Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAI 1975 Leiðtogafundur NATO-ríkja í Brussel í dag: Framtíð Atlantshafssam- starfsins á óvissutímum brýnasta umræðuefnið • LEIÐTOGAFUNDUR NATO-ríkjanna sem í dag hefst í Brussel var upphaflega tíma- settur áður en Indókína féll í hendur kommúnista og sáttatil- raunir Henry Kissingers í Mið- austurlöndum biðu skipbrot. Megintilgangur hans átti þá að vera skoðanaskipti æðstu manna aðildarríkjanna um framvindu „detente"- stefn- unnar, um slökun spennu f sambúð austurs og vesturs, og samskiptanna við Sovétríkin. Hann átti í þvf sambandi að vera undanfari annars fundar Gerald Fords Bandaríkjafor- seta og Leonid Brezhnevs, sovézka flokksleiðtogans, og hugsanlegs leiðtogafundar Austur-Evrópu og Vcsturlanda í Helsingfors til að binda endi á Öryggismálaráðstefnu Evrópu. 0 Nú er hins vcgar í brenni- depli fundarins það tækifæri sem hann veitir Ford til að fullvissa hina evrópsku banda- menn um að fall Indókína hafi ekki veikt alþjóðlegar skuld- bindingar Bandarfkjanna, einkum er varðar Evrópu og Atlantshafsbandalagið, um að þeir geti enn treyst Bandarfkj- unum, og um leið fá í staðinn fullvissu um að Bandarfkin geti enn treyst þeim. Ef hins vegar útkoman verður ein- göngu hefðbundin kurteisi í dæmigerðum diplómatískum frösum án þess að hreinskilnis- leg úttekt hafi verið gerð á þeim alvarlegu vandamálum sem nú steðja að Atlantshafs- bandalaginu er árangurinn ekki vænlegur. Hinir evrópsku bandamenn Bandaríkjanna þurfa vissulega á fullvissu að halda um að Bandaríkin geti enn verið virkt forystuafl í heimsmálunum, og þó að Mayaguez-málið hafi ör- lítið rétt af orðstír þeirra i þess- um efnum eftir afhroðið í Indó- kina dugir það engan veginn til að gera stöðu og afstöðu Banda- rikjanna í samskiptum þjóða ljósa og sannfærandi. Og þar er vandi Fords mikill. Eftir áföllin í utanríkismálunum fer nú fram gaumgæfileg endurskoð- un, nánast naflaskoðun, Bandaríkjamanna, — jafnt for- seta og ríkisstjórnar, sem þings og þjóðar — um hvaða hlut- verki Bandaríkin eigi í raun og veru að gegna í heiminum. Um þetta atriði er hins vegar ágreiningur innan Bandaríkj- anna, og útávið, m.a. gagnvart bandalagsþjóðunum, kemur sá ágreiningur fram í togstreitu forseta og þings. Því er Ford ekki öfundsverður af því hlut- verki að þurfa að reyna að sannfæra Schmidt, Wilson og félaga um það sem hann segir um skuldbindingar Bandaríkj- anna gagnvart Evrópu eigi sér hljómgrunn innan þingsins og hann geti staðið við gefin lof- orð. „Regnhlíf Bandarfkjanna yfir Evrópu getur þingið lokað þegar hennar er mest þörf,“ segir evrópskur utanríkisráð- herra. Um leið veitir þessi leiðtoga- fundur Ford tækifæri til að sýna forystuhæfileika sfna og styrkja stöðu sína hjá þingi og þjóð. Eftir Indókína-ófarirnar er trúlegt aó þingiö verði alla Helmut Schmidt Gerald Ford Harold Wilson vega hliðhollara áætlunum Fords um hernaðarleg framlög rfkisins, og t.d. hefur leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, Mike Mansfield, gefið til kynna að hann muni ekki leggja fram hina annars árlegu kröfu sína um fækkun í herliði Bandaríkj- anna í Vestur-Evrópu. Og sam- þykki þingsins fyrir afléttingu vopnasölubannsins á Tyrkland sýnir vaxandi áhyggjur um þró- un mála á suðurhluta banda- lagssvæðis NATO, þar sem Tyrkir ,og Grikkir og deila þeirra vegna Kýpur hafa veikt stöðu þess mjög. En þau vandamál sem blasa við Atlantshafsbandalaginu eru fleiri og djúpstæðari. Þeim ríkjum sem eru reikul í rásinni hvað varðar