Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAI 1975 Guðni Thorlacius In memoriam Fæddur 25. október 1908 Dáinn 22. maí 1975 In memoriam I. Að kvöldi hins 21. maí sl. kom saman til fundar smáhópur manna úr Félagi kaþólskra leik- manna. Eins og jafnan á slikum fundum ræddust menn við um kirkju sína og þau mál sem snerta líf hennar og starf hérlendis og ytra. Einn þeirra, sem þar rædd- ust við, var Guðni Thorlacius, fyrrum skipstjóri. Að fundi lokn- um ók hann heim fólki sem ekki átti sitt eigið farartæki og hélt síðan heimleiðis ásamt konu sinni. Tengdadóttir þeirra hjóna varð þeim samferða. En Guðni komst ekki alla leið heim til sín. Á leiðinni tók sá í taumana sem ákveður ævilengd manna. Guðni var fluttur í sjúkrahús þaðan sem hann var sladdur í bíl sínum og að afliðnu miðnætti skildist sál hans við líkamann. Jaröneskri ævi óumdeilds mannkostamanns var lokið II. Guðni Thorlacius var fæddur í Reykjavík 25. október 1908; Foreldrar hans voru Sigmundur Thorlacius sjómaður, sonur Þor- leifs Thorlacius bónda í Trostans- firði og kona hans Guðfinna, dótt- ir Guðna Guðnasonar steinsmiðs í Reykjavík. Var Guðni Thorlacius yngstur sex systkina, þriggja sona og þriggja dætra. Guðni hóf sjómennskuferil sinn 11 ára að aldri svo sem ekki var fátítt um drengi á þeim tímum. Fyrsta skipið, sem hann sótti sjóinn á, var m.b. Högni frá Patreksfirði. Eftir það var hann í skiprúmi á ýmsum bátum og skipum. 1929—1933 var hann háseti á Ægi (I) og skytta síðasta ár sitt á honum. 1934 lauk hann farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum i Reykjavík og var eftir það stýrimaður á ýmsum varð- skipum til 1940 en þá réð hann sig á m.sk. Arctic og var skipstjóri siðustu sex mánuði veru sinnar á því skipi. Eftir það var hann stýri- maður á Sæbjörgu, v.s. Óðni (II) og vitaskipinu Hermóði og öðru hverju skipstjóri á þvi síðast- nefnda. Frá 1946 var hann skip- stjóri á skipum Vitamálaskrifstof unnar. Fyrst var hann með e.s. Hermóð (I) og síðan með Hermóð (II) þangað til það skip fórst í ofviðri 1959. Guðni var þá í orlofi. Eftir það var hann skipstjóri á m.s. Mánatindi þangað til 1962 að hann tók við skipstjórn á m.s. Árvakri sem þá var nýsmíðaður. Hafði Guðni haft umsjón með smíði hans eins og hann hafði áður haft með smiði Hermóðs (II). Sjómennsku hætti Guðni síðla árs 1971 og réðst þá til starfa hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Þar starfaði hann til æviloka við skráningu skipa. Guðni kvæntist 18. apríl 1936 Margréti, dóttur Ólafs Guðmunds- sonar bónda í Hjörsey á Mýrum og konu hans, Þórdísar Boga- dóttur. Bjuggu þau öll saman á Ránargötu 33 og að Ólafi látnum + Ástkær eiginkona móðir og amma okkar LYDIA ÞÓRÐARDÓTTIR andaðist að heimili sinu, Spítalastig 5, þann 27 mai. Guðmundur Benediktsson Þórður Guðmundsson Ruth Ármannsdóttir Margrét Þórðardóttir Halldóra Lydia Þórðardóttir. Útför föður okkar, SIGURÐAR FLÓVENTSSONAR, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Erna Sigurðardóttir, Hektor Sigurðsson. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SVANHILDAR BALDVINSDÓTTUR AUSTFJÖRO, Bragi Ásgeirsson, Ólöf Halblaub, Kristin Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Pétursson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins, og faðir okkar, SIGUROAR ÞÓRÐARSONAR, leigubif reiðastjóra, Hamrahlfð 17. Fyrir mína hönd og barna hans Stefania Pétursdóttir. + Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu systur minni HELENU HALLGRfMSDÓTTUR, fyrrv. yfirhjúkrunarkonu virðingu. Sérstakar þakkir til forstjóra og starfsliðs Sólvangs og Reykjalundar. Einnig læknum og hjúkrunarfólki Landakotsspitala Ástar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér og dóttur minni ástúð og styrk Guð blessi ykkur öll. Maria Hallgrimsdóttir, Astrid Sigfrid Jensdóttir. bjó Þórdís hjá þeim Guðna og Margréti til dauðadags. Þeim Guðna og Margréti fædd- ust þrjú börn: 1. Ólafur Þór, sjókortateiknari og teiknikennari, kvæntur Jóhönnu Zoéga Jóhannesdóttur hjúkrunarkonu. 