Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGtJST 1975
31
— Pönnukökur
Framhald af bls. 1
100 ára afmæli landnáms Is-
lendinga i Manitoba hófust með
pönnukökumorgunverði við höfn-
ina að Gimli. Klukkan tíu um
morguninn lögðu tíu skipstjórar
fiskibátum sinum á Winnipeg-
vatni frá landi á Hnausum, sem
eru frá fornu fari útgerðarstöð á
Nýja-lslandi. Skipunum sigldu
þeir suður með ströndinni og tóku
Iand á Gimli en þar er nú annarr-
ar landtöku von en fyrir hundrað
árum. Meðal farþega á flota þess-
um var Benedikt Blöndal lög-
maður og kona hans. Sögðu þau
hjón að ferðin hefði verið hin
ánægjulegasta og ekki varð séð á
frúnni að öldur Winnipegvatns
hefðu leikið hana grátt. I upplýs-
ingamiðstöðinni á Gimli hittum
við Jón Þórðarson kennara og
sagði hann að þessi ferð mundi
verða sér minnisstæð til æviloka.
Þá hittum við að máli Vestur-
Islendinginn Óskar Jörundsson
frá Riverton og dóttur hans
Gloriu Jörundsson. Óskar sagði
mjög ánægjulegt að hitta hér svo
marga að heiman og enginn þyrfti
að efast um að hugur fylgdi máli
þegar þeim væri fagnað. Gest-
risnin varð ekki eftir á Islandi
þegar feður og mæður fluttu
vestur um haf.
Á elliheimilinu í Betel á Gimli
hefur verið mikið um að vera.
Þangað hafa flestir hátíðargestir
að heiman lagt leið slna. Forseti
Islands, herra Kristján Eldjárn og
forsetafrú ásamt Einari Ágústs-
syni utanríkisráðherra, drukku
þar miðdegiskaffi, en meðal ann-
arra gesta heiman frá Islandi
voru menntamálaráðherra og
kona hans. Þar voru fluttar
kveðjur. Frú Sigríður Hjartarson
forstöðukona heimilisins færði
forsetahjónunum fagran blóm-
vönd og frú Lára Tergersen, sem
verið hefur um árabil formaður,
færði forsetahjónunum gjöf. For-
seti Islands ávarpaði slðan heimil-
ismenn og gesti þeirra. Kvað
hann sér og konu sinni vera það
mikla ánægju að vera nú stödd
meðal Islendinga I Manitoba. Það
vekti sérstakar tilfinningar að
koma til þessa lands, sem orðið
hefði fósturland svo margra Is-
lendinga fyrir hundrað árum. Það
að ferðast út að Gimli frá Winni-
peg og sjá íslenzka fánann blakta
við hún svo vlða I byggðinni með-
fram akbrautinni yrði sér
ógleymanleg stund. Um tlma litu
Islendingar svo á að það fólk sem
hvarf út I óvissuna til hins stóra
og fjarlæga lands vestan við hafið
væri tslandi tapað fyrir fullt og
allt, en nú hafa tímarnir breytzt,
fjarlægðir eru ekki jafn tilfinnan-
legar og áður. Hér hittum við
margt fólk sem er íslenzkt bæði
að ætterni og hugarfari. Það er
ómælt hve stóran hlut Vestur-
Islendingar eiga I íslenzkri menn-
ingu. Og það er bjargföst trú mln,
sagði forsetinn, að flutningurinn
vestur um haf hafi þegar á allt er
litið verið Islendingum til góðs.
Hér hafa lifað og starfað margir
merkir Islendingar, sem eru jafn-
framt hollir og góðir þegnar slns
lands. Fólkið á Betel er fulltrúar
þeirra, sem varðveitt hafa Islenzk-
an menningararf. Margt fleira
sagði forsetinn og mátti sjá
klökkva en jafnframt ánægju I
svip þeirra sem á hlýddu.
Að lokum sagði forsetinn: —
Við hjónin hlökkum til að dvelja
hér I nokkra daga og ég vil færa
heimilinu hér og fólkinu sem þar
býr okkar beztu heillaóskir.
