Morgunblaðið - 31.07.1975, Page 19

Morgunblaðið - 31.07.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975 19 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hestamenn — Bændur Slægjur til sölu í Mosfells- sveit. Upplýsingar í sima 66166. Utanborðsmótor óskast 30—50 hestöfl. Simi 73431. Verzlið ódýrt Sumarpeysur kr. 1000.- Síð- buxur frá 1000.- Denim jakkar 1000- Sumarkjólar frá 2900.- Sumarkápur 5100.- .. ... Verðhstinn, Laugarnesvegi 82. Hjónarúm — spring- dýnur Höfum úrval af hjónarúmum og einsmannsrúmum meðal annars með bólstruðum höfðagöflum og tvöföldum dýnum. Erum einnig með mjög skemmtilega svefn- bekki fyrir börn og unglinga. Framleiðum nýjar springdýn- ur. Gerum við notaðar springdýnur samdægurs. Opið frá 9 — 7 og laugardaga frá 10—1. KM — springdýnur Hellu- hraun 20 Hafnarfirði sími 53044. Til sölu Kempler heyhleðsluvagn. Uppl. á Hellishólum, Fljóts- htið simi um Hvolsvöll. Til sölu 12 feta hraðbátur með 28 ha Johnson utanborðsmótor ásamt dráttarkerru. Uppl. i sima 42241. bílar Til sölu Peugeot 504 station, ekinn 20 þús. km ásamt lúkasar tjaldvagni nýjum. Uppl. i sima 24124, Bjarni Gislason og 75714. Til sölu nú þegar 22 manna '70 og 17 manna '66 Benz i góðu standi, skipti á 25—30 manna bil koma til greina. Uppl. i sima 94-3398 og 94-3304. Höfum opnað aftur eftir breytingar. Látið skrá bilinn strax. Opið alla virka daga kl. 9—7 laug- ardaga kl. 9—4. Bilasalan Höfðatúni 10, simar 18870 — 18881. Til sölu Eskort 1973 ekinn 23 þús. km. Uppl. i sima 33446 eftir kl. 6. íbúð til leigu 2ja herb. ibúð við Vesturberg til leigu nú þegar. Fyrirfram- greiðsla æskileg. Tilb. merkt: Laus strax — 2828. Húsnæði Óskum eftir 2ja til 3ja herb. ibúð, helst i Mið- eða Vestur- bæ Rvk. Erum tvö i heimili og erum bæði að Ijúka námi við Háskólann. Erum reglu- söm og heitum góðri og prúðmannlegri umgengni. Vinsamlegast hringið í sima 40109. Ibúð óskast 2ja herb. ibúð óskast til leigu í Reykjavík. Tvennt i heimili. Uppl. i sima 35686. Kennari og háskóla- nemi óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð nú þegar eða siðar. Fyrirframgreiðsla. Uppl. i sima 82328. Til leigu skrifstofuhúsnæði nálægt miðbænum við Ránargötu. Húsið er 3 hæðir ca 200 fm ásamt kjallara. Leigutímabil 1 til 5 ár eða eftir samkomu- lagi. Tilboð óskast. Uppl. i S. 37203. atvin^ Stúlka vön afgreiðslu óskast strax hálfan daginn i sérverslun við Laugaveg. Tilboð merkt: Af- greiðsla — 5110 sendist Morgunblaðinu. fé\agsVl< Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Hjálpræðisherinn i kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Almenn samkoma. Kapt. Daniel Óskarsson og frú stjórna og tala. Velkomin. Fræðslukvöld Viltu fræðast um Bahá'i trúna? Spurningum svarað að Óðinsgötu 20 (bókasafns- herb.) frá kl. 20 i kvöld. Bahá'iar i Rvik. Farfugladeild Reykjavíkur Ferðir um verzlunar- mannahelgina 1. Þórsmörk 2. Langisjór og Sveinstindur. Lagt af stað föstudag kl. 20.00. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Sími 24950. Farfuglar, Laufásveg 41. Ferðir um verzlunar- mannahelgina Föstudagur 1.8. kl. 20.00. 1. Þórsmörk, verð kr. 4.600.— 2. Landmannalaugar — Eld- gjá, verð kr. 4.600.— 3. Veiðivötn — Jökulheimar, verð kr. 4.600.— 4. Skaftafell, verð kr. 4.600. — Laugardagur 2.8. kl. 8.00. Snæfellsnes, verð kr. 4.200 — kl. 8.00 Hveravellir — Kerl- ingarfjöll, verð kr. 3.600.— kl. 14.00. Þórsmörk, verð kr. 3.600, — Farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, simar: 1 9533 — 1 1 798. ÚTIVISTARFERÐIR Verzlunarmannahelgi. Föstud. 