Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 4
4 ef þig 'Mantar bíl Til að komast uppi sveit.útá land eða i hinn enda borgarinnar.þá hringdu i okkur ál /ir xn j ád LOFTLEIDIR BILALEIGA Starsta bilaleiga landsins q ^ «2*21190 FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. BÍLALEIGAN MIÐBORG HF. sími 19492 Nýir Datsun-bilar. Ferðabílar 8—21 farþega i lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Simi 861 55-32716-37400. Afgreiðsla B.S.Í. 143 stúdent- ar frá MT MENNTASKÓLANUM við Tjörn- ina var slitið í sjötta sinn i Ilá- skólabíói fimmtudaginn 22. ma(. Rvktor skólans, Björn Bjarnason, skýrói frá skólastarfinu um vetur- inn, en að þessu sinni stunduðu 748 nemendur nám við skólann, þar af .3.30 stúlkur (44%) og 418 piltar (56%). Stúdentspróf þeyttu 143 nem- endur, þar af 5 utanskóla. Frá málakjörsviði brautskráðust 53 nemendur, frá eðlisfræðakjör- sviði 28 nemendur og frá náttúru- fræðakjörsviði 62 nemendur. 143 nemendur luku prófum, 62 stúlk- ur og 81 piltur. 140 stóðust próf, en þrír nemendur eiga endurtekt- arrétt í einstökum greinum í haust. Siðan ávarpaði rektor ný- stúdenta og afhenti þeim skir- teini og viðurkenningar fyrir frá- bæran árangur í námi. Nýstúdent flut.i ávarp. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi að þessu sinni voru: Á mála- kjörsviði Áslaug Geirsdóttir 8,3. Á eðlisfræðakjörsviði Guð- mundur Ragnarsson 9.3. Á nátt- úrufræðakjörsviði Andrea E. Andrésdóttir og Halldór Guð- mundsson bæði með 9.4, sem jafn- framt voru hæstu einkunnir við skólann. Veiðibann vegna smáfisks við Kolbeinsey Tilraunaveiðar Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa sýnt mikinn smáfisk umhverfis Kolbeinsey. Sjávarútvegsráðuneytið gaf því í gær út reglugerð um bann við veiðum með botnvörpu og flot- vörpu umhverfis eyna. Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar og Fiskifélags íslands, og eru með reglugerðinni bannaðar veiðar meðv botnvörpu og flotvörpu í íslenskri fiskveiðilandhelgi frá og með 28. maf n.k innan markalínu, sem dregin er í 12 sjómflna fjar- lægð frá Kolbeinsey (67° 08’8 n.br., 18° 40’6 v. lgd.). Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi ráðstöfun væri fyllilega raunhæf, því brezkir togarar mættu ekki heldur fara inn á þetta svæði til veiða. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAl 1975 Útvarp Reykjavík FIM41TUDKGUR MORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrfður Eyþórsdóttir les „Kára litla í sveit“ eftir Stefán Júlíusson (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Axel Schiöth skipstjóra um veru hans á þýzkum skuttogurum. (Aður útvarpað í nóv. s.l.). Popp kl. 11.00: Gfsli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. SIÐDEGID 13.00 Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Á vfga- slóð“ eftir James Hilton Axel Thorsteinsson les þýð- íngu sfna (8). 15.00 Miðdegistónieikar John Fletcher og Sinfónfu- hljómsveit Lundúna leika Konsert í f-moll fyrir bassa- túbu og hljómsveit eftir Vaughan Wiiliams; André Previn .. stjórnar /Nicolai Gedda syngur lög úr óperum eftir Adam, Bizet, Lortzing, Offenbach o.fl. Hljómsveit Tónlistarskólans f Parfs leikur „Elddansinn” eftir de Falla og „Fantasfu- dansa“ eftir Turina; Rafael Friibeck de Burgos stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. Til- 16.40 Litli barnatfminn Anna Brynjúlfsdóttir stjórn- ar. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking“ eft- ir Pearl S. Buck Málmfrfður Sigurðardóttir les þýðingu sfna (3). 18.00 Sfðdegissöngvar. kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þátt- inn. FÖSTUDAGUR 30. maf 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýs- ingar 20.35 Undur Eþfópfu Breskur fræðslumynda- flokkur. 5. þáttur. Háslétt- an. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 21.05 Kastljós Fréttaskýringaþáttur Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.00 Töframaðurinn Bandarfskur sakamála- myndaflokkur. Eiturörin Þýðandi Krfstmann Eiðs- son. 22.50 Dagskrárlok 19.40 Samleikur í útvarpssal Guðný Guðmundsdóttir, Guillermo Figueroa og William Grubb leika Sere- nötu op. 10 eftir Dohnányi. 20.05 Leikrit: „Þættir úr „Paradfsarheimt" eftir Hall- dór Laxness. Aður útvarpað 1963. Lárus Pálsson bjó til flutn- ings og er leikstjóri. Leikendur: Helga Valtýsdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Harald- ur Björnsson, Valur Gfslason og Lárus Pálsson. 