Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.1975, Blaðsíða 32
\t’ííLYSIMiASIMI\N ER: 22480 i*lqr0imí>lntníi FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1975 Verður sáttanefnd skipuð í deilu ASÍ o g vinnuveitenda? SAMNINGAFUNDUR milli ASl og vinnuveitenda stóð í gær í röskar þrjár klukkustundir. Ekkert markvert gerðist á fundin- um, en menn ræddu samningamálin fram og aftur. Næsti fundur hefur verið boðaður í dag klukkan 14. Samkvæmt upplýsingum Björns Jónssonar mun í ráði að ríkisstjórnin skipi sáttanefnd, sem verði Torfa Hjartarsyni til að- stoðar við lausn kjaradeil- unnar milli ASl og vinnu- veitenda. Humaraflinn mjög tregur FYRSTU humarbátarnir komu að landi f Höfn f Hornafirði f gær, og var afli þeirra tregur, miðað við það, að hér var um fyrstu veiði- ferðina að ræða, en á undanförn- um árum hefur alltaf aflast best fyrstu tvær vikurnar. Hæsti báturinn var með 16 tunnur, en almennt voru bátarnir með í kringum 10 tunnur. Jens Mikaelsson, verkstjóri í frystihúsinu á Höfn, sagði er við ræddum við hann að Hvanney hefði komið fyrst inn með 2.5 tunnur, en eitthvað mun hafa bil- að um borð. Á eftir komu Lyngey, Gissur, Steinunn, Ölafur Tryggva- son og Gullfaxi. Ólafur Tryggva- son var með mestan afla eða 16 tunnur. Að sögn Jens, er nú mikill fjöldi „Held að Spánverjar afléttí inn- flutningstakmörkum á saltfiski” báta á humarmiðunum í Breiða- merkurdýpi og úti af Suðaustur- landi og óttast sjómenn að veiðin minnki enn vegna þessarar miklu ásóknar. Allur humar Hornafjarðarbáta er nú unninn í nýja frystihúsinu og við verkun hans vinna nú um 60 manns. Sá humar, sem borizt hefur að landi er yfirleitt sæmilega falleg- ur og fara 55-61 % í 1. flokk. — segir Olafur Jóhannesson, sem átt hefur viðræður við fulltrúa Spánar á OECD-fundi ÖLAFUR Jóhannesson viðskiptaráðherra, sem situr fund OECD- landanna f Parfs, hefur rætt við fulltrúa Spánar á fundinum um þær takmarkanir, sem settar voru fyrir hálfum mánuði á innflutning saltfisks til Spánar frá Islandi. Olafur sagði f viðtali við Mbl. f gær að hann hefði fengið góðar undirtektir. „Ég held að Spánverjar aflétti þessum takmörkunum, en um það Spánar lofað ákveðnu svari um það,' íslendingar höfðu gert samning við spánska innflytjendur um sölu á 6 þúsund smálestum af saltfiski og höfðu þessir spænsku aðilar fengið leyfi fyrir 1.500 smá- lestum, en vantaði leyfi fyrir 4.500. Sá háttur hefur verið hafður á að sótt hefur verið um innflutningsleyfi fyrir hvern farm hverju sinni og hefur leyfið ávallt verið auðsótt, þegar undan er skilið árið 1968, en þá voru allstrangar takmarkanir á inn- flutningnum. kemur nánar sfðar. Hefur fulltrúi ‘ sagði ráðherrann. Leyfið fyrir 1.500 smálestunum dugði fyrir fyrstu sendingu á salt- fiski nú, en aðeins fyrir hluta af öðrum farmi. Þegar sótt var um innflutningsleyfi fyrir öllum farminum, var svarið að dráttur gæti orðið á leyfisveitingunni. Var skipið, sem flutti saltfiskinn til Spánar þá farið frá Islandi og losaði það fiskinn f Bilbao f frf- höfn, sem þar er. Um þetta mál ræddi Ólafur Jóhannesson við fulltrúa Spánar á OECD-fundinum og fékk „góðar Hallgrímskirkju- klukkumar þögðu í fjögur dægur REYKVÍKINGAR hafa orðið þess varir undanfarna daga, að kirkju- klukkur Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti hafa þagað allt siðan á sunnudag. I gær komust klukkurnar aftur f lag og hljómur þeirra barst á ný yfir borgina. Samkvæmt upplýsingum séra Karls Sigurbjörnssonar, sóknar- prests í Hallgrimskirkju, munu rafmagnstruflanir hafa orsakað útslátt á því verki sem stjórnar slætti klukknanna. I gær tókst svo að