Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Tveir íslenzkir piltar í fangelsi í Marokkó Voru teknir með hass utanríkisrAðuneyt- INU barst um s.l. helgi skeyti þess efnis, að tveir íslenzkir piltar sætu í fang- elsi í borg skammt frá Tiðir fundir, en allt stend- ur blýfast DEII.UAÐILAR í toj>aiadL‘ilunni áttu með sér sáltafund hjá ríkis- sáttasemjara í gærmorgun klukk- an 10. Funciurinn stóö til klukkan 12,30 en annar var boðaöur klukk- an 21 í gærkveldi. Var búizt við að fundurinn slæði eitthvaö fram eftir nóttu. Ekkert geröist á ár- degisfundinum í gær <>k var ástandið allt við sama eftir hann, að siiíín eins samninnanefndar- manns. Ford við komuna til Briissel Framhald af bls. 1 Egyptalands, og loks til Rómar. Ford sagði, áður en hann lagöi upp í ferö sína í morgun, að hann færi sem fulltrúi Bandaríkja- manna, sem sjálfsöruggir væru og sameinaðir og staðráðnir í því að tryggja lífshagsmuni sína í sam- vinnu við bandamenn sina. Hann kvað Bandaríkjamenn sækjast eftir samstarfi við aðrar þjóðir, ekki átökum, og hét því að vinna að sameiginlegum hagsmunum Bandaríkjanna og Evrópu. Þegar til Briissel kom, tóku belgisku konungshjónin, Bau- douin og Fabiola á móti Ford for- seta og konu hans Betty, sem var með í för. I stuttu ávarpi, sem forsetinn flutti á flugvellinum, lýsti hann því yfir, að Atlants- hafsbandalagið væri hornsteinn utanríkisstefnu Bandarikjanna og yrði hvergi hvikaö frá stuðn- ingi við það. Hann sagöi, að því aðeins yrði unnt aö halda áfram að draga úr spennu milli austurs og vesturs, að sú viðleitni byggð- ist á grundvelli sterks varnar- bandalags. „Eg er hingað kom- inn,“ sagði forsctinn, „til að segja bandamönnum mínum í NATO og þjóðum Evrópu, að bandalagiö er og verður sterkt. Undanfarin 26 ár hefur það staðizt þolraunir og breytingar. Það hefur tryggt frelsi og hagsæld vestrænna landa. Það er því mjög við hæfi að fyrsta ferð mín til Evrópu sem forseta Bandaríkjanna skuli vera til að sitja leíðtogafund NATO.“ Fyrir utan NATO fundinn er talið að mesta áhugamál Fords sé að ræða við forsætisráðherra Grikklands og Tyrklands og gera það, sem hann getur til að flýta fyrir lausn Kýpurdeilunnar. Er þess vænzt, að samningaviðræð- um verði haldið áfram næstu daga meó milligöngu Bandaríkja- manna og Breta en síðan er ákveðið, að þeir Karamanlis og Demrel hittist að máli á laugar- dagsmorgun, að því er talsmaður grísku stjórnarinnar sagði í kvöld. Þá verður I’ord kominn til Madrid, en haft er eftir banda- rískum embættismanni, að Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna — sem kom til Briissel I dag á undan Ford for- seta — geri sér vonir um að von bráðar verði unnt að eygja lausn á þessari erfiðu deilu. Rabat í Marokkó fyrir þá sök að hafa verið með hass í fórum sínum. Að sögn Sverris Gunnlaugsson- ar i ráðuneytinu eru upplýsingar um þetta mál af skornum skammti og hefur danska sendi- Leiðrétting I frétt í Mbl. í gær um björgun sjómanns f innsiglingunni til Grindavíkur misritaðist nafn björgunarmannsins, en hann heit- ir Jóhann Bogi Guðmundsson. Eru viðkomandi beðnir velvirö- ingar á þessu. — Uppboð Framhald af bls. 2 Guðmund frá Miðdal, Jón Engilberts, Jón Þorleifs- son, Magnús Jónsson og Snorra Arinbjarnar. Myndirnar verða til sýnis að Lækjargötu 2 fimmtudag og föstudag 29,—30. maí kl. 9.00—18.00 og að Hótel Sögu laugardag 31. maí kl. 9.00—12.00. — OPEC-ríkin Framhald af bls. 15 heldur engin vinna, sagði for- setinn. Helzti andstæðingur hans úr flokki demókrata, Henry Jaekson, lýsti því yfir þegar, að ákvörðun Fords væri hreinasta „della" sem mundi kosta meðalfjölskyldu 600 dollara á ári. Forseti félags verka- manna í bifreiðaiðnaðinum, Leon- ard Woodeook, viðhafði svipuð ummæli, sagði, að þessi ákvörðun væri versta tegund af