Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið Asíðasta ári hefur þjóðarbúið orðið að þola all verulega kjara- skerðingu, sem komið hef- ur fram í minnkandi kaup- mætti almennings og versnandi stöðu atvinnu- fyrirtækjanna í landinu. Hverjum manni er Ijóst, að undan þessum ytri áföllum gat þjóðin ekki vikizt. Að vísu er óraunhæft að miða kaupmáttarskerðinguna við pappírssamningana frá því í febrúar 1974, en eigi að síður verðum viö að horfast i augu við lakari lífskjör en áður. Það hefði einnig verið hið mestR ábyrgðarleysi, ef stjórn- völd hefðu ekki mótað stefnu sína í samræmi við þessar breyttu aðstæður. Þö að þannig hafi reynzt óhjákvæmilegt að gera ým- iss konar ráðstafanir í kjöl- far versnandi stöðu þjöðar- búsins, er fært hafa auknar byrðar bæði á heimili og atvinnufyrirtæki, hafa margháttaðar aðgerðir ver- ið gerðar til þess að rétta hlut þeirra, sem við erfið- astar aðstæður búa. Ríkis- stjórnin markaði þegar í upphafi ferils síns þá stefnu að treysta stöðu lág- launafólks, en láta hina tekjuhærri standa undir óhjákvæmilegri skerðingu lífskjara. I aðalatriðum hefur tekizt að framfylgja þessari stefnu allt fram til þessa. Ef litið er á lægstu launa- taxta, sem voru í septemb- er á síðasta ári kr. 33 þús- und, þá hækkuðu þau laun í kjölfar launajöfnunar- bóta þeirra, sem ríkis- stjórnin lögfesti, um rúm- lega 10% 1. október. Siðan kom til framkvæmda 3% grunnkaupshækkun sam- kvæmt kjarasamningum 1. desember, og loks var sam- ið 1. marz sl. um 4.900 kr. hækkun launajöfnunar- bóta. Til viðbótar þessum kauphækkunum koma síð- an skattalækkanir þær, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir nú í vor. Þær voru fyrst og fremst miðaðar við það að tryggja tekjulágum og barnmörgum fjölskyld- um raunhæfar kjarabætur, er ekki hefðu áhrif á verð- lagsþróunina. Samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunarinnar má meta þessar skattalækkanir til jafns við 6 til 7% aukningu peningatekna hjá þeim, sem hafa lægst laun. Af þessu má sjá, að þrátt fyrir erfitt árferði, hafa kjör láglaunafólks verið bætt bæði með beinum að- gerðum ríkisstjórnarinnar og á grundvelli frjálsra kjarasamninga. Þegar á heildina er litið er hér sam- tals um að ræða u.þ.b. 36% kjarabót á sama tíma og framfærsluvísitalan hefur hækkað um 43,4%. Megin- hluti verðlagshækkana á þessu tímabili hefur því verið bættur með einum eða öðrum hætti, þegar lit- ið er á lægstu laun. Laun, sem námu 60 þúsund krón- um sl. haust hafa með sama hætti hækkað um nær 18%. Af eðlilegum ástæð- um hefur ekki tekizt að halda fullum kaupmætti í þessum launaflokkum, en það er ekki unnt að líta framhjá þeirri staðreynd, að með aðgerðum ríkis stjórnarinnar hefur reynzt mögulegt að bæta talsverð- an hluta verðlagshækkan- anna. 1 þeim kjarasamn- ingum sem fyrir dyrum standa ber að leggja meg- ináherzlu á að viðhalda þeim kaupmætti sem nú er til staðar, jafnframt því að launþegum verði bættar þær verðlagshækkanir sem framundan eru. Ríkisstjórnin hefur á sama hátt tryggt all veru- lega hækkun á ellilífeyri og tekjutryggingu ellilífeyris- þega. Þessar lífeyris- greiðslur