1.8. kl. 20.00: 1. Þórsmörk — Goðaland. Gengið á Fimmvörðuháls, Útigönguhöfða og viðar. Fararstjóri: Jón I. Bjarnason. 2. Gæsavötn — Vatnajökull. Farið með snjóbilum á Bárðarbungu og i Grimsvötn. Gengið á Trölladyngju og i Vonarskarð. Fararstjóri: Einar Þ. Guðjohnsen. 3. Einhyrningsflatir — Markarfljótsgljúfur Ekið inn að Einhyrningi, og ekið og gengið þaðan með hinum stórfenglegu Markar- fljótsgljúfrum og um svæðin austan Tindfjalla. Nýtt ferða- mannaland. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. 4. Strandir Ekið og gengið um nyrstu byggðu svæði Strandasýslu. Stórfenglegt landslag. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. 5. Vestmannaeyjar, kl. 21.15 Flogið báðar leiðir. Bílferð um Heimaey, bátsferð kring- um Heimaey. Gönguferðir. Fararstjóri: Friðrik Danielsson. Farseðlar á skrifstofunni. Útivist, Lækjargötu 6, sími 1 4606. — Loðnan Framhald af bls. 32 blaðinu. Þá ræddi Mbl. í gær við Ágúst Einarsson á skrifstofu LtU. Sagði hann að margir útgerðar- menn hefðu hug á að stunda þess ar veiðar enda bátar þeirra svo til verkefnalausir. Hins vegar væri ekki Ijóst hve margir færu á veið- arnar, margt væri óljóst, t.d. væri loðnuverðið ókomið. Morgunblaðið ræddi i gær við Hjálmar Vilhjálmsson um niður- stöður loðnurannsóknanna. Hann sagði: „Hafrannsóknarstofununin barst sýni afla Eldborgar sem landað var á Siglufirði á þriðjudaginn. Meðallegnd loðnunnar reyndist vera 11,1 sentimetri. Um 80% var loðna á öðru ári en aðeins 20% var loðna komin á þriðja ár. Smærri loðnan var um 3—5 grömm að þyngd en sú stærri milli 10—14 grömm. Rannsókna- stofnun fiskiðnaóarins hefur mælt fituinnihald þessarar smáu loðnu og reyndist það vera 6,5% en fituinnihald stóru loðnunnar sem Eldborg veiddi fyrir u.þ.b. viku síðan var hins vegar 10,3%. Veiðar á þessari smáu og mögru loðnu geta því varla talizt bú- mannlegar ef litið er til þeirrar þyngdar og fituaukningar sem verða mun á henni til næsta sum- ars. Sem betur fer er árgangurinn frá 1974 mjög stór þannig að hann mun tæpast bíða verulegt tjón þótt eitthvað verði veitt af honum nú. Ef um stórfelldar veiðar verð- ur að ræða á.næstunni gæti auð- vitað annað orðið uppi á teningn- um, en fyrst um sinn verður að líta á loðnuveiðarnar fyrir norðan land sem nauðsynlega tilraun. Eins og kunnugt er hefur hafís mjög hamlað loðnuleit á djúpmið- um úti fyrir vestanverðu Norður- landi og Vestfjörðum. Með hlið- sjón af rannsóknum fyrri ára er trúlegt að veiðiskipin hafi enn ekki komizt á þær slóðir sem helst er von stærri og betri loðnu í veiðanlegra ástandi. Þetta svæði er noróar og fjær landi en skipin hafa verið til þessa. Til samanburðar má geta þess, að loðna veidd fyrir Suðurlandi á vetrarvertíð hefur verið 13—20 sentimetra löng og meðalstærð 15—17 sentimetrar og fitupró- sentan hefur verið 12—14%, fyrst og allt niður í 4% síðast á vertíð- inni.“ — Heilsugæslu- stöðvar Framhald af bls. 2 1 Búðardal þar sem gert verður ráð fyrir tveimur læknum. Framkvæmdir við sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar standa ýmist yfir eða standa til á þéttbýlis- stöðum um allt land og auk þeirra sem þegar eru talin eiga svonefndar H-2 stöðvar að hefja rekstur á næstu árum á Akranesi, f Borgarnesi, Ölafsvfk og Stykkis- hólmi, einnig á Patreksfirði, en á Þingeyri og Flateyri eiga að rísa H-1 stöðvar, svo og í Hólmavík. Þá er gert ráð fyrir H-2 stöð á Hvammstanga, en H-1 stöð á Blönduósi og Sauðárkróki og slík stöð er þegar tekin til starfa I Ölafsfirði. Einnig er gert ráð fyrir H-1 stöð á Þórshöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði, en læknismóttöku á Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík. H-1 stöð er I bygg- ingu í Djúpavogi og einnig f Laugarási f Biskupstungum er H- 2 stöð í smiðum. Loks er gert ráð fyrir H-2 stöð á Seltjarnarnesi f framtfðinni. — Portúgal Framhald af bls. 1 öruggur um að verða varaforsæt- isráðherra í nýju stjórninni, sem búist er við að Gonvalves tilkynni sfðar i kvöld eða á morgun. Þrfeykið átti f kvöld að koma saman til fyrsta fundar síns, en þing herhreyfingarinnar hefur falið því æðstu völd í landinu. 