Utanríkisráðherra flutti kveðju
frá ríkisstjórninni og færði
heimilinu að gjöf myndabók frá
Islandi. Að lokinni kaffidrykkju
gengu forsetahjónin, utanrlkis-
ráðherra og aðrir gestir um og
skoðuðu heimilið og gáfu sig á tal
við fólkið. I fylgd með forsetanum
voru þeir Ted Árnason forseti
Þjóðhátíðarnefndar Vestur-
Islendinga, Stefán Stefánsson for-
seti Þjóðræknisfélags Islendinga
I Vesturheimi og konur þeirra.
— Angóla
Framhald af bls. 1
að um 200 flóttamenn hefðu
komið yfir landamærin daglega
að undanförnu. Eru það mest-
megnis portúgalskir flóttamenn
sem komið hafa til Suðvestur-
Afríku og að sögn yfirvalda þar
hafa hermenn MPLA rænt marga
þeirra á leiðinni.
— Auglýsinga-
verð
Framhald af bls. 32
hækkaði hinn 1. agúst úr 32 þús.
kr. á hverja mlnútu I 42 þús. kr.
Þessi hækkun hafði verið tilkynnt
fyrr á þessu ári, er tekin var
ákvörðun um afnotagjöld og aug-
lýsingagjald sjónvarps. Fram til
1. apríl sl. kostaði hver mlnúta
sjónvarpsauglýsinga 26 þús. kr.,
en hækkaði i 32 þús. kr. þann 1.
aprll og nú 142 þús. kr. Síðan mun
mínútan enn hækka þann 1. nóv. I
52 þús. kr.
— Karl prins
Framhald af bls. 2
sem lengi hefur haft Hofsá á
leigu.
Ströng gæzla er I nágrenninu og
reynt að varna þvi, að fólk raski
ró prinsins, sem er eingöngu kom-
inn hingað til lands til að njóta
hvíldar og kyrrðar við laxveið-
arnar. Hafa Ijósmyndarar reynt
að komast nærri veiðistöðvum
hans, en illa orðið ágengt, þvi að,
eins og Gunnar Valdimarsson
sagði I samtali við Mbl. I gær, „ef
menn ætla að skriða eins og
skæruliðaforingjar I kjarri og
milli kletta, þá er eðlilegt, að þeir
séu stöðvaðir." Sagði Gunnar, að
þeir menn, sem þannig höguðu
sér, gætu sjálfir sér um kennt að
fá ekki að taka myndir af prins-
inum.
— Tveir bátar
Framhald af bls. 32
Grindavfkur var kl. 5 að morgni
til. Sfðustu tvær klst. fyrir mið-
nætti voru skipstjóri og stýri-
maður báðir á stjórnpalli. Á mið-
nætti fór skipstjórinn að sofa, en
áður bað hann stýrimanninn um,
að hann yrði vakinn kl. 02. A
tilsettum tlma sendir stýrimaður
hásetann, sem var á vakt, til að
vekja skipstjórann og háseta
þann, er átti næstu vakt. A sama
tlma tekur hann staðarákvörðun.
Annar háseti kom á vakt, en kl.
2.30 fer stýrimaðurinn inn til
skipstjóra og talar við hann,
kemur slðan með þau skilaboð til
hásetans að hann eigi að vekja
skipstjórann kl. 3.00. Síðan fór
stýrimaðurinn að sofa. KI. 4.50
vaknar svo skipstjórinn og áhöfn
hans við að báturinn er strand-
aður I Staðarbót, vestan Grinda-
vikur, en hásetinn hafði sofnað á
verðinum.
Alit sjóslysanefndar á óhappinu
er þetta:
„Öafsakanlegt kæruleysi skip-
stjórnarmanna við stjórn bátsins,
að hafa aðeins einn mann á verði.
Vítavert kæruleysi af stýrimanni
að víkja úr brúnni, áður en skip-
stjóri hafði leyst hann af við skip-
stjórnina á stjórnpalli.“
Seinna strandið varð er And-
vari KE strandaði við Ingólfs-
höfða, þann 24. nóvember s.l. Kl.
14.30 þann dag var trollið hlft upp
og ekki kastað aftur, þar sem lítil
veiði var. Fóru þá allir skipverjar
i koju nema skipstjóri og 2. vél-
stjóri. Skipstjóri fór inn I korta-
klefa og lagði sig þar á bekk, en
áður hafði hann beðið vélstjórann
að halda bátnum 3 sml. SA af
Ingólfshöfða og láta sig vita strax
ef eitthvað kæmi uppá og I síðasta
lagi kl. 17.00.
