Morgunblaðið - 30.08.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975
3
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Samþykkt að gef a Búnaðarsam-
bandi Suðurlands 1 millj. til
byggingar rannsóknarstofu
30. aðalfundur Stéttar-
sambands bænda var
settur á Laugarvatni kl.
10 árdegis í gær. Til
fundarins eru mættir 46
fulltrúar af öllu landinu
auk gesta, en stjórn
stéttarsambandsins bauð
öllum þeim fulltrúum,
sem sæti áttu á aðal-
fundinum fyrir þrjátfu
árum og enn eru á lífi, að
vera viðstaddir þennan
aðalfund. Þá voru gestir
fundarins ýmsir forráða-
menn fslenzks land-
búnaðar s.s. Land-
búnaðarráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson,
búnaðarmálastjóri, Hall-
dór Pálsson, og fl.
Þrjátíu ára afmælis
stéttarsambandsins var
sérstaklega minnzt með
hátiðarsamkomu í gær
og meðal þeirra sem þar
fluttu ávörp voru nokkr-
ir þeirra manna sem sæti
áttu á stofnfundinum.
Fundinum lýkur síð-
degis í dag að lokinni af-
greiðslu tillagna og kosn-
ingu stjórnar.
Fundurinn hófst með
því að formaður stéttar-
sambandsins bauð full-
trúa og gesti velkofnna
og minntist tveggja lát-
inna bænda sem átt
höfðu sæti á aðalfundum
stéttarsambandsins,
þeirra Jósefs Jónssonar
prests á Setbergi og Páls
Metúsalemssonar á Refs-
stöðum. Að lokinni
setningu fundarins voru
kjörnir embættismenn
hans og var Bjarni
Helgason á Uppsölum
kjörinn fundarstjóri.
Þá flutti Gunnar Guðbjarts-
sön formaður stéttarsambands-
ins skýrslu sína og rakti þar
starf stéttarsambandsins á
liðnu ári og ræddi um viðhorf
og stöðu landbúnaðarins. Þar
kom fram að stéttarsambandið
hefur á liðnu ári unnið að því í
samráði við ýmsa aðila að vinna
að eyðingu flugvargs og villi-
minks.Stéttarsambandiðhafði á
liðnu ári töluverð afskipti af
láglaunabótum til bænda en nú
er búið að greiða um hundrað
og tíu milljónir og eftir er að
greiða milli sjötíu og áttatíu
milljónir í láglaunabætur til
bænda. Láglaunabætur til
bænda hafa að meðaltali numið
fjörutiu og tveimur þúsundum
á hvern bónda. Þá kom fram að
bændur höfðu tapað nærri
hundrað og fimmtíu milljónum
vegna þess dráttar, sem varð á
verðlagningu landbúnaðarvara
á slðasta ári. Á árinu varð mikil
verðhækkun á áburði og gerði
stéttarsambandið þá tillögu til
rikisstjórnarinnar að þessi
hækkun yrði greidd niður til
helmings og mætti þannig
draga úr áhrifum þessarar
hækkunar á verðbólguþróun-
ina og auka jafnframt rekstrar-
fjármagn i landbúnaði.
Gunnar ræddi ítarlega um
lánamál landbúnaðarins en
þess er að vænta að þau verði
eitt aðalmál þessa fundar og að
hann geri samþykktir um þau.
I skýrslu Gunnars kom fram
að niðurgreiðslur á innlendum
markaði væru orðnar miklar og
hefði stéttarsambaiidið áhyggj-
ur af því að þær yrðu skertar
snögglega. Stjórn stéttarsam-
bandsins hefur lagt á það
áherzlu við rikisstjórnina að
Hluti fulltrúa á þrftugasta aðalfundi Stéttarsambands bænda á Laugarvatni
Meðal þeirra mála sem fjallað er um á aðalfundinum er hvort konur fái aðild að stéttarsambandinu.
Hér sjást nokkrar eiginkonur fulltrúa fylgjast með störfum aðalfundarins. Ljósm. Mbl. T.G.
Gunnar Guðbjartsson flytur
skýrslu sfna.
dregið verði úr niðurgreiðsl-
unum í áföngum og með tiltölu-
lega smáum tröppum þannig að
ekki komi til samdráttar í sölu
landbúnaðarvara hér innan-
lands.
Að lokinni skýrslu stjórnar-
innar voru lesnir reikningar
stéttarsambandsins og kom þar
fram að tekjuafgangur þessa
árs nemur tæplega 11,5 milljón-
um. Þá var gert matarhlé en að
því loknu fluttu gestir ávörp.
Halldór E. Sigurðsson landbún-
aðarráðherra ávarpaði fundinn
og kom fram hjá honum að
ákveðið hefur verið að skipa
nefnd til að kanna stækkun
áburðarverksmiðjunnar i Gufu-
nesi. Ásgeir Bjarnason for-
maður Buðnaðarfélags Islands
flutti einnig ávarp. Þá voru
frjálsar umræður og siðan voru
lagðar fram tillögur að sam-
þykktum fundarins. Öllum til-
lögunum nema einni var visað
til nefnda. Ein tillaga var sam-
þykkt á þessum fyrri degi aðal-
fundarins og var það tillaga frá
stjórn stéttarsambandsins um
að færa Búnaðarsambandi
Suðurlands eina milljón króna
að gjöf til byggingar rann-
sóknarstofu á Selfossi og er
þetta gert í tilefni af þrjátiu ára
afmæli stéttarsambandsins.
Eins og áður sagði lýkur
fundinum siðdegis í dag.
Fjölda margar tillögur hafa
borizt fundinum frá kjör-
mannafundum og fjalla þær
m.a. um lög stéttarsambands-
ins, lánamál landbúnaðarins og
hvort veita eigi konum aðild að
stéttarsambandinu. Fundinum
lýkur með afgreiðslu tillagna
og kosningu stjórnar.