Morgunblaðið - 06.08.1975, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975
%>;■:. -X
Björgvin Þorsteinsson 0
golfmeistari íslands 1975
Ljósinynd Fridþjófur
Islandsmótið í golfi, sem
fram fór á golfvelli Golfklúbbs
Akureyrar að Jaðri við Akur-
eyri, var I senn fjölmenn og að
flestu leyti ánægjuleg íþrótta-
hátíð. Samtals tóku 230 manns
þátt í mótinu og keppt var í átta
flokkum og sjálfstæð keppni
milli úrvalsliða klúbbanna háð
þar að auki. Aður hefur verið
sagt frá úrslitum í unglinga-
flokki, drengjaflokki, kvenna-
flokki, öldungakeppni og
klúbbakeppninni, sem sveit
Golfklúbbs Reykjavíkur vann
að þessu sinni, og verður það
ekki endurtekið hér. Hinsvegar
verður vikið að keppninni eins
og hún gekk fyrir sig þrjá síð-
ustu daga mótsins hjá 2., 1. og
meistaraflokki karla.
Áður en lengra er haldið, skal
komið á framfæri þökkum til
forustumanna Golfklúbbs
Akureyrar fyrir þá miklu
vinnu, sem ævinlega fylgir
undirbúningi og framkvæmd á
landsmóti. Þar var vel að flestu
staðið og margir Iétu f ljósi þá
skoðun, að golfvöllurinn að
Jaðri væri nú orðinn skemmti-
legasti golfvöllur landsins.
Hann er ekki lengur illræmdur
fyrir lengd eins og hann var á
síðasta landsmóti, þegar hann
fékk viðurnefnið „Stóri Boli“.
Nú er af honum bolabragurinn
og tilbreytingin í landslaginu
er með þeim hætti, að braut-
irnar verða með fjölbreytilegu
móti. Þær eru breiðar og grasið
utan brauta fremur gisið og
snöggslegið og olli hvorki töf-
um né slysum. Tiltölulega lítill
tfmi fór í leitir og tafir. Aftur á
móti voru fáir ánægðir með út-
komuna og meðalárangurinn í
meistaraflokki og 1. flokki var
næstum ótrúlega slakur.
Flokkarnir, sem kepptu fyrst í
mótinu voru ekki heppnir með
veður, og rysjótt veður var
bæði fyrsta og annan dag
keppninnar hjá meistaraflokki
og 1. flokki. En naumast varð
þó veðrinu kennt um, enda kom
i ljós að útkoman varð ekkert
betri þegar blíðuveður gerði.
Almennt umkvörtunarefni og
það sem hafði af mönnum
skorið, voru flatirnar. Þær
höfðu þann mikla kost að halda
vel bolta í innáskotum, enda
búnar vökvunarkerfi. En kuld-
inn frá í vor segir til sfn; vfða
eru berir skallar og moldar-
blettir, eða arfi eftir kal. Þess-
konar gróður myndar örður,
sem afvegaleiðir púttin, ekki
sízt þau stuttu, sem menn
misstu ótrúlega oft.
Það er vitaskuld einhvers-
konar afbrigðilegum aðstæðum
um að kenna, þegar sæmilega
sjóaðir golfarar lenda í að fjór-
eða jafnvel fimmpútta, eins og
fyrir kom á 6. flöt. Sú flöt á án
efa eftir að stórbatna, þegar
gróður myndast á flötinni, sem
nýlega var endurbyggð. Allt um
það eiga flestir væntanlega
ánægjulegar endurminningar
um landsmótsdagana og barátt-
una frá degi til dags.
Það kom á daginn, sem menn
hafði grunað, að óhægt yrði um
vik við æfingar dagana fyrir
mótið. Svo fjölmennt mót
verður naumast haldið svo vel
sé á 9 holu velli og veldur ýms-
um óþægindum. Til dæmis er
feikilega leiðinlegt að þurfa að
rffa sig upp f rauðabýti dag
eftir dag og byrja í keppni ein-
hverntfma milli kl. 6—8 á
morgnana. Það var gert meðal
annars til þess að rýmri tfmi
skapaðist sfðdegis til æfinga-
Ieiks á vellinum og mátti kven-
þjóðin til dæmis hafa það að
vera ræst út f býti f leiðinlegu
veðri og voru þær að vonum
ekki ánægðar með það. Þær
fengu þó ekki meira af þessum
óþægindum en aðrir, nema ef
vera kynni, að þær hafi verið
heldur óheppnari með veður.
Áður en vikið er að keppn-
inni í smærri atriðum, er óhætt
að segja, að framkvæmdin tókst
eins snurðulaust og hægt er að
búast við á 9 holu velli. Fánar
blöktu flesta dagana á mörgum
stöngum meðfram golfvellinum
og átti það sinn þátt í að setja
hátfðablæ á staðinn.
