Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen miöaftansstað en nónstað og ljósin í kertahjálminum í danssalnum voru sum slokknuð og sum nær dauða en lífi og gusu við og við blágráum loga upp úr kertapípunum, en enn þá lifði á nokkrum kertisstubbum, sem innsigluðu með log- andi feiti kjóla og treyjur yngismanna, er fram hjá gengu, svo að þeir gætu haft það til jarteikna daginn eftir, að þeir hefðu ,,komið“ í danssalinn, „séð og sigrað“. Manntötrið, er fenginn hafði verið til þess að snúa sveifinni á hljóð- færinu, sem dansinn var" stiginn eftir, var genginn úr salnum, lúinn og laraður í hendinni, og dansinn var hættur. Þegar dansinum var hætt, tóku menn að ganga heim. Þeir fylgdust allir, Kaupmaður Möller, kaupmaður Á. og Kristján, og leiddi hver sína stúlku. Veðri var svo varið, að tungl var í fyllingu og himinn- inn heiðríkur og norðurljós sem mest má verða! snjór var nokkur á jörðu og gang- færi gott, frost lítið, en logn og blíða. Þegar þau komu út, tekur kaupmaður Á. svo til orða við þá Möller og Kristján: Ég veit ekki, hvað ykkur lízt, en hitt veit ég, hvað mér þætti bezt; mig langar til að rétta mig ögn upp, áður en við förum heim; veðrið er svo blessað og blítt, að ég held það væri réttast að ganga sér dálítinn kipp, til að mynda hérna suður með tjörninni; það er heldur ekki illa til fallið að fylgja skólapiltunum á veg, sem verið hafa gestir okkar í kvöld og nú eru að fara á stað; heyrið þið til, þarna byrja þeir að syngja; það er svo sjaldan, að menn heyra hér falleg hljóð og vel sungið, og látum okkur ganga í humáttina eftir þeim. Allir féllust á það, sem kaupmaður sagði, og gengu suður með tjörn; en skólapiltar sneru út á miðja tjörnina og fóru eftir ísnum skemmstu leið og sungu siðsamlega og fagurt ýmsar vísur, er þeir Grunnhyggnu kerlingarnar Einu sinni voru hjón, sem ætluðu að fara að sá, en þá áttu þau ekkert sáðkorn, og heldur ekki peninga til þess að kaupa það fyrir. Eina kú áttu þau og hana ætlaði nú maðurinn að fara með til bæjarins og selja hana, til þess að hann gæti keypt sáðkorn. En þegar til átti að taka, þorði konan ekki að sleppa mann- inum, því hún var hrædd um að hann myndi kaupa brennivín fyrir kýrverðið. Þess vegna fór hún sjálf af stað með kúna og eina hænu hafði hún líka með sér. Þegar hún var komin rétt að borginni, mætti hún slátrara. „Ætlarðu að selja kúna, kona góð,“ sagði hann. „Ójá, ég verð víst að gera það,“ sagði hún. „Hvað viltu þá fá fyrir hana?“ spurði hann. „Mörk vil ég fá fyrir kúna, en hænuna skaltu fá fyrir tíu dali“. „Hænuna hefi ég ekkert með að gera,“ svaraði hann, „og hana getur þú sjálfsagt losnað við I borginni, en fyrir kúna skal ég gefa þér mörk silfurs." Þannig seldi kerling kúna og fékk sína peninga, en ekki fann hún neinn í borg- inni, sem vildi gefa tíu dali fyrir þessa gömlu hænuskjátu, sem hún var með. Svo fór hún aftur til slátrarans og sagði við hann: „Ég losna ekki við hænuræfil- inn, góði maður. Þú verður að taka hana af mér, eins og þú tókst kúna.“ „Ætli okkur semjist ekki um það,“ vtw MORö-UNl KAfpinu Hvers óskar húsbóndinn nú? illllil. Sveinbjörg mín, þú hjálp- ar mér að botna sjálfs- ævisöguna mína, það ætl- ai eitthvað að vefjast þetta verður i síðasta íyrn mer. skipti sem ég fer með þér á Tarzan-mynd. Líkiö ö grasfletinum Eftir: Maríu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 66 mig ekki f fangeisi. Hann leyfdi mér að fara heim og þá kom Agneta og sagði mér þessa furðu- sögur um Tommy og Börje Sund- in og án þess að hugsa út í það komstu upp um sjálfan þig. „Eg verð að segja Elisabetu þefta,“ tautaðir þú og þegar ég varð þess var að þú hafðir tckið matvæli og kertapakka með þér I bílinn, var ekki ýkja erfitt fyrir mig að reikna út það sem eftir væri ævin- týrisins. Eg var svo heppinn að rekast á bíl, scm var ólæstur, en þó ég hefði ekki gert það, hefði ég komið engu að síður... EG A NEFNILEGA ÓLOKIÐ MJÖG MIKILVÆGU ERINDI OG ENG- INN SKAL FÁ LEYFI TIL AÐ STÖÐVA MIG NÚNA... Hún hafði risið upp til hálfs og dró byssuna upp úr vasanum og beindi henni að ruggustólnum. Christer hreyfði sig hvergi. Hann hefur sjáifsagt hugsað eins og ég að hún yrði harla vonsvikin eftir andartak, þegar hún yrði þess vísari að byssan var ekki nothæf lengur. En ofurstinn hallaði sér fram og sekúndu síðar hrópaði hann svo að undir tók f öllu húsinu. — Þetta er önnur byssa! 