2. Guðfinna, hjúkrunarkona, gift Aðalgeiri Pálssyni, verkfræðingi á Akur- eyri. 3. Margrét, kennari, gift Jóhannesi Sæmundssyni iþrótta- kennara. Barnabörn þeirra Guðna og Margrétar eru oröin 8 að tölu. III. Kynni mín af Guðna Thorlacius og fjölskyldu hans hófust um það leyti sem þau gengu I kaþólsku kirkjuna en það skref hafði ég þá stigið skömmu áður. Með okkur tókst góð vinátta sem aldrei bar skugga á og naut ég oft gestrisni á heimili þeirra. Þar var allt með þeim trausta myndarbrag sem er aðall vandaðs fólks. Guðni var maður hæglátur og alúðlegur í viðmóti og um leið fastur fyrir og traustur í lund. Það er einmitt sú skapgerð sem best dugir til farsældar við mannaforráð enda munu þeir yfirmenn naumast vera á hverju strái sem svo njóta hylli og virð- ingar undirmanna sinna sem hann. Flestir hinna gömlu skips- félaga hans hurfu I hafið með Hermóði 1959 en tveir þeirra lifa enn. Ég spurði annan þeirra, sem lengst hafði verið háseti hjá Guðna, samfleytt I 28 ár, hverja einkunn hann vildi gefa hinum látna skipstjóra sínum. Hann var hljóður um stund en sagði svo að betri yfirmann væri ekki hægt að hugsa sér — önnur orð væru óþörf. Eitt sinn er ég var staddur í Stykkishólmi gekk ég niður á bryggju með manni úr þorpinu. Árvakur var þá nýlagstur að bryggju og Guðni var að ganga í land. Við heilsuðum honum og ég tók eftir sérstakri hlýju í svip félaga míns. Á eftir spurði ég hann hvort hann þekkti Guðna. ,,Það þekkja hann allir sem við sjóinn búa,“ sagði hann. „Hann er einn af þeim ágætismönnum sem allir elska og virða.“ Heilög kirkja kennir okkur að hátterni manna sé engan veginn einkamál þeirra. Hver maður beri þunga ábyrgð, því að breytni hans hafi áhrif á, ekki aðeins næstu náunga hans, heldur á allan heiminn. Því eru hinir bestu menn jafnan áhrifameiri til góðs í heiminum en allar bækur, hversu vel sem þær eru skrifaðar, og allar rökræður, hversu sannfær- andi sem þær kunna að vera. Hafi það ljós verið bjart sem þeir menn báru fyrir okkur sýnist okkur dimman meiri en ella þegar þeirra nýtur ekki lengur við. En þá mættum við minnast þess að einmitt ljós þeirra átti að hvetja okkur, samferðamenn þeirra, til þess að bæta olíu á okkar lampa. „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum ....“ I dag kveðjum við góðan vin, hóglátan skapfestumann og fágað prúðmenni sem við hefðum helst óskað að hafa lengur hjá okkur. En verum þakklát fyrir að leiðir okkar skyldu liggja saman við leiðir hans um hríð, því að af fordæmi hans gátum við lært margt um hvernig við ættum helst að umgangast náunga okkar svo að þeim verði ávinningur að viðkynningunni. Jón Garðar hljóðfœraleikari Fæddur28. nóvember 1947 Dáinn 20. maf 1975. Kveðja. Okkur barst sú harmafregn þriðjudaginn 20. maí siðastliðinn, að vinur okkar og samstarfsmaður Jón Garðar eða Gæi eins og allir hinir mörgu vinir hans jafnan kölluðu hann, væri látinn. Hann hafði fengið hjartaáfall kvöldið áður og Iátist um nóttina, aðeins 27 ára gamall. Við vorum harmi slegnir við þessi voðatíðindi. Við sem höfðum verið að spila saman tveim dögum áður og var þá Gæi að venju hrókur alls fagnaðar og kenndi sér einskis meins. En veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Jón Garðar var fæddur í Reykjavík 28. nóvember 1947, sonur Jónu Gróu Magnúsdóttur og Elísar Bjarnasonar. Hann ólst upp hjá móðurömmu sinni Geir- laugu Jónsdóttur og Ivari Guð- laugssyni. Eftir fullnaðarpróf stundaði Jón Garðar nám í Gagnfræðaskóla verknáms og vann síðan alla al- genga vinnu ásamt hljóðfæraleik, síðar hóf hann nám í tækniteikn- un og lauk þaðan prófi við góðan orðstír, hann var