Morgunblaðið - 06.08.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.08.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1975 17 Séð yfir hluta af hátfðarsvæðinu á Breiðabakka. Fjöldi þjöðhátfðar- Suðureyjar t.v. og Brands til hægri, en lengst f fjarska vinstra gesta hlýðir á skemmtidagskrá, en f jær sést til kfnverska hofsins, megin við Brand er Surtsey. Ljðsmyndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Söngsprettir í skúraleiðingum Þjóðhátíð Vestmannaeyja: ÞAÐ var svo með þjóðhátíð Vestmannaeyja að þessu sinni að hún var eiginlega búin áður en fólk áttaði sig á að hún væri byrjuð. Góðir sprettir voru að sjálfsögðu í hátíðinni, en hún náði ekki að tengjast saman í órofa gaman eins og svo oft áður. Veðurguðirnir höfðu sitt að segja i því efni með sitt ótuktarskap. Siggi Reim brennukðngur kemur hlaupandi með kyndil- inn, sem tendraði eldinn fyrir bálf ör gamla bátsins. x Kristján Torfason bæjarfó- geti lokaði fyrir áfengisútsöl- una í Eyjum tveimur dögum fyrir startið og gerði það auð- sjáanlega sitt því mikil ölvun sást vart á nokkrum þjóð- hátiðargesti, en veðurguðirnir helltu þeim mun meiri vætu yfir byggðina á Breiðabakka og muna menn vart aðra eins rign- ingarskúri í Eyjum, en lengst rigndi í eina átta klukkutíma. Hátíðin hófst í sæmilegu veðri á föstudag með hátfðlegri athöfn að vanda, lúðrablæstri, guðsþjónustu og ágætri stemmningu og síðan rak hvert atriðið annað með kvöldvöku og brennu á miðnætti þar sem happafleytan gamla, Gísli J. Johnsen, fór bálvör eftir lang- an og fjölbreyttan feril. Sigurð- ur Reimarsson brennukóngur kveikti í skipinu eftir að hafa hlaupið hinn vígalegasti sitt á hvað um Breiðabakka, en vegna myrkursins var ekki gott að finna skipið um leið og kapp var lagt á að halda hlaupa- stílnum. Gisli J. Johnsen flutti á sínum tíma þúsundir tonna af fiski á land í Eyjum og þús- undir farþega á þjóðhátfð Vest- mannaeyja og það fór því ekki illa á þvi að skipið væri brennt úr sér gengið á þjóðhátíð Vest- mannaeyja. Annars var það undarleg til- finning að sjá bátinn brenna. Skip er eini hluturinn sem fólk talar um eins og manneskjur og lítur á eins og eitthvað sem er lifandi. Brennustrákarnir með Sigga Reim í broddi fylkingar skvettu olíu jafnt og þétt á bát- inn og hægt og sigandi tók hinn þrautreyndi viður eldinn, skut- ur, stafn, rá, lestarfjöl, borð- stokkur, kinnungur, stýrishús, allt hlutir sem hendur sjó- mannsins höfðu farið um í bliðu og stríðu sjósóknarinnar. Framhald á bls. 31 Þjððhátfðarbrennan að þessu sinni var bálför Eyjabátsins Gfsla J. Johnsen. Hér skvetta brennupeyjar olíu á eldinn. Það var mikið og f jörlega sungið í mörgum tjöldum þðtt rigningin dunaði úti fyrir og jafnvel f gegn um tjaldþökin. Þessi mynd er tekin seint á laugardagsnðtt. Hatur Rússa á Gyðingum Sinyavsky RUSSNESKI rithöfundurinn Andrei Sinyavsky, sem var hnepptur f varðhaid f Sovét- rfkjunum fyrir að gefa út bðkina „Réttur er settur“ og fleiri ritsmfðar erlendis undir hödundarnafninu „Abram Terts“, dvelst f útlegð f Parfs. Hann er einn af stofnendum tfmaritsins „Kontinent“, sem er gefið út á rússnesku f Berlfn, og f fyrsta tölublaðinu birtist ritgerð eftir hann undir fyrir- sögninni „Gangur bðkmennt- anna f Rússlandi“, þar sem hann fer háðulegum orðum um Gyðingahatur f Sovétrfkjunum. „Mér finnst kominn tími til að segja nokkur orð til varnar Gyðingahatri f Rússlandi," segir hann í hæðnistón og heldur áfram: Enginn Rússi trúir því að hann eða nokkur annar Rússi geti verið undir- rót ills. Rússi er hann sjálfur, ættingjar hans, sovézkir borgarar (svoy, svoysky, Sovietsky) og þess vegna hlýt- ur hið illa að vera runnið frá ókunnugum, útlendingum. Gyðingahatur gegnir því hlut- verki í Rússlandi að hreinsa menn af allri sök svo þeir geti skellt skuldinni á einhvern blóramann, Gyðinga. Einfaldir bændur, segir Sinyavsky, sem hafa árum saman verið lokaðir inni í vinnubúðum, eru sannfærðir um að allir ráðherrar sovézku stjórnarinnar, allir dómarar og sækjendur og síðast en ekki sfzt allir starfsmenn KGB, leynilög- reglunnar, séu Gyðingar og ekkert nema Gyðingar. Ef reynt er að halda því fram að Gyðingum sé ekki leyft að komast í há embætti segja þeir án þess að hika: „Heldur þú að Rússi geti gefið þér 25 ár fyrir ekki neitt? Aðeins Gyðingar geta það!