21.05 Krosskórinn f Dresden syngur þýzk þjóðlög Rudolf Mauersberger stjórn- ar. 21.45 „Móðir og barn“ Gunnar Dal skáld les úr þýð- ingu sinni á ljóðabók eftir Rabindranath Tagore. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Tyrkjaránið" eftir Jón Helgason Höfundur les (20). 22.35 Ungir pfanósnillingar Fjórði þáttur: Murray Pera- hia. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. I-4^XB ER HQ HEVRH ~ Fimmtudagsleikritið í útvarpinu í kvöld er Paradísarheimt eftir Halldór Laxness, merki- leg upptaka, sem gerð var 1963. Lárus Pálsson vann á sínum tíma hand- ritið upp úr sögunni í til- efni 60 ára afmælis skáldsins og voru þá kafl- ar úr því fluttir á sviði á svonefndum Kiljans- kvöldum í Iðnó, þar sem fluttir voru kaflar úr ýmsum verkum hans. Eru þessir þættir mörg- um ákaflega minnisstæð- ir vegna þess hve vel þeir voru gerðir og leiknir. Til dæmis munu margir minnast kaflans úr Para- dísarheimt, þar sem Steina og strákurinn Jón á Dröngum áttu orða- skipti, og raunar fleiri kafla. í leikritinu, sem flutt var í útvarp 1963 en ekki aftur fyrr en nú, lék Lárus Pálsson Steinar bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum, Helga Val- týsdóttir Steinu dóttur hans, Haraldur Björns- son Þjóðrek biskup, en þessir frábæru leikarar eru nú allir látnir. Björn á Leirum leikur Valur Gíslason, sýslumann og strákinn á Dröngum leik- ur Rúrik Haraldsson, Gísli Halldórsson kemur við sögu o.fl. En söguna segja ýmsar persónurnar á víxl. Fyrstu orð sögunnar Paradísarheimt eru strax grípandi, svo sem hún er öll. Hún hefst svo: „Á öndverðum dögum Kristjáns Vilhjálmssonar sem þriðji siðastur út- lendra konunga hefur farið með völd hér uppá landið, þá bjó búi sínu að Hlíðum í þeirri sveit sem heitir undir Steina- hlíðum bóndi sá er Stein- ar hét. Faðir hans hafði látið skíra hann svo eftir grjóti sem hrundi ofanúr fjallinu vorið sem hann var í heiminn borinn. Steinar var maður kvæntur og átti son og dóttur á æskuskeiði þá upphefst frásaga. Hann hafði fengið jörðina í Hlíðum að erfðum. Þetta er sögusvið leikritsins, sem flutt verður í útvarp- inu í kvöld, en söguper- sónur berast siðar til Utah í Ameríku. Otvarpið mun í sumar halda áfram að flytja leikrit á fimmtudögum, en þegar sjónvarpið hættir í júlímánuði hefst í útvarpinu nýtt fram- haldsleikrit, að þvi er leiklistarstjóri útvarps- ins, Klemens Jónsson, tjáði okkur. Það heitir Aftöku frestað og er, eins og nafnið bendir til, saka- málaleikrit. Þýðandi er Ásthildur Egilsson. Gísli Alfreðsson er leikstjóri, en aðalhetjuna leikur Hákon Waage. GLUGG °9 GLEFS I Vetrardagskrá er greinilega að ljúka í sjónvarpi og útvarpi. Fastir þættir, eins og Heims- horn og Kastljós, eru að hverfa af skerminum. Það er nokkuð sérstætt hér á Islandi, hve dag- skrár ríkisf jölmiðlanna taka miklum breytingum að sumr- inu og er það raunar f samræmi við lifnaðarhætti okkar, sem lega landsins á jarðarkringl- Þessir frábæru leikarar, sem allir eru látnir, ieika stór hlutverk í útvarps- ieikritinu í kvöld, Paradísarheimt. Lárus Pálsson — Helga Valtýsdóttir — Haraldur Björnsson ______ ___________ unni setur svip sinn á. Að vetr- inum, meðan dimmt er og kalt, komum við okkur vel fyrir inni í hlýjum húsum og viljum hafa eitthvað við að vera, fara í leik- hús og tónleika, koma saman á heimilunum og horfa á sjón- varp eða hlusta á útvarp heima. Þvf reyna þessir fjölmiðlar að hafa vetrardagskrár sfnar betri og fjölbreyttari, eyða meira púðri í þær. Hitt er svo annað mál hvort okkur finnist þær nægilega góðar. En þegar sumarið kemur með björtum nóttum og meiri hlýju, streym- ir fólk úr bænum, dundar f garðinum sfnum, fer í göngur, og þá er miklu minna hirt um hvort eitthvað er bitastætt f út- varpi og sjónvarpi. Þetta er eflaust gott fyrirkomulag, sem okkur hentar og sjálfsagt að laga sig eftir því. En samt verð- ur að hafa í huga, að I landinu er nokkur hópur fólks, gamalt fólk og sjúkt, sem situr heima jafnt sumar sem vetur og ekki má forsóma. Merki sjást um að þetta sé haft í huga, eins og t.d. þegar spennandi sakamálaleik- riti er komið upp í útvarpi þeg- ar sjónvarp er ekki, eins og getið er um f grelninni hér við hliðina. Meira ætti að slfku gera og óþarfi er að slaka á strax í maí eða byrjun júnf. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.