þátttöku í banda- lagsstarfinu fer æ fjölgandi. I Hollandi er samsteypustjórn undir forystu Verkamanna- flokksins, sem mjög hefur bar- izt gegn frekari eflingu varna NATO, og hefur jafnvel hótað úrsögn. Bretland stendur á barmi þjóðfélagslegs og efna- hagslegs öngþveitis, vinstri menn sækjast til æ meiri áhrifa innan Verkamannaflokks Wils- ons og líkur benda til að Bretar muni forðast miklar skuldbind- ingar erlendis og hugsa fyrst og síðast um sjálfa sig. Svipað ástand ríkir á Italíu, og kommúnistar sigla hraðbyri í átt til stjórnarþátttöku. Spánn er spurningarmerki nú er Franco gamli fer að færast nær grafarbakkanum. Og síðast en ekki sízt er Portúgal undir stjórn vinstri sinnaðra herfor- ingja sem virðast ætla að halla sér æ meir að kommúnistum, — og aðild þess að bandalaginu er i hæsta máta ótrygg. Þá er hernaðarleg þátttaka Frakka i NATO enn í lausu lofti. Það er álit ýmissa fréttaskýr- enda að undir yfirskini „detento“-stefnunnar kyndi Sovétríkin undir þessum ólgu- potti, og hræri i úr fjarska, m.a. er talið að þau hafi veitt 45 milljónir dollara til styrktar kommúnistaflokknum i Portú- gal. Annars staðar háldi þau uppi hljóðlátri undirróðurs- starfsemi, auk stuðnings þeirra við kommúnisku hernaðaröflin í Indókína og hvatningar við oliusölubann Arabarikjanna. Fjölmiðlar kommúnistaland- anna líta á efnahagslega og hernaðarlega hnignun Vestur- landa og pólitíska sundrungu með velþóknun og fjalla nú mjög gjarnan um „hina al- mennu kreppu auðvaldsstefn- unnar“ í heiminum. Vaxandi efnahagsörðugleikar virðast vissulega beina æ fleiri Vestur- löndum í átt til einhvers konar hlutleysisstefnu, og í framhakli af henni til sparnaðar í fram- lögum til varnarmála. Og ýmsir fréttaskýrendur benda á að slik hlutleysisstefna geti smám saman leitt til yfirburðastöðu Sovétríkjanna i krafti samstöðuleysis Vesturlanda og Bandarikjanna. Á meðan Sovét- menn auka hernaðarstyrk sinn um 5—10% á ári, dregst hernaðarstyrkur Bandarikja- manna saman, og Evrópulöndin hala einnig i land í landvörn- um, bæði vegna efnahags- ástands og vaxandi andúðar á vigbúnaði og kalda-stríðs hugsunarhætti. Leiðtogafundurinn í Brússel, sem hefst i dag, krefst þess einmitt af þátttakendum að þeir geri upp hug sinn gagnvart þessari stöðu. Ekki slzt er mikilvægt að Ford takist að sannfæra hina evrópsku banda- menn um að Bandaríkin líti á tryggingu lýðræðislegs stjórnarforms í Evrópulöndum sem lið í eigin öryggi, og aó gott veður hjá leiðtogunum i Kreml sé ekki skilyrðislaust í fyrsta sæti á óskalistanum. Að sama skapi þarfnast Bandaríkin tryggingar fyrir áframhaldandi trúnaði og stuðningi evrópskra bandamanna sinna. Líkur benda til aó þessi leiðtoga- fundur muni a.m.k. fyrst um sinn efla samstöðuna. En margir telja að Vestur-Evrópa og Bandaríkin fjarlægist nú hvort annað æ meir, og slík samstaða yrði ekki mikið meir en andlitsförðun, — eða í hæsta lagi andlitslyfting. Newsweek/Reuter Economist/AP/Observer. FACO FER þÉR VEL ? P-xm 7- , . \ .. .. ' V. út. >•<*. m-m Kvenleðurstígvél nýkomin. Gallabuxur mörg snið, regnþéttir dömu- sumarjakkar, frotte bolir, þunnir rúllu- kragabolir og munstraðir bolir. Terline buxur á dömur og herra mörg snið. Flauelisdragtir, pils og kápur, úr riffluðu flaueli. Herraskyrtur og kvenblússur í miklu úrvali. Herraföt Ijósir sumarlitir. Stakir herrajakkar úr slétt-flaueli. Herraskór Sértilboð okkar frá Wild Cat. Herra flauelisbuxur á krónur 2.690.00. LAUGAVEG 37 LAUGAVEG 89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.