efnahags- villeysu, sem mundi auka á verð- bólgu, valda verðhækkunum og auknu atvinnuleysi. Þingmenn demökrata í austurríkjum Banda- ríkjanna, sem mjög eru háð olí- unni, brugðust einnig hinir verstu við þessari ákvörðun for- setans. Með tollahækkun þessari hækk- ar bensínverð um 1,5 eent gallon- ið, úr 55 eentum að meðaltali, en það er 40% hærra verð en var áður en olían tók að hækka f verði haustið 1973. — Sækir um leyfi Framhald af bls. 32 Garðarsson, blaðafulltrúa SH, um þessa beiðni og sagði hann það rétt vera að SH hefði farið fram á þetta, en svar ráðuneytisins hefði enn ekki borizt. Hann kvað það ekkert einsdæmi, þótt sótt væri um slíkt leyfi og hefði slíkt oft gerzt áður, þegar utanaðkomandi aðstæður hefðu valdið því að inn- lend skip hefðu ekki getað sinnt flutningunum. — Héraðshátíð Framhald af bls. 2 önnur um búendur og býli í Asa- hreppi, og var hún gerð um 1960. Hin myndin er frá þjóðhátíö Rangæinga á síðasta ári. Þá flytja þeir Guðmundur Daníelsson rit- höfundur og Þórður Tómasson safnvörður ávörp. Skemmtiþættir og gamanmál eru einnig meðal dagskráratriða, en skemmtuninni lýkur með dansleik, þar sem hljómsveitin Glitbrá leikur fyrir dansi. Hátíðin er hugsuð sem upphaf að árlegu samkomuhaldi héraðs- búa, sem að líkindum mun verða stærra í sniðum í framtíðinni. Þjóðhátíðarnefnd Rangárvalla- sýslu 1974 veitir samkomunni for- stöðu að þessu sinni, en framvegis er áætlað að kjósa sérstaka nefnd árlega til að annast hátíðarhaldið. ráðið í Marokkó verið beðið að afla frekari upplýsinga. Það var sendiráðið sem gerði utanríkis- ráðuneytinu.viðvart og voru pilt- arnir nafngreindir, en þeir eru báðir um tvítugt. Hefur ráðuneyt- ið haft samband við ættingja þeirra hér. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða viðurlög eru við meðferð hass í Marokkó. — Karami Framhald af bls. 15 hana. Karami sagði síðdegis að hann mundi hefja viðræður á morgun við þingmenn um mynd- un stjórnar til að taka við af her- foringjastjórninni, sem sagði af sér fyrir tveimur dögum eftir 64 klst valdaferil. Það var fyrsta her- foringjastjórn Libanons. — Fer Spánn Framhald af bls. 1 sinn. Umræddur embættis- maður sem lagði á það áherzlu að hann talaði eingöngu i eigin nafni, er hann vildi þó ekki gefa upp, sagði, að Franeo væri þess heldur fýsandi að hafa áfram bandarískar herstöðvar á Spáni, en ekki væri hægt að segja að hann stæði á því fast- ar en fótunum. Lágmarkskröf- ur Spánverja væru þær, að Bandaríkjamenn hættu afnot- um af hinni geysimiklu flug- stöð í Torrejon í námunda við Madrid og flugstöðinni við Moron í námunda við Sevilla á Suður-Spáni — og æskilegast teldi stjórnin að þeir færu einnig frá síðustu flugstöðinni, sem er I námunda við Zara- goza. Hins vegar gaf hann í skyn, að þeir myndu fallast á að Bandarfkjamenn héldu áfram að nota Rota- flotastöðina við Cadiz flóa, vestur af Gíbraltar, fyrir kjarnorkukafbáta sína. Þá sagði embættismaðurinn, að Spánverjar vildu fá tryggingu fyrir þvf að Bandaríkjamenn aðstoðuðu þá við að koma sér upp eigin búnaði fullkominna vopna, þar á meðal flugskeyta. Sagði hann, að spænskir her- foringjar væru sáróánægðir með vopn og hergögn sem Bandaríkjamenn hefðu látið eða viljað láta þeim í té, m.a. hefði þeim fyrir tveimur árum verið boðnir þrír tundurspillar frá því í heimsstyrjöldinni síó- ari, og hafnað þeim. Embættismaðurinn sagði, að almenningur á Spáni væri lítt hrifinn af bandarisku her- stöðvunum; samkvæmt skoðanakönnunum væru 48% landsmanna andvíg þeim. Hann viðurkenndi að Franco hefði ekki ráðgazt við alþýðu manna, þegar hann samþykkti vist Bandaríkjamanna í land- inu fyrir tveimur áratugum. „En tímarnir hafa breytzt,“ sagði hann — „og stjórnin gerir sér grein fyrir því.