Fyrir mótið var búizt við
spennandi keppni í meistara-
flokki og til voru þeir, sem
töldu víst, að Björgvin
Þorsteinssyni mundi ekki tak-
ast að verja titilinn. Var það
einkum og sér f lagi byggt á því,
að hann hafði ekki orðið Akur-
eyrarmeistari og í annan stað
höfðu aðrir, svo sem Hannes
Þorsteinsson, Þórhallur Hólm-
geirsson og Geir Svansson,
leikið mjög vel i meistara-
keppni í júlí. En strax í klúbba-
keppninni kom i ljós, að
Björgvin Þorsteinsson var
sigurstranglegastur. Sá grunur
varð að nokkuð öruggri vissu
fyrsta keppnisdaginn, þegar
Björgvin lék á 74 höggum og
átti 6 á næsta mann. Eftir
annan daginn átti hann enn 6
högga forskot og 5 högg eftir
þriðja daginn. Þá þótti nokkuð
Ijóst hver úrslitin yrðu og að
Björgvin væri manna ólfkleg-
astur til þess að tapa slfku for-
skoti. Jóhann Ö. Guðmundsson
var þá næstur honum og búinn
að vera það f tvo daga.
I 72 holu keppni gengur á
ýmsu með golfgæfuna; hún er
hliðholl einum í dag, en svíkur
hann svo umsvifalaust á morg-
un og færir einhverjum öðrum
óskahringinn. Bæði í meistara-
flokki og 2. flokki hélzt röð
efstu manna nokkuð svipuð
fram til þess síðasta. Borgfirð-
ingurinn Sigurður M. Gestsson
úr Golfklúbbi Borgarness, sem
raunar er gamalvanur kylf-
ingur frá Akureyri, var í for-
ustusætinu allan tímann og
sigraði. Eftir tvo daga var
Heimir Jóhannsson frá Akur-
eyri f öðru sæti og Ólafur
Marteinsson úr Keili í þriðja.
Þessir þrír voru f sérflokki, en
Ólafur komst í annað sætið f
lokin.
I 1. flokki var hinsvegar jöfn-
ust og hörðust keppni og mörg-
um gaf golfgæfan þar undir fót-
inn til þess eins að bregðast
þeim næsta dag. Nýir menn
komust f baráttusætin og hurfu
þaðan jafnharðan. Eftir 1. dag-
inn stóð Sverrir Einarsson úr
Nesklúbbnum bezt, Akureyr-
ingarnir Viðar.Þorsteinsson og
Hermann Benediktsson voru
næstir honum. Eftir 36 holur
var Eirfkur Smith úr Keili
kominn í 1. sæti ásamt Her-
manni Benediktssyni, en fast á
GMID
Notaði tíu
höggum minna
en næsti maður
hæla þeim og tveim höggum
lakari voru þeir Frímann Gunn-
laugsson og Viðar Þorsteinsson,
báðir frá Akureyri og Sverrir
Einarsson. Eftir þriðja daginn,
þegar leiknar höfðu verið 54
holur, var nýr maður kominn í
efsta sæti í I. flokki: Sigurður
Hafsteinsson úr GR. Einu höggi
lakari var enn einn Akureyr-
ingur; Bragi Hjartarson, sem
Iék þennan dag á 79 höggum og
varð sá hringur beztur í 1.
flokki. Hermann Benediktsson
var í 3. sæti, en félagar hans frá
Akureyri, þeir Frfmann Gunn-
laugsson og Viðar Þorsteinsson
fylgdu fast á eftir.
Síðasta daginn gekk Sigurði
Hafsteinssyni verr, en Akur-
eyringarnir röðuðu sér í efstu
sætin; Hermann Benediktsson
sigurvegari.
Eins og fyrr var frá sagt,
vann Björgvin Þorsteinsson 6
högga forskot fyrsta daginn og
fór mönnum þá að skiljast, að
hann yrði ekki auðunninn; lék
á 74. Tveir ungir menn, Þór-
hallur Hólmgeirsson, Suður-
nesjameistari nú f ár, og
Jóhann Ó. Guðmundsson úr
Nesklúbbnum voru næstir
honum og jafnir á 80 höggum.
Einu höggi lakari voru tveir
ungir: Sigurður Thorarensen
úr Keili og golfmeistari GR,
Geir Svansson, — og tveir, sem
hafa marga hildi háð á þessum
vettvangi; Einar Guðnason og
Óttar Yngvason.
Eftir annan daginn hélt
Björgvín enn 6 högga forskoti
með 154 högg á móti 160 högg-
um hjá Jóhanni Ó. Guðmunds-
syni, en tveimur og þremur
höggum þar á eftir voru þeir
Einar Guðnason og Óttar
Yngvason og Suðurnesja-
meistarinn Þórhallur með 164.
I sjötta og sjöunda sæti voru
Þorbjörn Kjærbo GS með 165
högg og Ragnar Ólafsson úr GR
á 166. Þannig stóðu málin,
þegar mótið var hálfnað og allir
vita að margt getur breytzt á
sfðari helmingnum.