hafa fylgt eftir almennum verðlagshækk- unum þannig að kaup- máttur þeirra hefur ekki rýrnað. Full tekjutrygging einstaklinga hefur þannig hækkað um 76% frá því í september og full tekju- trygging hjóna hefur hækkað um 66%. Ellilíf- eyrir og full tekjutrygging einstaklings hefur hækkað frá því í september sl. úr 18.886 kr. í kr. 27.095 frá og með 1. júlí n.k. eða um 44%. Ellilífeyrir og full tekjutrygging hjóna hafa á sama tíma hækkað úr kr. 33.994 í kr. 47.444 eða um 40%. Með markvissum aðgerð- um hefur þannig verið unnt að treysta stöðu þeirra, sem við erfiðastar aðstæður búa, þrátt fyrir áföll þjóðarbúsins í heild. Þegar litið er á lægstu laun, hafa verðlagshækk- anir verið bættar upp að verulegu leyti, og ellilíf- eyrir hefur verið hækkað- ur í samræmi við verðlags- hækkanir. Þessum umtals- verða árangri hefur aðeins verið unnt að ná með því móti, að þeir, sem betur eru staddir, hafa tekið á sig auknar byrðar. Engum getur blandazt hugur um það, að hér er um mikilvægan árangur að ræða, þegar höfð eru í huga þau hrikalegu áföll, sem þjóðarbúið í heild hef- ur orðið fyrir. Eigi að síður er hagur láglaunafólksins mjög knappur og ljóst er, að enn verður að gera ráð- stafanir til þess að treysta hann. En hitt er jafn víst, að raunhæfur árangur í þeirri viðleitni næst ekki, ef þeir, sem betur mega sín, knýja nú fram miklar kauphækkanir, sem engin innstæða er fyrir. Ný koll steypa í efnahagsmálum og samdráttur í atvinnulífinu mun komaverstniður á lág launafólkinu. Þess vegna ganga kaupkröfur hálauna- fólksins innan Alþýðusam- bandsins gegn hagsmunum þeirra, sem við erfiðari kjör búa. Launajöfnunarstefna 1 framkvæmd n i DtóuJ 3r. St efán Aðalsteinssoi A T~1 i: u í • 4. grein m LLLÖL iva uui d£»ia i Ein er sú forsenda, sem búskapargagnrýnendur virðast gefa sér, og hún er á þann veg, að landbúnaður á Islandi geti ekki teið nein- um framforum. Framfaramöguleikarnir hafa ekki áhrif á útkomuna úr búskapnum i dag, og þess vegna hafa þessir miiguleik- ar sjaldan komist á dagskrá i umræðum um þessi mál. En í þessu efni má taka nokkui' dæmi. Með bættri heyverkun og graskiigglagerð má draga stórlega úr kjarnlóður- notkun í landinu. Með góðu heyi og gras- kögglum hefur verið hægt í tilraunum að láta kýr skila 20 kg dagsnyt, án þess að nokkurt innflutt kjarnfóður væri notað. Hafnar eru tilraunir með að fóðra sauðfé einvörðungu á heyi allan veturinn án þess að gefa nokkurt kjarnfóður. Ekki liggja fyrir niðurstöður úr þeim tilraunum ennþá, en ljóst virðist þó, að veru- lega má draga úr kjarn- fóðurgjöf handa sauðfé frá því sem verið hefur, ef gefin eru góð hey. Heyverkun má stórbæta víða um land frá því sem nú er, án þess að leggja í veru- legan kostnað. Lögð er á það mikil áhersla í leiðbeiningum nú í vor, að bændur vandi hey- verkun i sumar sem allra mest, til þess að sem minnst fari til spillis af því grasi, sem á túninu vex. Auknar leiðbeiningar um bætta hey- verkun eru þar með orðinn liður í viðleitninni til að vega á móti hækkuðu áburðarverði. Hægt er að auka afurðir af hverjum grip verulega víða um land, án þess að tilkostn- aður þurfi að vaxa i