ekki tekið fram í ófrægingar- eða fordæm- ingarskyni, heldur bent á það meðal annarra orða. 17 Lýsing Skálholtsskóla-rektors á kristnum mönnum: Sá hópur horfist í augu við ... dauðann og tilgangsleysið mætirþessum stað reyndum með örvæntingu, allt frá þeirri stundu, er þær renna upp fyrir mönnum þessum, til dauða- dags... Eru kristnir menn þá án vonar? ... Fjarri fer því (Ein- kennileg örvænting til dauðans, það!) ... sé óskiljanlega von, sem kristnir menn bera í brjósti... snýst öll um Jesú Krist... Jesús Kristur reis upp frá dauðum+... Við (kristnir menn) tökum við henni (upprisu Jesú) í trú, án þess að hafa hugmynd um hvað hún er. Við skynjum það eitt, að Kristur lifir .. . Eftir sem áður lifum við í óskiljanlegum og illum heimi . . . Við horfumst í augu við þetta allt, með örvæntingu jarð- neskrar veru i brjósti. En jafn- framt lifir í okkar annar maður Jesús ... Og lífið á sér tilgang (fyrir þá sem Kristur hefur höndlað) — þann, að búa sem barn Krists og lærisveinn hans á jörðinni" — undirskrikað af mér, B.O.B. , því að þetta er eini stað- urinn í grein rektors, sem komið gæti til mála að snerti spurning- una um það, hvort hann geri ráð fyrir að „börn Krists" lifi hinn jarðneska dauða. Helzt er þá að skilja á greininni, að fyrir því sé ekki gert ráð í fræðum rektors. Hins vegar eru „börn Krists . . . ósigrandi, af því að ekkert verra getur dunið á (þeim) en sá níst- andi kuldi innan rifja, sem við (kristnir menn) þegar höfum gengizt við sem illar verur í illum heimi.“ Fagnaðarboðskapur þetta! Jes- ús kallaði boðskap sinn „Fagnað- arboðskapinn". Bar hann „þann nístandi kulda innan rifja“, að kalla ósköp þau er Skálholtsskóla- rektor boðar, „Fagnaðarboðskap- inn“? Nei! Boðskapur sr. Heimis er ekki fagnaðarboðskapurinn. (SkiifaA 15. þ.m.; sett svona seint i Mbl. vegna þess. aú upprunalega ætlaói éjí Kirkju- ritjnu greinina). Björn O. Björnsson. + Páll postuli „útskýrir'* „upprisu** Jesú með þvi. að ..upprisa” sé algilt lögmál: „Kn ef nú er prédikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum. hvernig segja þá nokkurir á meðal yðar. að upprisa dauðra sé ekki ti 1 ? Kn ef ekki er til upprisa dauðra. þá er Kristur heldur ekki upprisinn þá er ónýt . . . trú yðar . . . en vér reynumst Ijúgvottar um Cluð. þvi að vér höfum vitnað á móti (luði. art hann hafi uppvakið Krist. sem hann hefur ekki uppvakið svo framarlega sem dauðir ekki upprísa .. . Kn nú er Kristur upprisinn Hvernig risa dauðir upp? Og iikh) hvaða likama koma þeir? . . . Sáð er forgenMÍIegu. en upp ris óforj'engilefít ... sáð er náttúriegum likama en upp ris andlegur likami * (I. Kor.15). áStóé THE OBSEKVER áSfcfe. THE OBSERVER THE OBSERVER Palme snýr gagnrýni sinni 1 austurátt Stokkhólmur. — I síðasta mánuði skýrðu blöð vlða á Vesturlöndum frá mótmælabréfi, sem Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu, hafði ritað þingi lands sins. Hefur bréf þetta valdið snöggum veðrabrigðum i samskiptum Olofs Palme, forsætis- ráðherra Sviþjóðar, og Gustavs Husak, núverandi leiðtoga Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu. Gera menn þvi jafnvel skóna að afleiðingarnar gætu orðið sam- bandsslit Svia og kommúnistarikja Austur-Evrópu. Olof Palme, forsætisráðherra, ávann sér heimsfrægð á síðasta ára- tug fyrir harða og afdráttarlausa for- dæmingu á íhlutun Bandaríkjanna i málefni Indókina. Varð afteiðingin sú, að Bandarikjastjórn kvaddi heim sendiherra sinn í Svíþjóð og um skeið andaði mjög köldu i garð Svia af bandariskri hálfu. Palme hefur nú beint geiri sinum að stjórnum kommúnistarikja i Evrópu og verið ódeigur i gagnrýni sinni á þær Einkum hefur hann gagnrýnt leið- toga Tékkóslóvakiu, en þeir hafa verið dyggir skósveinar Moskvu- stjórnar eftir innrás Sovétmanna i landið árið 1968. Þegar Rússar hröktu Dubcek frá völdum og bundu þannig endi á tilraunina með „kommúnisma með mannlegu yfir- bragði" var þvi kröftuglega mótmælt af öllum stjórnmálahópum í Sviþjóð, allt frá hörðustu hægri mönnum til leiðtoga Kommúnistaflokksins. Palme getur reitt sig á öflugan stuðning við sjónarmið sin i Svfþjóð með því að ráðast á ranglætið í Eftir Colin Narbrough Tékkóslóvakiu, eins og þegar hann fordæmdi Bandaríkjamenn