Kl. 16.30 vaknar skipstjórinn
við það að báturinn tekur niðri og
þegar hann kemur fram I brúna
sér hann að báturinn er strand-
aður 3 sml. austan við Ingólfs-
höfða. 2. vélstjóri sat I stól I stýris-
húsinu og hafði sofnað, en
vaknaði um leið og skipstjórinn.
Björgunarsveit S.V.F.I. á Fagur-
hólsmýri dró mennina I land, en
báturinn var siðan dreginn á flot
daginn eftir.
Álit nefndarinnar á þessu atriði
er:
„Óafsakanlegt kæruleysi skip-
stjórnarmanna við stjórn bátsins
að hafa aðeins einn mann á
verði.“
— Kaffi
Framhald af bls. 1
framleiðslan muni falla úr 22
miljón sekkjum á þessu ári I 8
milljón sekki 1976. „Næsta ár þar
á eftir hefur verið afskrifað,
spurningin er hve slæmt ár 1978
verður", er haft eftir áreiðanlegri
heimild.
Eyðileggi frost lauf kaffitrés,
án þess að greinarnar sjálfar
skemmist, er ekki hægt að nota
það til ræktunar fyrr en tveim
árum seinna. Skemmist
greinarnar hins vegar, verður að
skera stofninn og þá er tréð allt
upp 15 ár að ná sér.
- Portúgalsnefnd
Framhald af bls. 15
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, um ástandið I
Miðjarðarhafsbotnum.
Harold Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, sem sat Stokk-
hólmsfundinn, sagði við frétta-
menn að honum Ioknum að við-
ræður sínar við Costa Gomez
Portúgalsforseta í Helsinki hefðu
ekki gefið tilefni til bjartsýni.
Wilson sagðist ennfremur hafa
rætt um Portúgal við Brezhnev
leiðtoga kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna, en gaf ekki frekari upp-
lýsingar um efni þeirra viðræðna.
— Annir
Framhald af bls. 32
vik að verða við þessum óskum og
væru þar helztar ástæður þessar:
Nú fer I hönd aðalannatlminn I
sólarferðamálum, ágúst og
september, og eru flestar ferðir á
þessum tlma löngu fullbókaðar.
Erfitt er að útvega gistirými,
þar sem gistirýmisáætlanir skrif-
stofanna voru I sumar endur-
skipulagðar með takmarkanir
gjaldeyrisyfirvalda á lengd hóp-
ferða í huga, en I þeim fólst, að
óheimilt var að selja lengri hóp-
ferðir en tveggja vikna.
Erfitt er að endurskipuleggja
flutninga ferðamannanna I flug-
vélum til sólarlanda og frá á
þessu stigi og erfitt að fá auka-
vélar til flutninga.
Allar fer'ðaskrifstofurnar kváð-
ust þó reyna að leysa vanda við-
skiptavinanna eftir fremsta
megni, þótt svigrúmið væri lítið.
Þá bar mönnum saman um, að
ekki virtist I heildina gæta neins
verulegs samdráttar I ferðalögum
landsmanna, miðað við metárið I
fyrra. Að vísu hefði framan af ári
verið mjög lítið um pantanir, en
þegar líða tók á sumarið og eink-
um þó eftir að sýnt varð að sumar-
veðrið myndi bregðast hefðu
verið geysimiklar pantanir og
þannig væri þetta ár farið að
nálgast metárið I fyrra, hvað hóp-
ferðirnar snerti.
— Minning
Sveinn
Framhald á bls. 22
þekkingar og reynslu sem dugði
honum við þau störf, sem hann
stundaði mest slðar, þ.e. verzl-
unarstörf og bifreiðaakstur.
Sveinn hóf störf hjá föður
mlnum I Sælgætisgerðinni
Vlking, árið 1943. Starfaði hann
fyrst aðallega við Iagerstörf og
akstur á vörum, Slðar fékkst hann
við ýmis alhliða verzlunarstörf.
Kom strax I ljós nákvæmni hans
og fyllsti trúnaður, sem aldrei
brást. Þau þrjátíu og tvö ár, sem
síðan hafa liðið, stundaði Sveinn
akstur hér I bænum, lengst af hjá
Borgarbílastöðinni, með störfum
slnum fyrir Sælgætisgerðina
Viking.