sama hlutfalli. Með bættri heilsugæslu búfjár og rannsóknum á fóðri er oft hægt að koma í veg fyrir alvarleg áföll af völdum fóðrunarkvilla, og á þetta sérstaklega við um mjólkurkýr. Með bættri fóðrun og um- hirðu sauðfjár hefur tekist að auka frjósemi ánna mikið, og sömuleiðis hefur víða tekist að auka frjósem- ina verulega með kynbótum. Nú er búið að ná valdi á því, hvernig á að rækta upp allar mögulegar tegundir af mislitu fé. Það kemur sér vel, þegar ákveðnar tegund- ir af mislitum gærum seljast á hærra verði en aðrar gær- ur, eins og verið hefur um gráu gærurnar í fjöldamörg ár. Mórauða ullin hefur líka verið eftirsótt undanfarið, og tiltölulega auðvelt er að auka framleiðslu á henni. Þá hefur verið sýnt fram á, að auðvelt er að útrýma rauðgulum illhærum úr fjár- stofninum með kynbótum. Við það batnar bæði ullin og gærurnar sem iðnaðar- hráefni. Margir bændur lentu í erfiðleikum með að ná fé sínu til rúnings á hentugum tíma, þegar mannfæð fór að há smölun í sveitum. Þessir bændur hafa marg- ir hverjír tekið upp þann sið að rýja féð að vetrinum, en til þess að það sé hægt, þurfa þeir að hafa góð hús, næg hey og aðstöðu til að fóðra fé fram úr, hvernig sem vorar. Þá mega þeir líka eiga von á þyngri lömbum undan ánum. Vetrarklippingin er nú orðin svo útbreidd, að 20—25% af ullinni, sem nú kemur í verslanir, mun vera af vetrarklipptu fé. Þó eru ekki nema 12 ár síðan fyrstu tilraunir með vetrarklipp- ingu á fullorðnu fé hófust. Vetrarklippta ullin er að öðru jöfnu mun betra iðnaðarhráefni en önnur ull. Ull og gærur hafa farið batnandi sem iðnaðar- hráefni hin síðari ár. Þó er mikið hægt að gera til bóta á því sviði ennþá. Sem dæmi má nefna, að nú koma ekki til skila í verslanir nema 1,6—1,7 kg af ull af hverri vetrarfóðraðri kind í land- inu en ættu að geta orðið 2—2,2 kg. Ef sú ull, sem ætla má að vaxi á fénu, en fer nú forgörðum, kæmi til skila og nýttist í verðmætan útflutn- ingsvarning, þá gæti sá varn- ingur selst úr landi fyrir 900 milljónir króna. Ef fé landsmanna skilaði að meðaltali 2,66 kg ullar af kind, eins og Reykhólaféð gerði árið 1974, myndi hlið- stæð viðbót nema 1800 milljónum króna á ári. Ef öll ull og allar gærur, sem á markað komu i land- inu árið 1972, hefðu farið i vinnslu og sölu á bestu út- flutningsmörkuðum okkar, hefði söluverðmæti þessara afurða getað numið nálægt 4700 milljónum króna en var um 650 milljónir króna. Dilkakjötið okkar þykir lostæti, hvar sem það er á borð borið fyrir nágranna- þjóðir okkar. Bjartsýnismenn á sviði markaðsmála telja líklegt, að ná mætti sölu á því sem sérstakri gæðavöru á háu verði á völdum mörkuðum með réttri kynningu og vandvirkni í meðferð þess og geymslu. Þannig mætti lengi telja þá möguleika, sem við blasa til endurbóta á hefðbundn- um búskap og aukinni verð- mætasköpun úr búsafurð- um. Auk þess má benda á nýjar búgreinar, sem gætu átt mikla framtíð fyrir sér í landinu, og má þar sérstak- lega nefna fiskirækt. Mér finnst af framan- sögðu, að fleiri rök hnígi að eflingu búskapar i landinu en eyðingu hans. Framfaramöguleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.