þar sem annars + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför STEINUNNAR PÉTURSDÓTTUR frá Ingjaldshóli. Vandamenn. staðar vinsæll, bæði meðal kenn- ara og nemenda. Eftir að hafa lokið prófi þar, hóf hann störf hjá Orkustofnun við fag Sitt. Kynni okkar við Gæja hófust er við leituðum eftir bassaleikara í hljómsveit okkar, með okkur tókst þá þegar góð vinátta, sem hélst alla tíð síðan. Gæi hafði mjög ungur numið hljóðfæraleik og leikið með ýmsum þekktum hljómsveitum. Samstarfið hófst fyrir tæpum 4 árum og eru okkur minnisstæðar margar skemmti- legar stundir frá þessum alltof fáu árum. Þó mun hæst bera ferð okkar með Gullfossi fyrir 2 árum siðan og ekki aðeins okkur, held- ur og öllum farþegum og áhöfn skipsins, því þar sem annars stað- ar var Gæi miðdepill i öllu sem skemmtilegt var. Einmitt í þessari ferð skipti Gæi um hljóðfæri, lagði bassann á hilluna og tók að leika á gítar, sem var það sem hann hafði lang- að til að gera um nokkurn tima. Gæi hafði sérstakan persónu- leika, sem aldrei mun líða þeim úr minni, sem kynntust honum. Hann var með stærri mönnum, gjörvulegur, skapstór og alvöru- gefinn ef því var að skipta og + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR Völlum, Mýrdal Ingibjörg Jónasdóttir og vandamenn. Ekkju hans, börnum hans og barnabörnum, svo og öðrum ættmennum hans, votta ég inni- legustu samúð mina. Hvíli sál hans í friði. Torfi Ólafsson. A meðan vitamálaskrifstofan hafði skip til umráða til að annast flutninga til vitanna, minnist ég aðeins tveggja manna sem voru skipstjórar og báðir afburða- menn. Hinn fyrri var Guðmundur Kristjánsson, sem einnig vr kenn- ari við Stýrimannaskólann á vetr- um, en skipstjóri á vitaskipunum á sumrin. Hinn var Guðni Thor- lacius, er tók við af Guðmundi. Skarð Guðmundar var ekki auð- fyllt, þegar hann féll frá, því hann þekkti ströndina við Island, hverja vík og hvern vog, senni- lega betur en nokkur annar. Guðni Thorlacius hafði þá um árabil siglt með Guðmundi sem stýrimaður og var orðinn gjör- kunnugur og var sá eini sem kom til álita að taka við skipstjórninni, sem hann annaðist slðan til ársins 1971, er hann dró sig í hlé. Eins og kunnugt er eru vitarnir byggðir á afskekktum stöóum, þar sem lending er erfið, víðast hvar, og oft ólendandi, en flutningarnir allir, milli skips og lands, verða að fara fram á smábátum. Veltur því á miklu hvernig skipstjóri metur aðstæður allar. Allan þann tíma sem Guðni Thorlacius hefir ann- ast skipstjórn á vitaskipum, hefur hann innt það starf af hendi á þann hátt að ekki hefði orðið á betra kosið. Með öryggi og festu, þolinmæði og útsjónarsemi, hefir honum tekizt að annast þessa erf- iðu flutninga til vitavarðanna og fyrir þetta stendur vitamálaskrif- stofan í mikilli þakkarskuld við hann. Það ber þó að taka fram að á milli skipstjóra og áhafnar hefir tekizt hið bezta samstarf, sem öll áhöfnin hefir jafnan verið sam- taka um, sem er mjög þýðingar- mikið atriði, og ber að þakka. Það er táknrænt í þessu sambandi að mannaskipti á vitaskipunum hafa mátti ekkert aumt sjá og þoldi ekki órétt. Gæi var óvenju vin- margur og varla var sá dansleikur haldinn, sem við lékum á, að hann þekkti þar ekki einn eða fleiri og sýnir það meðal annars vinsældir hans. Við þökkum vini okkar Gæja hjartanlega fyrir samstarfið og fyrir okkur var, er og verður að- eins einn Gæi. Þó söknuður okkar vina hans og ættingja sé sár, er þó í hjarta unnustu hans Dagmar Gunnarsdóttur sorgin og söknuð- urinn sárastur. Við sendum henni og öðrum ættingjum, okkar inni- legustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra þungu sorg. Auðunn Valdimarsson Sigurður T. Magnússon. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS ÓSKARS GUÐSTEINSSONAR, vélstjóra, Frakkastig 10 Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.