I hverju starfi, er Sveinn tók að
sér, kom fram árvekni hans,
trúnaður og fyllsta samvizkusemi
I smáu sem stórú. Veit ég að aðrir
samstarfsmenn hans minnast
þessara góðu eiginleika.
Sveinn tók þátt I ýmsu félags-
starfi á Grímstaðaholti, sem aðrir
eru kunnugri en ég. Þó veit ég um
þátttöku hans I Knattspyrnufélag-
inu Þrótti, á bernskudögum þess
félags, svo og um þátt hans I tafl-
félögum bifreiðastjóra Borgar-
bílastöðvarinnar.
Þessi fáu minningarorð um
kæran vin eru færri og fátæklegri
en ég hefði viljað, en hógværð
hans og kurteisi I öllum greinum
veldur þvl, að ég hef reynt að
gæta hófs I orðum mlnum.
Hinsvegar vita þeir, sem þekktú
Svein Kristjánsson, að ég hef
áreiðanlega hvergi ofmælt.
Þessum minningarorðum mun
ég Ijúka á þann hátt að þakka
Sveini samveruna og samvinnuna
í þau rúm þrjátlu ár, sem við
áttum þvl láni að fagna að hittast
nær daglega og oftast vikulega
árið um kring.
Systkinum hans færi ég
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skýldu minnar og veit að þau
geyma þá minningu prúðmennis I
huga mér, sem aldrei fyrnist. Far
vel kæri frændi og vinur.
Jarðarför Sveins Kristjáns-
sonar fór fram I kyrrþey að ósk
hans. Kjartan Jónsson.
— Orð í eyra
Framhald af bls. 4
sko sunnudagslitir. Á morgun
skipti hann um enda væri þá
mánudagur samkvæmt
almanakinu. Þá færi vel á að
hafa varir gular en brúnan fót.
Varlasjónir væru mögulegar
meðan litaskalinn dygði og
lystaverkin væru svo náteingd
lífinu að þau spásséruðu um og
bæru listinni vitni um borg og
bý.
Forleggjarinn bað um kóplu
en það var ekki hægt svo við
fórum allir heim.
— Skæruliðar
Framhald af bls. 1
tveir sem handteknir voru I
Stokkhólmi I marz sl.
Þota frá japanska flugfélaginu
Japan Air Lines flutti fangana
fimm til Kuala Lumpur og var
vélin hlaðin matföngum og elds-
neyti. Ekki var vitað hvert förinni
væri heitið frá Kuala Lumpur en
orðrómur var á kreki um að stjórn
Malasíu hefði beðið stjórnir Sýr-
lands og Lýblu að taka við föng-
unum og skæruliðunum sem talið
er að séu sex talsins.
Þegar þotan var lent I Kuala
Lumpur hófust langar samninga-
viðræður milli fanganna I vélinni,
skæruliðanna I bandaríska sendi-
ráðinu og yfirvalda I Malaslu um
hvernig þeim yrði komið burtu.
Var búizt við að viðræður þessar
mundu taka marga klukkutíma og
áhöfn flugvélarinnar hafði farið
fram á að fá að hvíla sig I 12
stundir I Kuala Lumpur áður en
haldið yrði af stað.
Talið er að taka gíslanna I
sendiráðinu hafi verið tlmasett
með tilliti til að valda Takeo Miki
forsætisráðherra Japan erfið-
leikum á ferð hans til Banda-
ríkjanna. Miki átti I dag viðræður
við Ford Bandaríkjaforseta um
málefni landanna og baðst þá af-
sökunar á atburðunum sem væru
að gerast I sendiráði Banda-
ríkjanna I Kuala Lumpur.
— Þjóðhátíð
Framhald af bls. 17
Þrátt fyrir bullandi regn um
nóttina logaði glatt I hinu
gamla skipi, en í hústjöldunum
söng fólk af fullum krafti þótt
dyttu úr lofti dropar stórir I
gegn um segldúkana. Það er
ekki nema bjartsýnisfólk sem
stundar þjóðhátlð og það ætlaði
sér að standa af sér skdrirnar,
jafnvel þótt það þyrfti að sitja
undir sturtunni I 8 klukku-
stundir. Það var góður sprettur
I gamninu þessa nótt, en nokk-
ur ungmenni aðkomin varð að
aðstoða við að taka saman tjöld,
því þau höfðu gleymt að hæla
þau niður I upphafi. Þetta var
þó smámál og I morgunsárið fór
hópur Týrara um Bakkann og
hreinsaði til.