“ — Kjarabætur Framhald af bls. 2 desember 3% hækkun grunn- kaups á grundvelli kjarasamn- inganna frá því í febrúar 1974. Loks var samið um 4.900 kr. hækkun launajöfnunarbóta 1. marz sl. Til viðbótar þessum beinu launahækkunum koma síðan skattalækkanir þær, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir i vor til þess að bæta kjör láglaunafólks og barnmargra fjölskyldna. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar eru þessar skattalækkanir metnar til jafns við 4 til 5% hækkun peninga- launa að meðaltali hjá laun- þegum. En sé miðað við þá kjarabót, sem þeir lægstlaun- uðu fá, er hér um að ræða 6 til 7% aukningu peningatekna. Ef litið er á lægstu kauptaxta, sem voru kr. 33.000 i september sl. hafa þeir vegna launajöfn- unarbóta og ákvæða kjarasamn- inga hækkað í kr. 42.394 eða um 28,5%. Þegar einnig er reiknað með áhrifum skattalækkan- anna er hér um að ræða um 36% launabætur. Ef dæmi er tekið af launum, sem námu kr. 60.000 f september í fyrra, þá hafa þau hækkað í kr. 66.700. Þegar einnig er reiknað með áhrifum skattalækkananna er hér hins vegar um að ræða 16 til 17% kjarabót. — Grasmaðkur Framhald af bls. 2 hefur einnig sitt að segja, því svo virðist sem plágan blossi upp eftir þurra og kalda vetur. Svæðið þar sem maðkurinn hefur farið um núna er illa leikið, fyrst hefur maðkurinn farið um landið og étið öll grös niður í rætur og síðan hefur fuglinn sótt í að ná í maðkinn og rótað upp mosanum f smáhrúgur. Hefur maðkurinn með öllu eytt gróðri á þeim svæðum, sem hann fer um og óvíst er hversu fljótt gróður tekur við sér á ný. Eins og fyrr sagði hefur eyðileggingin orðið mest á Galtalæk, þá hefur beiti- land á Skarði farið mjög illa, svo og beitiland í Hvammi. 1 samtali við Sigurjón Pálsson, bónda á Galtalæk, kom fram að hjá honum er beitiland að mestu ónýtt nema litlir skikar. Sigurjón sagði; „En gallinn er bara sá að þessir skikar eru svo litlir og dýrt er að bera áburð á land, sem ekki er vitað hvort sprettur. Auk þess sem engan áburð er að fá.“ Fé sitt hefur Sigurjón enn á túnunum en fljótlega, þarf hann að taka féð af þeim. Talið er ósennilegt að gras- maðkurinn berist I túnin á bæjun- um þremur. Guðni Kristinsson, bóndi á Skarði, sagði að Landgræðslu- stjóri hefði verið þeim bændum þarna afar njálplegur með áburð. 1 gær var flogið yfir þau svæði, sem enn eru heil og áburði dreift úr stóru áburðarflugvélinni. En áburður er á þrotum hjá Land- græðslunni. Gróður þarna tekur fremur litlum framförum vegna þurrka og hita. Að sögn þeirra sérfræðinga, sem Morgunblaðið hafði tal af vegna þessa faraldurs virðist fremur lítið hægt að gera úr þessu til að hindraframrásmaðks ins vegna þess hversu stórt svæðið er orðið, sem hann hefur farið yfir. Ef nota á eiturefni, þarf að friða landið í hálfan mánuð. Þeir sérfræðingar, sem dvöldu fyrir austan I gær báru aðeins áburð á litla bletti á svæðunum og er með því verið að gera tilraunir með hvort hægt sé að eyða maðknum með áburði, auk þess sem þeir dreifðu áburði á nokkur eydd svæði og ætla að sjá hvernig þeirra bati verður, en árangurs af því verður vart að vænta fyrr en eftir þrjár vikur. — Bandaríkin Framhald af bls. 1 mál og dýrtíðarþróun, sem hefur verið ör og haft áhrif á fjárveit- ingar til varnarmála i NATO- ríkjunum, því að margir vilja draga úr þeim meðan svo illa horfir, enda þótt Rússar hafi stór- aukið fjárframlög sín til hermála og þau hafi aldrei verið hærri en nú. Það er athyglisvert, svo mjög sem þeir segjast leggja upp úr því, að dregið sé úr spennunni í heiminum Auk þessa munu verða rædd vandamál, sem snerta einstök ríki innan bandalagsins, svo sem ástandið í Portúgal, sem Ford Bandaríkjaforseti hefur drepið á með þeim afleiðingum, að Kissinger hefur þurft að „túlka“ ummæli forsetans, sem þóttu all- harkaleg, enda kvaðst hann ekki