vegna Víetnam-striðsins Hinar einörðu og skeleggu yfirlýsingar hans virðast falla f mjög góðan jarðveg hjá Svium, sem margir hverjir mega ekki vamm sitt vita. Enda þótt staða Palme i sænska þinginu sé ekki sérlega sterk hvað snertir þingmannafjölda verður það stöðugt Ijósara, að hann hefur yfir- burði yfir aðra stjórnmálamenn i innanrikismálum i Sviþjóð Hann hefur og mjög næma tilfinningu fyrir hræringum i sænsku þjóðlifi, veit hvað þjóðinni likar og hvað ekki, og heldur um stjórnvölinn styrkri hendi Þetta gerir honum kleift að hætta sér Iengra I afskiptum af heimsmálum en ýmsum stjórn- málaleiðtogum öðrum Fáir stjórn- vitringar í Vestur-Evrópu eru þess fýsandi að elda grátt silfur við Aust- ur-Evrópuþjóðir, einkum eftir að þiðan mikla gerbreytti afstöðunni milli austurs og vesturs. Erjur þær, sem hér um ræðir og gætu leitt til versnandi samskipta stjórna Sviþjóðar og Tékkó- slóvakíu, hófust í april sl er Palme vitnaði i kafla úr bréfi Dubceks i stjórnmálaræðu. Hann lauk lofsorði á Dubcek, sem hann kallaði lýsandi dæmi um lýðræðissinnaðan sósia- lista, og harmaði það, að hann væri stöðugt undir eftirliti leyniþjónust- unnar. Málgagn Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu, Rude Pravo, birti skömmu síðar viðtal við Husak, sem tók við embætti flokksleiðtoga, eftir að Dubcek var hrakinn úr þvi. Hann sagði kaldhæðnislega „Ég veit ekki betur en Olof Palme líti einnig á sjálfan sig sem lýsandi dæmi um lýðræðissinnaðan sóslalista. Nú myndum við vilja leggja það til, að Dubcek færi til Svíþjóðar sem sér- fræðingur i lýðræðislegum sósialisma, jafnvel á morgun, ef nauðsyn krefði Dubcek myndi setja konungsríkið Sviþjóð út á kald- an klakann á fáum mánuðum, eins og hann gerði við Tékkóslóvakíu árið 1 968." Nokkrum dögum siðar spilaði Palme út trompinu sinu. — Á fundi sósialdemókrata sagði hann: „Husak hefur hafið orðaskak við mig. Ég sé enga ástæðu til að svara því." En það gerði hann nú samt. Hann sagði, að þjóðir Tékkóslóvakiu væru undir oki harðstjórnar og að hann vonaði, að með tið og tima öðlaðist Tékkóslóvakia frelsi sitt. Hann fór hörðum orðum um núverandi leiðtoga Tékkóslóvakiu undir forystu Husaks og kallaði þá „harðstjórnar- ófreskjur", og vitaskuld voru þessi orð notuð i flennistórar fyrirsagnir dagblaða Frábær mælska forsætisráð- herrans kom fram i umræddri ræðu, er hann sneri við blaðinu og vék máli slnu að framsýni og skilningi. Hann sagði, að nú loks sæi fyrir endann á hörmungunum í Víetnam, og bætti við: „Bandarikjamenn hafa nú tækifæri til að ávinna sér á ný sem þjóð traust og trú annarra." Samband Sviþjóðar og Bandarikj- anna hefur stöðugt farið batnandi að undanförnu, en við slika yfirlýsingu frá Palme má búast við, að mikill fjörkippur komi i það. Svo virðist sem leiðtogi sænskra sósialdemókrata sé alls óhræddur við að hætta á versnandi samskipti við þjóðir ef honum finnst að Sviar eigi að taka afstöðu til þess, að réttur þjóða sé fótum troðinn, hvaða land sem i hlut á Á sl sumri gerði Palme skýra og langa grein fyrir hugmyndafræði sinni á fundi sósíaldemókrata í Finn- landi Hann visaði algerlega á bug kapítalisma sem hentugu hagkerfi i nútimaþjóðfélagi en að sama skapi fór hann hörðum orðum um stjórn- arfar kommúnistarikja, sem fara i einu og öllu eftir kenningum Lenins Aðeins nokkrum vikum siðar veittist hann að forystu risaveldanna á stjórnmálafundi i Norður-Sviþjóð og lagði áherzlu á þær hættur, sem smárikjum gætu stafað af samkomu- lagi þeirra um skipan heims- málanna, sem þau gætu siðan fylgt eftir. Frá sjónarhóli Palmes gefur hlut- leysisstefna Svia engum grið Helzta blað ihaldsmanna í Sviþjóð, Svenska Dagbladet, gagn- rýndi þetta siðasta dirfskubragð Palme i ritstjórnargrein, og var það harðasta gagnrýni, sem fram kom að þessu tilefni Blaðið lýsti þeirri skoðun að það þjónaði betur hags- munum Svía að fjallað væri um heimsmálin af meiri gætni og með hógværara orðalagi en Palme hefði gert Á hinn bóginn lauk það lofs- orði á Palme fyrir að krefjast frelsis i Tékkóslóvakiu. og reiða þannig hönd til höggs á Austur-Evrópuriki, eftir að hafa látið skammirnar dynja að undanförnu á vestrænum þjóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.