Morgunblaðið - 31.07.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLl 1975
SÁ blaðamaður erlendur, sem fyrst var rekinn frá
Indlandi eftir að Indira Gandhi setti þar herlög og kom á
ritskoðun var Lewis Simons frá Washington Post. Opin-
bert tilefni brottvfsunar hans var að hann hefði sent
blaði sfnu „tilhæfulaust slúður“, um að indverski herinn
stæði ekki einhuga að baki aðgerðum forsætisráðherr-
ans. Hann hafði þó áður bakað sér óvild Indiru með
skrifum sfnum og segist sjálfur hafa verið rekinn úr
landi vegna þess fyrst og fremst, að hann hafi vitað og
skrifað of mikið um spillinguna f stjórn landsins og
Kongressflokknum og hneykslanlegt fjármáladekur við
son Indiru, Sanjay Gandhi f sambandi við Muruti-
bflaverksmiðjuna.
Simon segir í grein, sem hann
birti um þessi mál eftir komu sína
frá Indlandi, að vinir sínir hafi
tekið sér vara fyrir því að skrifa
meira um Muruti-málið fyrr en
fjölskylda hans væri öll úr land-
inu, þar sem hún kynni ella að
sæta refsiaðgerðum vegna skrifa
hans.
Simons hefur i greinum sínum
fjallað talsvert um samband Ind-
iru og sonar hennar og heidur þvi
fram, að hann hafi meira en lítil
áhrif á það sem nú er að gerast í
Indlandi, hann taki t.d. þátt i dag-
legum fundum forsætisráð-
herrans með neyðarráði landsins,
hafi bækistöð í skrifstofu forsæt-
isráðherrans og sendi þaðan fyrir-
skipanir til hinna ýmsu aðila,
jafnvel hæst settu embættis-
manna og annarra ráðherra.
Simons staðhæfir, að Sanjay
hafi verið móður sinni til ráðu-
neytis um það hverja skyldi
fangelsa, þegar herlögin komu til
framkvæmda 26. júni sl. og
hvernig bezt sé fyrir hana að
styrkja sig f sessi.
Þessi nána samvinna þeirra
mæðgina hófst þegar eftir að
dómurinn féll gegn Indiru i
Allahabad 12. júni. Segir Simons
að Indira hafi farið heim til sin
strax er hún vissi niðurstöðu
dómsins og þar hafi Sanhay tekið
á móti henni grátandi og faðmað
hana á hlaðinu.
Simon hefur eftir heimildum
nákomnum fjölskyldu Indiru
Gandhi — og gagnrýnendum
hennar — að Sanjay hafi auðgazt
geysilega á undanförnum árum
vegna þess eins hver hann er.
Gagnrýnendur hennar halda því
fram, að án hennar fulltingis
hefði Sanjay aldrei fengið leyfi til
að reisa Muruti-bíiaverk-
smíðjuna, sem getið hefur verið í
fréttum frá Indlandi öðru hverju.
Nánari tildrög þess máls eru
þau, að þvi er Lewis Simons
heldur fram, að fyrir um það bíl
tiu árum kom fram sú hugmynd i
Indlandi að hefja þar framleiðslu
lítils fjölskyldubíls í ætt við
Volkswagen bifreiðina v-þýzku.
Hugmyndin fékk dræmar undir-
tektir þar til árið 1969, að Sanjay
Gandhi, þá 22 ára að aldri, sótti
um leyfi til að reisa verksmiðju
og framleiða slíkan bíl, sem hann
hafði sjálfur teiknað og kallaði
Muruti — „Son vindgoðsins".
Sanjay var einn af 18, sem sóttu
um leyfi til bifreiðaframleiðslu —
og sá eini sem fékk það. Hann
hafði þá samkvæmt skattafram-
tali um 100 dollara tekjur á
mánuði — en bilaverksmiðjan var
fyrirtæki upp á um það bil 10
milljón dala fjárfestingu. Því er
haldið fram, að hann hafi sjálfur
lagt um 1500 dollara í fyrirtækið,
— og eina menntunin, sem
Sanjay hafðí á þessu sviði var
ársdvöl hans sem lærlings hjá
Kolls Royce í Bretlandi.
Með leyfið i höndum sótti San-
jay um lóð fyrir verksmiðjuna —
og fékk hana fyrir „slikk“ hjá
ráðamönnum í Haryanaríki, en til
þess þurfti að reka 1500 smá-
bændur af jörðum sínum. Þegar
til kom upplýstist, að landið lá að
einu af vopnabúrum hersins og
Sanjay Gandhi
samkvæmt reglugerð mátti ekki
reisa verksmiðju á þessum stað,
— en undanþága þar frá var
Sanjay auðsótt, að því er Simons
segir. Hann segir því einnig
haldið fram í Indlandi, að Indira
Gandhi hafi sjálf beitt hálf-
gerðum þvingunum til að fá menn
til að fjárfesta í þessu fyrirtæki.