Eftir hádegið spratt svæðið
þvf upp á ný ferskt og hreint og
hófst dagskráin á tilskildum
tíma. Þjóðhátiðargestir höfðu
flestir farið I þurr föt. Stöku
menn voru þó slæptir, en það
gekk skjótt yfir. Um kvöldið og
sérlega um nóttina var blíð-
skaparveður og góð stemming á
Bakkanum, fjölmenni á dans-
pallinum hjá Ingimar Eydal og
félögum og dúndur mikið,
fjöldasöngur I tjöldum, raddað
og: óraddað, lundakrlkar sviða-
sulta á normalbrauði og fleira I
gömlum og góðum dúr og ný
tjörn á Bakkanum. Menn voru
að byrja að ná taktinum hver
með öðrum, en þó sat hópur
fólks um kl. 8 á sunnudags-
morgun I hlíðinni fyrir ofan
Bakkabyggð. Það voru 5 gítarar
I gangi þar, en enginn lék sama
lagið, ótrúlegt á þjóðhátið. En
menn voru ekkert að æsa sig,
gáðu út I nátturuna, kíktu á
grös og út I Suðureyjarnar með
von I huga til næsta kvölds um
samstillian kór. En rigningin
sturtaði þjóðhátíðinni niður á
Bakkanum það kvöld og allir
fóru I bæinn I heimahús og
samkomuhúsin og 200 manna
hópur fékk inni I áhaldahúsi
bæjarins þar sem fólk var hið
prúðasta á allan hátt, flestir
tóku því rólega en einn og einn
stundaði jókaæfingar og annan
skáldskap. Þó skildi þjóð-
hátlðin eftir góðar minningar,
hinum sturtaði rigningin niður
I eilífðina, og svo verður aftur
þjóðhátíð næsta ár.
-á.j.
— íþróttir
Framhald af bls. 20
skralli I Sjallanum, þar sem
hvorki var hægt að tala saman
né dansa. Fóru sumir þaðan
leiðir og aðrir reiðir og þarf að
taka þennan þátt landsmótsins
til frekari athugunar á næsta
golfþingi til þess að ekki þurfi
að verða „antiklimax“ ár á
þessari árlegu hátíð kylfinga.
GS.
— Fá’ann?
Framhald af bls. 2
leyfðar. Nú væru komnir yfir
100 laxar á land og allir sæmi-
lega vænir. Þá mætti geta þess,
að bleikjuveiði hefði verið góð
og til dæmis fengist bleikja sem
var 7 pund að þyngd.
— Þátttakendur
Framhald af bls. 2
með þessum mótum alla tíð þó
ekki hafi tala þátttakenda frá Is-
landi verið há fyrr en síðustu 4
árin. Þá hefur félagið fengið full-
trúa I nefnd, sem undirbýr öll
mót kristilegu félaganna á
Norðurlöndunum, en auk þessara
árlegu móta eru haldin ýmis
smærri mót, þar sem tekin eru
fyrir einstök málefni.
— Lézt
Framhald af bls. 32
Kleppsveg um klukkan 11.15 en
þar er unnið að breikkun Klepps-
vegar. Skurðgrafa vann að skurð-
greftri og var hætt að grafa á
meðan gamli maðurinn aðgætti
með skólfu að skólprörum sem
talið var að lægju þarna um.
Stjórnandi skurðgröfunnar veitti
þvl athygli, að skurðbakkinn var
að gefa sig og kallaði varnaðarorð
til gamla mannsins. Hann reyndi
að forða sér en var of seinn og
fékk skriðuna yfir sig. Bakkinn
var á þessum stað um 1.50 metrar.
Starfsfélagar mannsins hófu
strax björgunaraðgerðir og grófu
hann fljótlega út. Var maðurinn
fluttur á Borgarspítalann en þar
lézt hann sem fyrr segir af völd-
um innvortis meiðsla sem hann
hlaut.
+
Maðurinn minn,
ÞÓRÐUR EYJÓLFSSON,
fyrrverandi hæstaréttardómari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni I dag kl. 1.30.
Halldóra Magnúsdóttir.