1 guð- anna bænum... Christer og hann þutu til sam- tímis. beir rákust á hvor annan og samt tókst Christer að banda hendi hennar frá en ekki mikið.. . en þó nægilega til að bjarga lífi Elisahetar Mattson. Aftur á móti var hann ekki nógu viðbragðs- fljótur að ná vopninu frá henni... Aftur kvað við skot og Margit Holt hneig á eldhúsgólfinu eins og aumkunarverð tuskudúkka. Það eina sem við heyrðum I þögn- inni á eftir voru hálfkæfðar slun- ur ofurstans. Augu Elisabetar voru full af tárum. En Christer tók um axlir gamla mannsins og sagði hljóð- lega: — Trúðu mér Wilhelm,... þetta var bezt svona. Þú mátt ekki ásaka þig fyrir neitt... Hann gekk út að dyrunum og opnaði þær upp á gátt. Það lá við að ég hrykki f kút er ég fann hversu hreint og svalt kvöldloftið var eft- ir þungt og innibyrgt loftið í hús- inu. SEXTÁNDI KAFLI Allmörgum klukkutímum seinna þegar ég sat inni í hlýlegu eldhúsinu á Arhökkum og lét aug- un hvarfla á þá til skiptis, Einar, föður minn, og Christer, hafði ég á tilfinningunni að heimurinn væri ofurhægt að færast f eðlilegt horf á ný. Christer hafði afþakkað að koma með lögreglu- stjóranum á blaðamannafund sem halda átti seint um kvöldið og í þess stað helgaði hann sig náttverðinum, sem Hulda hafði borið fram þegar við komum heim, þreytt og niðurbeygð. — Það er svei mér gott að þessu er lokið, sagði Huida og ég heyrði ckki betur en hún væri dálftið ánægð, — og að hafzt hefur upp á þeim sem framdi gla;pinn. Þá get- ur maður loksins sofið rólegur og Iosnar við að þurfa að hugsa um svona hræðilega hluti. Og að þessu mæltu skellti hún kaffikönnunni á borðið og dró sig f hlé. Við sem „eftir vorum f eld- húsinu áttum erfiðara með að beina hugsunum okkar frá þvf sem við höfðum upplifað þennan dag. Okkur voru enn í fersku minni andlit, svipbrigði og raddir og ég var enn dálítið skjálfandi inni f mér eftir þennan fund uppi f skógarhúsinu og enn var ýmislegt sem enn var mér hulið og mig langaði að fá skýringu á. Við urð- um að tala um það, við urðum að hafa leyfi til að bera upp spurn- ingar. Og Christer svaraði, fús og skil- merkilega meðan við svolgruðum ótæpilega í okkur svart og sterkt kaffið. — Hvernig var þetta með byss- urnar? spurði ég forvitin. Gaztu fundið skýringu á því? — Já. Það var eiginlega ekkert merkilegt. Wilhelm Hoit átti ekki aðeins minjagripinn sem hékk á veggnum, heldur einnig skamm- byssu sem hann geymdi f skrif- borðsskúffu og var alltaf hlaðin. Margit hefur sýnilega fyrst tekið gömlu byssuna, en hún virðist hreint ekki hafa verið svo viðutan sem við höfum haldið, að minnsta kosti hefur hún uppgötvað að sú byssa var ekki nothæf. Og þess vegna tók hún hina byssuna, áður en hún hélt af stað f Ieiðangur sinn upp í skógínn. Wilhelm seg- ist ekki geta fyrirgefið sér að hafa ekki geymt byssuna á örugg- ari stað. Einar kveinaði hástöfum yfir þeirri óheppni, sem hafði elt hann og lögreglustjórann, með þeim afleiðingum að þeir höfðu misst af niðurlagi máisins. Það kom í Ijós að ofurstinn hafði orð- iö þess var að honum var veitt eftirför og honum hafði tekizt að hrista þá af sér og þeir höfðu að lokum lent á algerum villigötum og ekki viðtað hvar sneri upp og hvað niður. Einar horfði alvarlegur á Christer og sagði: — Og þarna saztu í mestu makindum og ókst rétt á hæla fordarans... upp að húsinu. Þetta er ekert réttlæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.