Upphaflega var áætlað að
Muruti-bíllinn mundi kosta sem
svarar 1600 dollurum, en nú er
áætlað framleiðsluverð hans sem
nemur 3000 dollurum — og hann
er enn ókominn á götuna.
En nú hefur Sanjay að sögn
Simons ekki lengur áhuga á bíla-
framleiðslunni, hann hefur nú
öðrum og merkilegri málum að
sinna sem sé að stjórna landlnu
með móður sinni, og við verk-
smiðjunum hefur tekið eldri
bróðir hans, flugmaðurinn Rajiv
Gandhi.
Simons segir, að margir hafi
velt því fyrir sér hvers vegna svo
harðskeyttur og glöggur stjórn-
málamaður sem Indira Gandhi er,
hafi leyft deilunum út af syni
hennar og sambandi þeirra að
blómstra svo sem raun ber vitni.
Er á það bent, að hún hefði hæg-
lega getað komið málum hans
öðru vísi fyrir, þegar í upphafi —
og þannig að hún þyrfti ekki að
bera fyrir þau kinnroða.
Svarið telur Simons fólgið í
flóknum fjölskyldutengslum og
eiga sér rætur i hjónabandi Ind-
iru og nánum tengslum hennar
við föður sinn, Jawaharlal
Nehru, er hann var forsætisráð-
herra-
Indira Gandhi
Indira Gandhi með foreldrum sínum 1931.
Er Sanjay
Gandhí
hægrí hönd
Indíru ?
Feroze og Indira Gandhi voru
gefin saman I hjónab'and árið
1942. Eftir sjö ára sambúð fór hún
af heimili þeirra i Locknow,
ásamt sonum þeirra tveimur, og
fluttist i hús forsætisráðherrans
þar sem hún varð opinber gest-
gjafi. Feroze reyndi að búa þár
með fjölskyldunni en það gekk
ekki og. hjönabandið fór út um
þúfur. Feroze var sjálfur þing-
maður og gat með engu móti við
það unað, þegar Indira fór að
ryðja sér framabraut í Kongress-
flokknum — né gat hann sætt sig
við að vera kallaður tengdasonur
þjóðarinnar.
Simons hefur eftir fólki, sem
áður hafði umgengizt fjölskyldu
Indiru að Sanjay hafi í raun
aldrei getað fyrirgefið móður
sinni framkomu hennar við föður
sinn og því séu tilfinningar hans í
hennar garð býsna blandaðar.
Hann hefur eftir fjölskylduvini,
sem var í kvöldverðarboði með
þeim mæðginum fyrir um hálfu
ári, að Sanjay hafi siegið móður.
sína sex sinnum í andlitið án þess
að hún bæri hönd fyrir höfuð sér.
„Hún stóð þarna bara og tók
þessu,“ sagði heimildarmaður
Simons, — og bætti við að hún
væri dauðhrædd við Sanjay.
Stjórnarandstaðan á indverska
þinginu hefur itrekað reynt að fá
Muruti-málið rætt ýtarlega en
Indira hefur haldið uppi skelegg-
um vörnum fyrir son sinn, sem
hún segir gott fordæmi ind-
verskri æsku. Og með sterkum
meirihluta Kongressflokksins,
sem í heild hefur verið sakaður
um margháttaða spillingu og að
taka við leynilegum fjárframlög-
um frá hinum ýmsu hagsmuna-
aðilum, — hefur henni tekizt að
koma í veg fyrir rækilegar um-
ræður um málið.
Simons hefur eftir einum af
hörðustu gagnrýnendum Indiru,
að Muruti-málið sé svartasti blett-
urinn á stjórn Indlands frá því
landið fékk sjálfstæði, forsætis-
ráðherra landsins hafi aldrei fyrr
gert sig sekan um slika spillingu.
Og í æfisögu Indiru eftir Krisnan
Bhatia, sem út kom i Banda-
rikjunum sl. ár, segir, að Muruti-
hneykslið hafi þurrkað burt
mikið af þeim ljóma sem Iék um
nafn Indiru um og eftir Bangla-
desh-stríðið 1971 og 1972.
Indverskir fjölmiðlar hafa oft
rætt Muruti-málið en ýtarlegustu
tilraun til að rannsaka það ofan i
kjölinn gerði ritstjóri hægri
blaðsins „Móðurlandið", K.R.
Malkani. Hann var handtekinn
eftir að herlögin voru sett 26. júní
sl„ — eini indverski blaða-
maðurinn, sem þaggað var niður í
með þeim hætti.