gera við bilunina, sem varð af þessum sökum. undirtektir" eins og hann orðaði það. Þess ber að geta að hér er um allmikil verðmæti að ræða. Gert er ráð fyrir því að meðalverð hverrar smálestar af saltfiskinum sé um 1.700 dollarar eða heildar- verð um 10,2 milljónir dollara eða um hálfur annar milljarður íslenzkra króna. OECD-fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. Ölafur Jóhannesson sagði í gær að viðræðurnar á fundinum snerust um það á hvern hátt iðnaðarlöndin geti aðstoðað þau lönd, sem skemmra eru komin áleiðis f þróun iðnaðar. Þá er sérstaklega fjallað um frjáls viðskipti og á hvern hátt unnt sé að ýta undir þau. Er ætlunin að endurnýja sérstaka yfirlýsingu, sem gefin var út fyrir ári, um frjáls viðskipti. Ólafur Jóhannesson sagðist hafa haldið stutta ræðu á fund- inum í gær og fjallað í henni um sérstök vandamál Islendinga. „Kom ég aðeins inn á Efnahags- bandalagið og gat þess að við hefðum aflétt okkar tollum eftir samninginn, en nytum ekki fríð- indanna. Þá ræddi ég um fisksölu- málin og benti á hvernig hin ýmsu lönd takmörkuðu innflutn- ing og það væri ekki í samræmi við þá stefnuyfirlýsingu, sem fundurinn væri að móta“ — sagði Ólafur Jóhannesson. SH sækir um leyfi til að leigja er- lent flutningaskip SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur farið þess á leit við samgönguráðuneytið að henni verði heimilað að taka á leigu erlent skip til þess að flytja frystar fiskafurðir á markað f Bandarfkjunum. Er þetta gert vegna samúðar- verkfallsins á kaupskipaflotan- um. Mbl. spurði í gær Guðmund H. Framhald á bls. 18 Samúðarverkfalli vélstjóra stefnt fyrir félagsdóm í dag AKVEÐIÐ hefur verið, að Vinnu- veitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna stefni Farmanna- og fiskimannasambandi tslands vegna verkfallsaðgerða eins félagsins innan sfðastnefnda sam- bandsins, Vélstjórafélags tslands. Verða stefnur VSl og Vinnumála- sambandsins þingfestar fyrir Félagsdómi f dag, en stefnendur telja samúðarverkfall vélstjóra á kaupskipaflotanum með vélstjór- um á togaraflotanum ólögmætt. I stefnum sambandanna — en hér er um að ræða tvö aðskilin mál — er m.a. krafizt ábyrgðar Farmanna- og fiskimanna- sambandsins á verkfalli vélstjóra á kaupskipaflotanum og að viður- kennd verði skaðabótaábyrgð þess vegna tjóns, sem af verkfall- inu hefur hotizt. VSl stefnir fyrir umbjóðendur sína, sem eru Eim- skipafélag Islands. h.f., Hafskip h.f., Jöklar h.f. og Jón Franklín, skipaútgerð. Vinnumála- sambandið stefnir fyrir hönd skipadeildar Sambands Ísíenzkra samvinnufélaga. Stefnendur rökstyðja málflutn- ing sinn á þann hátt, að með samúðarverkfalli sé átt við að ein stétt styðji aðra í launabaráttu, en Iögin kveði ekki á um það að félag geti boðað til samúðarverkfalls með sjálfu sér, en bæði vélstjórar á togaraflotanum og vélstjórar á kaupskipaflotanum eru f einu og sama félaginu, Vélstjórafélagi Is- lands. Ekki sé unnt að knýja fram breytingar á eigin samningum á meðan í gildi sé samningur og samningstími eigi útrunninn, eins og er um samning vélstjóra á kaupskipaflotanum. Þá benda stefnendur á að til þess að samúðarverkfall sé lögmætt þurfi að vera einhver þau tengsl milli verkfallsþolanna að samúðarverk- fall hafi áhrif á framgang aðal- deilunnar, en í umræddu tilviki sé ekkert samband milli togaraút- gerðanna og farskipaútgerðanna og þessi skilyrði þvf ekki fyrir hendi. Lögfræðingur VSI er Baldur Guðlaugsson, en Skúli Pálmason mun reka mál Vinnumála- sambandsins. Verjandi Far- manna- og fiskimannasambands Islands mun verða Finnur Torfi Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.