geta séð, að land, sem lyti komm- únískri stjórn, gæti átt aðild að bandalagi, sem hefði verið stofn- að til að berjast gegn komm- únisma. A blaðamannafundi Luns, framkvæmdastjóra NATO,síðdeg- is í dag, var einkum rætt um ástandið í Portúgal og deilu Grikkja og Tyrkja. Framkvæmda- stjórinn sagði, að núverandi her- stjórn i Portúgal hefði tekið við af einræðisstjórn og lýðræði hefði ekki enn verið komið á i landinu, en samt hefðu ekki verið gefnar upp vonir um, að svo yrði. Kosningarnarhefðum.a. ýtt undir þær vonir. Að öðru leyti sagði framkvæmdastjórinn, að hann hafnaði algjörlega öllum hug- myndum um, að NATO kæmi lýðræðisöflum í Portúgal til hjálpar. Bandalagið ætti ekki að blanda sér í innanríkismál ein- stakra aðildarríkja. Þá sagði hann, að Grikkir hefðu hótað að hætta öllu hernaðarsamstarfi við NATO vegna deilunnar við Tyrki og mundu þeir ræða það mál sér- staklega við bandalagið innan tíð- ar. Hann kvaðst vita um erfið- leika Karamanlis og vonast til að samkomulag næðist milli Grikkja og Tyrkja, sem Grikkir gætu sætt sig við. Forsætisráðherrar beggja þessara NATO-rfkja munu sitja fundinn hér, og vitað er, að þeir munu ræða deiluefni rikja sinna. Þá ræddi framkvæmdastjórinn mjög NATO og Spán vegna spurn- inga, sem rigndi yfir hann um það efni. Hann sagði, að ekkert aðildarrikjanna hefði gagnrýnt, að Bandaríkjamenn hefóu fengið hernaðaraðstöðu á Spáni. „Banda- ríkjamenn eru raunsæir,“ sagði framkvæmdastjórinn, „og vita hvernig landið liggur. Þeir munu ekki hér á fundinum í Briissel óska eftir aðild Spánar að Atlants- hafsbandalaginu." — Portúgal Framhald af bls. 1 stjórnarfundi á ný fyrr en hreyf- ing hersins hefði orðið við kröfum þeirra um að losa um kverkatak kommúnista á verkalýðsfélög- unum, fjölmiðlum og bæja- og sveitstjórnum landsins. Jafnframt hefur flokkur þeirra Soares og Zenha óskað formlega eftir frekari viðræðum við bylt- ingarráð hersins til þess að ákveða, hvort þeir sitji áfram i stjórninni til frambúðar. Hreyf- ing hersins hafði áður fyrirskipað byltingarráðinu að ávita ráðherr- ana fyrir framkomu þeirra við stjórnina. Þá hefur það gerzt i Lissabon, að starfsmenn í skrifstofu þeirri er geymir leyniskýrslur — PIDE — leynilögreglu fyrrverandi stjórnvalda landsins hafa sagt upp störfum, það er að segja aðrir en kommúnistar. 1 tilkynningu þar að lútandi, sem birt var í dag segir, að kommúnistar, sem á skrifstofunni starfi, hafi I hyggju að nota skýrslurnar gegn pólitísk- um andstæðingum sínum. Vitað er, að PIDE hafði safnað ýmiss konar upplýsingum um menn, sem unnu gegn fasistastjórninni, en margir þeirra eru nú framar- lega í portúgölsku stjórnmálalífi. Gætu þessar skýrslur orðið hættu- legt vopn I höndum eins stjórn- málaflokks. I yfirlýsingunni segir, m.a. „Þessar skýrslur geta haft mikla þýðingu fyrir stjórnmálaöfl, sem eru að reyna að koma á laggir pólitískri lögreglu, sem nota mætti sem tæki til að kúga portú- gölsku þjóðina og allt framfara- sinnað fólk I þessu landi." Kommúnistaflokkurinn portú- galski hefur boðað til fjöldagöngu I Lissabon I kvöld til að lýsa yfir stuðningi við hreyfingu hersins. Hafa sósíaldemókratar og alþýðu- demókratar ákveðið að taka ekki þátt í þessari göngu og saka kommúnista um að reyna að láta svo virðast sem þeir séu eini flokkurinn sem styður hreyfingu hersins. Forystumenn kommúnista hafa hvatt stuðningsmenn sína til að koma í gönguna með portúgalska þjóðfánann í stað rauða fánans með hamri og sigð, sem þeir jafn- an hafa uppi í fjöldagöngum og fundum. önnur vinstri hreyfing hefur á hinn bóginn hvatt til andófsað- gerða á öðrum stað í borginni f kvöld til þess að mótmæla komu átta NATO herskipa til Portúgals í dag eftir flotaæfingar undan Portúgalsströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.