“ Ef rússnesk nöfn valdaleið- toganna eru þulin upp fyrir þeim, svara þeir því til að Gyðingarnir hafi skipt um nöfn, „og þeir halda að þeir hafi haft hamskipti um leið, þessir skítugu Gyðingar.!" Og það er til einskis að sýna þeim „Pravda“ með Ijósmyndum af einhverjum fulltrúum úr stjórnmálaráðinu, miðstjórn- inni éða Æðsta ráðinu, þar sem mest ber á feitum mönnum með kartöflunef og merkissvip. Þeir segja aðeins: „Sjá þetta júða- smetti, ekta júði!“ Ekki þýðir heldur að benda á það að Sovét- ríkin studdu Araba í stríði þeirra og Israelsmanna. „Já, við vitum það auðvitað. En þeir hjálpa Israelsmönnum í laumi hvort sem er. Þú veizt ekki hvað þeir eru miklir refir.“ Sinyavsky segir: „Menn skyldu ekki vera svo barnalegir að standa í þeirri-trú (eins og sumir Gyðingar gera) að Gyð- ingahatur I Rússlandi sé ein- göngu innræting að ofan... öðru nær! Rússneski bóndinn er ekki svo einfaldur og hann er alls ekki blindur. Hann hefur lengi vitað að Lenín var Gyð- ingur og að það var Stalín líka (grúsískur Gyðingur) og að meira að segja Leo Tolstoy var Gyðingur (ég hef lfka heyrt því haldið fram)... I fáum orðum sagt er Gyðingurinn djöfull í vitund þjóðarinnar. Hann er djöfull sem hefur grafið sig inn í heilagan þjóðarlíkama Rúss- Iands með lævíslegum brögðum til að fá vilja sínum framgengt. Gyðingurinn er erfðasynd Rússlands holdi klædd og Rúss- land reynir árangurslaust að hreinsa sig af henni.“ Það er ekki aðeins sovét- stjórnin sem þannig lftur á Gyð- inga, segir Sinyavsky. Þetta er „háspeki rússnesku þjóðar- sálarinnar sem reynir í hundraðasta skipti (og þess vegna var byltingin gerð) að hverfa aftur til aldingarðsins Edens. En það tekst aldrei, ein- hver „júði“ þvælist alltaf fyrir og eyðileggur allt. „Júðinn“ er einhvers staðar á meðal okkar, á bak við okkur og stundum er hann inni í okkur... eins og lús eða kakalakki... Og við værum í paradfs ef þessir djöflar létu okkur í friði.“ „Fjandsamleg stefna ríkis- stjórnarinnar gagnvart Gyðing- um um þessar mundir grund- vallast að verulegu leyti á þess- ari alþýðuskýringu," segir Sinyavsky. „Ég held það hafi verið Saltykov-Schedrin sem hæddist að „innra óvininum". Og „júðinn" í Rússlandi er um þessar mundir hættulegasti „innri óvinurinn". Bezt væri að reka hann út (eins og menn reka út illa anda) og síðan (það er miklu auðveldara fyrir utan) að kremja hann undir skrið- drekum. Og það er sennilega ástæðan til þess að við sendum skriðdreka til Araba um þessar mundir því það getur komið sér vel í framtíðinni. Einhver kann að spyrja hvað þetta komi rússneskum bókmenntum við?.. . I fyrsta lagi eru allir rússneskir rithöf- undar (af rússneskum upp- runa), sem vilja ekki skrifa eft- ir forskrift, Gyðingar. Þeir eru úrkynjaðir, óvinir þjóðarinnar. Ég held að ef þeir fara (að lokum) að slátra Gyðingum í Rússlandi muni þeir fyrst lóga rithöfundum og menntamönn- um sem eru ekki Gyðingar að uppruna, þá sem einhvern veg- inn eiga ekki heima í röðum „fólksins okkar“. I öðru lagi standa yfir fólks- flutningar Gyðinga frá Rúss- landi og að mörgu leyti fylgir þeim smygl á handritum frá Rússlandi. Hugsið ykkur hvern- ig þessi handrit eru send úr landi. Hvert þeirra tekur áhættu. Hvert þeirra um sig hefur fyrirfram verið sett á lista yfir handrit sem á að út- rýma eins og Gyðingum, sem þvælast fyrir og koma í veg fyrir að menn geti lifað í friði. Og hugsið ykkur hvernig þessum handritum liður, þeim sem hefur tekizt að flýja frá Rússlandi og eru ekki alveg viss um hvað þau eiga af sér að gera þar sem þau eru ekki leng- ur I Rússlandi. Þau hafa skilið allt eftir þar. Allan sársaukann, sem gerði manni kleift að skrifa.. . Gyðingar! Bræður! — hvað erum við margir. Einn, tveir og það er allt og sumt... Þegar við förum og við gerðum það I laumi ásamt Gyðingunum sá ég á trégólfinu í vöruflutninga- bifreiðinni hvernig bækur skokkuðu á leið í tollinn... “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.