30 manna byltingarráðið, sem nú þjónar aðeins ráðgefandi hlut- verki, kom einnig saman í dag til að ræða um nýju stjórnina, sem talið er að skipuð verði her- foringjum, kommúnistum og óflokksbundnum marxistum úr hópi borgara. Carvalho minntist í viðtölum sínum við fréttamenn, við kom- una til Lissabon í dag, á ummæli sín I útvarpi í fyrra mánuði þar sem hann harmaði að herinn hefði ekki sett hundruð þúsunda andbyltingarsinna upp við vegg eða fangelsað þá á nautaats- hringnum f Lissabon þegar eftir byltinguna. „Eftir þessi ummæli fékk ég óteljandi bréf þar sem ég var kallaður bófi og morðingi. Það er rétt að ég sagðist þá vona að við þyrftum ekki að setja þá þar (f nautaatshringinn), en ég er sannfærður um að við eigum eftir að þurfa að setja þá þar. Allt stefnir í þá átt og því miður er ógerlegt að framkvæma sósíaliska byltingu með algjörlega friðsam- legum aðferðum." Stjórnmálaskýrendur túlkuðu ummæli Carvalhos á þann veg, að þeim væri ætlað að styrkja stöðu hans innar þríeykins í þeirri valdabaráttu sem talin er óum- flýjanleg þar. Goncalves er i stór- um dráttum talinn fulltrúi Kommúnistaflokksins, en Costa Gomes málsvari jafnaðarmanna og annarra varkárari flokka sem stefna vilja að vesturevrópsku þingræði í Portúgal. Carvalho er hins vegar augljóslega talinn bylt- ingarsinnaður marxisti, þótt af- staða hans til Kommúnistaflokks- ins hafi ekki verið ljós. Við kom- una frá Kúbu hrósaði hann Castro f hástert og hinni kommúnisku herstjórn hans. — Komst ekki Framhald af bls. 2 einhverjar af stúlkunum 20 á bið- lista kæmust að þvi fyrir þann tfma þyrftu aðrir að staðfesta. Nú kæmust færri að, en undanfarið, vegna hjúkrunarkennaraskorts,. en búið væri að reyna eins og hægt væri, meira að segja væri búið að auglýsa erlendis eftir kennurum. Skólinn þyrfti a.m.k. 12 kennara, en hefði fengið 6 hjúkrunarkennara og ætti von á tveimur. Þar af hefðu aðeins 2 kennaramenntun, en aðrar hefðu góða reynslu í kennslu. Þetta upp- fyllti aðeins 2/3 af þörfirtni. Og við þetta bættist svo að meira framboð væri af menntaðra fólki en áður og skv. lögum og reglu- gerð frá 1966 er mælt svo fyrir áð þeir sem hafa meira nám að baki skuli ganga fyrir. Þetta var ekki ljóst í vetur, og því ekki hægt að vara stúlkurnar við. Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðismála- ráðuneytinu og stjórnarmaður í Hjúkrunarskóla Islands sagði, er Mbl. ræddi við hana, að stjórninni þætti ákaflega slæmt að þurfa að neita nemendum, sem ættu rétt á skólavist, en allt hefði verið reynt til að fá kennara. Væri það raunar sorglegt, nú þegar rætzt hefur úr í húsnæðismálum skólans að þá skuli þurfa að fækka nýjum nemum úr 100 i 80 vegna kenn- araskorts. Annars kvað hún það vekja furðu að stúdentarnir skuli ekki sækja frekar í háskóla- deildina i hjúkrunarfræðum, sem er að komast á legg, þó byrjunar- örðugleikar hafi verið eins og ávallt i nýjum deildum, en þangað ættu þeir beina leið. 1 júlílok höfðu þar innritast 17 nemendur. Um 30 stúdentar sóttu nú um vist i Hjúkrunarskóla Is- lands. Háskólanámið er fjögurra ára nám og meira bóklegt nám, en