Eftir þriðja daginn hélt
Björgvin énn öruggri forustu;
hann lék á 79, sem var slakasti
hringur hans til þessa og hafði
þó veðrið tekið miklum stakka-
skiptum til hins betra og var
vart hægt að hugsa sér það
ákjósanlegra. Jóhann ÓIi
Guðmundsson lék á 79 og dró
eitt högg á Björgvin, en munur-
inn virtist þó of mikill til þess
að lokakeppnin gæti orðið veru-
lega spennandi. Þennan dag
kom nýr maður eins og raketta
upp í þriðja sæti: Ragnar Ólafs-
son úr GR, sem lék nú á 74. Það
varð bezti hringur dagsins, en
þann næstbezta átti Þorbjörn
Kjærbo, sem lék á 76 og þar af
annan helminginn á pari, eða
36 höggum. Þeir Ragnar og
Einar Guðnason voru nú jafnir
f 3.—4. sæti, Þorbjörn í 5. sæti
og Þórhallur Hólmgeirsson í 6.
sæti, 10 höggum lakari en
Björgvin Þorsteinsson.
Ekki var langt liðið á keppni
hins fjórða dags, þegar
Björgvin Þorsteinsson virtist
með sigurinn innsiglaðan.
Hann sýndi sem fyrr mikið
öryggi og gat raunar leikið tals-
vert langt frá sínu bezta og
sigrað samt. Fyrri 9 holurnar
lék Björgvin á 36 og á síðari
helmingnum fór hann 3 yfir.
Sfðasti hringurinn var því á 75,
eða samtals 308; yfirburðasigur
og 10 högga forusta.
Aftur á móti stóð hörð
barátta um annað og þriðja
sætið og sú barátta stóð ekki
aðeins milli einstaklinga, held-
ur og á milli tveggja aldurs-
hópa: ungu mannanna,
Jóhanns Ó. Guðmundssonar og
Ragnars Ólafssonar, og hins-
vegar tveggja af eldri kynslóð
golfleikara, sem gætu aldursins
vegna verið feður hinna yngri.
Það voru þeir Einar Guðnason
og Þorbjörn Kjærbo. Þegar
gengið var til leiks síðasta dag-
inn, voru þeir Jóhann og
Ragnar í öðru og þriðja sæti. En
gömlu ljónin voru harðari á
endasprettinum; kannski
vegna keppnisreynslu, eða
kannski voru þeir rólegri og
sterkari á taugum. Þeir Einar
og Þorbjörn léku báðir á 78 og
þar með hreppti Einar annað
sætið á 318 höggum, en Þor-
björn var á 319 í þriðja sæti.
Ragnar Ólafsson lék á 81, eða
321 samtals og hafnaði i fjórða
sæti. En Jóhann Óli, sem svo
lengi hafði verið f öðru sæti,
guggnaði nokkuð á lokasprettin
um; hann lék á 86 og varð
fimmti á 324 höggum. Röð og
árangur fyrstu manna í öðrum,
fyrsta og meistaraflokki var
annars sem hér segir:
II. FLOKKUR:
samtals á höggum.
1. Sigurður M. Gestsson GB, 355
2. ólafur Marteinsson, Keili, 360
3. Heimir Jóhannsson, GA, 362
4. Haflíði Guðmundsson GA 379
5. —6. Guðni Guðnason Gr 380
Ævar Sigurðsson GL, 380
I. FLOKKUR.
samtals á höggum
1. Hermann Benediktsson GA, 340
2. Bragi Hjartarson GA 344
3. Frfmann Gunnlaugsson GA 345
4. Sigurður Hafsteinsson GR 347
5. Þórhallur Pálsson GA 351
6. Henning Bjarnason GK 353
7. Kjartan L. Pálsson NK 354
8. Eirfkur Smith GK 355
9. Sverrir Einarsson NK 356
10. —11. Hörður Guðmundsson GS 357
Viðar Þorsteinsson GA 357
Samtals kepptu 38 manns f 1. flokki, en 30
f meistaraflokki.
MEISTARAFLOKKUR:
samtals á höggum
1. Björgvin Þorsteinsson GA 308
2. Einar Guðnason GR 318
3. Þorbjörn Kjærbo GS 319
4. Ragnar ólafsson GR 321
5. Jðhann ó. Guðmundsson NK 324
6. Sigurður Thorarensen GK 325
7. —8. óttar Yngvason GR 326
Þörhallur Hólmgeirsson GS 326
9. Hannes Þorsteinsson NK 328
10. Geir Svansson GR 330
Venja hefur verið að lands-
mótið endaði með samkomu,
þar sem borðað er, drukkið og
dansað og verðlaun veitt. Ekki
var heldur brugðið út af þeirri
venju nú og var form verð-
launaafhendinga öllu skemmti-
legra en verið hefur og ræð-
urnar þeirra Páls Ásgeirs og
Sverris Einarssonar áreiðan-
lega á parinu. En afganginum
af landsmótssamkomunni var
drekkt f venjulegu fylhrýis-
Framhald ð bls. 31
Bolabragurinn' af Jaðarsvellinum, sem sumir kalla bezta völl landsins