hjúkrunarskólanámið er 3ja ára nám. Þriðja leiðin er Nýji hjúkr- unarskólinn við Suðurlandsbraut 18, sem hefur einnig ærin verk- efni framundan. Hann tekur aftur ljósmæður inn nú, þar sem um 30 hafa sótt, og einnig er áformað að fara þar af stað með geðhjúkrunardeild. Hafsteinn Stefánsson, skóla- stjóri f Lindargötuskóla, sagði að 69 nemendur hefðu verið í sjötta bekk f hjúkrunar- og uppeldis- kjörsviði sl. vetur, en þar af hefðu 50 sótt um inngöngu í Hjúkrunar- skólann. Væri þetta ástand ákaf- lega slæmt gagnvart nemendum, sem stefna á hjúkrun og bjuggu sig undir það. Á næsta ári verða svo enn fleiri, því í 6. bekk verða 130 nemendur á þessu sviði en 170 í 5. bekk. Að vísu miði ekki allir við að fara f hjúkrun, þvf þeir dreifist nokkuð á fóstru- skóla, aðfaradeild Kennaraskóla og íþróttaskóla, en þeim fari samt hraðfjölgandi, sem sæki i hjúkr- unarskóla. Þurfi a.m.k. að gera þeim það ljóst fyrirfram, ef tak- marka eigi inngöngu við ákveðna lágmarkseinkunn. Og hann kvaðst hræddur um að ef svona væri farið, þá drægi það úr þeim, sem hefðu hug á að læra hjúkrun. Þá ræddi Mbl. við fram- kvæmdastjóra sjúkrahúsanna i Reykjavfk. Haukur Benediktsson i Borgarspítalanum sagði að tek- ist hefði að reka allar deildir i sumar, en með naumindum, og ástandið færi versnandi. Nú er verið að auglýsa í örvæntingu eft- ir hjúkrunarfólki vegna slysa- varðstofu og von væri á nýjum deildum sfðar, svo sem langlegu- deild i Hafnarbúðum. En lítið þýði að bæta við sjúkrahúsum, ef ekki fjölgar verulega almennu hjúkrunarfólki. Hjúkrunarfólkið er mjög stopult yfir sumarið, sem er versti tfminn, þvi auk sumar- leyfa taki margir sér aukafrí án launa einmitt á þeim tima, þegar verst er hjá spftölunum. Fram- boðið af lærðu hjúkrunarfólki er ekki nærri nógu mikið, þegar námið taki 3 ár og 60% falli kanski úr eftir 2 ár, skv. könnun sem gerð var. Davíð Gunnarsson, aðstoöar- framkvæmdastjóri Ríkisspital- anna, sagði að ástandið á Land- spftalanum hefði verið það skárra í sumar að ekki hefði þurft að loka eða fækka rúmum eins og i fyrra, en það hefði staðið í járn- um. Margar hjúkrunarkonur hefðu útskrifast í fyrra, en ef öll fyrirhuguð sjúkrarúm bættust við í haust. þ.e. á neðstu hæð nýju fæðingardeildarinnar, 68—72 rúm í langlegudeild i Hátúni og á hæli fyrir drykkjumenn á Vifil- stöðum þá þyrfti mikla bjartsýni til að ætla að það yrði framkvæm- anlegt. t_________ - Ekkert ákveðið Framhald af bls. 1 neinar slíkar viðræður. Hins vegar mætti búast við því, að þetta vandamál yrði rætt á næstu vikum og mánuðum innan bandalagsins og við full- trúa Islands í Brussel. Á þessu stigi málsins get ég ekkert um það sagt, hvaða til- lögur þar kunna að koma fram til lausnar.hvortþar koma fram ákveðnar tillögur um viðræður, eða um það hver ræðir við hvern.“ „Málið er alveg opið. hélt . hann áfram, og ég get ekki um það sagt, hvort fram verða borin ákveðin tilmæli um við- ræður, sem íslendingar þá fall- ast ekki á samkvæmt um- mælum utanrfkisráðherrans is- lenzka, það er hugsanlegt, — en til þessa hafa engin slik tilmæli komið fram eða verið ákveðin.“ Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í frétt blaðs- ins í gær um lántökuheimils til handa rikisstjórninni, að í fyrir- sögn og inngangi var sagt að heimild þessi til kaupa á flugvél landhelgisgæzlunnar og við- gerðum á Óðni næmi 45o millj- ónum króna. Blaðinu sást hins vegar yfir að 140 milljin króna heimild var ætluð sérstaklega til endurbótanna á Óðni, þannig að samtals nemur lántökuheimildin kr. 590 milljónum. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.